Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 18
18 -V- MORGUNBLAÐIÐ SKODUIM SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 ]- JARÐVEGSVERND OG SKULDIN VIÐ LANDIÐ Á íslandi á sér ennþá stað gífurleg jarðvegseyðing. eftir Ölaf Amalds Á hátíðarfundi Alþingis á Þing- völlum árið 1974 var samþykkt að veita einum milljarði króna til land- græðslu og gróðurvemdar á ámn- um 1974-1978. Þetta var íyrsta landgræðsluáætlunin og fékk hún nafnið þjóðargjöfm. Nú skyldi haf- ist handa við að bæta náttúru Is- lands, það tjón sem 1100 ára bú- seta í landinu hafði valdið. Á því tímaskeiði hafði gróðurhulan minnkað úr 60.000-70.000 km2 í aðeins 25.000 km2, svo að skuldin er mikil. En ekki er við forfeðuma að sakast, þeir þekktu ekki við- kvæmt eðli gróðursins og jarðvegs- ins. Náttúran var gjöful fyrst í stað, fólkinu úölgaði ört og gengið var of nærri gróðri og jarðvegi. Stór- felld jarðvegseyðing hófst þegar á fyrstu öldum byggðarinnar, eyðing sem erfitt er að stöðva eftir að hún er hafín. Gróðurfarinu hnignaði æ meir eftir því sem skógamir vom höggnir og landið var beitt árið um kring. Framleiðslugeta náttúrunnar var þar með skert verulega, enda hékk þjóðin á horriminni fram á þessa öld. Ekki bættu kólnandi veð- urfar og stórfellt gjóskufall úr skák. Slíkt hafði gerst áður en nú vom íslensk vistkerfí ekki fær um að mæta þeim áföllum. Með þjóðargjöfínni var ákveðið að snúa við af þessari óheillabraut. Oft ber á góma þá spumingu, hvort landgræðslumenn hafí undan eyð- ingaröflunum. Með öðmm orðum: Er meira land grætt upp á ári hveiju en það sem eyðist af gróðri og jarð- vegi? Enda þótt þessi spuming kunni að vera fullkomlegá rökrétt í augum flestra, er hún það ekki. Raunar endurspeglar hún þekking- arleysi okkar á jarðvegi landsins og hvað við erum stutt á veg kom- in á því sviði sem nefnt hefur verið jarðvegsvernd. Því er nefnilega þannig farið að jarðvegur telst ekki vera endurnýjanleg auðlind nema að litlu leyti. Jarðvegur er langan tíma að myndast og þróast þannig að hann standi undir fijósömu og fjölbreyttu vistkerfi. Slík þróun fel- ur í sér uppsöfnun næringarefna fyrir gróður og í jarðveginum verða efnabreytingar sem gera honum kleift að geyma og miðla næringar- efnum og vatni. Órfoka land sem hefur verið sáð í og borið á og þann- N ÁTTÚRUHAMF ARIR FÁRVIÐRI 34.3% JARÐSKJÁLFTAR 11.9% FLÓÐ 29.3% 'ANNAÐ 124-5% Flokkun náttúruhamfara árið 1990 eftir eðli atburðanna. JARÐSKJÁLFTAR 83.7%. ANNAÐ 21% FLÓÐ 5.6% FÁRVIÐRI 8.6% Flokkun mannt jóns af völdum náttúruhamfara eftir eðli atburðanna. eftir Ragnar Sigbjörnsson Óblíð náttúruöfl valda oft og tíð- um þungum búsifjum. Stundum er talað um slíka atburði sem náttúru- hamfarir og er það gert með tilvís- un til þess að náttúran fari í öðrum og ægilegri ham en sínum hvers- dagslega. Engin algild skilgreining er hins vegar til á hugtakinu nátt- úruhamfarir. Að jafnaði er þó átt við staka atburði þegar reginorka náttúruaflanna, snöggt og óvænt, leiðir til eyðileggingar og mann- tjóns. Markmið þessa greinarkoms er að gefa nokkra hugmynd um um- fang tjóns af völdum náttúruham- fara í Ijósi þeirra fjárhæða sem um er að tefla. Tjónið er flokkað eftir eðli hamfaranna, það er tjón af völdum fárviðra (storma), flóða, jarðskjálfta og annarra orsaka, hér með talin eldgos, skriðuföll, snjó- flóð, frost, þurrkar og skógareldar. Ljóst er að þessir flokkar eru ekki ótengdir. Þannig geta til dæmis fyigt flóð í kjölfar jarðskjálfta og storma. Því er í hveiju tilviki tekið mið af meginorsök hamfaranna. Árið 1990 er mjög sláandi dæmi hvað snertir umfang náttúrhamfara og tjón af þeirra völdum hin síðari ár. Tjón af völdum storma (fár- viðra) og jarðskjálfta var mjög mik- ið. í Evrópu heijuðu miklir vetrar- v •'rmar sem ollu gífurlegu tjóni, og mun það raunar vera eitt hið mesta sem sögur herma eða alls um 900 miiljarðar íslenskra króna (15 milljarðar bandaríkjadala). Hér nægir að minna á eftirtalda storma. Daria, 25. til 26. janúar; Herta, 3. til 4. febrúar; Vivian 25. til 27. febrúar; og Wiebke, 28. febrúar til 1. mars. I íran og á Fiiippseyjum riðu yfír miklir jarðskjálftar, sem Ragnar Sigbjörnsson. „Ekki er ljóst að hve miklu leyti hægt er að heimfæra þessar niður- stöður á íslenskar að- stæður. Þó virðist að hér séu það einnig fár- viðrin sem valda mestu fjárhagslegu tjóni þeg- ar á heildina er litið. Hins vegar hefur mann- tjón af völdum jarð- skjálfta hérlendis verið lítið, eða um eitt manns- líf á öld að meðaltali.“ kröfðust margra mannslífa og ollu gífurlegri eyðileggingu. í Huanan-sýslu í Kína varð mikið tjón á mannvirkjum vegna flóða. I töflu 1 eru gefin dæmi um mestu hamfar- imar af völdum jarðskjálfta, storma og flóða árið 1990. Hér á eftir verð- ur drepið á nokkur atriði sem ein- kenna þetta ár. Heiidarfjöldi þeirra atburða sem höfðu umtalsvert tjón í för með sér og hægt er að flokka undir náttúru- hamfarir var alls um 420. Skipting atburðanna eftir eðli hamfaranna er sýnd á mynd 1. Þar kemur fram að fárviðri (stormar) eru algengustu orsakir hamfaranna, eða rösklega þriðjungur atburðanna. Flóð fylgja fast á eftir með um 30 af hundraði. í þriðja sæti koma jarðskjálftar og eru þeir tæpir 12 af hundraði allra atburða. Fómarlömb náttúrhamfara árið 1990 voru alls 45.567 í áðurnefnd- um 420 atburðum. Þau skiptast mjög misjafnlega milli hinna ýmsu flokka hamfara eins og sést á mynd 2. Langflestir týndu lífi í jarðskjálft- um eða tæplega 84 af hundraði. Af þeim fórust um 36 þúsund manns í miklum jarðskjálftum í íran 21. júní. Það er mesta manntjón í jarðskjálftum síðan 1976, en þá týndu um 240 þúsund manns lífi þegar borgin Tangshan í Kína jafn- aðist við jörðu í gífurlegum jarð- skjálfta. Eins og sést af mynd 2 þá em fórnarlömb vegna annarra hamfara hlutfallslega fá. Tæplega 9 af hundraði týndu lífí í fárviðrum og tæplega 6 af hundraði drukkn- uðu í flóðum. Aðeins um 2 af hundr- aði létu lífið á annan hátt. Heildartjón af völdum náttúru- hamfara árið 1990 er metið á um 2,9 billjónir íslenskra króna (48,4 ig klætt gróðri er á fyrstu stigum langs ferils. Jarðvegurinn ber ekki mikla gróðurþekju, því að hann er ófrjósamur. Sé áburðargjöf hætt getur grasið veslast upp og landið orðið nær gróðurlaust að nýju en þróun sem hafin er í átt til vistkerf- is getur þó haldið áfram. Land- græðslumenn hafa ekki undan eyðingaröflunum vegna þess að ekki er unnt að endurskapa horfnar auðlindir gróðurs ogjatðvegs á ör- fáum árum. Fijósamur jarðvegur