Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 10
B__ .. MORGÚNBLADIÐ SUNNUDA'GUR 14. .JÚXÍ 1992. . Eftir Birgi Ármannsson AÐRAR Evrópuþjóðir geta nálgast menningararf sinn með því að virða fyrir sér fornar hallir og hof, kirkj- ur, höggmyndir og önnur listaverk frá liðnum öldum. Það er hins vegar afar stutt síðan Islendingar fóru almennt að byggja úr varanlegnm byggingarefnum og skapa myndlist, sem varðveist hefur. Forfeður okkar reistu sér hins vegar minnismerki með orðum og tungumáiið skipar líklega mikilvægari sess meðal íslendinga en flestra annarra þjóða. En til þess að varðveita tunguna þarf stöðugt að vera á verði gagn- vart málspjöllum og jafnframt að hlúa að nýrækt- inni. Um þessar mundir er verið að safna stofnfé í Málræktarsjóð, sem ætlunin er að nota til að styrkja ýmiss konar málræktarstarf í framtíðinni. Hlutverk þessa sjóðs verður því að rækta málgarðinn og reyta arfann, sem þar er að finna. SJnfifet fxf t yjuifi» M 3irtf«aw &****• :=íŒs; PífW» y lut wfa (»’i 6r«t< htv 40 atafiat o íLTíWU e>* ■*«« »« ðUqsS* ’l'cjfjlw'«tií&>o>u( Wítansaiv »>!* » oti «1» JKIi »piot/þ2« öíH (ui/ f»»p«nnwv ««K» r, g'fltiiVonariVíii Þ«fi fíÞftW-s' ■ &■««/{, i jSrtl /!»*»»« «"0* »*«« Þafe (asiir SSelpifet Orinuf ttt rðf a pt& «r Dfyfe tu-a ÖWáftttf/ $ bf?4 SBrtó? fUÖiðy' þptt bwKi » ý4«»»KO^- /rft<»*t3K»aMV)ww(.tMrMiMiw/ ■ fe fttöl« IxiiIW Otumil «Ste!ti»tia m(. (irm t>»i»tMU» S&mowis* IKMiu)» CiHoBftrtmfli n«»<S,itfwí m.itlw D-iqv.......... • «* JtiettfUttMr «ato/ {*«*I.(»ot/. {*» (, **•>«>. ilftoflHDuWimii Ct»ipa« r. XXII. Sopífulc. «3ttni«Sri*irwnt Sicf.f.frtm I<»»taarct«fílitttati,ííi/{»t bnltl œ»et«nicl5í.P cl dio efln’t'p Þ'i / ®f ntr fptfl ticncmi ct £, «iótr{»i pcr ct etlnws cttjnba Úcck/! „ JctÞitlf »i» a»3Kt<>(i>.«0» a Sfjitttii/Srt fkik, œtS, , ,»oJ7«fu>f þtclfa eitmcp'/ ro> t.H P««m H tfui E,.w,v, p/irpictfl/ tii (4>«fi eftmolpi/ iwt ticSCtitnr Jxma, — (ftlfl 3rc«rilHir nam (BfliiK'iC f. Potftctnct trotT«c/ ■lanoö' m» Ooratriiirt miiJlirailfíJiw^iaff r»i>Pt tOiirtciM /3cgu>low {xt f, pfttta fmifi.t ft — „tgif»fotS> WiortM tt cili PotgtlOl O, ©listis lítiria / fx'iro (■ »m?)>lgi>eitiiiat. C»ii«iiir£ptitft.ui, I,Ð. *if« ei«eotnrp» / J>f»io s. ca Cctanotiom f»tf> rð!ö- f<puöw .jpiirf/m e«WI«' mitíottt JDötffctsptoríarow SJtfri^ftí/pMtrsœror* 5> efC'cOot 0! 1(1100» fflat pdgc tcoíJfiogMf Jxot«j , atfini Kovíi rt atfi Jxnltcrguftjiiit e>trt»lp« rat i/ þriivo f. »» CWotr o Stofl>olBiT,nat(í Corfotlstl. Ktt^aUc, 5 ... Málræktarsjóður var formlega stofnaður á útmánuðum 1991 en þá hafði um margra ára skeið verið unnið að stofnun hans að frumkvæði Baldurs Jónssonar, forstöðumanns Islenskr- ar málstöðvar. Um þessar mundir leitar stjóm sjóðsins til fyrirtækja, stofnana og almennings vegna stofnframlaga í hann en allt fé, sem berst fyrir árslok 1992, telst stofnfé. Nú eru um 6,5 milljónir króna í sjóðnum en samkvæmt skipulagsskrá er stefnt að því að