Morgunblaðið - 05.07.1992, Page 31

Morgunblaðið - 05.07.1992, Page 31
■ ' vívV-.í/ ' ‘-V , MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992 0£ 31 Fangi verður rithöfundur Fyrir skömmu var sýndur á BBC-sjónvarpsstöðinni í Englandi nýr söngleikur er nefnist Killing Time. Hið óvenjulega við þennan söngleik er að hann fjallar um glæpamann sem afplánar lífstíð- ardóm í fangelsi, og var söngleik- urinn saminn með þeim hætti að notast var nær eingöngu við efni sem fangar höfðu skrifað. Einn þeirra fanga sem eiga efni sem notað var er Tom New- ell. Newell er 32 ára gamall og á tvö börn, 12 og 7 ára gömul. í viðtali við breskan blaðamann kom fram að hann hætti skóla- göngu 15 ára gamall og segist aðeins muna eftir að hafa lesið eina bók sem barn. Hann hóf að skrifa eftir að hafa verið sex og hálfa viku í einangrun sem hættu- legur fangi, en hafði áður drepið tímann í fangelsinu með lestri og las þá tíu til tólf bækur á viku um átján mánaða skeið. Þá hugs- aði hann með sér; „Þetta get ég.“ Enn sem komið er hefur ekkert verið gefið út af því sem Newell hefur skrifað. Hann hefur þó þeg- ar unnið til verðlauna sem veitt eru fyrir skrif fanga. Verðlaunaf- éð var 250 pund sem jafnast á við tveggja ára laun í fangelsinu. Hann hefur þegar útvegað sér umboðsmann og fyrstu bókinni er nú lokið. Engu að síður hefur Newell ákveðið að hætta að skrifa sögur en snúa sér þess í stað að leikrit- um. Ástæðan er fyrst og fremst sú hveru erfítt er að afla nauðsyn- legra upplýsinga úr fangelsinu. Aftur á móti hentar vel að skrifa samtöl og margir innan múranna hafa ýmislegt að segja sem styðj- ast má við. Newell hefur þegar setið í fang- elsi í fímm ár og þarf hugsanlega að sitja átta ár enn. Auk þess að skrifa segist hann gera mikið af því að elda enda sé fangelsið góð- ur staður til að læra matreiðslu þar sem þar eru saman komnir menn ættaðir úr öllum heimsálf- um sem geti leiðbeint í matreiðslu sinna þjóðarrétta. Newell tekur undir að lífíð í fangelsinu venjist. Hann sagði að það versta við einangrunina væri ekki þegar dymar lokuðust heldur fremur það að vita ekki hvenær þær opnist aftur. En eins og hjá öðrum föngum er það vitneskjan um að einhvern tímann verði hann frjáls aftur sem heldur honum gangandi. Þangað til heldur hann sig við skriftimar. R. Magnússon. 24.00 Fréttir. 0.10 Sólstafir. Endurtekinn tónlistarþáttur. 1.00 Veðurlregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lifsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn. 8.00 Morgunfréttir. • Morgunútvarpið frtt. 9.03 9 - fjögur. Umsjón: Þorgeir Astvaldsson, Magnús R. Einarsson, Margrét Blöndal og Snorri Sturluson. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. - Ferðalagið, ferðaget- raun, ferðaráðgjöf. Sigmar B. Hauksson. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12^0 Hádegisfréttir. 12.45 9 - fjögur, frh. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægumálaútvarp og fréttir. Starfs- menn dægurmálaútvarpsins, Anna Kristine Magnúsdóftir, Kristin Ólafsdóttir, Kristján Þor- valdsson, Lísa Páls, Sigurður G. Tómasson, Stef- án Jón Hafstein og fréttaritarar heima og erlend- is rekja stór og smá mál. - Kristinn R. Olafsson talar frá Spáni. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram, meðal ann- ars með máli dagsins og landshornafréttum. - Meinhornið: Óðurinn til gremjunnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin — Þjóðfundur i beinni útsend- ingu. Sigurður G. Tömasson og Stefán Jón Haf- stein sitja við simann. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson endurtekur fréttirnar sinar frá þvi fyrr um daginn. 19.32 Út um alltl Kvölddagskrá Rásar 2 fyrir ferða- menn og útiverufólk. Tónlist, íþróttalýsingar og spjall. Umsjón: Andrea Jónsdóttir, Gyða Dröfn Tryggvadóttir og Darri Ólason. 21.00 Vinsældalisti götunnar. Hlustendur velja og kynna uppáhaldslögin sín. 22.10 Blitt og létt. íslensk tónlist við allra hæfi. 0.10 i háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa kvöldtónlist. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. 2.00 Fréttir. - Þáttur Svavars heldur áfram. 3.00 Næturfónar. 3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpimánudagsins. 4.00 Næturlög. 4.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.05 Blitt og létt. íslensk tónlist við allra hæfi. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugSamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög i morgunsáriö. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 7.00 Morgunútvarpið. Umsjón Guðmundur Bene diktsson. Kl. 9.00 og 12.00 fréttir á ensku frá BBC World Service. Kl. 11.03 Útvarpsþátturinn Radius. Steinn Ármann og Davið Þór skemmta hlustendum. Kl. 12.09 Með hádegismatnum. 12.30 Aðalportið. Flóamarkaður. 13.05 Hjólin snúast. Umsjón Jón Atli Jónasson og Sigmar Guðmundsson. Kl. 14.30 Útvarpsþáttur- inn Radíus. Steinn Ármann og Davið Þór bregða á leik. Kl. 14.35 Hjólin snúast. Kl. 17.00 fréttir á ensku frá BBC World Service. Kl. 17.05 Hjólin snúast. Kl. 18.00 Útvarpsþátturinn Radius. 18.05 íslandsdeildin. íslensk dægurlög frá ýmsum timum. 19.00 Fréttir á ensku frá BBC Worfd Senrice. 19.05 Kvöldverðartónar. 20.00 f sæluvimu á sumarkvöldi. Óskalög og kveðj- ur. 22.00 Blár mánudagur. Blúsþáttur. Umsjón Pétur Tyrfingsson. Fréttir kl. 8,9,10,11,12,13.14,15.16 og 17. STJARNAN FM 102,2 7.00 Morgunútvarp. Umsjón Ásgeir Páll. 7.45 .Morgunkorn Gunnars Þorsteinssonar. 9.00 Jódis Konráðsdóttir 11.00 „Ágóðum degi". Jódis. Óli og Gummi bregða á leik. » 13.00 Ásgeir Páll. 17.00 Morgunkorn (endurtekið). 17.05 Ólafur Haukur. 19.00 Kvölddagskrá i umsjón Rikka E. 19.05 Ævintýraferð i Odyssey. 20.00 Reverant B.R. Hicks prédikar. 20.45 Richard Perinchief prédikar. 22.00 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: Dr. James Dobson. 24.00 Dagskrárlok. Bænastund kl. 9.30, 13.30,17.30,22.45 og 23.50. Bænalínan er opin kl. 7 - 24. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Fréttir. 7.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson árrisull sem fyrr. Fréttir kl. 8.00. 9.05 Tveir með öllu. Jón Axel Ólafsson og Gunn- laugur Helgason. Fréttir kl. 10, 11. 12.00 Hádegsfréttir. 12.15 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir með tónlist í hádeginu. 13.00 íþröttafréttir eitt. 13.05 Rokk og rólegheit. Fréttir kl. 15.00 og 16.00. 16.05 Reykjavik siðdegis. HallgrimurThorsteinsson og Steingrimur Ólafsson. Fréttir k. 17.00. 17.15 Reykjavik siðdegis. Hallgrímur og Steingrim- ur mæta aftur. Fréttir kl. 18. 18.00 Það er komið sumar. Kristófer Helgason leik- ur létt lög. 19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. 19.19 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgason leikur óskalög. 23.00 Bjartar nætur. Erla Friðgeirsdóttir með tónlist og létt spjall um heima og geima fyrir þá sem vaka frameftir. 