Morgunblaðið - 14.07.1992, Side 29

Morgunblaðið - 14.07.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992 29 — Evrópubandalagið Aukið frelsi íflugmálum ÞRIÐJI og síðasti pakki Evrópubandalagsins um frelsi í fluginálurn hefur nú verið kynntur. Samkvæmt pakkanum taka fyrstu breyt- ingarnar, sem miða að því að fella niður allar hömlur í flugi inn- an Evrópu, gildi í ársbyrjun 1993. Vonir standa til að flugfar- gjöld lækki í kjölfarið, en bent hefur verið á að mörg vandamál eru enn óleyst og ný hafa skapast. Samkvæmt nýju reglunum geta evrópsk flugfélög ákveðið sjálf fargjöld sín frá og með janúar næstkomandi. Félögum verður einnig leyft að fljúga milli hvaða landa Evrópubandalagsins sem er, og árið 1997 verður einnig leyfi- legt að keppa í innanlandsflugi annarra Evrópubandalagsríkja. Eins og áður sagði er þessum breytingum ætlað að lækka far- gjöld, en þau eru um þriðjungi hærri í Evrópu en í Bandaríkjunum að meðaltali. Margir telja þó að Evrópu- bandalagið muni ekki hafa erindi sem erfiði. Bent er á að flugfélög í Evrópu eru rekin með miklu tapi í dag, á síðasta ári var samanlagt tap þeirra hátt í 70 milljörðum króna meira en heildarhagnaður þeirra síðastliðin tíu ár. Flugfélög- in hafa enn ekki náð að rétta úr kútnum eftir átökin við Persaflóa og kreppuna. Auk þessa skapa hugmyndir um að setja 9% virðisaukaskatt á flug- fargöld enn meiri þrýsting á far- gjöldin. Telja flugfélögin að það myndi valda kostnaðarauka upp á um 60 milljarða króna á ári. Aætl- anir um mengunarskatt á elds- neyti eru félögunum einnig áhyggjuefni. Annað, og ekki minna vanda- mál, er flugumferðin sjálf. Flug- umferð í Evrópu er orðin svo mik- il að flugvellir hafa hreint ekki undan. Tafír og seinkanir af þess- um sökum hafa aukist um 13% milli ára. Vegna þessa verður erf- itt fyrir flugfélög að heíja áætlun- arflug á nýjum leiðum. Ljóst verður því að teljast að enn er langt í land að tilgangur nýju reglugerðarinnar um lækkun flugfargjalda verði að veruleika. Sumir óttast jafnvel að á einstaka flugleiðum geti nýju reglumar leitt til verðhækkana. Forsvarsmenn flugmála innan Evrópubandalags- ins segjast þó gera sér grein fyrir erfiðleikunum en telja að með tím- anum megi leysa öll þessi vanda- mál. Menntun Austur-evrópskir prófessorar seijast á skólabekk í Bandaríkjunum FIMM af áhrifamestu viðskipta- háskólum Bandaríkjanna hafa sameinast um að kenna grund- vallaratriði í viðskiptafræðum. Nemendurnir verða 120 útvald- ir prófessorar í hagfræði, stjórnun og verkfræði við há- skóla í Austur-Evrópu. Verkefnið mun kosta 3,5 millj- ónir Bandaríkjadala (196 milljónir ÍSK). Vanalega eiga skólarnir fimm, Harvard, Wharton, Stan- ford, Kellogg og Sloan School, í harðri innbyrðis samkeppni. Prófessoramir munu sækja tíma í Bandaríkjunum og þar gefst þeim færi á að sökkva sér niður í svo framandi viðfangsefni sem markaðssetningu og samkeppnis- greiningu. Hugmyndin er sú að eftir námið geti þeir að leitt landa sína í átt að markaðshagkerfi. Bandarísku háskólamir verða reyndar ekki einir um að mennta íbúa Austur-Evrópu í viðskipta- fræðum. London Business School, INSEAD í Frakklandi og IMD í Sviss leita eftir fjármagni í hlið- stætt verkefni. Auk þess hafa margar vestrænar menntastofn- anir náið samstarf við háskóla í Austur-Evrópu. Tom Piper, prófessor við Har- vard-háskóla, segir afar mikilvægt að kennslan verði samræmd og löguð að menningu þjóða í Austur- Evrópu. Að öðrum kosti er hættan sú að fræðimenn og stjórnendur fyrirtækja fái ruglingslega og ós- amhljóða leiðsögn. Vaskhugi Ný stórglæsileg útgðfa af forritinu er komin á markaö. Auk heföbundins bókhalds sér forritiö um aö prenta út reikninga, gíróseöla og yfirlit, reikna út dráttar- vexti, skrá stööu ávísana- heftis og margt fleira. SJón er sögu ríkari. Þú ert velkominn til okkar á Grensásveg 13 eöa hringdu og viö sendum bækling um hæl. Bókhald sem spararfé og fyrirhöfn Vaskhugi hf. Grensásvegi 13, sími 682680. Blaóid sem þú vaknar vió! Vikuna 13. ■ 19. júlí heldur íslenska umboðssalan hf. sýningu sem unnendur vatna- og sjósports mega ekki missa af. í sýningarsalnum aö Seljavegi 2 (gamla Héðinshúsinu) veröur m.a. eftirfarandi til sýnis: m mrnc * ^DS GT sportbátar, öruggir og hraðskreiðir jSllT Uw fjölnotabátar, 2,55 - 6 m. AVN E23I r, Johnsan UTANBORÐSMOTORAR • Avon gúmmíbátar, sérlega sterkir og stöðugir, 5 gerðir á sýningunni, fjölmargar aðrar tegundir í boði. • Johnson utanborðsmótarar sem fást nú loksins aftur hér á landi, 2,3 - 300 hestöfl. Hörkugóðir mótorar í alla báta - hafa aldrei verið betri! • Sportvörur frá NITRO, t.d. sjóskíði, brimbretti, hnébretti, björgunarvesti og ótalmargt fleira ...og ánægjan siglir í kjölfarið Láttu ekki hjá iíða að skoða sýningu okkar að Seljavegi 2. Opið frá kl. 8 til 19 frá mánudegi til föstudags. Seljavegi 2, 101 Reykjavík, sími 26488, fax 626488, pósthólf 1180, 121 Reykjavík AUK/SÍA k723-1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.