Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 20
1
w
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JUNI 1992
t
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JUNI 1992
21
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjóm og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111- Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 110 kr. eintakið.
Lífskjör sótt í sjó
Fiskimiðin umhverfis landið
eru mikilvægustu auðlindir
Islendinga. Sjávarútvegurinn hef-
ur að stærstum hluta staðið und-
ir efnahagslegum framförum og
lífskjörum þjóðarinnar á þessari
öld. Engin lagasetning hefur
markað önnur eins tímamót í
samfelldri baráttu okkar fyrir
efnahagslegu sjálfstæði og land-
grunnslögin um vísindalega
vemdun fískimiðanna árið 1948.
Á grunni þeirra laga var fískveiði-
landhelgin færð út í 4 mílur 1952,
12 mílur 1958, 50 mílur 1972 og
200 mflur 1975. Með síðustu út-
færslunni var erlendum fiskveiði-
flotum nær alfarið stuggað af
veiðislóð hér við land.
Engu að síður höldum við sjó-
mannadag, sem er séríslenzkt
fyrirbrigði, í skugga alvarlegra
tíðinda. Vísindamenn Alþjóða
hafrannsóknaráðsins telja nauð-
synlegt að skerða þorskveiðiheim-
ildir um 40% í a.m.k. þrjú ár, til
að ná stofninum upp í fyrri styrk.
Sem dæmi um þróunina síðustu
áratugi skal minnt á að hrygning-
arstofn þorsksins, sem var yfír
milljón tonn, þegar við færðum
út í fjórar mílur, er í dag aðeins
rúmlega fímmtungur af þeirri
stærð, að mati fískifræðinga.
Aðstæður í lífríki sjávar, sem
við ráðum ekki við, hafa að sjálf-
sögðu áhrif á stofnstærð nytja-
fiska. Staðreynd er engu að síð-
ur, að fískstofnar hafa nýtingar-
mörk, sem verður að virða, ef
ekki á að skerða höfuðstólinn. I
þeim efnum þarf sá dýrkeypti
lærdómur, sem yfír þjóðarbúskap-
inn gekk með hruni Norðurlands-
síldarinnar, að vera okkur víti til
varnaðar.
Og víst er vandinn ærinn. Ef
farið verður að ráðum físki-
ráðgjafanefndar Alþjóða haf-
rannsóknaráðsins metur Þjóð-
hagsstofnun framhaldið svo, að
heildarútflutningstekjur dragist
saman um 10-12% eða um 13-15
milljarða króna. Atvinnuleysi
gæti aukizt í 4-5% að dómi sömu
stofnunar.
Þorsteinn Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, sagði nýlega, að
íslenzka sjávarútvegssamfélagið
hefði áður horft fram á erfíða
tíma og tekizt að rétta úr kútn-
um. Til þess að ná því marki við
núverandi aðstæður verða allar
starfsstéttir að takast á við vand-
ann — og leggja allar árar út —
enda snertir hann hvert manns-
barn í landinu.
Það þarf að aðlaga veiðar og
vinnslu að þeim veruleika sem við
blasir í lífríki sjávar. Það þarf að
beina veiðisókn í ríkara mæli 'í
vannýtta stofna. Það þarf að
vinna hráefnið í sem verðmætasta
vöru. Það þarf að styrkja mark-
aðsstöðu sjávarvöru erlendis, m.a.
með þátttöku í EES. Það þarf
jafnframt að breyta óbeizluðu
vatnsafli í verðmæti, störf og lífs-
kjör, í ríkara mæli en nú er gert.
Og síðast en ekki sízt þarf að
virkja þá menntun, þekkingu og
hvata til framtaks, sem í fólkinu
býr, með því að bæta starfsum-
hverfi atvinnulífsins í landinu.
Úr röðum sjómanna og ann-
arra, sem starfa við sjávarútveg
heyrast nú þær raddir, að físki-
fræðingar séu á rangri leið í rann-
sóknum sínum og að ekki sé
hægt að byggja eingöngu á mati
þeirra á stöðu fískistofna. Sumir
þeirra, sem þannig tala hafa
langa reynslu af sjómennsku og
fískveiðum og skoðanir þeirra ber
að virða. En í þeim umræðum,
sem fram hafa farið til þessa,
hafa hvorki þeir né skoðanabræð-
ur þeirra, sem starfa á öðrum
sviðum sjávarútvegs, sett fram
svo sannfærandi röksemdir að
dugi til þess að ýta röksemdum
og aðvörunum fískifræðinga til
hliðar.