3.00 Nætun/aktin. Tónlist til kl. 7.00. FM957 FM 96,7 7.00 i morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson. 9.00 Morgunþáttur. Ágúst Héðinsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdis Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir. 15.00 ívar Guðmundsson. Stafaruglið. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason. 19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin. 22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 1.05 Haraldur Jóhannsson. 5.00 Náttfari. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur með góðri tónlist. Tekið á móti óskalögum og afmæl- iskveðjum. Frétfir frá fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 kl. 18.00. HITTNÍUSEX FM 96,6 7.00 Morgunþáttur. Umsjón Arnar Albertsson. 10.00 Klemens Arnarson. Tónlist. 13.00 Amar Bjamason. Tónlist. 16.00 Páll Sævar Guðjónsson. Tónlist. 19.00 Karl Lúðvíksson. 22.00 Rokkhjartað. Umsjón Sigurjón Skæringsson. 1.00 Næturvaktin. SÓLIN FM 100,6 8.00 Morgunþáttur. Umsjón Ólafur Birgisson . 10.00 Jóhannes. 13.00 Hulda Skjaldar. 17.00 Steinn Kári. Óskalög. 19.00 Kvöldmatartónlist 21.00 Vigfús. 1.00 Næturdagskrá. ÚTRÁS FM 97,7 16.00 Iðnskólinn í Reykjavik. 18.00 FB. 20.00 Kvennaskólinn. 22.00 I öftustu röð. Umsjón Ottó Geir Borg og Isak Jónsson. 1.00 Dagskrárlok. BOSCH V E R S L U N Lágmúla 9 sími 3 88 20 Ný sending frá NATUZZI Sófasett - homsófar Aldrei meira úrval, aldrei betra verð nú er rétti timinn til að skoða úrvalið! ÁRMÚLA 8, SÍMI812275 OG 885375 RAFSTÖÐVAR ALLT AÐ 30% LÆ K K U N 1,90 kw 62.627 stgr. 2,15 kw 55.456 stgr. 3,00 kw 80.741 stgr. 3,40 kw 1 tasa 3,80 kw 3 tasa 115.446 stgr. Cárur eftir Elínu Pálmadóttur Til hreins lands og lýðræðis Að sjá ekki skóginn fyrir trján- um er máltæki, sem allir íslend- ingar skilja og nota óspart í yfír- færðri merkingu. í hinni miklu fréttaflóru nútímans vilja trén hvert fyrir sig - þ.e. hver frétt - afmarkast svo að þau ná ekki að tengjast í einn skóg. Kannski er það þessvegna sem menn koma svona illa auga á samhengið í hlutunum. Allt frá okkur sem bara horfum og til hinna sem taka ákvarðanirnar og leiða. Svo gerðist það nú í vikunni að í sömu morgunblöðum mátti lesa aðskiljanlegar fréttir, sem í raun tengjast. Kom flatt upp á okkur sem alltaf erum að segja útlendingum að hér sé hreint land, að við sendum síst minna af skaðlegum lofttegundum út í geiminn en aðrar mengunarþjóð- ir, samkvæmt úttekt sérfræðinga eftir kröfu alþjóðastofnana svo sem umhverfisráðstefnunnar í Rio de Janero. Brennisteinoxíði erum við drýgri við að blása frá okkur en aðrar þjóðir vegna ál- framleiðslunnar, sem við höfum hug að auka svolítið, svo og CFC- efni frá kælikerfum og harðfroðu- framleiðslu o.fl. Það sem mesta athygli vakti í þessu sam- hengi er koltvíoxíðið af manna völdum, sem kemur frá báta- flotanum og ekki síð- ur bílaflotanum. En þetta síðasta er hreinn óþarfi eða verður innan skamms. í öðru lagi var þarna frétt og mynd af Englendingi, sem ók hér um landið í rafbíl sínum, norður um úr feijunni og yfir fjallvegi í vondu veðri og gekk bara vel. Heima notar hann bílinn dag- lega og þarf að hlaða hann fyrir hveija 90 kflómetra fyrir aðeins 60 kr. á 4-6 klukkustundum. Þennan smábíl er hann sagður hafa keypt fyrir litlar 100 þúsund krónur fyrir fáum árum. Nú eru rafbílarnir víst orðnir svolítið dýr- ari og betri. Hér á landi