Morgunblaðið - 05.07.1992, Síða 8

Morgunblaðið - 05.07.1992, Síða 8
H -I'U MORGUN'fiL^Ölé n' JIOM 1"TV A /”^ersunnudagur5.júlí, semer 187. dagur -L' VJ ársins 1992. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 10.30 og síðdegisflóð kl. 22.23. Fjarakl. 3.53 ogkl. 16.10. Sólarupprás í Rvík kl. 3.14 og sólarlag ki. 23.49. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.32 ogtunglið í suðri kl. 18.10. (Almanak Háskóla íslands.) Hann svaraði: Yður er gefið að þekkja leyndardóma himnaríkis, hinum er það ekki gefið. (Matt. 13:11.-12.) ÁRNAÐ HEILLA Q pTára afmæli. í dag er OtJ 85 ára Þórður Sig- urðsson frá Bakka í Hnífs- dal, Skólavegi 5 þar í bæ. Kona hans er Guðný Finns- dóttir frá Hrauni á Ingjalds- sandi. /'/\ára afmæli. í dag er \J v sextíu ára Jakob Júl- íusson, Löngufit 12, Garðabæ. Eiginkona hans er Guðný Sigurjónsdóttir. Þau eru að heiman. /?/\ára afmæli. í dag, 5. ÖU júlí, er sextug Asdís Sörladóttir, Lækjarkinn 10, Hafnarfirði. Hún er ættuð norðan af Ströndum. Eigin- maður hennar er Ásgeir Sölvason skipstjóri. Þau taka á móti gestum á heimili sínu í dag, afmælisdaginn, eftir kl. 17. /?/|ára afmæli. Á þriðju- vl v daginn kemur, 7. júlí, er sextugur Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráð- herra, Steklqarflöt 14, Garðabæ. Kona hans er Bima Bjarnadóttir. Þau taka á móti gestum í félagsheimil- inu á Seltjamamesi á afmæl- isdaginn kl. 17-19. /?/\ára afmæli. í dag, 5. V/vr þ.m., er sextugur Gunnar Snorrason, Lindar- hólum 5, Rvík, kaupmaður í Hólagarði. Hann var fyrr- um formaður Kaupmanna- samtaka Islands. Kona hans er Jóna Valdimarsdóttir. Þau em erlendis. KROSSGATAN E 9 a 13 ■i : ■'! j 22 23 24 LÁRÉTT: — 1 öflug, 5 drepa, 8 bjargbúar, 9 hundur, 11 trítlar, 14 ekki marga, 15 skræfa, 16 konu, 17 á húsi, 19 súrefni, 21 milda, 22 þátt- takan, 25 mergð, 26 eld- stæði, 27 handsami. LÓÐRÉTT: — 2 spil, 3 rönd, 4 þrástaglast á, 5 skrattans, 6 púki, 7 mánuður, 9 þvætting, 10 undir áhrifum, 12 ófrjálsi maðurinn, 13 þvaðraði, 18 slæmt, 20 grein- ir, 21 rómversk tala, 23 end- ing, 24 lést. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 nauts, 6 barti, 8 eklan, 9 damla, 10 unn- um, 14 lin, 15 lítil, 16 illan, 17 inn, 19 tæla, 21 egni, 22 eldkúla, 25 leg, 26 átu, 27 Rín. LÓÐRÉTT: — 2 ala, 3 tel, 4 skalli, 5 baunin, 6 ann, 7 tíu, 9 dálítil, 10 mátuleg, 12 nálægar, 13 montinn, 18 nekt, 20 al, 21 el, 23 dá, 24 úu. / Danir Evrópu- Má ég núna koma inn og leika við ykkur? FRÉTTIR/MANNAMÓT I DAG er þriðji sunnudagur eftir trínitatis. Á morgun, mánudag, hefst 28. vinnuvika yfirstandandi árs. FLÓINN skipulagður. í tilk. í Lögbirtingablaðinu frá sam- vinnunefnd um svæðisskipu- lag í Flóanum og skipulags- stjóra ríkisins segir að lögð hafi verið fram, almenningi til sýnis, skipulagstillaga að svæði því sem heitir „Skipu- lagssvæði Flóa 2011“. Tillag- an nær yfir núverandi og fyr- irhugaða byggð á skipulags- tímabilinu í þeim sveitarfélög- um sem aðild eiga að sam- vinnunefndinni um skipulag í Flóa. Ér skipulagstillagan til sýnis á sjö stöðum: í hrepps- skrifstofum Stokkseyrar- og Eyrarbakkahreppa, í bæjar- skrifstofum Selfoss, í Þjórsár- veri, í Villingaholtshreppi, í félagslundi í Gaulverjabæjar- hreppi og í skrifstofu oddvita Hraunsgerðishrepps og Sand- víkurhrepps. Tillagan er til sýnis á þessum stöðum til 15. þ.m. Hugsanlegum athuga- semdum á að skila fyrir 29. þ.m. á ofantöldum stöðum. GERÐUBERG, félagsstarf aldraðra liggur niðri vegna sumarleyfa frá 6. þ.m. til 17. ágúst nk. RAUNVISINDASTOFNUN. í Lögbirtingi tilk. mennta- málaráðuneytið að dr. Þórður Jónsson hafí verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur við stærðfræðistofu Raunvís- indastofnunar Háskóla ís- lands. BARNADEILD Heiisu- vemdarstöðvarinnar, Baróns- stíg, hefur opið hús fyrir for- eldra ungbarna á þriðjudag- inn kemur kl. 15-16. Þór- gunna Þórarinsdóttir