Morgunblaðið - 14.07.1992, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992
Hjóluðu frá Mosfells-
bæ til Siglufjarðar
„ÞETTA var virkilega gaman, eiginlega ólýsanlega skemmtilegt og
alls ekkert erfítt,“ sagði Sigþóra Gústafsdóttir í Siglufírði, en hún
og fjórar konur aðrar hjóluðu frá Mosfellsbæ norður til Siglufjarðar.
Hópurinn lagði af stað síðastlið-
inn laugardag og í fyrsta áfanga
var hjólað að hvalstöðinni í Hval-
firði, síðan næsta dag að Hreða-
vatnsskála, þá að Laugarbakka og
loks að Húnaveri. Þaðan var hjólað
Þakkir til
leitar- og
björgnn-
armanna
Hugheilar þakkir færum við
öllum þeim fjölmörgu fómfúsu
aðilum sem tóku þátt í leitar-
og björgunarstarfi þegar ástkær
sonur okkar, unnusti, bróðir og
tengdasonur, Sigurður Bern-
harð Hauksson, fórst með flug-
vélinni RF—IVI þann 3. júlí sl.
Sérstakar þakkir færum við
björgunarsveitarmönnum,
starfsfólki Landhelgisgæslunn-
ar, varnarliðs, flugmálastjórnar
og lögreglunnar. Þá viljum við
einnig þakka þeim fjölmörgu
einka- og atvinnuflugmönnum
svo og öðrum einstaklingum
sem einnig tóku virkan þátt í
leitinni. Hafið öll hjartans þökk
fyrir.
Guð blessi ykkur
Auður Jónsdóttir, Haukur
Guðmundsson, Sóley Hauks-
dóttir, Elín Freyja Hauksdótt-
ir, Lilja Steindórsdóttir,
Steindór Guðmundsson, Mar-
grét Brynjólfsdóttir. .
í Varmahlíð og síðustu nóttina gistu
stöllurnar í Ketilási í Fljótum.
„Við fengum gott ferðaveður, ef
frá er talið er við hjóluðum yfir
Vatnsskarðið, en þá rigndi hressi-
lega, eins og hellt væri úr fötu yfír
okkur,“ sagði Sigþóra. Ferðin gekk
óhappalaust fyrir sig, aðeins sprakk
á einu hjóli en að öðru leyti sluppu
þær við viðgerðir. „Ferðin gekk í
alla staði vel og við erum ánægðar
með hana.“
Ferðafélagar Sigþóru voru þær
Sólveig Júlíusdóttir, Ingaló Magn-
úsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir
og Guðfínna Bjömsdóttir. Sólveig
átti hugmyndina, að sögn Sigþóru.
Hún reyndi í fyrstu að fá sauma-
klúbbinn sinn til að hjóla norður í
land, en tókst það ekki. „Ég var til
í tuskið og þegar við höfðum ákveð-
ið þetta slógust hinar með í hóp-
inn,“ sagði Sigþóra og bætti við að
nú væru þær stöllur farnar að ræða
um að hjóla næst í Skaftafell.
Hafsteinn Guðmundsson
Sýning í Landsbókasafni
í ANDDYRI Safnahússins við Hverfisgötu hefur nú verið opnuð
á vegum Landsbókasafns íslands sýning á ýmsum verkum Haf-
steins Guðmundssonar.
Er til hennar efnt í tilefni átt-
ræðisafmælis hans fyrr á þessu
ári 7. apríl 1992.
Sýningin er opin á opnunar-
tíma safnsins mánud.-föstud. kl.
9-19.
Bandaríkin:
ÓlafurRagnar
og Jón Baldvin
á flokksþingi
demókrata
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, og
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, sitja nú
flokkþing demókrata í Banda-
ríkjunum, í boði demókrata-
flokksins.
Flokksþingið er haldið í New
York 11.-16. júlí. Þar em valdir
frambjóðendur demókrata til emb-
ætta forseta og varaforseta í
Bandaríkjunum, en forsetakosning-
ar fara fram í nóvember á þessu
ári. Einnig mun flokksþingið
ákveða stefnumál demókrata í for-
setakosningunum.
Erlendir gestir eiga fundi með
forystumönnum demókrata á
flokksþinginu, ræða við þingmenn
flokksins og flokksþingsfulltrúa,
taka þátt í ráðstefnu sem ber heitið
„Lýðræði í Bandaríkjunum— Lýð-
ræði í veröldinni" og sitja einnig
helstu fundi flokkþingsins.