Áhættan sem fólgin er í því
að hlusta ekki á ráð fískifræðinga
er margfalt meiri en sú áhætta,
sem við tökum með því að fara
að þeirra ráðum. Niðurskurður
þorskveiða þýðir umsvifalaust
verulega kjaraskerðingu hjá sjó-
mönnum en hún leiðir á skömm-
um tíma til kjaraskerðingar hjá
þjóðinni allri. Og hvað sem öðru
líður geta sjómenn fagnað þeim
umskiptum, sem orðið hafa á
kjörum þeirra á þessari öld. Sjó-
mannastéttin sem slík er nú ein
hæsta launaða starfsstétt á ís-
landi, þótt auðvitað sé mikill
launamunur innan stéttarinnar.
Það eru dimmir skýjabakkar á
himni íslenzks sjávarútvegs. En
það er ævinlega sól að skýjabaki.
I þeirri trú að þjóðinni takist að
snúa vörn í sókn og vinna sig út
úr vandanum sendir Morgunblað-
ið sjómönnum um land allt heilla-
óskir á hátíðisdegi þeirra.
r ÞAÐ ER
O O «deginum ljós-
ara að sú pólitíska
skipting sem Popper
talar um hefur gengið
sér til húðar hér á
landi einsog víða ann-
ars staðar enda er svo komið að
flest mikilvægustu málin eru þver-
pólitísk og verða ekki leyst með
gömlum flokkaformúlum; hvorki
fískveiðistjórriUnin, umhverfisvand-
inn, viðskiptafrelsið, landbúnaðar-
málin né vandamál velferðarríkisins
að öðru leyti. Það er þá helzt okkur
fínnist minni líkur á íþyngjandi
sköttum þegar hægri sinnaðir
stjómmálamenn eru við völd en
þeir sem líta á tekjur og eignir
borgaranna eins og hvem annan
varasjóð handa ríkinu. Samt höfum
við horft uppá það að hægri menn
ganga framfýrir skjöldu og auka
álögur á einstaklinga vegna óráðsíu
í stjómun og raska eignarétti að
geðþótta sínum einsog gerist þegar
menn selja óveiddan físk í sjó, svo-
kallaðan kvóta, án þess „sölumenn-
irnir“ eigi hann.
Þessi margumdeilda stjórnun
hefur tekizt illa einsog oft hefur
verið rætt um í Morgunblaðinu, og
þá ekkisízt í þessum dálkum. Hún
hefur ekki ýtt undir betri nýtingu
fisks en áður, eða fullvinnslu hans,
heldur hefur hún beinlínis orðið til
þess að tugum þúsunda tonna hefur
verið fleygt í sjóinn og magnfiskur
fluttur óverkaður í gámum til út-
flutnings án þess unnið sé til gæða
en verkun og vinnsla hér heima
hlýtur að vera markmiðið og þá
hefði þurft að lækka fremur tolla
á fullunnum fiski til Evrópu en
óunnum einsog ég hef áður komið
að í þessum pistlum við lítinn fögn-
uð. Ándspænis takmarkaðri auðlind
HELGI
spjall
hljótum við að leggja
höfuðáherzlu á gæði
og útflutningsverð-
mæti. Það er svo álita-
mál hvort rétt er það
sem segir í annars
fróðlegu riti umhverf-
isráðuneytisins, ísland, umhverfi og
þróun (1992) en þar er komizt svo
að orði að „stjómun á fiskveiðum
hér við land hefur skilað betri
árangri en þær aðferðir sem beitt
hefur verið annars staðar“, þótt
vafalaust sé unnt að renna einhverj-
um stoðum undir þá fullyrðingu,
að „takmarkanir á afla hafa einnig
leitt til þess að meira er vandað til
framleiðslu fískafurða og ýmsar
nýjungar hafa komið fram. Verð-
mæti hefur aukizt þrátt fyrir minna
hráefni" (125.-126. bls.).
Nú skiptir öllu að áfram sé hald-
ið á sömu braut og hér er lýst. Og
ef við seljum raforku til útflutnings
um strengi verðum við jafnframt
að tryggja rækilega atvinnuupp-
byggingu í landinu sjálfu og renna
stoðum undir ný fyrirtæki sem
byggja á þessari dýrmætu eign
okkar, orkunni. Við eigum einungis
að flytja afgangsorkuna út; það sem
við getum ekki fullnýtt hér heima.
