Morgunblaðið - 05.07.1992, Page 15

Morgunblaðið - 05.07.1992, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992 i I Maðurinn er eins og dýr í varnar- stöðu eða árásarhug. Sé fólk í þann- ig ástandi í fleiri fleiri daga safnast upp spenna sem það á oft erfitt með að losa sig við. Þá er rétt að nefna að ferðir innanlands eru ekki alltaf til ánægju; það getur verið ósam- komulag vegna þess að annað hjóna veit ekkert skemmtilegra en að sofa í tjaldi en hinn aðilinn þolir það ekki. Börnin eru leið á langkeyrslum, streita magnast, vegarykið, veðrið og skipulagsleysið ergir.“ Líkamleg óþægindi eru af ýmsum toga. í sólarlandaferðum fá alltaf einhveijir í bakið af legum á gijót- hörðum sólbaðsbekkjum. Þá segir Jóhanna mikla drykkju, t.d. hjá fólki sem er óvant henni heima hjá sér, vera gffurlegt álag á taugakerfíð og fólk snúi heim skjálfandi á beinunum. Að sögn Kjartans Pálssonar, farar- stjóra hjá Samvinnuferðum-Land- sýn, hefur drykkja í sólarlandaferð- um íslendinga, sem oft hefur verið vitnað til, hins vegar minnkað mikið. Innkaupaferðir hafa reynst mörg- um erfiðar. „Þær eru líklega mesta geggjunin. Fólk fer í örfáa daga til að kaupa inn eins og neyð sé yfírvof- andi segir Jóhanna. “í þessum ferð- um er óhemju mikill burður og þegar við bætist heitt loftslag og allt of mikil eyðsla, sem aftur veldur mikl- um peningaáhyggjum, er ekki von á góðu. Og fólk veit svo sem hveiju það á von á, síðasta vetur báðu all- margir sem voru í meðferð hjá mér um að ég gerði þá nú góða fyrir slík- ar ferðir. I innkaupaferðum, svo og t.d. skoðunarferðum, et oft um að ræða fólk sem hreyfír sig lítið sem ekkert alla jafna en gengur svo fleiri kílómetra á gijóthörðum gangstétt- um og það á misgóðum skóm. Það er geysilega érfítt fýrir fætur og bak, fólk er með blöðrur og sár inn að beini á fótum og með verk í baki og öxlum.“ Jóhanna segir að þeir sem kunni að ferðast sé fólk sem skipuleggi ferðimar vel, nái að slappa af og komi endurnært heim. „Það er það sem við viljum auðvitað öll og við ættum að hafa í huga að við náum því aldrei að sjá allt og gera allt sem markvert telst í útlöndum og því ættum við að einbeita okkur að því að njóta þess sem best sem við ákveð- um að gera.“ íslendingar kröfuharðir Hvaða væntingar gera ferðamenn sér um fríið áður en lagt er af stað? Það er að heyra á starfsfólki ferða- skrifstofa að íslenskir ferðamenn séu ákaflega kröfuharðir um leið og Skómir björguðu DÁLÍTIL fyrirhyggja getur hæglega komið í veg fyrir að óhöpp geri ferðalagið að sann- kallaðri fýluferð. f tilfelii Rann- veigar ívarsdóttur voru það kaup á íþróttaskóm sem gerðu langar skoðunarferðir bærileg- ar fyrir fætur og bak. Rannveig vissi alveg á hveiju -hún átti von í fyrirhugaðri ferð sinni til Kaupmannahafnar fyrir skemmstu. Ætlunin var að skoða það sem markverðast var í borginni, sem þýddi miklar göngur á steinsteyptum gang- stéttunum. Og niðurstaðan hefði hæglega getað orðið helaumir fætur og bak. „Áður en ég fór var ég í meðferð hjá sjúkraþjálf- ara sem ráðlagði mér eindregið að kaupa mér íþróttaskó til að ganga á. Ég gerði eins og mér var sagt og keypti á mig og dóttur mína fyrsta daginn I Kaupmannahöfn. Það er kannski ekkert sérlega glæsilegur fóta- búnaður en í útlöndum er manni nokk sama í hvetju maður geng- ur. Við vorum því ófeimnar