Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 17
í Finnlandi er hlaupið haldið í Helsinki og safnast þar saman kon- ur hvaðanæva af landinu. „Þar er eingöngu boðið upp á eina vega- lengd, 10 kílómetra, og er hægt að hlaupa þá leið, skokka eða ganga, sumar dansa jafnvel samba!“ segir Margrét. „Þetta er orðinn meiri háttar viðburður þar í borg ög þegar konurnar koma í mark fá þær rósir, sem karlmenn að sjálfsögðu afhenda þeim. Kon- umar sex sem voru upphafsmenn hlaupsins hafa nú stofnað fyrirtæki sem sér um allt varðandi hlaupið og svo umfangsmikið er það orðið að skrifstofan er opin allt árið. Þær gefa til dæmis út bækur með leið- beiningum um hlaup, upphitun og teygjuæfingar og eru með verslun þar sem seldar eru íþróttavörur.“ HVAÐ VILJA KONUR? í Stokkhólmi er einnig haldið kvennahlaup árlega og var til þess stofnað af íþróttafélagi þar í borg nokkrum mánuðum eftir fyrsta kvennahlaupið í Finnlandi. íslend- ingar fengu upplýsingar um hlaup- ið í gegnum norræn íþróttasam- bönd og Lovísa Einarsdóttir, sem er formaður undirbúningsnefndar fyrir Kvennahlaup ÍSÍ og á jafn- framt sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ, var í nefnd sem skipulagði íþróttahátíð 1990 og var sú nefnd að leita að nýjum viðfangsefnum. „Við fengum upplýsingar um finnska kvennahlaupið í gegnum norræn íþróttasambönd og fannst okkur það hvalreki. Við renndum blint í sjóinn, vissum ekki hver þátttakan yrði, en um 2.400 konur tóku þátt í fyrsta hlaupinu hér og ári síðar voru þær orðnar um 3.000.“ Lovísa, sem hafði kennt íþróttir lengi í Garðabæ, kom með þá upp- ástungu að hlaupið yrði haldið þar í bæ og hlaut það góðan hljóm- grunn. Einnig fer Kvennahlaupið fram úti á landi, en samtals er nú hlaupið á 15 stöðum. „Tilgangurinn með hlaupinu er tvenns konar,“ segir Lovísa. „I fyrsta lagi sá að örva konur til þátttöku í íþróttum og til að stunda reglubundna lík- amsrækt, og í öðru lagi að hvetja þær til að starfa að íþróttamálum og vinna að framgangi íþróttamála. Hópur kvenna getur af fjárhags- legum ástæðum ekki sótt líkams- ræktarstöðvar og aðrar hafa ekki áhuga á að vera með hópi í íþrótta- sal. En hlaupið er einfalt og hentar öllum. Það er aðeins að fara út um dyrnar hjá sér í góðum skóm, eng- in fjárútlát, engir glansbúningar. Ég get til dæmis ekki séð að konur sem vinna frá morgni til kvölds hafi tíma til að fara í líkamsræktar- stöð þrisvar í viku. Það fyrirkomu- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 '"fi; i v' ■! •"/.'f’-w.1 HTrn . LOVÍSA EINARSDÓTT- IR: Konur hafa áhuga á skokki, leikfimi eða ein- hverju í þeim dúr. lag sem er á hlaupinu, að konur megi ganga, laðar líka að mikinn fjöida.“ Menn hafa velt því fyrir sér hvort konur almennt hafi lítinn áhuga á keppnisíþróttum og segist Lovísa ekkert vilja alhæfa í því sambandi. „í raun og veru hafa þær áhuga á keppnisíþróttum, en þó ekki eins og þær eru skipulagðar í dag. Það hefur aldrei komið fram hvað það er sem konur vilja. Hvað vilja kon- ur? Maður getur hvergi flett því upp. Þær virðast þó hafa áhuga á skokki, leikfimi eða einhverju í þeim dúr.