Atvinna fólksins í landinu skiptir
höfuðmáli.
Það er einkenni nýlenduþjóða að
flytja út hráefni en ekki fullunna
gæðavöru. Við mættum vel huga
að því Danir og Svisslendingar eru
einna ríkastir Evrópuþjóða, ekki
vegna hráefnisútflutnings eða sér-
stakra gæða’í Danmörku og Sviss
heldur vegna ræktunar og höfuðá-
herzlu á útflutning sérfræðiþekk-
ingar og þeirrar sannfæringar sem
einkennir alla framleiðslu þessara
þjóða, að mikil verkþekking og
tæknikunnátta létti undir og auki
--------------------------I-------
gæði. En við höfum ekki enn lært
að vera gæðaþjóð að þessu leyti.
Ég vek athygli á því sem stendur
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins
3. maí sl. — en af því ættum við
að draga réttar ályktanir: „Ef það
er rétt, að bandarískt efnahagslíf
sé orðið svo nátengt efnahagskerf-
um annarra þjóða að tæpast er
hægt að ræða um það sem afmark-
aða einingu, á það ekki síður við
um örsmátt efnahagskerfi eins og
okkar. Erum við almennt á réttri
leið? Við erum fyrst og síðast hrá-
efnissalar. í yfírliti yfír útflutning
Bandaríkjamanna til Japans og út-
flutning Japana til Bandaríkjanna
kemur fram, að Bandaríkjamenn
flytja helzt út hráefni til Japans en
Japanir fullunna tæknivöru til
Bandaríkjanna. Sumir halda því
fram að af þessum sökum séu
Bandaríkin að verða í efnahagslegu
tilliti japönsk nýlenda. Erum við að
verða nýlenda Evrópubandalagsins
vegna þess að útflutningur okkar
þangað er að töluverðu leyti óunn-
inn fískur og að mest öll verðmæta-
aukningin verður þar en ekki hér?“
Þetta minnir á þá spá brezka
utanríkisráðherrans, Anthony Cros-
lands, þegar hann undirritaði físk-
veiðisamninginn við okkur í Osló
1976 og átti fyrir bragðið undir
högg að sækja heima í kjördæmi
sínu Grimsby en þá hélt hann því
fram að Hull og Grimsby risu síðar
úr rúst og yrðu blómleg fiskiðnaðar-
héruð vegna þess að Islendingar
mundu selja óunnið fiskhráefni í
miklu magni til þessara gömlu höf-
uðstöðva brezkrar togaraútgerðar.
M.
(meira næsta sunnudag.)
IREYKJAVIKURBREFI HAUST-
ið 1990 er ijallað um íslenskan
landbúnað, og bent á nauðsyn
þess að í stað ofstjómunar opin-
berrar forsjár ættu bændur að
geta framleitt eins og þeir vildu
en bæru sjálfir ábyrgð á fram-
leiðslunni. Þá væri líklegt að
hún yrði helst þar sem hún væri hagkvæm-
ust. En þessi þróun yrði að verða á ein-
hveiju árabili og með mannúðlegum hætti.
En hvað sem því liði væri nauðsynlegt að
auka hagkvæmni innan kvótakerfís land-
búnaðarins, og þá ekki síst þess kvótakerf-
is sem mjólkurframleiðendur búa við en
mikið hefur áunnist í þeim efnum; þ.e. að
laga landbúnaðarframleiðsluna að inn-
lendri þörf þótt mikið sé enn ógert. Mat-
væli eru enn of dýr miðað við nágranna-
löndin og nauðsynlegt að færa verðlagið
niður ef unnt er en það verður að sjálf-
sögðu ekki gert nema með mikilli hagræð-
ingu og einhverri samkeppni á markaðn-
um. Neytendur kunna að meta slíka sam-
keppni og enginn vafí er á því að íslensk-
ar landbúnaðarvörur gætu mætt ákveðinni
samkeppni erlendis frá, að minnsta kosti
hvað gæði snertir.