er eftir aðstæðum áratugi eða ár- hundruð að myndast. Mestu skiptir að ennþá geisar alvarleg jarðveg- seyðing á stórum svæðum og hana verður að stöðva. Jafnframt er það skylda okkar að stefna að endur- heimt íslenskra vistkerfa (vist- heimt) og greiða skuldina við landið. Jarðvegsvernd Það eru ekki aðeins við íslending- ar sem eigum í vandræðum vegna eyðingar. Þetta er alþjóðlegt vanda- mál og ógn við lífsafkomu hundraða milljóna manna. Mannkynssagan hefur að geyma mörg dæmi þess að heilu heimsveldin liðu undir lok vegna þess að ekki var hirt um verndun þeirrar auðiindar sem þjóð- imar byggðu afkomu sína á; jarð- vegsins. Kannski var jarðvegseyð- ing rótin að endalokum íslenska þjóðveldisins. Alltént væri það verð- ugt verkefni fyrir einhvern fræði- manninn að kanna á hvem hátt hnignandi landkostir og jarðvegs- eyðing mótuðu sögu landsins á þjóð- veldisöld. Mörg lönd jarðar hafa markað ákveðna jarðvegsverndarstefnu, t.d. Ástralía, Nýja Sjáland, Banda- ríkin o.fl. Evrópuráðið hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu um jarð- vegsvernd. Þar er m.a. þetta að finna (byggt á þýðingu Huldu Val- týsdóttur): * Jarðvegur er ein dýrmætasta auðlind jarðar. * Jarðvegur er takmörkuð auðlind sem getur gengið til þurrðar. * Jarðveg verður að vernda gegn eyðingu. milljarðar bandaríkjadala). Þetta mun vera einhver mesta fjárhæð vegna slíkra tjóna á einu ári sem um getur í sögunni. Á síðustu þrem- ur áratugum eru það aðeins árin 1976 og 1980 sem eru verri. Árið 1976 reið yfir mikill jarðskjálfti í Kína, sem jafnaði borgina við Tangshan við jörðu eins og áður er vikið að. Árið 1980 voru miklir jarðskjálftar á Suður-Ítalíu og ná- lægt borginni E1 Asnam í Alsír. Þegar athugað er hvernig tjónið 1990 skiptist með tilliti til eðlis hamfaranna kemur í ljós sú skipting sem sýnd er á mynd 3. Af mynd- inni sést að tjón af völdum fárviðra er langalgengast og nemur það um 55 af hundraði alls tjóns af völdum náttúruhamfara. í öðru sæti er tjón af völdum jarðskjálfta, sem nemur rösklega 21 af hundraði. í þriðja sæti kemur svo tjón af völdum flóða og nemur það tæplega 9 af hundr- aði. Þegar litið er á umfang þess tjóns sem bætt var af tryggingarfélögum árið 1990 kemur í ljós að tjónabæt- ur námu alls um 950 milljörðum íslenskra króna (15,8 milljörðum bandaríkjadala) eða um 30 af hundraði alls tjóns. Skipting bót- anna eftir eðli hamfaranna er sýnd á mynd 4. Af myndinni sést að um 88 af hundraði allra bóta eru greidd vegna flóða og aðeins tæplega 2 af hundraði vegna jarðskjálfta. Að einhveiju leyti má án efa rekja þessa skiptingu til þess að tjón af völdum fárviðra varð mest í Vestur- Evrópu, þar sem tryggingarmál eru í góðu lagi, og að tjón af völdum jarðskjálfta og flóða varð mest í íran og Kína, þar sem fyrirkomulag tryggingarmála er með öðrum hætti (samanber töflu 1). Þegar litið er til síðustu áratuga kemur í ljós að tjón af völdum nátt- úrhamfara hefur farið vaxandi. Þetta kemur greinielga fram á mynd 5, sem sýnir meðaltal tjóna, meðaltal bóta og hiutfall meðaltals bóta og tjóna síðustu þrjá áratug- ina. Það lætur nærri að meðaltal tjóna hafi þrefaldast á síðustu þremur áratugum. Leiða má líkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.