Morgunblaðið - 05.07.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 05.07.1992, Síða 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992 EFNI Morgunblaðið/Ámi Sæberg Lagt af stað í ijómalogni Árleg Faxaflóakeppni siglingaklúbbsins Brokeyjar hófst í gær. Fjórtán skútur taka þátt í képpninni og voru þær ræstar með fallbyssuskotum kl. 10. í blíðskaparveðri frá útsýnisstaðnum við listaverkið Sólfar við Skúlagötu. Siglingaleiðin er þijátíu sjómílur og liggur hún um Hvalíjörð, Akranes og aft- ur til Reykjavíkur. Tyrkneska forræðismálið: Sophia Hansen fékk ekki að hitta dætur sínar í gær SOPHIA Hansen fékk ekki að sjá dætur sínar í gær laugardaginn 4. júlf. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að hún ætlaði ekki að láta bugast og að hún muni fara til Tyrklands laugardaginn 18. júlí til þess að reyna að hitta dætur sínar. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Halim Al, hefur brotið umgengnisrétt hennar þrisvar í röð. Hann á nú fjár- sekt og 12 mánaða fangelsisdóm yfir höfði sér vegna þessara brota. Hótanir halda áfram að berast til Sophiu frá öfgahópum í Tyrklandi. Eitt blað heittrúa múslima hefur slegið upp þeirri sögu að íslensk stjómvöld ætli með liðsinni annara Norðurlandaþjóða að setja viðskipta- bann á Tyrkland til þess að stúlkurnar verði sendar til íslands. Bráðabirgðalögin; Forsetigaf lögin út í skólaskrif- stofunni FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, gaf út bráða- birgðalögin um Kjaradóm í skrif- stofu fjármálastjóra Fjölbrauta- skólans á Akranesi um kl. 23.30 sl. föstudagskvöld. Tillaga að lög- unum var samin í embættisbústað forsætisráðherra á Þingvöllum og símsend til forsætisráðuneytisins þar sem hún var rituð á löggiltan pappir. Eftir því sem næst verður komist mun þetta vera í fyrsta sinn sem bráðabirgðalög eru sam- in á Þingvöllum. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sagði að að- stoð lögreglu hefði verið fengin við flutning á skjölunum. Ríkisstjórnin var öll samankomin á Þingvöllum og var hún f sambandi við ráðuneytið í Reykjavík. Texti bráðabirgðalag- anna, sem var saminn á Þingvöllum, var sendur með símbréfi til forsætis- ráðuneytisins. Þar voru lögin rituð um kl. 21 á löggiltan skjalapappír í fólíóformi, en ekki er aðstaða á Þing- völlum til að gera það. Lögin voru síðan send með símbréfi til Þingvalla þar ríkisstjómin fór yflr endanlegan texta og frágang á skjölunum. Lög- reglan í Reykjavík flutti skjölin aust- ur á Þingvöll þar sem fjármálaráð- herra undirritEiði lögin og tillögu til forseta íslands um að hún setti lögin. Ólafur fór síðan með skjölin til Akraness með lögreglunni og hitti þar forseta í hátíðarsamkomu í Fjöl- brautaskólanum um kl. 23.30. For- seti skrifaði undir skjölin fyrir kl. 24 í skrifstofu fjármálastjóra skólans. Skjölin voru send þaðan til skrifstofu Stjómartíðinda í Reykjavik. -----» » »--- V-Evrópusambandið: Akvörðun í næstu viku JÓN Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra og starfandi utan- ríkisráðherra, kynnti á ríkis- stjórnarfundi sl. föstudag erindi sem borist hefur frá Vestur-Evr- ópusambandinu, varnarsamstarfi Evrópuríkja, að íslendingar fái aukaaðild að sambandinu. Ráð- herra á von á því að ákvörðun ríkisstjómarinnar um erindið verði tekin í næstu viku. Fyrr á árinu bámst boð frá Vestur- Evrópusambandinu um aukaaðild íslendinga að sambandinu. „Það mál er nú að skýrast og mun skýrast betur í næstu viku,“ sagði