Framleiðsla íslenskra bænda hefur ekki
verið í neinum tengslum við neysluþarfir
landsmanna. Almenningi blöskrar verðið
og hann gerir háværar kröfur um fijálsan
innflutning á landbúnaðarvörum. „Þeir
sem kunna að yrkja jörðina gjalda fyrir
hina sem kunna það ekki,“ segir í Reykja-
víkurbréfinu. „Niðurgreiðslur eru letjandi
viðskiptahættir, útflutningsbætur þyrnir í
augum skattgreiðenda og neytenda og
kvótakerfið illa þokkað af öllum eins og
kvótakerfi eru yfirleitt, bæði á sjó og
landi, því þau vinna gegn frelsi og sam-
keppni, eru ósanngjöm og stundum sið-
laus, vernda hagsmuni sumra en ögra
hagsmunum annarra. Þau eru yfirleitt
hallærisleg málamiðlun, þrautalending, en
ekki framtíðarúrlausn."
Þá er á það bent að bændur hafi verið
hafðir að féþúfu og fjármunum þeirra ver-
ið veitt inn á aðrar brautir en til þeirra
sem framleiðenda eins og oft hefur verið
bent á. Auk þess hefur styrkjakerfið síður
en svo aukið á samúð með þeim sem fram-
leiða landbúnaðarvörur. Neytendur eru
andstæðir verndun þeirra vegna þess háa
verðlags sem krafíst er á markaðnum.
„Neytendur setja alla bændur undir sama
hatt og afgreiða þá sem einn mann, en
það er að sjálfsögðu bæði ósanngjarnt og
í andstöðu við þá staðreynd að bændur
eru misjafnir eins og annað fólk. Við eigum
framúrskarandi dugmikla og vel vinnandi
bændur sem framleiða frábæra vöru þótt
hitt sé einnig rétt að stéttin er of fjölmenn
og ýmsar jarðir illa nytjaðar. Auk þess er
það vafalaust rétt að bændastéttin hefur
dregist afturúr öðrum stéttum og sveita-
fólk er síður en svo ofsælt af sínum kjör-
um. Lífskjör bænda eru nú verri en verið
hefði ef þeim hefði verið gert kleift í tíma
að laga sig að breyttum aðstæðum í þjóðfé-
laginu." «
Markaðurinn bætir að sjálfsögðu kjör
neytenda og hefur það einnig sýnt sig hér
þótt hann sé ekki eins virkur hér á landi
og í stærri þjóðfélögum og því ekki sama
aðhald og víða annars staðar. Það er aug-
ljóst að allt of fá sveitabýli á Islandi standa.
undir arðsemiskröfum og eru því ekki í
stakk búin til að mæta auknum kröfum á
markaðnum. „En fjölmörg bú gætu þó
gert út á markaðinn, þannig að bæði fram-
leiðendur og neytendur gætu vel við unað.
Önnur eru á mörkunum og þarf að rétta
þessum bændum hjálparhönd til að finna
hagkvæmustu leiðina til að standast harð-
ar kröfur markaðsbúskapar sem nú er
talinn besti kosturinnjafnvel í fyrrverandi
austantjaldsríkjum.“ I staðinn fyrir hina
ósýnilegu hönd markaðarins var hönd rík-
isins, stjórnvalda og alls kyns nefnda, með
puttana í því hvernig samkeppninni skyldi
háttað, og framleiðendur landbúnaðarvara
hlutu þannig ekki ósvipaða leiðsögn og
þeir sem nú standa andspænis rústum
markaðslauss kommúnisma austantjalds.
Bændur gerðu með tímanum út á sjálfvirk-
Einþjóð
an markað og lögþvingaðar aðferðir voru
notaðar um langa hríð til að laga landbún-
aðinn að milliliðakerfi sem komið var á
milli bænda og markaðar, allt undir því
yfirskyni að verið væri að vernda bændur
og treysta stöðu þeirra. Ógrynni fjár hefur
tapast vegna þessa sjálfvirka milliliðakerf-
is útflutnings og geymsluaðila, talað hefur
verið um milljarða króna. En nú hefur
verið reynt að snúa þessari þróun við og
er vonandi að það takist. En hitt er þó
einnig augljóst að ýmsum bændum þarf
að hjálpa til að hætta búskap og snúa sér
að öðrum arðvænlegri atvinnuvegi en
sauðfjárrækt eða mjólkurframleiðslu í of-
framleiðslukerfi. Skógræktarbúskapur
virðist geta gefíst vel ef unnið er af þekk-
ingu og áhuga en augljóst að margir bænd-
ur hafa hug á slíkum búskap og gætu þá
tekið þátt í því mikilvæga starfi að klæða
landið nýjum gróðri. Hitt er svo annað
mál að það getur ekki verið neitt sérstakt
keppikefli bænda, sem eiga að öðru jöfnu
.að vera einhver sjálfstæðasta stétt þjóðar-
innar þar sem þeir eru jarðeigendur og
einkarekstrarmenn, að gerast opinberir
starfsmenn, eða embættismenn á vegum
ríkisins, með ákveðnum tryggðum launum
eins og verið hefur. Bændastéttin á sjálf
að hafa dug til þess að rífa sig upp úr
gömlu fari og segja skilið við gamlar for-
sjárhugmyndir. Hún er þess vel megnug
að taka þátt í nauðsynlegri samkeppni en
þó því aðeins að hún lagi sig að kröfum
markaðarins og þeim takmörkuðu mögu-
leikum sem lítið samfélag býður uppá.