“ ÍÞRÓTTAAFREK Konur virðast sækja mest í þær íþróttagreinar þar sem engin skyld- umæting er og ekki undarlegt því fæstar hlaupa út og suður á æfing- ar þegar börnin eru komin til sög- unnar. Hins vegar ættu þær að hafa jafnmikla möguleika og drengirnir fram að þeim tíma, en svo virðist þó ekki vera í raun. Iþróttaafrek íslenskra kvenna eru ekki höfð í hámæli hér á landi og umíjöllun er eftir því. í sam- bandi við umfjöllun fjölmiðla hefur stundum verið bent á að íþrótta- fréttamenn séu flestir karlkyns og því áhugalausir um kvennaíþróttir, en ekki er nú aldeilis um slíkt að ræða í öllum tilvikum. Fyrir stuttu voru bestu handknattleiksmenn 1. deildarinnar af báðum kynjum valdir og fjallaði kvenkyns íþróttaf- réttaritari um afrek þeirra í sjón- varpi. Voru sýnd eitt eða tvö mörk af þeim sem konan hafði skorað um veturinn, en löng og ítarleg syrpa um karlmanninn með mörg- um mörkum og sendingum. Þótt fjölmiðlar sýni lítinn áhuga á kvennaíþróttum, hafa konur í Garðabæ hins vegar gert það. Nú ALLAR BROSANDI KONURNAR í fjölskyldu Liyu G. Jóhannesdóttur, 17 ára nema í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, tóku allar þátt I hlaupinu og þvi langaði Lilju að reyna líka. Hljóp hún fimm kílómetra ásamt frænku sinni og jafnöldru, og einnig hljóp þama móðir hennar með mágkonu sinni og systur hennar. Eg var nú eitthvað að reyna að skokka fyrir hlaupið, en það var ósköp lítið,“ segir Lilja þegar við ræðum um undirbúning. „í fyrra æfði ég badminton og þá hlupum við oft í upphituninni þannig að það var smáæfing. Ég hún æft handbolta og fótbolta, auk þess sem hún var í dansi í vetur. Samt segist hún ekki fá nógu mikla 'hreyfingu og því sé Kvennahlaupið ágæt viðbót. „Það eru svo margir unglingar sem eru ekki í íþróttum og fá enga hreyf- Lilja G. Jóhann- esdóttir hleypur sér til skemmtun- ar í Kvenna- hlaupinu, þar sem allir keppa við sjálfa sig. Morgunblaðið/Svemr Vilhelmsson var líka að vinna um sumarið og hafði því lítinn tíma. - Hvernig var svo að hlaupa? „Það var góð stemmning og mjög skemmtilegt. Þarna var leik- fimi á undan og íþróttakennaran- um tókst vel að hrista okkur upp, lét okkur teygja og hoppa og síð- an hlupu allar af stað með bros á vör! - Eru ekki konur þarna með kerrur og vagna? „Jú, og sumar fóru þetta gang- andi. Margar voru að grínast þama og „skjóta“ hver á aðra. Sumar voru í góðri þjálfun og hlupu strax á undan, eins og litlu krakkarnir sem tættu framúr manni. Eldri konurnar drógust kannski aftur úr, þær gengu þetta bara sér til hressingar. Það togn- aði því fljótlega úr hópnum, en síðan hittust allar hjá Garðaskóla, fengu pening og hlýddu á skemmtiatriði.“ Þótt ung sé að árum er það ekkert nýtt fyrir Lilju að taka við verðlaunapeningi, því bæði hefur ingu fyrir utan leikfimina í skólan- um. Eg hætti í fótbolta þegar ég byijaði í framhaldsskóla, og þegar námið þyngdist hætti ég í hand- boltanum og fór að æfa badmin- ton! Oft er lítill tími aflögu fyrir íþróttir því námið er svo tíma- frekt.