á skónum og fundum ekki fyrir verkjum í fótunum. Vinkona okkar var ekki eins heppin því hún var á nýjum hælaskóm og var lurkum lamin eftir nokkurra daga göngur um götur Kaup- mannahafnar." margir geri ekki nægar kröfur til sjálfra sín um undirbúning. „Ferða- mátinn gefur oft til kynna hvaða væntingar fólk gerir sér og margir hafa kynnt sér efni ferðabæklinga vandlega. En auðvitað eru þeir ekki síður margir sem skipuleggja ekki nógu vel eigin ferðir," segir Gyða Sveinsdóttir hjá Samvinnuferðum- Landsýn. Gyða segir að þeir ferða- menn sem leggi eigin drög að ferðum verði að muna að hafa þau opin. Þeir verða að gera ráð fyrir því að geta breytt áætlun, mæta óvæntum uppákomum og ættu að hafa smá- stund lausa til að hvflast. Á því vilji því miður verða misbrestur. Allt fyrir ekkert Líklega þekkja engir betur til ís- lendinga á ferðalögum en fararstjór- ar. Kjartan L. Pálsson, fararstjóri hjá Samvinnuferðum Landsýn, segist verða allnokkuð var við áráttu sumra ferðamanna að fínna öllu allt til for- áttu. „Ég verð meira var við slíkt hjá eldra fólki, það er oftar yfírstress- að en yngra fólkið, sem er meira sjálfbjarga. Fólk kvartar yfir ýmsu; það yfirgefur stóru fallegu húsin sín til að dvelja í hótelherbergi og er ekki alltaf sátt við það þegar á hólm- inn er komið. Sumir ferðamenn vilja fá allt fyrir nærri því ekki neitt, yfir- leitt heyrist hæst í þeim sem minnst vilja borga. Þá telja margir þeirra sem fara til sólarlanda að þar eigi alltaf að vera sól og bregðist það heyrist jafnan hljóð úr homi.“ í starfi sínu sem fararstjóri hefur Kjartan einnig haft afskipti af fólki sem tekur vandamálin með að heim- an og virðist helst ætlast til þess að þau leysi sig sjálf. Slíkt segir hann að bitni hins vegar oft á öðrum, t.d. bömunum. „Það er stundum mikið stress, redda á hlutunum og gera svo margt að þeir em til sem koma upp- gefnir heim úr fríinu. Hins vegar sýnist mér stressið ijúka úr flestum eftir nokkra daga og þá nær fólk að slappa af. Þegar líður að heimfor magnast spennan á nýjan leik, til- hlökkun að koma heim en kvíði fyrir daglega amstrinu um leið. Ég held þó að fólk velti hlutunum meira fyr- ir sér nú en áður og fínn stóran mun á landanum til batnaðar." Að læra af reynslunni Hér að framan hefur aðeins verið tæpt á litlum hluta þess sem íslend- ingar taka sér fyrir hendur í sumar- leyfínu. Fjöldamargir snúa heim end- urnærðir úr fríi sem stóðst allar væntingar, fríi sem reyndist öðrum nærri ofviða. En lærir fólk af mis- lukkuðum ferðalögum? „Ekki ailir,“ segir Nanna K. Sigurðardóttir. „Dæmi eru um að fólk vinni ekki úr þessum ágreiningi, læri ekki af reynslunni og eftir nökkur „mis- heppnuð" frí hættir það að fara sam- an í frí.“ Jóhanna S. Sigurðardóttir segist ekki þora að segja hvort ferðalög sem einkennast af streitu frá upphafi til enda séu að aukast. Það sé hins veg- ar ljóst að sumir geri sömu mistökin aftur og aftur. „Þeir virðast telja að svo óheppilega hafi viljað til í þetta sinn að ferðin gekk illa. Þá eru sum- ir óskaplega vonsviknir og reyna að finna sér blóraböggul, sem oft er ferðaskrifstofan. En sem betur fer eru þeir líka margir sem sjá hver ástæðan var; einfaldlega of mikið álag, ákafi í þeim sjálfum og enginn tími til að njóta augnabliksins.