í FYRRNEFNDU
Reykjavíkurbréfí er
komist svo að orði
í lokin — og er það
ekki síst kjami málsins: „Umræður um
landbúnaðarmál hafa oft og einatt verið
harla óraunsæjar, þótt á margt athyglis-
vert hafí verið bent eins og milljónafram-
lög ríkisins til kerfísins og tugþúsunda
skattbyrði á meðal fjölskyldu vegna þess.
Þröngsýni og jafnvel ofstæki hafa þá ein-
att ráðið ferðinni í þessum umræðum og
gengið framhjá mikilvægum atriðum sem
til að mynda Fjölnismenn hefðu lagt
áherslu á. Við verðum að búa saman í
landinu sem ein þjóð. Flestir sem búa á
þéttbýlissvæðum eiga ættir að rekja til
sveitanria. Þeir sem þar búa eru ekkert
öðruvísi íslendingar en þéttbýlisfólkið. En
hagsmunir fara ekki alltaf saman. Við
þurfum þá að vinna að því að það geti
orðið. Sveitirnar eru jafn mikilvægar og
áður, í raun. Þar er ekki einungis yerið
að yrkja jörðina og framleiða góðar afurð-
ir, þótt dýrar séu. Sveitirnar og lands-
byggðin öll hafa meira hlutverki að gegna
en framleiða matvæli. I sveitunum hefur
íslensk menning og arfleifð okkar ávallt
verið varðveitt með þeim árangri sem raun
ber vitni. Sveitimar eru öðrum stöðum
fremur varðveislu- og uppeldisstöðvar rót-
gróinnar íslenskrar menningar. Hlutverk
þeirra í þeim efnum er ómetanlegt. Þar
sem tungan er ræktuð og geymd, þar sem
hlúð er að arfínum, þar slær þjóðarhjart-
að. Þessu skulum við ekki gleyma í öllum
umræðunum um landbúnaðinn, sveitimar
og framtíðina. Hver einasti sveitarbær er
musteri arfleifðar sem er mikilvægari en
öll sú framleiðsla sem send er á markað
þéttbýlisins. Við þurfum því á sveitabæjun-
um að halda. Baðstofuandrúmið er mikil-
vægt, en ástæða er til að fækka bæjum
svo að fólkið haldist þar sem lífvænlegast
er. Hokur á að vera liðin tíð á Islandi. En
hitt er jafn víst að arfleifð okkar verður
ekki varðveitt og ræktuð á erlendum
sveitabæjum, þótt þeir gætu séð okkur
fyrir innfluttum landbúnaðarvörum. Það
er dýrt að vera íslendingur. Það höfum
við alltaf vitað. En það á ekki að vera
okkur ofviða.“
Þessi orð virðast koma heim og saman
við þau ummæli sem fráfajandi formaður
Vinnuveitendasambands íslands, Einar
Oddur Kristjánsson, viðhafði um landbún-
aðarmál í athyglisverðri ræðu sinni þegar
hann nú nýlega skilaði af sér eftir farsæla
og árangursríka forystu í kjara- og at-
vinnumálum — en þar komst útgerðarmað-
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 13. júní
urinn svo að orði: „Fyrstu tillögumar voru
lagðar fram í febrúar 1990, um nýjan
búvörusamning vegna sauðfjárbúskapar.