Jón. Sophia Hansen sagði að tyrkneska lögreglan og lögfræðingur hennar hefðu leitað á þeim stöðum i Istanb- úl er talið hefði verið að Halim A1 gætti dvalið í gærmorgun, laugar- daginn 4. júlí, en hann og stúlkumar hefðu ekki fundist. Stúlkumar eru enn taldar dvelja í austurhluta Tyrk- lands en vitað var að faðir þeirra var í Istanbúl í fyrradag. Sophia sagði að hún mundi reyna aftur 18. júlí hvort hún muni fá að sjá dætur sín- ar eða ekki. Hún sagði að áfram mundi bætist við fangelsisdóm Halim A1 ef hann heldur uppteknum hætti. Halim A1 á nú yfir höfði sér 6 mánaða fangelsisdóm fyrir hvem lauga'rdag sem Sophia hefur ekki fengið að hitta stúlkumar. Hann á því yfir höfði sér 18 mánaða fangels- isdóm en getur sloppið við fyrstu sex mánuðina með því að greiða fjár- sekt. í framhaldi af þessum brotum hefur tyrkneski dómarinn er dæmdi Sophiu umgengnisrétt kært Halim A1 fyrir að vanvirða úrskurðinn og lögfræðingur Sophiu hefur einnig kært hann fyrir að brjóta á rétti hennar. Sophia sagði að dómari tæki ákvörðun 20. september nk. hvort Halim A1 yrði að afplána dóminn. Síðan eitt af blöðum heittrúa músl- ima birti heimilisfang Sophiu í Ist- anbúl hefur hún og aðrir aðilar er tengast málstað hennar í forræðis- málinu fengið hótanir bæði símleiðis og bréflega. Sophia sagði að hún hefði fengið þijú hótunarbréf og margoft hefði verið hringt og lagt á eða andað í símann. í hótanabréfun- um er henni sagt m.a. að koma sér burt frá Tyrklandi, dætur hennar séu tyrkneskar og þær muni aldrei fá að fara til íslands. Sophia sagði að fólk er standi með Halim A1 reyni að hræða sig og ógna svo hún gefist upp. En hún sagði að hún ætlaði ekki að láta bugast. í blaði öfgasinnaðra múslima hef- ur nafni Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, utanríkisráðherra, verið slegið upp og því haldið fram á forsíðu að íslensk stjórnvöld séu að reyna að fá allar Norðurlandaþjóðimar til þess að beita tyrknesk stjómvöld við- skiptaþvingunum svo að dætur Sop- hiu fái að koma til íslands. Blaðið skorar á heittrúa múslimi til þess að standa saman gegn þessum meintu þvingunaraðgerðum. Fyrsti dómurinn olli deilum ►Úrskurður Kjaradóms um laun æðstu embættismanna ríisins hef- ur sætt mikilli gagnrýni. Kjara- dómur hefur starfað frá árinu 1962 og þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómur hans veldur úlfúð í þjóðfélaginu./lO Útverðir I landvinning- um réttarríkisins ►Ríki Austur-Evrópu vinna nú að því að koma á réttarríki að vest- rænni fyrirmynd. Gengur sú þróun mishægt./12 Skuggahliðar sumar- leyfisins ►Ekki koma allir endumærðir úr sumarleyfinu. Streita hversdagsins getur brotist út þegar loksins á að slaka á, uppgjör innan fjölskyld- unnar orðið óhjákvæmilegt og bak- verkurinn og vöðvabólgan magn- ast./14 Lúkas kvikmyndaður í Eistlandi ►Nýlega var lokið í Eistlandi tök- um á kvikmyndinni Lúkas, sem byggð er á leikriti Guðmundar Steinssonar, en myndin verður væntanlega frumsýnd í Tallin í september og skömmu seinna hér áfslandi./18 Batvinnu/rað og SMÁAUGLÝSINGAR FASTEIGNIR ► 1-16 Hvar er íslenski mat- urinn? 1 ►Flestum dettur í hug hamborg- arar og franskar kartöflur með kokteilsósunni frægu þegar talið berst að íslenskum veitingahúsum á þjóðvegi númer eitt. Því vaknar sú spuming hvort eingöngu sé hægt að fá bandarískan mat þegar ferðast er um landið eða hvort ís- lenska kjötsúpan leynist einhvers staðar?