Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 29
: ■i MORGUNBLAÐIÐ ATVNNA/RAÐ/SHlÁ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 ------------------------------------: 29 Matreiðslumaður Óskum eftir að ráða vana manneskju til sum- arafleysinga í Grillið, söluskála Kaupfélags Héraðsbúa, Egilsstöðum. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 97-11200. Vélavarsla o.fl. Lítið þjónustufyrirtæki á sviði ísetningar og prentunar óskar að ráða traustan og þjón- ustulipran starfsmann til framtíðarstarfa sem fyrst. Starfið felst í vinnu við ísetningavél, út- keyrslu á vörum og frágang á prentefni. Leitað er að iaghentum aðila sem getur unnið sjálfstætt. Æskilegur aldur 30-55 ára. í boði er framtíðarstarf f samheidnum hóp á björtum og þrifalegum vinnustað. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar hjá Ráðgarði frá kl. 09-12 fyrir 19. júní nk. RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Fjölbreytt skrifstofustarf Fyrirtæki á sviði umhverfismála óskar eftir að ráða skrifstofumann nú þegar. Starfið felst í skrifstofustörfum, s.s. rit- vinnslu, vélritun, skjalavörslu og færslu bók- halds, upplýsingagjöf, sölu, innheimtu og eftirliti ásamt gestamóttöku og undirbúningi funda. Hæfniskröfur eru að umsaekjendur hafi áhuga á umhverfismálum og haldgóða reynslu af ofangreindum störfum. Dönsku- og enskukunnátta skilyrði. Reyklaus vinnustaður. Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 1992. Umsóknareyðublöðð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustlg 1 a - 101 Reykjavlk — Slmi 621355 Framtíðarstörf Neðangreind framtíðarstörf eru laus til umsóknar: 1. Afgreiðslu-/lagerstarf hjá traustu fyrir- tæki með bifreiðavörur. Leitað er að starfsmanni með þekkingu á bifreiðum, sem er tilbúinn að ganga í þau störf sem til falla. Vinnutími 9-18. 2. Mötuneytisstarf hjá virtri stofnun í Reykjavík. Framreiðsla á aðkeyptum mat ásamt frágangi í eldhúsi. Góð framkoma, snyrtimennska og samviskusemi skilyrði. 80% starf. 3. Kaffiumsjón hjá sömu stofnun. Innkaupt tilbúningur og framleiðsla á kaffi og með- læti ásamt öðru tilfallandi. Leitað er að liprum starfsmanni með góða samskipta- hæfileika. Vinnutími f.h. frá kl. 7-12. Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 1992. Umsóknareyðublöðð og nánari upplýs- ingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustlg 1a - 101 Reykjavlk - Slmi 621355 Hraðboði DHL óskar eftir að ráða hraðboða til út- keyrslu og afhendingar á sendingum. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf, stúdents- próf og búa yfir góðri enskukunnáttu. Snyrtimennska og góð framkoma eru einnig skilyrði. Vinsamlegast sendið umsóknir í lokuðu um- slagi til DHL Hraðflutninga hf., Skeifunni 7, 108 Reykjavík, fyrir 24. júní nk., merktar: „Hraðboði - 13542“. Öllum umsóknum verður svarað. Garðabær Leikskólastjóri Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf leikskólastjóra við nýjan leikskóla, sem fyrir- hugað er að taki til starfa 1. október. Um er að ræða leikskóla með einni deild við Hofsstaðabraut (nú Vörðuvöllur) og verður ráðið í starf leikskólastjóra frá 1. sept. Nánari upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í síma 656622 frá kl. 9.00-13.00. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða skrifstofu félagsmálastjóra fyrir 26. júní nk. Bæjarstjóri. Lausar stöður Stöður nefndarmanna í yfirskattanefnd eru lausar til umsóknar. Um er að ræða sex stöður nefndarmanna í yfirskattanefnd, sbr. 9. gr. laga 30/1992, um yfirskattanefnd. Skipað er í stöðurnar í fyrsta sinn frá 1. júlí 1992. Verða þá tveir menn skipaðir til tveggja ára, tveir til fjögurra ára og tveir til sex ára en eftir það er skipað í nefndina til sex ára í senn. Fjórir nefndar- menn skulu hafa starfið að aðalstarfi en tveir að aukastarfi. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lög- fræði, hagfræði, viðskiptafræði eða hlotið löggildingu í endurskoðun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fýrri störf sendist fjármálaráðu- neytinu fyrir 29. júní 1992. Jafnframt þarf að tilgreina í umsókn hvort sótt er um starfið sem aðalstarf eða aukastarf. Fjármálaráðuneytið, 9.júní 1992. EILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Deildarstjóri mæðradeildar Staða deildarstjóra mæðradeildar er laus til umsóknar. Staðan er veittfrá 1. september nk. Viðkomandi starfsmaður þarf að vera Ijósmóð- ir og gjarnan með hjúkrunarfræðimenntun. í starfinu felst dagleg stjórnun, almenn mæðraverndarstörf og umsjón með nám- skeiðum fyrir verðandi foreldra. í boði er ný og glæsileg vinnuaðstaða og spennandi þróunarverkefni. Góður starfs- andi er á staðnum. Umsóknarfrestur er til 30. júní 1992. Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri eða deildarstjóri mæðradeildar í síma 96-22311 milli kl. 11 og 12 alla virka daga. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar - sjúkraiiðar Hjúkrunarfræðingar óskast á næturvaktir á heilsugæslu Hrafnistu í haust. Um er að ræða stöður þar sem tveir hjúkrunarfræðing- ar skipta með sér vöktum alla daga vikunnar. Hjúkrunarfræðinga vantar á stuttar kvöld- vaktir í haust. Sjúkraiiðar óskast í fastar stöður frá ca. miðjum ágúst. Býtibúrskona óskast í 100% starf frá ca. 25. ágúst. Við leitum að traustri duglegri konu í framtíðarstarf. Möguleiki gæti verið á barnaheimili í haust. Upplýsingar veitir ída Atladóttir hjúkrunarfor- stjóri í síma 35262 og 689500. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500, fax 686270 Forstöðumaður við Félags- og þjón- ustumiðstöðina, Vesturgötu 7 Starfið er fólgið í stjórnun félags- og tóm- stundastarfs í umræddri þjónustumiðstöð og yfirumsjón með hverfisbundinni félags- legri heimaþjónustu. Starfið gerir kröfur til stjórnunar- og skipulagshæfileika. Reynsla af starfi með öldruðum er nauðsynleg. Æskileg menntun á sviði félagsráðgjafar eða hjúkrunar. Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir, yfirmaður öldrunarþjónustudeild- ar, í síma 678 500. Félagsráðgjafi í 75% starf á heima- þjónustusviði Starfið er fólgið í mati á þjónustuþörf aldr- aðra í heimahúsum og verkefnum er lúta að vistunarmálum í samvinnu við forstöðumann á vistunarsviði. Laun skv. kjarasamningi Stéttarfélags ís- lenskra félagsráðgjafa og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veita Sigrún Karlsdóttir, forstöðumaður heimaþjónustusviðs, Kristj- ana Sigmundsdóttir, forstöðumaður vistun- arsviðs, og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, yfir- maður öldrunarþjónustudeildar, í síma 678 500. Forstöðumaður unglingaathvarfs Við Unglingaathvarfið, Tryggvagötu 12, er laus til umsóknar staða forstöðumanns. Um er að ræða meðferðarstarf með 8 unglingum og ber forstöðumaður ábyrgð á skipulagn- ingu og framkvæmd meðferðarstarfsins. Félagsráðgjafamenntun eða önnur menntun er nýtist í þessu starfi er æskileg svo og reynsla af meðferðarstarfi með unglingum. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður ungíingadeildar, Snjólaug Stefánsdóttir, í síma 625 500. Umsóknarfrestur er til 26. júní nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á um- sóknareyðublöðum sem þar fást.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.