Nú nýlega hafa svo litið dagsins ljós nýjar
tillögur um skipan mála í mjólkuriðnaðin-
um. Mönnum hefur sýnst sitt hvað um
ágæti þessa starfs og margir orðið til að
gagnrýna það að hér séu stigin alltof stutt
skref í þá átt að auka hagkvæmni landbún-
aðarframleiðslunnar. Þeir sem þetta segja
kunna að hafa margt til síns máls. En á
hitt ber þó að líta að hér er við ramman.
reip að draga og vandamálin mýmörg og
margslungin. Það er sannfæring okkar að
íslensk landbúnaðarframleiðsla verður svo
sannarlega að eiga sér framtíð og að því
eigi að vinna með öllum ráðum. íslenskur
landbúnaður er snar þáttur í atvinnulífí
okkar og okkur ber að treysta grundvöll
hans, ekki síður en annarra atvinnugreina.
Landbúnaðurinn mun ná umtalsverðum
árangri þegar bestu landbúnaðarhéröðin
fá að njóta landgæða sinna, verðmyndunin
er frjáls og bóndinn nýtur sjálfur þekking-
ar sinnar, dugnaðar og gerhygli.
Við búum við alltof hátt matvælaverð
og neytendur munu ekki una því enda-
laust. En þeir sem vilja eyða þeim vanda
með fijálsum innflutningi og niðurgreidd-
um matvælum eru offarar, sem örugglega
munu færa þjóðinni fleiri og erfíðari vanda-
mál en þeir leysa. Við eigum í dag örugg-
lega við nógu mörg félagsleg og efnahags-
leg vandamál að stríða þó ekki bætist við
sú upplausn sem óhjákvæmilega hlytist
af því að sveitir landsins færu í auðn á
skömmum tíma.“
Framleiðsla
að markaðs-
þörfum
ÞETTA ERU ORÐ
að sönnu. En þá er
einnig ástæða að
líta á það sem segir
um landbúnað í ný-
útkomnu riti um-
hverfísráðuneytisins, en þar segir meðal
annars: „Verulega hefur hallað -undan
fæti fyrir landbúnaði á þessari öld. Nú
starfa aðeins 5% vinnufærra manna í
greininni og hlutur hennar í landbúnaðar-
framleiðslu er ekki nema 3%. íslenskar
landbúnaðarvörur hafa selst illa á erlend-
um mörkuðum og þær nema aðeins 2%
af útflutningi og rétt rúmu prósenti af
útflutningsverðmæti. Landbúnaðurinn er
engu að síður mikilvægur efnahagslífínu
því hann fullnægir þörfum innanlands-
markaðarins um kjöt og mjólkurafurðir.
Hægt er að anna eftirspurn eftir græn-
meti tímabundið, en mest af því þarf að
flytja inn að vetrinum. Ávextir eru allir
innfluttir.
Landbúnaður á íslandi er þess eðlis að
mengun er óveruleg af völdum hans. Hins
vegar hefur hann leitt af sér töluverð
umhverfisspjöll. Þar má fýrst og fremst
nefna eyðingu skóglendis og skemmdir á
öðrum gróðri vegna ofbeitar sauðfjár og
hesta svo land hefur blásið upp í stórum
stfl. Áætlanir stjómvalda eftir heimsstyij-
öldina síðari í því skyni að auka fram-
leiðslu og vélvæðingu í landbúnaði leiddu
af sér meira beitarálag, auk þess sem
hafist var handa um víðtæka framræslu
votlendis. Talið er að 12-14 þúsund km2
lands hafí verið ræstir fram á þessari öld.
Fjöldi sauðijár var 834.000 árið 1969
og komst upp í 891.000 þegar stofninn
náði hámarki 1978. Síðan hefur fé fækkað
jafnt og þétt niður í 560.920 árið 1989.
Nautgripum fjölgaði einnig. Árið 1989
voru þeir 72.789, þar af 31.490 mjólkur-
kýr. Mest hefur þó fjölgunin orðið í hrossa-
stofninum á síðustu árum. Árið 1963 voru
hestar í landinu 29.536. Þeir voru 53.650
árið 1982 og 69.238 árið 1989 og þeim
fer enn fjölgandi. Ástæðan er fyrst og
fremst vaxandi eftirspurn, innanlands og
utan, eftir hestum til reiðmennsku.
Mönnum hefur alllengi verið ljós þörfín
á að endurskipuleggja íslenskan landbún-
að. Ofan á óæskileg umhverfísáhrif bætist
efnahagsvandi sem má að nokkru rekja
t41 þess að stjórnvöld hafa styrkt offram-
leiðslu í greininni í áratugi. Eftir margra
ára samningaviðræður milli ríkisstjórnar
og bænda hefur verið gerð áætlun til larigs
tíma um að sníða framleiðsluna að mark-
aðsþörfum. Það felur í sér mikinn sam-
drátt í mjólkurframleiðslu og fækkun sauð-
fjár. Ráðgert er að bæta bændum tekju-
missinn með því að styrkja eins marga og
mögulegt er til starfa við skógrækt og
landgræðslu og önnur skyld verkefni."