/l Veðjaði Churchill á rangan hest? ►Andstæðingar Serbíustjómar heiðra umdeildan óvin Titos. /6 Skálholt er helgistað- ur ►Þingvellir voru miðstöð þjóðlífs- ins í tvær vikur, Skálholt árið um kring, segir Jónas Gíslason, vígslu- biskup, sem sest hefur að í Skál- holti eftir að staðurinn hefur verið biskupslaus í tæp tvö hundruð ár. /10 Upplýst stjórnleysl ►Ein óvenjulegasta og jafnframt vinsælasta hljómsveit landsins er gleðisveitin Júpíters./l2 Af spjöldum glæpa- sögunnar ►Lofíe Louise Peete skildi eftir sig blóðslóð. Hún stai, sveik, laug, myrti og seldi sig alla ævi og allir fjórir eigimenn hennar fyrirfóru sér./l4 ► FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir lOc Leiðari 16 Dægurtónlist llc Helgispjall 16 Myndasögur 16c Reykjavíkurbréf 16 Brids 16c Minningar 21 Stjömuspá 16c Fólk í fréttum 24 Skák 16c íþróttir 26 Bíó/dans 17c Útvarp/sjónvarp 28 Bréf til blaðsins 20c Gárur 31 Velvakandi 20c Mannlífsstr. 4c Samsafnið 22c INNLENDARFP iÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉITIR: 1-4 Helgi Tómasson var sæmdur heiðurstitli í Bandaríkjunum HELGI Tómasson, stjórnandi San Fransisco-ballettsins, hafði við- dvöl á íslandi yílr helgina. Hann sendi 18 nemendur sína og tvo kennara á undan sér til Frakklands til þess að geta sjálfur stansað hér í þijá daga og heimsótt landið og fjölskyldu sína, eins og hann orðaði það í samtali við blaðið. En Helgi hefur nýlega hlotið mikinn heiður, sem nær langt út fyrir balletsviðið. Hann var sæmdur heið- urstitli af American Academy of Achievement og tók við honum við hátíðlega athöfn I Las Vegas um síðustu helgi. Heiðurstitillinn, sem Helga Tóm- assyni hlotnaðist, er veittur þeim sem skara fram úr í Bandaríkjun- um og lengst hafa náð á ýmsum sviðum. Er efnt til þriggja daga hátíðar þar sem 450 bandarískir nemendur, sem skarað hafa fram úr í námsárangri, fá tækifæri til að hitta og leggja spumingar fyrir þetta fólk. í þetta sinn voru þau 35 talsins, stjórnmálamenn, leikar- ar o.s.frv.. Þar á meða! var einn öldungadeildarþingmaður, ríkis- stjóri, landlæknirinn og heilbrigðis- ráðherrann Louis W. Sullivan, for- stjóri ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, leikarar eins og Kevin Costner og Barbra Streisand og kvikmynda- gerðarmaðurinn Oliver Stone, svo einhverjir séu nefndir. Helgi sagði að hátíðinni hefði ekki verið mikið umtöluð vegna öryggisráðstafana, því meðal gesta voru m.a. fram- kvæmdastjóri FBI, Norman Schwarzkopf, yf- irmaður banda- ríska hersins í Persaflóastríð- inu, og Colin Powell, yfirmað- ur bandaríska herráðsins. Helgi Tómas- son hlaut mikið lof í vetur fyrir ballettflokk sinn eftir sýningar í New York og þykir þessi útnefning sýna að hann sé kominn í hóp þeirra manna sem hæst ber í Bandaríkjunum. Sjálfur staðfesti hann að þetta væri mikill heiður, sem gleddi hann mjög. Ákveðið hefur verið að hann komi í mars í vetur með San Franscisco- ballettinn aftur til New York og sýni í Lincoln Center. Sýningar- tímabili flokksins, sem gekk ákaf- lega vel, lauk í maílok og síðan kvaðst Helgi hafa verið að undirbúa förina með nemendur sína til Frakklands, en þangað er boðið nemendaflokkum frá Shanghai, Peking, Filippseyjum, Kúbu og San Fransisco. Verður hátíðin í bænum La Boule norðan við Bordeaux. Eftir það tekur við hjá Helga undir- búningur undir næsta árs sýningar- tímabil. Hann hefur því ærið að starfa, en gefur sér þó tíma til að koma við á íslandi ef hann mögu- lega getur. Helgi Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.