Morgunblaðið - 05.07.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 05.07.1992, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992 STJORNLAGADOMSTOLAR I MIÐ- OG AUSTUR-EVROPU Útverðir í landvinningum réttarríkisins Ungverski stjórnlagadómstóllinn að störfum. Vafasamt er að nokkurs staðar í heiminum hafi sam- bærilegur dómstóll jafn mikil völd. RÉTTARRÍKIÐ heldur innreið sína í Mið- og Austur-Evrópu. I stað alræðis kommúnismans kemur lýðræðisleg sljórnskip- an þar sem stjórnarskráin er kjölfesta réttarríkisins. Víða hefur verið komið á fót stjórn- lagadómstólum að þýskri fyrir- mynd sem standa eiga vörð um stjórnskipunarlögin og meta hvort lög og reglugerðir stang- ist á við þau. Dómstólar þessir hafa mismunandi völd. Ung- verjar hafa gengið hvað lengst, sljórnlagadómstóllinn þar fengið tæplega fjögur þúsund mál til afgreiðslu á tveimur fyrstu starfsárum sínum. Ann- ars staðar, eins og í Rúmeníu, gengur hægt að innleiða slíka nýskipan. egar á sjötta áratugnum fjarlægðist Júgóslavía stalínska stjómarhætti. Á grundvelli stjómarskrárinnar frá árinu 1963 voru stjórnlagadóm- stólar settir á stofn í lýðveldunum sex og báðum sjálfstjórnarhéruð- unum. Þeir fengu þó ekki að láta mikilvægar pólitískar spurningar til sín taka. Dómstólarnir fengust einkum við það að meta hvort sveitarstjórnir og atvinnufyrir- tæki færu út fyrir valdsvið sitt með ákvörðunum sínum og sam- þykktum. Það var ekki fyrr en eftir að Slobodan Milosevic hóf útþenslustefnu Serbíu árið 1987 að mikilvæg pólitísk álitamál komu til kasta stjórnlagadómstól- anna. Vörðuðu þau einkum kröfur lýðveldanna Króatíu og Slóveníu um fullveldi. í janúar 1990 felldi stjórnlagadómstóll Júgóslavíu þann dóm að sjálfsákvörðunar- réttur lýðvelda og þjóða Júgóslav- íu heimilaði þeim að lýsa yfir sjálf- stæði. Þetta yrði þó að gera í samráði við aðra hlutaðeigandi. í framhaldinu reyndu Slóvenar og Króatar að semja um sjálfstæði sitt við önnur lýðveldi Júgóslavíu en slík viðleitni strandaði á ósveigjanlegri andstöðu Serba og , - Svartfellinga. Lýstu Slóvenar og Króatar þá einhliða yfir sjálf- stæði. Stjórnlagadómstólnum í Belgrad gafst ekki tími til að meta hvort sú ákvörðun stæðist gagnvart stjórnskipunarlögum Júgóslavíu. Dómstóllinn leið svo undir lok í borgarastytjöldinni líkt og Júgóslavía sjálf. Slóvenar og Króatar hafa nú stofnað sjálfstæða stjórnlagadóm- stóla að þýskri fyrirmynd. I Serb- íu og Makedóníu hefur ekki verið hróflað við gömlu réttarskipaninni og merkja má afturför í Serbíu að því leyti að stjórnlagadómstól- arnir í héruðunum Vojvodina og Kosovo hafa verið lagðir niður. Á mörkum nýja og gamla tímans Stjórnlagadómstóll tók til starfa í Póllandi í desember 1985. Starfsemi hans mótaðist nokkuð af þeirri kenningu kommúnismans að allt ríkisvald eigi sér eina rót og hana megi ekki kljúfa. Þrí- skipting ríkisvaldsins eins og hún tíðkast á Vesturlöndum var því andstæð kommúnismanum. Sjálf- stæði dómstóla og vald til að hnekkja lagasetningu var ekki talið æskilegt markmið vegna þess að dómstólar væru stofnanir sem ekki væru valdar með jafn „lýðræðislegum hætti“ og þjóð- þingin. Pólski stjórnlagadómstóll- inn hafði því einungis heimild til að lýsa því yfir að lög stönguðust á við stjórnarskrá ríkisins en ekki vald til að fella þau úr gildi. Á árunum 1986-1991 tók dómstóll- inn 150 mál fyrir og var þar eink- um um að ræða reglugerðir fram- kvæmdavaldsins. Gegndi hann mikilvægu hlutverki við að setja bönd á tilskipanagleði fram- kvæmdavaldsins. Þær kröfur ger- ast nú æ háværari að dómstóllinn fái aukin völd I hendur. Ungversk réttarvitund Höfundar stjórnarskrár Ung- veijalands voru gagnteknir mikilli ást til réttarríkisins að því er virð- ist. Vafasamt er að nokkurs stað- ar í heiminum hafi stjórnlagadóm- stóll jafn mikil áhrif. Hver einasti borgari getur hvenær sem er kvartað yfir hvaða réttarreglu sem er án þess að hann hafi nokk- urra sérstakra hagsmuna að gæta. Ungverskur almenningur hefur nýtt sér þessa heimild í rík- um mæli og árin 1990-1991 bár- ust dómstólnum 3.927 kvartanir, þar af 3.284 frá almenningi. Tveimur af hverjum þremur kær- um var vísað frá vegna þess að þær voru utan verksviðs