(50.-52. bls.)
Og enn segir í skýrslunni um land-
græðslu og skógrækt: „Sérstakt átak hef-
ur verið gert á síðustu árum til að auka
samstarf við sveitarstjómir, ýmis samtök,
bændur og aðra einstaklinga. Beit í fjall-
högum þar sem gróður er á undanhaldi
hefur verið takmörkuð, eða bönnuð alveg.
Samkomulag náðist við bændur árið 1990
um friðun tveggja afrétta. Unnið er að
því að vernda fjallhaga víða, svo og nokk-
ur viðkvæm svæði á láglendi. í náinnL
framtíð verður reynt að komast að sam-
komulagi við sauðfjárbændur um að hætta
að beita á það land sem verst er farið,
bæði til fjalla og annars staðar, uns gróð-
ur og jarðvegur er kominn í viðunandi
horf. Ennfremur er ráðgert að auka beitar-
þolsrannsóknir og stjómun beitar. Stefnt
er að því að beit verði hagað eftir ástandi
landsins og gróðurþekja varin á viðkvæm-
um svæðum eins og framast er kostur,
bæði til fjalla og á láglendi. Sérstök áhersla
verður lögð á að stjórna beit hrossa því
alvarlegt ástand er að skapast víða vegna
þess hve hrossum hefur fjölgað mikið á
seinni ámm.
Undanfarin ár hefur gróðurvernd í
síauknum mæli tengst breytingum í land-
búnaðarframleiðslu og markaðsmálum.
Stuðningur ríkisins við bændur er háður
framleiðslukvótum sem takmarkar fjölda
sauðíjár. í nýlegum búvömsamningi bjóða
stjórnvöld bændum sérstaka uppbót fyrir
að draga úr eða hætta sauðfjárbúskap.
Almennur samdráttur í hefðbundnum bú-
skap og áðumefnt kvótakerfi hefur þegar
leitt til þess að fé á vetrarfóðmn hefur
fækkað um nálægt 29% á síðastliðnum
fímm árum. Þess er vænst að nýi samning-
urinn við bændur muni létta álag á bit-
haga og afréttarlönd um 15-20% næstu
fimm árin.“ (127.—128. bls.)
„Ásættan-
legur kost-
ur
«
í FYRRNEFNDRI
ræðu Einars Odds
Kristjánssonar
drepur hann einnig
á samninginn við
EES og virðast
skoðanir hans afar svipaðar þeim hugsun-
um sem settar hafa verið fram hér í blað-
inu um þau efni en Einar Oddur komst
svo að orði: „Mín skoðun er sú að með
tilkomu Evrópska efnahagssvæðisins sé
komið á framtíðarskipan mála í öllu sam-
neyti og samskiptum íslands við Evrópu-
þjóðir og það álit breytist í engu hvort sem
þær þjóðir í EFTA sem með okkur eru í
dag verði í framtíðinni fleiri eða færri.
Jafnvel þó að ísland verði bara eitt eftir
ásamt Lichtenstein ætti þessi samningur
að vera ásættanlegur kostur. Þessi samn-
ingur gefur okkur óteljandi tækifæri. En
í hendurnar fáum við ekkert ókeypis eins
og fjölmargir hafa bent á. Islendingar
verða að sækja allan hugsanlegan ávinning
með eigin rammleik."
Slík framtíðarsýn ætti að duga okkur —
eins og horfir.
Ferðaþjón-
ustan
I LOK ÞESSA
bréfs er svo ástæða
að víkja nokkrum
orðum að ferða
þjónustunni sem er
nýleg atvinnugrein hér á landi og hefur
aukið bjartsýni þeirra sem telja að hægt
sé að styrkja atvinnuhætti hér á landi. Það
er ekki síst nauðsynlegt nú þegar sýnt er
að sjórinn er takmarkaðri auðlind en við
hugðum og getur ekki, að minnsta kosti
ekki meðan við þurfum að leggja áherslu
á að styrkja þorskstofninn á næstu misser-
um, staðið undir þeim kröfum sem velferð-
arþjóðfélagið gerir til auðs og öryggis.