eigum við svo mik- ið ónýtt rafmagn að við reynum með öllum ráðum að fínna því not. Allt frá fyrri hluta níunda áratugarins höfum við vitað að þessi kostur væri á leiðinni og Gísli Jónsson prófessor var um árabil með rafbfl í prófun, til þess að sjá hvaða eiginleika rafbíll þyrfti að hafa til að henta íslensk- um aðstasðum. Og nú sé ég í þriðju fréttinni sama dag af hverju íslendingar kjósa heldur að senda gróðurhúsamengandi útblástur frá bílum og kaupa miklu dýrara innflutt eldsneyti á bflinn en svo mikið sem gera til- raun til að nýta afgangsrafmagn- ið, sem kostar í vöxtum og af- borgunum himinháar upphæðir. Nýlega útskýrði Gísli í fyrirlestri að á íslandi sé of dýrt að reka rafbíl. Og hvers vegna í ósköpun- um? Jú, stjórnvöld og rafmagns- veitur setja því stólinn - eða regl- ur - fyrir dymar. Tvær ástæður. f fyrsta lagi er þungaskattur af iitlum rafbfl reiknaður eins og af dieselbfl. Þótt Gísla tækist að fá að borga aðeins hálfan skatt fyr- ir rafbílinn, miðast fastagjaldið við minnst 4-5 tonna bíl og verð- ur því svo hátt að það er út úr myndinni. Enn furðulegra er kannski að hér er ekki hægt að fá nægilega ódýrt rafmagn í hleðslurnar. Bílinn má hlaða heima á nóttunni, þegar álagið er minnst. En fyrir nokkrum árum hugkvæmdist rafveitunum að setja svo hátt fastagjald á þessa næturtaxta að lítill munur er á hvort notaður er nætur- eða heimilistaxti. Maður þyrfti að eiga 10 rafmagnsbíla til að losna undan þeirri kvöð. Niðurstaðan sú að rafmagnskostnaðurinn og þungaskatturinn eru hærri en bensínkostnaður. Auðvitað viljum við heldur láta okkur dreyma um rafstreng með gífurlegri fjárfestingu þegar kemur fram á næstu öld en reyna strax að nýta í litlum skömmtum rafmagnið fyrir okkur sjálf. Og menga heiminn á við hveija aðra iðnaðarþjóð. Heyrist jafnvel að mengun geri okkur ekkert til, því rokin okkar blessuð sendi hana bara yfir til annarra þjóða. Lík- lega í þeirra sælu trú að eyðing ósonlagsins og gróðurhúsaáhrifin komi bara yfír barnabörn annarra þjóða. í vikunni sagði mér rúss- nesk kona, ritjóri frá Moskvu, að mengun af sömu gerð sé svo mikil í Moskvu og Sankti Péturs- borg að 9 af hveijum 10 börnum þar séu sjúk. Það sé nú normalt ástand þar. Kannski má lengi lifa í sælli trú. Varla þó endalaust. Nú hryn- ur hver blekkingin af annarri af okkur íslendingum. Ekki aðeins að við skoðun reynast íjörurnar okkar jafn óhreinar og iðnríkja Evrópu og útsending af manna- völdum af skaðlegum lofttegund- um álíka og annars staðar. Við erum að upplifa það að mikið vantar á að við séum það lýð- ræðisríki sem við héldum. Höfð- um enn fyrirkomulag frá dönsku einvaldskóngunum á síðustu öld og urðum í snarheitum að skilja á milli framkvæmdavalds og dómsvalds til að halda höfði. Virð- ingin fyrir embættismönnum kóngsins lifir líka enn svo góðu lífi að skv. lögum lýðveldisins ís- lands er verra að móðga embætt- ismenn en annað fólk. Og nú er Evrópudómstóll væntanlega að neyða okkur til að losa fólk hér úr félagafjötrum. Næsta stóra skrefið verður þá fyrr en seinna að kæra brot á heftum atkvæðis- rétti sumra þegnanna. Þótt skammarlegt sé, er þó gott að fá með fjölþjóðadómum viðmiðun til þess að iosna við sjálfblekkinguna og vera neydd til að gera raunsæ- ar úttektir vegna alþjóðasamn- inga. Ætli við endum ekki bara með því að verða lýræðisríki í hreinu landi - tilneydd. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.