stjórnin hafi alls safnað 50 milljón- um um áramótin. Jafnframt er við það miðað, að ríkið leggi fram jafn háa upphæð. Þannig gerir skipu- lagsskráin ráð fyrir að stofnfé verði allt að 100 milljónir króna. Hug- myndin er sú, að stofnfé verði ekki skert, heldur verði nýjum framlög- um sem til hans berast og vaxta- telqum varið til styrkveitinga. Ef söfnun stofnfjár gengur vel, er ljóst að þar getur árlega verið um veru- legar upphæðir að ræða. Samkvæmt skipulagsskrá á Mál- ræktarsjóður að beita sér fyrir og styðja hvers konar starfsemi til efl- ingar íslenskri tungu og varðveislu hennar. Því markmiði á hann að ná með því að sinna eftirtöldum verkefnum: 1. Styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í landinu. 2. Styrkja starf orðanefnda, sem vinna að þýðingum á tæknimáli eða sérhæfðu máli. 3. Styrkja fjárhagslega' útgáfu handbóka og leiðbeininga um mál- notkun. 4. Styrkja útgáfu orðabóka. 5. Veita einstaklingum, samtökum og -stofnunum viðurkenningu fyrir málvöndun og málrækt. 6. Styrkja með fjárframlögum hvers konar framtak sem verða má til að stuðla að eflingu íslenskrar tungu og varðveislu hennar. Baldur Jónsson, stjórnarformað- ur Málræktarsjóðs, sagði í samtali við Morgunblaðið 6. júní, að hug- myndin væri ekki sú, að sjóðurinn stæði undir öllum kostnaði vegna ofangreindra verkefna, en ljóst væri að hann gæti víða komið að liði. Einkum gæti hann nýst þegar fjármagn vantaði með litlum fyrir- vara til verkefna, sem ekki væri fyrirfram ákveðið hver ætti að kosta. Einnig kom fram í samtalinu að engir aðrir sjóðir hér á landi teldu sér skylt að styrkja málrækt- arstarf af þessu tagi og hefði það staðið mörgum þörfum verkefnum fyrir þrifum. Morgunblaðið ræðir í dag við nokkra menn, sem tekið hafa þátt í málræktarstarfi, þó með misjöfn- um hætti sé. Þá ræðir blaðið við tvo orðanefndarmenn, sem á marg- an hátt eru að fást við svipuð verk- efni, þótt fræðigreinar þeirra séu afar ólíkar. ÖRN BJARNASON Fámennar stéttir þurfa mest á stuðningi að halda Örn Bjarnason, yfirlæknir og formaður íðorðanefndar læknafélaganna, segir að ef Málræktarsjóður hefði verið kominn fyrr til sögunnar, hefði starf nefndarinnar sennilega gengið mun hraðar fyrir sig en raun bar vitni. Hann segir að sjóðurinn muni nýtast orða- nefndum innan fámennra stétta best, enda hafi þær meiri þörf fyrir stuðning en til dæm- is læknar. Starf þeirra muni þó einnig koma til góða í íðorðastarfi lækna, enda þurfí þeir oft að sækja heiti og hugtök til annarra fræði- greina. Öm segir að rík hefð sé fyrir íðorðastarfi meðal íslenskra lækna. Hefðina megi rekja allt til stofnunar Læknablaðsins árið 1915 og sto’fnandi þess, Guðmundur Hannesson, hafi einnig tekið saman íslensk líffæraheiti, sem einkum hafí falist í þýðingum úr latínu, og síðar íslensk læknisfræðiheiti, þar sem íslensk- uð hafí verið heiti úr dönsku og ensku, auk latínu og grísku. Hann segir að um 1980 hafí íðorðanefnd lækna hafið