Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJAA/EÐUR sunnupagur 14. JÚNÍ 1992 Þrenningarhátíð, sjómannadagurinn. Hví valdi Jesús sjómenn? eftir JÓNAS GÍSLASON vígslubiskup Er Jesús hafði lokið ræðu sinni, sagði hann við Símon: Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar. - Símon svaraði: Meistari. Vér höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið, en fyrst þú segir það, skal ég leggja netin. (Lúk. 5: 1-11) Amen Hafði hann nokkuð vit á sjómennsku, trésmiðurinn frá Nazaret? Var hann ekki einn af þeim, er sjómenn nefna landkrabba? Að láta sér til hugar koma, að einhver afli fengist á þessum tíma dags? Allir sjómenn vissu gjörla, að það var vonlaust. Og Símon hefur eflaust hugsað með sjálfum sér: Hvernig getur manninum komið þetta til hugar? Þetta er hreinasta fásinna! Samt lagði hann netin! Hví lét reyndur sjómaður trésmið ráða því, hvenær hann legði netin? Jú, hann var einstakur! Það fann Símon glöggt, er hann hlýddi á hann. Trésmiðurinn frá Nazaret var ólíkur öllum öðrum. Því lét Símon að orðum hans, þótt hann teldi víst, að það væri tilgangslaust. Fyrst þú segir það! Hann hlýðnaðist boði Jesú. Og það nægði. Þá gjörðist kraftaverkið og aflinn varð slíkur, að þeir urðu að fá aðstoð vina og nágranna til að draga hann að landi. Það varð Símoni sönnun þess, að hér var ekki venjulegur maður á ferð, og hann fann sig óverðugan að dveljast í návist hans: Far þú frá mér, .herra, því að ég er syndugur maður! Símon stóðst prófið. Hann treysti Jesú og hlýddi honum, þótt það bryti gegn reynslu hans sjálfs og þekkingu. Hví valdi Jesús marga sjómenn sem postula? Kannski er hér að finna hluta af skýringu þess. Sjómenn eru vanir að standa í stórræðum. Oft þurfa þeir að bregða snöggt við á hættustund, þegar örskot er milli fjörs og feigðar. Þá ríður á að vera samtaka og treysta þeim, er ræður för, lúta vilja hans eins og hlýða honum. Jesús notar oft likingar úr reynsluheimi sjómanna í prédikun sinni. Eiginlega finnst mér ágætlega til fundið, að á Islandi heyra málefni sjávarútvegs og kirkju undir einn og sama ráðherrann. Biðjum: Þökk, Drottinn Guð. Þú ert oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Þökk, að vindar og vatn hlýða þér. Vernda sjómennina. við erfið og hættuleg störf. Gott er að mega fela þá og fjölskyldur þeirra þér á vald. Vér biðjum þig í nafni Jesú Krists. Amen VEÐURHORFUR I DAG, 14. JUNI YFIRLIT I GÆR: Skammt suðvestan af landinu er 996 mb lægð sem hreyfist hægt norðaustur. HORFUR í DAG: Hæg norð- og norðaustanátt á annesjum norðanlands en bjartviðri suðaustanlands. Annars staðar skýjað en að mestu úrkomulaust. HORFUR Á MÁNUDAG: Fremur hæg vestlæg átt og smáskúrir vestanlands, en bjartviðri aust- anlands. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Suðlæg átt. Rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en úrkomulaust norðaustanlands. Hiti 7—16 stig báða dagana, hlýjast í innsveitum Norður- og Austurlands. Svarsfmi Veðurstofu íslands — veðurfregnir: 990600. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri 10 léttskýjað Glasgow 12 mistur Reykjavik 7 úrkoma í Hamþorg 15 léttskýjað grennd London 13 mistur Bergen 13 skýjað Los Angeles 17 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 14 léttskýjað Kaupmannahöfn 19 léttskýjað Madríd 12 hálfskýjað Narssarssuaq 1 þokuruðningur Malaga 16 alskýjað Nuuk *1 þoka í grennd Mallorca 18 þokumóða Ósló 15 skýjað Montreal 19 skýjað Stokkhólmur vantar NewYork 22 heiðskírt Þórshöfn 12 rigning Orlando París Madeira 24 skýjað þokumóða súld Algarve Amsterdam 18 15 skýjað þokumóða 14 18 Barcelona 15 skýjað Róm 18 þokumóða Berlín 12 þoka Vín 15 rigning Chicago 17 heiðskírt Washington 