Morgunblaðið - 14.07.1992, Page 4
4
soor I.r'M. m írjavrrvuíM fliQAjanuoflof/:
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992
Ánægja í langþráðu sólskini
íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa svo sannarlega notið lífsins í sól-
inni, sem skyndilega lét sjá sig eftir langt hlé. í miðbæ Reykjavíkur var
í gær um að litast eins og í sólarlöndum, léttklætt fólk spókaði sig
og börnin fengu ís. Sum þeirra brugðu sér líka í hringekju á Bakka-
stæði, á meðan þeir eldri tefldu eina skák á útitaflinu. Samkvæmt
veðurspá heldur blíðan áfram, hæg breytileg átt, víðast léttskýjað og
hlýtt.
Morgunblaðið/Sverrir
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 14. JULI
YFIRLIT: Yfir (slandi og hafinu suðvesturundan er 1015 mb hæðarhrygg-
ur sem hreyfist lítið, skammt norður af Skotlandi er 987 mb lægð sem
hreyfist austnorðaustur. Hiti breytist lítið.
SPÁ: Fremur hæg norðvestan- og vestanátt. Bjartviðri um allt land.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Vestan og norðvestan gola eða kaldi og
skýjað eða úrkomulaust norðan- og norðvestanlands en hægviðri og
bjartviðri annars staðar á landinu. Hiti verður 8 til 14 stig.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Sunnan gola eða kaldi og skýjað austanlands
en breytileg étt, gola eða kaldi og víða bjartviðri í öðrum landshlutum.
Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
r r r * / *
r r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
V ^ V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
stig..
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir.
Fært er nú fjallabílum um mestallt hálendið. Þó eru eftirtaldar leiðir enn
lokaðar: F78, úr Laugafelli í Kiðagil; Stórisandur og Hlöðuvallavegur.
Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA
kl. 12.00 ígær
UM HEIM
að ísl. tíma
Akureyri Reykjavlk hiti 16 14 veöur heíðskfrt heiðskírt
Bergen 13 skýjað
Helsinki 27 léttskýjað
Kaupmannahöfn vantar
Narssarssuaq 13 skýjað
Nuuk 4 þokaígrend
Ósló 21 hálfskýjað
Stokkhólmur 23 hálfskýjað
Þórshöfn vantar
Algarve 32 heiðskírt
Amsterdam vantar
Barcelona 23 skýjað
Berlín 22 skýjað
Chicago 17 alskýjað
Feneyjar 25 léttskýjað
Frankfurt 20 skýjað
Glasgow 15 skúrásíð. klst.
Hamborg 21 skýjað
London 20 alskýjað
LosAngeles 21 alskýjaö
Lúxemborg 18 skúr á sfð. klst.
Madrid 32 heiðskírt
Malaga 29 heiðskírt
Mallorca 27 léttskýjað
Montreal 16 skýjað
NewYork 28 aiskýjað
Orlando vantar
Parls 22 skýjað
Madelra 21 8kýjað
Róm 26 skýjað
Vín 21 skýjað
Washington 27 skýjað
Winnipeg 15 skýjað
IDAG kl. 12.00
HelmiW: Veðuretofa íslands
(Byggt ó veðurspá kl. 16.15 í gœr)
Efni geta borist úr
plastfilmum í mat
NYLEGAR breskar rannsóknir hafa Ieitt i ljós að efni úr plastfilmum
geti borist í mat sem þær eru vafðar um, einkum ef um er að ræða
feitan mat. Hefur fólki verið ráðlagt að vefja filmunum ekki utan um
feitmeti, eins og osta, feitt kjöt, kökur með súkkulaði- og/eða ijóma
og matvæli sem innihaldi majones. Að sögn Ólafs Reykdal, matvæla-
fræðings hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, hafa ekki verið gerð-
ar rannsóknir á aðskotaefnum úr plastfilmum hérlendis. Hann segist
hins vegar hafa heyrt um þetta rætt og þekki erlendar rannsóknir á
þessu.