Qallar um ungbarnanudd. LÁTA af embætti. Mennta- málaráðuneytið tilk. í Lög- birtingi að Andra ísakssyni, prófessor { uppeldisfræði við félagsvísindadeild Háskólans, sé veitt lausn frá embætti frá 1. ágúst nk., að eigin ósk. Þá hefur Soffía Ingadóttir, skrifstofustjóri Þjóðskrár í Hagstofunni, fengið lausn frá embætti frá fyrsta þ.m., að eigin ósk. AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda mánaðarlegan fund mánudag 6. þ.m. kl. 20. Gestur fundarins verður Lilja Óskarsdóttir, sem verið hefur kristniboði í Kenýa en er á förum til starfa í Eþíópíu. Kaffiveitingar. KENNARAHÁSKÓLINN auglýsir í Lögbirtingi lausar tvær stöður, sem veittar verða frá 1. ágúst. Staða forstöðu- manns Lestrarmiðstöðvar Kennaraháskólans. Auk þess sém væntanlegur forstöðu- maður skal hafa lokið al- mennu kennaranámi skal hann hafa lokið a.m.k. tveggja ára framhaldsnámi í sérkennslufræðum. Hann verður ráðinn til næstu fjög- urra ára. Hitt starfið er um- sjónarmannsstarf við farskóla Kennaraháskólans. Umsjón- armaðurinn hefur í umboði rektors og skólaráðs umsjón með almennu kennaranámi til B.Ed-gráðu, sem skipulagt verður með fjarkennslusniði og hefst á vorönn 1993. Gerð er krafa um reynslu af stjóm- un, skólastarfi og tilskilið er háskólapróf o.fl. I þetta starf er ráðið til tveggja ára. SILFURLINAN s. 616262. — Síma- og viðskiptaþjónusta við eldri borgara virka daga kl. 16-18. BRÚÐUBÍLLINN verður á morgun kl. 10 í Dalalandi og kl. 14 á Amarbakka. SERFRÆÐINGAR. í tilk. frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytnu segir að Jóni Guðmundssyni lækni hafí ver- ið veitt leyfi til að starfa sem sérfræðingur í myndgrein- ingu brjóstholslíffæra, sem undirgrein við geislalækning- ar. Björn Einarsson læknir hefur fengið sérfræðingsvið- urkenningu frá ráðuneytinu til að starfa sem sérfræðingur í almennum lyflækningum með öldrunarlækningar sem undirgrein. — Og Óttari Guð- mundssyni Iækni hefur verið veitt leyfí til að starfa sem sérfræðingur í geðlækning- um. Sérfræðingsleyfi sem hann hafði áður var fellt nið- ur. FÉLAG eldri borgara. í kvöld kl. 20 verður dansað í Goðheimum. Á þriðjudag er Pétur Þorsteinsson til viðtals í Risinu e.h. Panta þarf við- talstíma á skrifstofu félags- ins. KIRKJUSTARF SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20.30 í kvöld. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: Reykjafoss fór á miðnætti aðfaranætur laugardags á ströndina. Þýska eftirlitsskip- ið Fric(jof fór út aftur í gær. Á morgun er Brúarfoss væntanlegur að utan. ORÐABOKIN Reykjavík — Rvík Þegar ekið er um Reykja- vík, sjást víða skilti, þar sem vísað er til vegar til ýmissa hverfa borgarinn- ar. Á þeim mörgum stend- ur borgarheitið ýmist full- um stöfum Reykjavík eða er skammstafað Rvk eða jafnvel R, oft vegna rým- isins, en þó ekki alltaf. Þegar ég var í skóla, var kennt að skammstafa Rvík og eins Khöfn fyrir Kaupmannahöfn, þ.e. rita seinni liðinn alltaf fullum stöfum, og svo mun standa í kennslubókum. Illa fer líka á því að stytta nafnið vík í vk, jafnvel þótt það sé seinni liður samsetts orðs. Á mörgum þeim skiltum, sem ég hef séð, er auðvelt að nota -vík og rita Rvík. Þegar Reykjavík var lítið þorp, mun nafnið jafnvel á stundum hafa verið stytt í Vík. Var talað um Vík- ina. Það mun nú horfíð. Sú stytting þekkist samt enn um bæjarheiti, sem enda á vík. Þannig mun Bolungarvík oft vera nefnd Víkin af íbúunum. Slíkar styttingar eru eðli- legar. Þá þekkist einnig skammstöfunin R.v.k. á Reykjavík. Okkur var í þessu sambandi kennt, að ekki tæki meiri tíma að skrifa í í vík en setja punktinn á milli. Sú regla, sem kennd hefur verið, að rita seinni liðinn í Reykjavík fullum stöfum, er mjög skýr. Því hefði bæði verið réttara og fal- legra að fara eftir henni og skrifa einungis á skilt- in Reykjavíkeða Rvík. — JAJ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.