Heilbrigðisfræðsla í framhaldsskólum:
Leggja þarf áherslu á geð-
ræna og félagslega þáttínn
- segir Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur
Fyrsti heiðurs-
borgari Reyk-
hólahrepps
Reykhólum.
KRISTÍN LHja Þórarinsdóttir
húsfreyja á Grund í Reykhólaveit
varð 70 ára sunnudaginn 12. júlí
sl. Af þvi tilefni gerði hrepps-
nefnd Reykhólahrepps Lilju að
heiðursborgara hreppsins.
Lilja er mikil félagskona og hefur
starfað í flestum félögum hér og er
meðhjálpari í Reykhólakirkju. Einnig
eru þau hjóii með stórt bú og safna
verðlaunabrúsum fyrir góða mjólk.
Maður Lilju er Ólafur Sveinsson
og eiga þau hjón tvo syni, Guðmund
og Unnstein Hjálmar. Lilja tók á
móti gestum í félagsheimil hreppsins
og munu um 200 manns hafa setið
veisluna,
Afmælisbarninu barst fjöldi gjafa
og heillaskeyta. — Sveinn.
„BRÝNA nauðsyn ber til þess að í framhaldsskólum landsins verði
tekin upp fyrirbyggjandi fræðsla með tilliti til geðheilbrigðis og
félagslegs þroska," segir Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur en
hún á sæti í samstarfshóp um forvarnir gegn sjálfsvígum ungmenna
sem var stofnaður haustið 1991. Á nýliðnu skólaári fóru aðilar á
vegum hópsins í nokkra framhaldsskóla og héldu fræðslufundi fyrir
nemendur. Lilja segir að fyrirliggjandi sé næg þekking á streituvald-
andi þáttum i lífí unglinga til þess að hefja þegar í haust skipulega
geðverndarfræðslu i framhaldsskólum.
„Unglingsárin eru erfið bæði unum, sumum af siðferðilegum
unglingum og foreldrum og það toga, sem geta haft áhrif á allt
vantar virkilega fræðsluefni sem þeirra líf bæði líkamlega og félags-
þess að unglingar eigi aðgang að
sérfróðum aðila innan skólanna sem
geti leiðbeint þeim þegar þeir
standa frammi fyrir persónulegum
vanda. „Hvort sem þarna væri sál-
fræðingur, hjúkrunarfræðingur eða
læknir að störfum er nauðsynlegt
að sá aðili eigi nána samvinnu við
kennarana sem þekkja vel eðlilegan
ungling og eru þess vegna í aðstöðu
til að koma auga á þá sem líður
illa,“ segir Lilja. „Með slíkri sam-
vinnu væri hægt að grípa inn í
áður en mál unglingsins þróast á
versta veg.“
Lilja segir að næg þekking sé
fyrir hendi í landinu á vandamálum
unglinga til þess að semja og kenna
fræðsluefni um geðvernd á fram-
haldsskólastigi. „Það þarf ekki að
byija á því að gera rannsóknir á
vandanum. Þær eru nauðsynlegar
jafnframt en þörfin er svo brýn að
fræðsla af þessu tagi þyrfti að hefj-
ast í öllum framhaldsskólum strax
næsta haust."
lýtur bæði að geðrænni og líkam-
legri heilbrigði og sérstaklega er
sniðið að þörfum unglinga og ungs
fólks,“ segir Lilja og bendir á þá
staðreynd að sjálfsvíg karla á
aldrinum 14 til 25 ára eru hér-
lendis næst algengust á Norður-
löndum.
Lilja segir að námsefni af fyrr-
greindu tagi þurfí að taka á öllu
sem lýtur að tilfinningalegri líðan
og mannlegum samskiptum. Jafn-
framt þurfí að leggja áherslu á
mikilvægi þess að leita sér aðstoðar
ef unglingurinn lendir í ógöngum.
„Unglingar lenda oft í ótrúlega
kröppum dansi og þeir standa
frammi fyrir margvíslegum ákvörð-
lega,“ segir Lilja og nefnir í því
sambandi áfengis- og vímuefna-
notkun og kynlíf. „Það virðist vera
algengt að unglingar lendi í blind-
götu bara við það að verða ást-
fangnir og lenda í ástarsorg. Próf-
kvíði er líka mjög algengur og það
þarf að hjálpa unglingunum við að
greina á milli þess hvað er eðlilegt
og hvað óeðlilegt hvað slfkan kvíða
varðar sem og aðrar geðsveiflur,
sem eru mjög algengar á þessum
aldri. Það þarf að koma heilbrigðis-
fræðslunni í gott horf til þess að
unga fólkið geti byggt ákvarðanir
sínar á því hvaða lífsstíl það velur
á staðgóðri þekkingu."