störf og hún hafi átt nána sam- vinnu við íslenska málstöð síðan. Hún hafí meðal annars tekið saman íðorðasafn með um 35 þúsund uppflettiorðum, sem út hafí komið á árunum 1985 til 1989. Síðan þá hafí nefnd- in unnið að endurskoðun á líffæraheitum Guðmundar Hannessonar með það fyrir augum að búa til nýjan orðaforða fyrir fósturfræði og vefjafræði. Búast megi við að það rit komi út síðar á þessu ári eða því næsta. Að sögn Amar nota læknar í raun tvenns konar mál, annars vegar hálfgert hrognamál með erlendum slettum og eins konar skamm- stöfunum þegar þeir tali hver við annan, en hins vegar vandaðri íslensku þegar þeir skrifí um fræðileg efnj. Á því sviði hafi mikið áunn- ist á undanfömum áratugum, til dæmis í sam- bandi við skrif í Læknablaðið. Hins vegar sé einnig mikilvægt að stuðla að því að læknar geti gert sig skiljanlega við sjúklinga og að- standendur þeirra og tali þá mannamál. GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Viljum geta talað um hagfræði á góðrí íslensku Guðmundur Ólafsson fjármálastjóri Hag- virkis á sæti í orðanefnd viðskiptafræð- inga og hagfræðinga. Hann segir að eðlileg- asta aðferðin til að hlúa að starfí orðanefnd- anna sé að byggja upp sjóð, sem geti stutt við bakið á þeim fjölmörgu, sem starfí að þess- um málum í sjálfboðavinnu. Guðmundur segir, að hugtök og hugtaka- kerfi hagfræðinnar séu alþjóðleg og undir miklum engilsaxneskum áhrifum. Vandasamt sé að fínna þeim góðan íslenskan búning og það geti torveldað notkun þeirra. Hann segir að á þessu sviði hafí nokkuð gætt hrárra þýð- inga, þar sem orðin séu vissulega íslensk hvert fyrir sig, en textinn í heild hins vegar óskiljan- legur. „Við viljum tala um fræðigrein okkar á hljómmikilli og réttri íslensku, sem er skiljan- leg öllum almenningi,“ segir Guðmundur. „Og því þurfum við í raun að flytja hugtökin inn í landið eins og vaming. Við þann innflutning verður auðvitað að gæta þess að íslensku heit- in geti komið merkingunni til skila og um leið að þau falli að málkerfinu." Hann segir að orðanefndarmennimir líti ekki á sig sem neina mállögreglu, heldur geri tillögur um orð, sem vonandi kalli á aðrar og betri tillögur. Að sögn Guðmundar er orðanefndin nú að fara í gegnum helstu greinar hagfræðinnar og skyldra fræðigreina og fínna hugtökum þeirra íslenskan búning. Stefnt sé að því að gefa niðurstöðumar út á bók í lok þessa árs eða í byijun þess næsta. „Við þurfum líklega að ganga með betlistaf milli manna vegna þessarar útgáfu, því hér er auðvitað ekki um eiginlega markaðsvöru að ræða þó við séum að fjalla um markaðinn. Okkur hagfræðingum er ljóst mikilvægi þess að þetta nauðsynlega starf fái fjárhagslegan stuðning, en jafnframt vitum við um hætturnar, sem fylgja of miklum ríkisafskiptum. Þess vegna teljum við eðlileg- ast að byggður verði upp sjóður, sem geti stutt við bakið á sjálfboðavinnu á þessu sviði,“ seg- ir Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.