Hér í blaðinu hefur einatt verið minnst á
nauðsyn þess að auka hagræðingu í sjávar
útvegi, breyta fiskveiðistjórnuninni og
auka gæði þess hráefnis sem skipin flytja
að landi en þá er ekki síður nauðsynlegt
Morgunblaðið/ Sverrir
að efla innlenda fískvinnslu og reyna að
fullnýta varninginn hér heima, bæði til að
auka verðmæti hans og atvinnu í landi.
En það var ferðaþjónustan. Um hana
segir í fyrmefndu riti umhverfisráðuneyt-
isins — og sláum við botninn í þessar
sunnudagshugleiðingar með enn einni til-
vitnun í það: „Ferðamönnum hefur fjölgað
ört á íslandi seinni árin. Árið 1990 komu
141.718 erlendir ferðamenn til landsins
og var það 8,6% aukning frá því árið áð-
ur. Ferðalög innanlands hafa líka aukist
umtalsvert. Áætlað er að íslenskir. ferða-
menn séu álíka margir og þeir erlendu.
Fólk kemur einkum til að líta land forn-
sagnanna augum, njóta kyrrðar og ein-
stæðrar náttúrufegurðar og veiða í ám og
vötnum. Þess vegna kemur yfir helmingur
ferðamannanna í júní, júlí og ágúst. Reynt
hefur verið að renna frekari stoðum undir
þessa atvinnugrein og bæta maí og sept-
ember við ferðamannatímann með því að
benda á augljósa kosti landsins til ráð-
stefnuhalds. Island liggur vel við flugsam-
göngum milli Evrópu og Norður-Ameríku.
Vaxandi áhugi er einnig á því að auka
sókn ferðamanna árið um kring, til að
njóta góðrar aðstöðu til hvíldar og hress-
ingar.
Erfítt er að meta þátt ferðaþjónustunn-
ar í þjóðarbúskapnum, en mikilvægi henn-
ar hefur aukist til muna sl. tuttugu ár ef
dæmt er eftir hlut hennar í gjaldeyristekj-
um. Árið 1970 skilaði ferðaþjónustan 5%
af erlendum gjaldeyristekjum og það hlut-
fall jókst í 9% árið 1990. Allt bendir til
að ferðaþjónusta hafi verið 4,4% af lands-
framleiðslu 1987 og nærri 5% vinnufærra
manna störfuðu við hana.
Viðkvæmu lífríki landsins stafar veruleg
hætta af ferðamannastraumnum, einkum
á afskekktum svæðum og á miðhálendinu.
Ferðamenn sækja mest í að skoða náttúru-
fyrirbæri í óspilltu umhverfí, einkum til
íjalla. Fjöldi gesta á vinsælum ferða-
mannastöðum eykst með hveiju árinu sem
líður. Til dæmis voru 40.000 gistinætur í
þjóðgörðunum á þriggja mánaða tímabili
1990. Á seinni árum hafa ferðir á hestum,
torfærufarartækjum og langferðabílum á
afskekkta staði á miðhálendinu sífellt ver-
ið að aukast. Þetta skapar alvarlega hættu
á jarðvegs- og gróðurskemmdum og eykur
líkurnar á að land blási upp með geigvæn-
legum afleiðingum. Vistkerfi margra þess-
ara svæða er mjög viðkvæmt.
Þessi þróun kallar á bætta stjórnun og
viðunandi þjónustu, einkum á vinsælum
ferðamannastöðum. Náttúruverndarráð
hefur haft náið samband við Ferðamála-
ráð, Landgræðslu ríkisins og Hollustu-
vernd ríkisins í því skyni að leysa þann
vanda sem fylgir auknum ferðamanna-
straumi." (55.-56. bls.)
Hér er mikið verk að vinna; annars veg-
-ar að varðveita landið fyrir óþarfa ágangi
en hins vegar að efla nýja atvinnugrein
og njóta þess sem land, þjóð og saga hafa
upp á að bjóða.
„Bændastéttin á
sjálf að hafa dug
til þess að rífa sig
upp úr gömlu fari
og segja skilið við
gamlar forsjár-
hugmyndir. Hún
er þess vel megn-
ug að taka þátt í
nauðsynlegri
samkeppni en þó
því aðeins að hún
lagi sig að kröfum
markaðarins og
þeim takmörkuðu
möguleikum sem
lítið samfélag
býður uppá.“
+