“ GOÐ RÁÐ TIL FERÐALANGA Jóhanna S. Sigurðardóttir sjúkraþjálfari hefur gefið ferðalöngum nokkur góð ráð til að draga úr streitu í tengslum við ferðalög. Pest vinnandi fólk fær nokkurra vikna sumarleyfí og ætti að gera ráð fyrir því að slappa af heima í nokkra daga áður en lagt er af stað í ferðalag til að draga úr þeirri spennu sem óhjákvæmileg er við upphaf og lok frísins. Það á alls ekki að vinna til hádegis þegar lagt er af stað um kaffíleytið og redda síðustu atriðunum á leiðinni út úr bænum. Það fyrsta sem maður man þegar af stað er komið er að eitt- hvað gleymdist og því verður fyrsta verkið á áfanga- stað að ganga frá því atriði. Hjá utanlandsförum má svo ekki gleyma öllu álaginu sem fylgir þvi að koma til útlanda og þurfa ef til vill að byija á því að fínna út hvemig maður kemst t.d. á hótelið. Þá er gott að vera búinn að skipuleggja daginn; átta sig á þvi hvað tekur við að flugferð lokinni. í flugferð eiga sér stað ýmsar lífeðlisfræðilegar breytingar í líkamanum og menn verða því að gefa sér tíma til að jafna sig eftir flugferðina. Aður en lagt er af stað heim á leið er rétt að reyna að búa þannig um hnútana að síðustu dagamir í ferða- laginu séu sem rólegastir og best er að taka sér frí í nokkra daga heima áður en vinna hefst að nýju. Eins og áður hefur verið nefnt skiptir undirbúning- ur miklu. Ferðalangar ættu að ákveða hvað þeir vilja gera og samræma óskir þeirra sem ferðast saman áður en lagt er af stað, ekki í sjálfu ferðalaginu. Einn- ig er mikilvægt að fólk átti sig á takmörkunum sínum og ætli sér ekki of mikið á of stuttum tíma. Samvrhnuferðir - Landsýn býður Islendingum upp á ógleyman- lega skoðunarferð til Malasíu með viðkomu í Thailandi og Singapore dagana 21. október -13. nóvember. Fagurskreytt musteri, risavaxin Búddalíkneski úr skíragulli, hellamusteri, eplagarðar og jarðaberjaakrar, blaktandi pálmar á hvítum ströndum, fljótandi markaðir, BBk. 1 Langkawi, undurfagur og ósnortinn RíWJ eyjaklasi, fiðrildabúgarður og snákamusteri, er aðeins brot af l#f* y! mnf ÆKkl ÞVI sem geíur að líta ' Þessum fff \ WÁ löndum dulúðar og töfra. F % En Þ°tt margt se a® skoða og * J víða farið, munum við gefa ■ m. okkur góðan tíma til að slaka 1 —, n ILIy: rækilega á annað veifið enda K aðstæður til slíkra hluta vægast E' Jir~-J~sagt frábærar á þessum slóðum B - einstök þjónusta, óviðjafnan- legar strendur og glimrandi golfvellir! 1 Með þessu ferðalagi komumst ;y i PU við i snertingu við ótrúlega F náttúrufegurð og heillandi and- rúmsloft. Góða skemmtun! " JjHÉÍgpHM Verð á mann í tvíbýli: 199.800 kr. bafa' J Verð á mann í einbýli: 252.600 kr. I ‘ ------------Innifalið í verði: Flug, gisting með j fssgí I morgunverði, allur akstur erlendis skv. f t^I dagskráogislenskurfararstjóri. I I Ekki innifalið í verði: Flugvallarskattur, | forfallagjald og brottfararskattur i Singapore. IMM I Verð er miðað við gengi og tlugverð 3. janúar LfflLJHp |r*|,Ét 1992. tmMffi BHMÉÍ FARARSTJÓRI: friðrik haraldsson. M/SAS Samviiiinilerðir-Laiiilsýii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsterðir S. 91 - 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 Hótel S09U við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 • 62 24 60 Akureifri: Sklpagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Slmbréf 96 - 2 40 87

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.