Morgunblaðið - 14.07.1992, Page 1
80 SIÐUR B/C
157. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992 Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Bosnía:
Rússland:
Ottast fjöldamorð
í tveimur borgum
Sprengjum varpað að stöðvum SÞ
Sar^jevo, Róm. Reuter, The Daily Telegraph.
SERBAR hertu í gær árásir sínar á borgina Gorazde, sem er eina
borgin sem þeir hafa ekki náð á sitt vald í austurhluta Bosníu.
Um 40-70.000 manns, aðallega múslimar, hafa verið innikróaðir í
borginni í þrjá mánuði og þeir óttast að fjöldamorð fylgi í kjölfar
árásanna. Flóttamenn frá nágrannaborginni Foca segja að þúsund-
ir múslima sem ekki urðu við tilmælum um að yfirgefa borgina
hafi verið myrtir. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í
gærkvöldi að senda 500 gæsluliða til Sarajevo í viðbót við þá 1.100
sem eru þar nú.
Útvarp múslima í Gorazde sagði
í gær að sveitum Serba umhverfis
borgina hefði borist liðsauki frá
Serbíu og Svartfjallalandi með
þyrlum júgóslavneska sambands-
hersins. Þungum stórskotaliðs-
árásum væri haldið uppi á borgina
og rotnandi lík lægju óhreyfð á
götunum. Stjórnir Bosníu og
Króatíu báðu í gær öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna að heimila
loftárásir og aðrar aðgerðir gegn
sveitum Serba við Gorazde og ann-
ars staðar í Bosníu-Herzegovínu.
Sveitir Serba eru einnig í sókn
í norðurhluta Bosníu, nálægt
landamærunum við Króatíu og þær
hafa látið sprengjum rigna yfir
borgina Mostar í Herzegovínu, þar
sem Króatar hafa lýst yfír sjálf-
stjórnarsvæði. Blaðamaður The
Daily Telegraph, sem ferðast hefur
um átakasvæðin, segir að erfítt sé
að segja hvort aðgerðir Serba séu
samræmdar, en sveitimar hafí
vopn og vistir til margra ára hem-
aðar og viðskiptabannið á Serbíu
hafí ekki bein áhrif á Serba í
Bosniu-Herzegovínu.
Ellefu skip undir yfírstjóm
NATO og Vestur-Evrópusam-
bandsins (VES) eru nú á Adría-
hafí og reyna að framfylgja við-
skiptabanninu á Serbíu og Svart-
fjallalandi með því að krefja skip
svara um farm þeirra og áfanga-
stað. Hins vegar er þeim ekki heim-
ilt að senda menn um borð.
Forsvarsmenn Sameinuðu þjóð-
anna í Sarajevo segja áframhald-
andi bardaga þar stefna flutningi
hjálpargagna í bráða hættu. í
gærkvöldi var þrettán sprengjum
varpað að aðalstöðvum gæsluliðs
SÞ í Sarajevo með þeim afleiðing-
um að einn unglingur lét lífíð og
fjórir særðust.
Keuter
Múslimar í Sarajevo syrgja 25 ára gamlan hermann, sem þeir segja
að hafi verið skotinn til bana af leyniskyttu þegar hann reyndi að
bjarga særðri konu af götu í borginni.
25 milljón
skjöl sögð
eyðilögð
Moskvu. The Daily Telegraph.
HÁTTSETTUR maður innan
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna fyrirskipaði eyðileggingu
25 milljóna skjala á síðasta ári
til að hylma yfir ólöglega starf-
semi flokksins. Þessu var haldið
fram í gær í vitnaleiðslum stjórn-
lagadómstóls í Moskvu, sem skera
á úr um hvort bann á starfsemi
Kommúnistaflokksins sé löglegt.
Að sögn Andrei Makarovs, full-
trúa andstæðinga kommúnista, gaf
varaformaður Kommúnistaflokks-
ins, Vladimir Ivashko, þessa fyrir-
skipun út í mars í fyrra. Þetta sýndi
að iðrun flokksfélaga vegna gamalla
synda væri yfírdrepsskapur.
Valentin Kuptsov, síðasti formað-
ur rússneska Kommúnistaflokksins,
sagði að yrði bannið á flokknum
staðfest gæti það gefíð lagalega
tylliástæðu til að hefja „nornaveið-
ar“ á flokksfélögum, en þeir voru
18 milljónir í Sovétríkjunum þegar
mest lét. Kommúnistaflokkurinn var
lýstur ólöglegur eftir hið misheppn-
aða valdarán harðlínumanna í ágúst
í fyrra.
Yitzhak Rabin forsætisráöherra ísraels:
Reiðubúinn að fara til höfuð-
borga araba til að ræða frið
Jerúsalem, Washington. Reuter.
YITZHAK Rabin, sem tók við sem forsætisráðherra ísraels í gær,
bauðst til að sækja heim leiðtoga arabaþjóða til að ræða frið auk
þess sem þeir væru velkomnir til ísraels í sömu erindagerðum.