Lilja leggur áherslu á mikilvægi
Verðlagsstofnun:
Allt að 200% verðmunur
er á ís eftir verslunum
Hærra meðalverð á ís á landsbyggðinni en í Reykjavík
VERÐLAGSSTOFNUN gerði verðkönnun á ís í 37 ísbúðum og sjopp-
um á höfuðborgarsvæðinu og 19 stöðum á landsbyggðinni í lok júní-
mánaðar. Minnsti verðmunur reyndist vera á bananasplitti, eða 30%,
en mestur á barnaís án dýfu eða 200%.
Barnaísinn er ódýrastur í Reykja- vert hærra verð fyrir ísinn en íbúar
vík hjá Isseli við Rangársel. Þar
kostar hann 50 krónur án dýfu, en
dýrasti barnaísinn í höfuðborginni
fæst á 150 krónur hjá Dairy Queen
og Staldrinu. Aldýrastur er bamaís-
inn samt hjá Shell-nesti við Hörgár-
braut á Akureyri.þar sem hann
kostar 195 krónur. Almennt þurfa
landsbyggðarmenn að greiða tölu-
höfuðborgarsvæðisins. Meðalverð á
ís er 7-43 prósent hærra úti á landi
en á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt könnun Verðlags-
stofnunar er minnstur verðmunur á
bananasplitti milli verslana. I
Reykjavík er það dýrast í ísbúðum
íshallarinnar og hjá Allra best í
Stigahlíð, þar sem það kostar 495
krónur. I Reykjavík er ódýrsta ban-
anasplittið hjá Fröken Reykjavík í
Lækjargötu þar sem það kostar 380
krónur. Ódýrasta bananasplitt á
landinu fæst samt í Söluskála
Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöð-
um þar sem það kostar 350 krónur.
í niðurstöðum könnunarinnar
kemur fram að í Reykjavík var ís-
sel við Rangárbakka oftast með
lægsta verðið eða í fjórum tilvikum
af sjö en Staldrið við Stekkjarbakka
var oftast með hæsta verðið, einnig
í fjórum tilvikum af sjö.
Hlaut verðlaun í
alþjóðlegri keppni
ÁSHILDUR Ilaraldsdóttir
flautuleikari hlaut 3. verðlaun
í alþjóðlegri keppni flautuleik-
ara„Flute d’or 92“. Keppnin
sem opin var flautuleikurum
fæddum 1962 og síðar var
haldið dagana 6.-11. júlí í
borginni Puteaux, skammt frá
París. Enginn hlaut fyrstu
verðlaun að þessu sinni. Af 300
umsækjendum voru sextíu
valdir til keppninnar, en dóm-
arar voru frá Bandaríkjunum,
Frakklandi, Ítalíu og Þýska-
landi.
í fyrstu umferð léku þátttak-
endur þijú verk fyrir einleiks-
flautu. Níu keppendur komust í
aðra umferð, en þá voru leikin
þessi fjögur verk: Episode, fyrir
einleiksflautu eftir Betsy Jolas,
Sónata fyrir flautu og sembal
eftir J.S. Bach, Þijár rómönsur
fyrir flautu og píanó eftir Robert
Schumann og Le Chant de Linos
fyrir flautu og píanó eftir Andre
Jolivet. í lokaumferð léku fjórir
keppendur tvö verk með hljóm-
sveitarundirleik, konsert eftir
W.A. Mozart og verk eftir Jean
Michel Damase, en það síðar-
nefnda var samið sérstaklega fyr-
ir keppnina.
Áshildur Haraldsdóttir er fædd
árið 1965. Hún lauk burtfarar-
prófí frá Tónlistarskólanum í
Áshildur Haraldsdóttir.
Reykjavík árið 1983, B.M. gráðu
frá New England Tónlistarhá-
skólanum í Boston 1986 og
Meistaraprófi frá Julliard-skó-
lanum í New York árið 1988. I
desember næstkomandi lýkur
formlegu námi Áshildar er hún
útskrifast úr „Cycle de perfecti-
onnement" í Tónlistarháskóla
Parísar, þar sem hún hefur not-
ið kennslu Alain Marion síðast-
liðin tvö ár.