“ - Heldur þú að hlaupið hvetji konur til að hreyfa sig meira? „Það held ég, ég hef séð þær hér í kringum mig fara út fyrir kvöldmat og skokka, sennilega að hita sig upp fyrir hlaupið. Ég held að konur á öllum aldri hafi gott af þessu. Margar em til dæmis bundnar yfir smábörnum alla daga og hafa sjaldan tæki- færi til að hreyfa sig. Ég hleyp þetta mér til skemmt- unar og ætla að gera það áfram. Það keppa allir við sjálfa sig, nema litlu krakkarnir auðvitað, þeir em í hörkukeppni. Það er líka svo skemmtilegur andi í Kvenna- hlaupinu, engin kona að pína sig í þetta, öllum finnst gaman og allar eru brosandi.“ KONA VIÐ KONU ALDURINN hefur lítið að segja þegar Kvenna- hlaupið er annars vegar eins og sannast best á Gunnþórunni Egilsdóttur, eiganda Skemmunnar í Hafnarfirði, sem skokkaði fimm kílómetra átta- tiu ára gömul. Hún hefur tekið þátt í Kvennahlaup- inu frá upphafi og ætlar að öllu forfallalausu að skokka næstkomandi laugardag. Gunnþórunn Eg- ilsdóttir í versl- un sinni. Hún hefur ætið tekið þátt í Kvenna- hlaupinu ásamt öðru kvenfólki ættarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Gunnþómnn segir að hún hafi smitast af fjölskyld- unni þegar hlaupið var annars vegar. „Við vorum þama saman dóttir mín, bamabömin og langömmubömin, í fyrra reyndar fór ég fimm kílómetrana með dóttur minni. Ég er nú að hugsa um að láta tvo kílómetra nægja núna.“ - Bjóstu þig undir hlaupið á einhvem hátt? „Nei, alls ekki, og hef ekkert verið í íþróttum. Það hafa verið æfíngar á laugardögum fyrir hlaupið en ég hef ekki komist því ég er alltaf að vinna í búðinni. En annars á ég gott með að ganga, fínn aldrei til í fótunum, hef verið mjög heppin með það.“ - Hvernig gekk þér nú með þessa fímm kílómetra? „Alveg ljómandi, við skokkuð- um stundum, gengum hratt á milli og ég var ekkert lúin eftir þetta, fékk mér bara kaffí á eftir svona eins og gengur.“ Gunnþómnn segir að hlaupið hafí verið’ virkilega skemmtilegt. Ekki nóg með að dóttirin hafi verið þarna, heldur einnig tengda- dóttirin og sonardóttirin þannig að þær fjölmenntu úr fjölskyld- unni. „Þetta var ljómandi stemmning og gríðarlega margt. Kona við konu og allar svo kátar og léttar í skapi. Ég varð nú reyndar ekki vör við fleiri á mínum aldri þarna í hlaupinu. Mágkona mín var þama líka, en hún er nú svo ung, ekki orðin sjötug.“ - Nú fá allir verðlaunapening, hafðir þú fengið slíkan pening áður? „Nei, bara þennan. Var héma í leikfími í gamla daga, en elskan mín, þá voru engin hlaup fyrir konur. Kvennahlaup sem þessi hafa mikinn tilgang, held ég, kon- ur koma saman og gleðjast hver með annarri. Ég tel þetta líka hiklaust mikla hvatningu fyrir konur og held að íþróttaiðkun hafí aukist frekar en hitt vegna hlaupsins. Að öllu forfallalausu ætla ég að taka þátt aftur. Guð hefur gefið niér svo góða heilsu seinni árin. Ég var með asma hér áður fyrr en hef alveg losnað við hann og fer sjaldan til læknis. Það eina sem angrar mig er bakið. Ef ég er í erfiðisvinnu fínn ég stundum til, eins og um daginn þegar ég var að setja niður kartöflur og stinga upp.“ - Hvar hengir þú þinn verð- launapening upp? „Ég geri það nú ekki, elskan mín. Hann fer bara ofan í skúffu. Ég gorta ekkert af þessu, þetta er bara fyrir mig.