Hanan Ashrawi, talsmaður Palestínumanna í viðræðunum, sagði
að orð Rabins gæfu til kynna að alvara væri að baki stefnu ísra-
ela um friðarviðræður. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hrósaði frumkvæði Rabins og tilkynnt var að hann færi í
næstu viku til Miðausturlanda að ræða frið.
Reuter
Konur úr röðum landnema gyðinga á hernumdu svæðunum með slag-
orðaspjöld utan við Knesset, ísraelska þingið, í gær. Þær hvöttu til
þess að palestínskir hermdarverkamenn yrðu reknir úr landi.
Bandaríkin:
Hætt að framleiða efni
í kjamorkusprengjur
Kennebunkpork Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti
tilkynnti í gær að Bandarikin
Dönsk fót-
fimi heillar
ferðamenn
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen
Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
Evrópumeistaratitill
Dana í knattspyrnu færir
þeim um 5 milljarða ÍSK í
tekjur vegna aukins ferða-
mannastraums, að því að
danska ferðamálaráðið hef-
ur reiknað út.
Ráðið segir Dani hafa skor-
að þrennu í júnímánuði í
keppninni um athygli almenn-
ings. Fyrst hafí, Danir fellt
Maastricht-samkomulagið og
svo hafí þeir komið óundirbún-
ir til leiks í Evrópukeppninni
og lagt hvert knattspyrnustór-
veldið á fætur öðru að velli.
Þriðja atriðið telja Danir vera
silfurbrúðkaup Margrétar
drottningar og Hinriks prins.
Reiknað er með að fjöldi
gistinátta í Danaveldi aukist
um hálfa milljón af þessum
sökum. Það eru helst Þjóðveij-
ar sem taldir eru vilja koma
og sjá, fyrst þeim tókst ekki
að sigra.
Ashrawi sagði að mjög mikilvæg
atriði hefðu komið fram í ræðu
Rabins en áður hafa ýmsir tals-
menn araba látið í ljós efasemdir
um að það myndi breyta miklu að
Rabin tæki við af harðlínumannin-
um Yitzhak Shamir úr Likud-
flokknum. „En við þurfum raun-
verulega sönnun þess að þeir tali
af heilum hug, eitthvað sem getur
eytt óbragðinu eftir Likudstjóm
Shamirs," sagði Ashrawi. Jórd-
anskur heimildannaður sagði að
Jórdanir myndu vart vilja heija
beinar viðræður nema eitthvað mið-
aði í samningunum um brottför
ísraelshers frá hernumdu svæðun-
um sem Palestínumenn byggja.
„Ég býð konungi Jórdaníu og
forsetum Sýrlands og Líbanons að
stíga í þennan ræðustól Knessets
[ísraelska þingsins], hér í Jerúsa-
lem, til að ræða um möguleikana
á friði," sagði Rabin skömmu áður
en þingið gaf stjóm hans traustsyf-
irlýsingu. „Til að þjóna friðinum
er ég reiðubúinn að fara til Amm-
an, Damaskus og Beirút í dag, á
morgun,“ bætti hann við.
Ráðherrann sagði að Palestínu-
menn myndu ekki fá allar óskir
sínar uppfylltar ef þeir féllust á
hugmyndir hans um takmarkaða
sjálfstjóm á eigin svæðum; ef til
vill mætti segja hið sama um ísra-
ela sjálfa. Hann hvatti Palestínu-
menn til að grípa tækifærið sem
nú byðist. „Glatið ekki tækifæri
sem þið fáið kannski aldrei aftur."
Er Rabin, sem er sjötugur að
aldri, var vamarmálaráðherra árið
1987 reyndi hann að berja niður
uppreisn Palestínumanna á her-
numdu svæðunum, intifada, með
valdi og hlaut viðumefnið „bein-
bijótur" meðal þeirra. Við stjórnar-
myndunina lagði hann mikla
áherslu á þá stefnu sína að ná
árangri í friðarumleitunum. Hann
hyggst sjálfur stjóma beinum við-
raeðum við araba og tók auk for-
sætisráðuneytisins að sér vamar-
málin þar sem hann telur að náið
samhengi sé milli árangurs í við-
ræðunum og þess hvernig til tekst
við stjóm á hemumdu svæðunum.
Sjá „Með nauman meirihluta
... “ á bls. 23.
hefðu hætt framleiðslu plútón-
íums og auðgaðs úraníums, sem
eru nauðsynleg efni í kjarnorku-
sprengjur.
Bandaríkjastjóm sagði ákvörðun-
ina lið í að stöðva útbreiðslu kjama-
vopna og sagðist munu sækjast eftir
alþjóðlegum stuðningi við þá við-
leitni. Lee Feinstein, talsmaður
hreyfingar sem berst fyrir takmörk-
un vígbúnaðar, sagði ákvörðunina
ráðast að rótum kjamorkuvandans
og að því leyti væri hún jafnvel mikil-
vægari en fækkun vopna. Þá væri
það einnig mikilvægt frá umhverfis-
sjónarmiði að stöðva framleiðslu
geislavirkra efna eins og plútóníums.