dómstóls- ins. Eigi að síður hefur hann kveð- ið upp 237 dóma og fellt 100 laga- greinar úr gildi í heild eða að hluta. Málefnin sem dómstóllinn hefur fjallað um eru íjölbreytt og sum hver mjög mikilvæg. Má þar nefna fóstureyðingar, dauðarefs- ingu, bætur fyrir eignarnám í tíð kommúnista, fyrningu glæpa úr stjórnartíð kommúnista og skyldu kommúnistaflokksins til að gera grein fyrir eigum sínum. Ung- verska fyrirkomulagið hefur leitt til mikils álags á dómarana og vafalaust verður reynt á næstunni að fækka kæruleiðum en á hinn bóginn hefur þessi skipan orðið til auka umræðu um breytta stjórnskipun og þannig eflt réttar- vitund þjóðarinnar. Jeltsín möglaði ekki Af fimmtán fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna hefur einungis Rússland sett á stofn eigin stjórn- lagadómstól. Hugmyndir eru uppi um sameiginlegan stjórnlagadóm- stól allra fyrrum Sovétlýðvelda. Ljóst virðist að Eystrasaltsríkin muni ekki taka þátt í slíku heldur fela hæstarétti mat á því hvort Iög standist gagnvart stjórnarskrá líkt og tíðkast á Norðurlöndum, í Bretlandi og Bandaríkjunum. Rússneski stjómlagadómstóllinn hóf störf um síðustu áramót. Vakti hann þegar á fyrstu mánuð- um athygli með tveimur dómum sínum. Hinn 14. janúar felldi dóm- stóllinn úr gildi tilskipun Borísar Jeltsíns forseta um sameiningu innanríkisráðuneytisins og örygg- islögreglunnar, KGB. Stríddi slík samþjöppun þvingunarvalds gegn grundvallarviðhorfum um tempr- un ríkisvaldsins. Hinn 13. mars lýsti dómstóllinn því yfir að fyrir- huguð þjóðaratkvæðagreiðsla í Tatarstan færi í bága við stjórnar- skrána. Spumingin sem borin var undir kjósendur var talin loðin og lítt skiljanleg en þó þannig gerð að hægt yrði að nota jákvætt svar sem röksemd fyrir aðskilnaði lýð- veldisins við Rússland. Jeltsín hafði beygt sig þegjandi og hljóða- laust undir dóminn er varðaði hans störf en stjórnvöld í Tatarst- an létu sér fátt um finnast og héldu þjóðaratkvæðagreiðsluna. Naumur meirihluti galt jákvæði og nota stjórnvöld nú þá niður- stöðu í baráttu fyrir auknu full- veldi. Prófraun búlgörsku dómaranna Hvað önnur fyrrum kommún- istaríki í Evrópu varðar þá hafa stjórnlagadómstólar nýverið tekið til starfa í Búlgaríu og Tékkóslóv- akíu. í rúmensku stjómarskránni sem samþykkt var í desember síð- astliðnum er einnig gert ráð fyrir stjórnlagadómstóli þótt enn hafi ekki verið sett nauðsynleg lög um starfshætti hans. Búlgarski dóm- stóllinn stóð fyrr á þessu ári frammi fyrir erfiðu úrlausnarefni. Nokkrir fyrmm kommúnistar lögðu fram kæru og héldu því fram að stjómmálaflokkurinn Hreyfing fyrir réttindum og frelsi starfaði í andstöðu við stjórnar- skrána. Þessi hreyfing, sem berst fyrir réttindum tyrkneska minni- hlutans, gegnir lykilhlutverki vegna þess að stjómarflokkurinn, Samband lýðræðisaflanna, er háð- ur stuðningi hans. Samkvæmt 11. grein búlgörsku stjórnarskrárinn- ar eru stjórnmálaflokkar sem starfa á grundvelli þjóðemis eða trúarbragða bannaðir. Stjórnlaga- dómstóll er að Öllu jöfnu bundinn af stjórnarskránni en hæpið er að þessi grein sé í samræmi við þjóð- réttarlegar skuldbindingar Búlg- aríu. Hinn 21. apríl síðastliðinn ákvað dómstóllinn með naumum meirihluta að vísa kæmnni frá. Þar með stuðlaði hann að innan- ríkisfriði, jók álit ríkisins erlendis og auðveldaði um leið Evrópuráð- inu að taka Búlgaríu í sínar raðir en það gerðist 7. maí síðastliðinh. Hcimild: Frankfurter Allgcmcinc Zeitung STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Tegund: Obar Litur: svartur Ný sending af LLOYII Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Domus Medica, Kringlunni, Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, simi 16519 sími 689212 J Tannlæknir Hef opnað tannlæknastofu á Stórhöfða 17 (fyrir ofan íslandsbanka) við Gullinbrú. Tímapantanir í síma 682320. Sveinbjörn Jakobsson, tannlæknir. Pltseruðu pilsin komin aftur, einlit og doppótt. Vorum einnig að taka upp, beint frá París, svört kjólefni með hvítu smámynstri. Póstsendum. DÖMU- OGHERRABÚÐIN, Laugavegi 55, sími 18890. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI. KASTRUPFLUGVELLI OG ÁRÁÐHÚSTORGI V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.