18 skýjað Feneyjar 17 þokumóða Winnipeg 16 skýjað Frankfurt 15 ítýjq? y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V H = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur fT Þrumuveður Elli- og örorkulífeyrisþegar: 28% tekjutrygging- arauki greiddur í júlí Frítekjumark hækkar um 8% HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur sett reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga þar sem fram kemur með hvaða hætti elli- og örorkulífeyrisþegar fá eingreiðslur samkvæmt nýgerð- um kjarasamningum bættar en í kjarasamningum er gert ráð fyrir fjórum eingreiðslum til launþega, í júní, ágúst, desember og janúar. Jafnframt hefur verið sett reglugerð um hækkun frítekjumarks vegna tekjutryggingar og tekjumarks vegna skerðingar grunnlífeyris almannatrygginga. Elli- og örorkulífeyrisþegar ar heimilisuppbótar vegna launa- munu fá eingreiðslur greiddar í bóta. formi tekjutryggingarauka. í júlí í ágúst verður greiddur 20% 1992 og janúar 1993 verður . tekjutryggingarauki á fjárhæðir greiddur 28% tekjutryggingar- tekjutryggingar, heimilisuppbót- auki á fjárhæðir tekjutrygging- ar og sérstakrar heimilisuppbót- ar, heimilisuppbótar og sérstakr- ar vegna orlofsuppbótar. Þetta þýðir að elli- og örorkulífeyris- þegar með tekjutryggingu, heim- ilisuppbót og sérstaka heimilis- uppbót fá um 90% af orlofsupp- bótinni eins og hún er á almenn- um markaði. í desember verður greiddur 30% tekjutryggingarauki á fjár- hæðir tekjutiyggingar, heimilis- uppbótar og sérstakrar heimilis- uppbótar vegna desemberupp- bótar. Þetta þýðir að elli- og örorkulífeyrisþegar með tekju- tryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót fá um 90% af desemberuppbótinni eins og hún er á almennum markaði. í reglugerð um hækkun frí- tekjumarks vegna tekjutrygg- ingar og tekjumarks vegna skerðingar grunnlífeyris al- mannatrygginga leggur heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra til að frítekjumarkið hækki um 8% 1. júlí nk. Elli- og örorkulífeyrisþegar með eigin tekjur, aðrar en úr líf- eyrissjóðiTmega því hafa 17.582 krónur á mánuði eða 210.989 krónur á ári án þess að tekju- trygging skerðist. Frítekjumark- ið hjá hjónum með eigin tekjur verður 24.615 krónur á mánuði eða 295.384 krónur á ári. Elli- og örorkulífeyrisþegar sem hafa eingöngu tekjur úr líf- eyrissjóði mega hafa 25.542 krónur í tekjur á mánuði eða 306.504 krónur á ári án þess að tekjutryggingin skerðist. Hjá hjónum með tekjur úr lífeyris- sjóði verður frítekjumarkið 35.759 krónur á mánuði eða 429.106 krónur á ári. Hjá elli- og örorkulífeyrisþeg- um sem hafa bæði lífeyrissjóð- tekjur og aðrar tekjur gildir sama frítekjumark og hjá þeim sem engar lífeyrissjóðtekjur hafa. Þó skal draga frá lífeyris- tekjum þeirra 7.960 krónur á mánuði eða 95.515 krónur á ári hjá einstaklingum og 11.144 krónur á mánuði eða 133.722 krónur á ári hjá hjónum áður en til útreiknings skerðingar vegna tekjutryggingarinnar kemur. I reglugerðinni kemur fram að við tekjutengingu grunnlíf- eyris almannatrygginga í byrjun þessa árs hafi verið ákveðið að ellilífeyri skyldi skerða ef árs- tekjur einstaklinga eða hjóna hvors um sig væru hærri en 790.160 krónur eða 65.847 krón- ur á mánuði. Hjá örorkulífeyris- þegum voru þessi tekjumörk sett við 806.827 krónur eða 67.236 krónur á mánuði. Miðuðust þau við að elli- eða örorkulífeyrisþeg- ar sem njóta einhverrar tekju- tryggingar nytu ætíð óskerts grunnlífeyris. Vegna hækkunar frítekju- marks segir að jafnframt verði að hækka tekjumark vegna þess- arar skerðingar á grunnlífeyrin- um og sé talið eðlilegt að tekju- markið hækki um 8% eins og frítekjumarkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.