Morgunblaðið - 14.07.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992 11 stólar telja sig geta seilst inn á það. Að vonum á fræðimaðurinn erfitt með að ná áttum. Vonandi tekst dómurum að herða sig upp í að veita framkvæmdavaldinu markvissara aðhald á þessu viðkvæma sviði. Umboðsmaður Alþingis, dr. Gauk- ur Jörundsson, ritar um reglu eina, sem hann nefnir meðalhófsreglu, og telur bindandi grundvallarreglu í ís- lenskum stjómsýslurétti. Regla þessi hefur ýmis blæbrigði en segja má, að kjarni hennar sé, að stjórnvöld verði að gæta hófs við meðferð valds síns og að taka verði tillit til and- stæðra hagsmuna við ákvörðun vald- marka stjórnvalda og fara þar meðal- veg. Höfundur reifar dæmi um áhrif reglu þessarar vð framkvæmd Mann- réttindasáttmála Evrópu og í starfi sínu sem umboðsmaður Alþingis. Elsta oglíklega skýrasta svið meðal- hófsreglunnar er valdbeiting lög- reglu og reyndar er reglan lögfest þar. Ætti að vera í fersku minni, hvernig fór vestan hafs, þegar lög- reglan gætti ekki meðalhófsins. Hóf- semdarregla fólst bersýnlega í þeim heilræðum, sem sverðasmiðurinn vígalúni í kvæði Gríms Thomsens kenndi sínum belgblásturssveini: „Ofsanum skyldi enginn beita/of er verst í hveijum hlut,/hófs er best og lags að leita,/lánið situr þá í skut. Ég sé í gamalli námsbók um þjóða- rétt, að kafla, sem ber heitið „krigs- retten", hefur verið sleppt. Líklega hefur prófessorinn ekki talið hollt ungum sálum að vita, að réttarreglur giltu um þann hátt, sem valdstjórnir hafa helst á lausnum ágreiningsmála sinna. Nú leikur þessi speki lausum hala í Gizurarbók í ritgerð dr. Páls Sigurðssonar, prófessor um „mann- úðarrétt". Menn geta leitað að þess- um rétti á veraldarskjá sjónvarpsins. Hitt er annað mál, að saga Rauða krossins er ævinlega uppbyggilegt lestrarefni. Þór Vilhjálmsson, hæstaréttar- dómari, kannar það athyglisverða efni, hvort nauðsynlegt hafi verið talið að setja stjórnarskrárreglur til að stýra starfsemi stjórnmálaflokka með hagsmuni borgaranna fyrir aug- um. Kemur raunar ekki á óvart, að þessi könnun hans leiðir í ljós, að það eru einkum fyrrverandi alræðis- ríki, fasísk og kommúnísk, sem sett hafa reglur í stjómlög sín til að hemja stjórnmálaflokka, enda hafa þau vægast sagt bitra reynslu af starf- semi þeirra. Kannski er óhætt að nefna Proudhon núorðið og minnast þeirra orða hans, að allir stjómmála- flokkar, sem sælast eftir völdum, séu einræðisafbrigði. Síðasta ritgerðin í bókinni er eftir Hjördísi Björk Hákonardóttur, borg- ardómara, og nefnist „tungutak lög- fræðinnar", sem mörgum finnst ill- skiljanlegt. Telur Hjördís, að lagamálið eigi að vera nákvæmt og auðskilið. Það sé fallið til þess að efla skilvirkni laga og réttar og örva réttarvitund almennings. Vel má það vera, þótt rökin fyrir því, að almenn- ing varði meiru að skilja lagamálið en sérfræðimál annarra greina, liggi ekki í augum uppi. Þarf reyndar ekki að miða þessar kröfur við leik- menn. Lögfræðingar virðast oft eiga í mesta basli að skilja óskýra laga- texta og grautarlega dóma. Höfund- ur telur, að lítið samfélag eins og það íslenska geti frekar búið við fáar meginreglur og knappa löggjöf en stærri þjóðir. Það þykir mér bjart- sýni. Nýsamþykkt réttarfarslöggjöf og EES-beðjan, sem nú liggur fyrir Alþingi, gefa ekki góð fyrirheit um þetta. Nú blómstrar lögfræðin á Vestur- löndum í gróskumiklum frumskógi laga og reglna. Þrætumálum fjölgar og kærur og kvartanir hrannast upp. Langar biðraðir eru við dómstóla og stjómsýslustofnanir og hvergi sem á íslandi. Nú er treyst á „rule of law“ og síst skal það lastað. Kannski kem- ur að því, að réttlætinu verði útdeilt í neytendaumbúðum við vægu verði. Allt er heldur yfírbragðsmikið til að sjá. Samt eru minnisstæð þau orð, sem íslenskur heimilismaður í British Museum, dr. Jón Stefánsson, hafði eftir virðulegum pasja í Marokkó. Þá höfðu Frakkar tekið landið í gæslu. Pasjann mælti yfir græntteið: „Á pappímum er meira réttlæti, en gamla ranglætið var bæði viðunan- legra og skemmtilegra. Þá var þræta lögð fyrir dómara og hann skar úr henni strax. Nú er tímanum eytt - og peningunum líka með alls konar lagaflækjum." Með vökvastýri • 5 gíra eða sjálfskiptur 1300cc • 16 ventla • Bein innspýting • 90 hestöfl KOSTAR STAÐGREIDDUR, KOMINN Á GÖTONA FRÁ:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.