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg MARGRET JÓNSDÓTT- IR: í Kvennahlaupinu í Finnlandi skokka þær eða ganga, sumar dansa jafn- vel samba! er ekki átt við Kvennahlaupið, held- ur handboltann. Segir Lovísa að í Garðabæ hafí nefnd verið sett á laggimar sem standi að baki meistaraflokknum. „Þær hafa unnið geysilega mikið og skemmtilegt starf, þessar kon- ur. Þær hafa séð um fjáröflun, fylgst með æfíngaferlinum og upp- byggingu, séð um íþróttamál þeirra' og síðast en ekki síst farið á alla leikina og sent bréf í hvert hús og hvatt okkur hinar til að koma. Það hefur verið einstök stemmning á öllum leikjum og húsið oftast fullt.“ KONUR í STJÓRN Af þessu má sjá að það er gam- an að vera handboltakona í Garðabæ og hvetjandi fyrir þær sem eru í yngri flokkunum. Því sennilega er ekkert eins niðurdrep- andi fyrir ungar íþróttastúlkur og áhugaleysi almennings. Félagsstörf hafa hingað til ekki þvælst fyrir konum ef marka má öll þau kvenfélög sem spretta upp á landinu hversu lítið sem viðkom- andi pláss er. Þegar kemur að stjóm íþróttafélaga verða þær hins vegar athafnaminni og hefur engin kona til að mynda átt sæti í fram- kvæmdanefnd Ólympíunefndar ís- lands né heldur í íþróttanefnd ríkis- ins í þau 50 ár sem hún hefur starf- að. Tvær konur eru þó loks komnar í framkvæmdastjórn ÍSÍ, Lovísa Einarsdóttir og Katrín Gunnars- dóttir. Lovísa er spurð hvort ástæðan fyrir þessum trega kvenna til stjómunar í íþróttamálum sé sú að þær séu orðnar leiðar á að vera settar í basar og bakstur um leið og þær sýna sig á fundum, og seg- ir hún að það sé því miður ekkert ólíklegt. „Þær vinna oftast á bak við og inna þar mjög gott og göf- ugt starf af hendi, en þróunin þarf að verða sú að þær sækist meira eftir stjórnunarstörfum. Nú veit ég að karlarnir hafa hvatt þær til að mæta á ársþing, en segja að reynsl- an sé sú að ef þær þurfí að halda tölu um eitthvert mál séu þær horfnar. Við reyndum að breyta þessu í Garðabænum og héldum tvö námskeið í fyrra ætluð konum sem sýna íþróttamálum áhuga og nokkrar úr þeim hópi hafa komið sterkar fram í íþróttafélaginu. Nú er það svo að karlamir sitja alltaf að öllum fjármálum, ef kona er valin í stjórn er hún mjög oft rit- ari. Þetta er okkur sjálfum að kenna og þessu þurfum við að breyta og axla meiri ábyrgð.“ Konur skipuleggja og stjóma Kvennahlaupinu í Garðabæ og víðs- vegar um landið næstkomandi laugardag. Engin tímataka er á hlaupinu, þær ráða hvort þær ganga, skokka eða hlaupa 2 km, 5 km eða 7 km, og allar fá verðlauna- pening. Skráning í hlaupið fer fram í íþróttaverslunum og um leið og þær borga kr. 350, fá þær afhentan hvítan bol merktan Kvennahlaup- inu. Þar sem konur eru hvort eð er alltaf á hlaupum fará þær líklega létt með að skokka smáspotta á laugardaginn, ekki aðeins sjálfum sér til ánægju og uppbyggingar, heldur einnig til að sýna ungum stúlkum fram á að þær geti óhræddar lagt á íþróttabrautina því stuðninginn hafí þær. Heilan flokk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.