Rannsóknir sem landbúnaðar-,
sjávarútvegs-, og matvælaráðuneyti
Bretlands lét gera árið 1986 leiddu
í ljós að efni úr plastfilmunum bár-
ust í mat við hitun í örbylgjuofnum.
Ráðuneytið lagði áherslu á að þetta
væri ekki hættulegt en mælti hins
vegar með að filmurnar kæmu ekki
við matinn þegar hann væri hitaður
í örbylgjuofnum. Skömmu síðar kom
á markað ný tegund plastfilma þar
sem búið var að koma í veg fyrir
að efni gætu borist í mat við hitun.
Nýlegar rannsóknir ráðuneytisins
hafa leitt í ljós að efni úr öllum teg-
undum plastfilma berast í mat sem
þær eru vafðar um, einkum feitan
mat, jafnvel þó maturinn sé kaldur.
Hefur fólki verið ráðlagt að vefja
filmunum ekki utan um feitan mat.
Ólafur segir hættuna á að efni
fari úr plastinu í matinn einkum
vera fyrir hendi ef maturinn sé fítu-
ríkur, síður ef um þurr matvæli sé
að ræða eins og grænmeti. Hann
segir að um þessi efni gildi sama
um önnur aðskotaefni, því minna
sem berist af þeim í mat því betra.
Ólafur segist ekki hafa orðið var
við mikla hættu á að efni berist úr
plasti sem pakkað sé utan um vörur
í verslunum, helst sé hún fyrir hendi
þar sem mat sé pakkað í lausu.
Umrædd efni séu ekki í því plasti
sem notað sé utan um ost hérlendis.
-----» » «----
Grænlending-
ar leita eftir
samstarfi um
ferðamál
Samgönguráðherra Grænlend-
inga, Ove Rosing Olsen, hefur lýst
áhuga sljórnar sinnar á nánara
samstarfi við ísiendinga um land-
kynningu og ferðamál.
Ráðherrann og ferðamálastjóri
Grænlendinga hafa átt viðræður við
yfirmenn ferðamála hérlendis og
meðal annars leitað eftir að taka
þátt í rekstri íslensku landkynning-
arskrifstofanna í Frankfurt og
Tókýó. Að sögn Birgis Þorgilssonar
ferðamálastjóra er verið að kanna
hvað aðild Grænlendinga myndi
kosta og í hvaða formi samstarfið
gæti orðið. Engar frekari ákvarðanir
hafa verið teknar en Birgir segir að
yfirmenn ferðamála hér séu fremur
hlynntir nánari samvinnu við Græn-
lendinga á þessu sviði.
Bandaríkin:
Fréttapistli frá íslandi
útvarpað til 20 millj.
Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Mbl.
ÍSLAND fékk mikla landkynningu í Bandaríkjunum i g’ærmorgnn,
en þá var útvarpað fréttapistli sem David D’Arcy gerði um Artic
Open golfmótið á Akureyri fyrir stuttu.
Fréttin í heild var um 6 mínútur
og fjallaði eingöngu um mótið.
Fylgdu stutt viðtöl við nokkra kepp-
endur o.s.frv.
Þættinum var útvarpað í tveggja
tíma daglegum fréttaþætti hjá Nat-
ional Public Radio. Um 400 Nation-
al Public útvarpsstöðvar sendu þátt-
inn út til allra héraða Bandaríkj-
anna og hlusta um 21 milljón
manna á þennan þátt daglega. Hér
er því um mikla landkynningu að
Einar Gústafsson, framkvæmda-
stjóri íslandsdeildar norræna ferða-
málaráðsins í New York, annaðist
fyrirgreiðslu fyrir þá fulltrúa NPR,
sem fóru til íslands, en hann hafði
einnig milligöngu um Islandsheim-
sókn frétta- og sjónvarpsmanna frá
mjög vinsælum ferðamálaþætti í
sjónvarpi sem leggur áherslu á ferð-
ir fyrir velstætt fólk.