Morgunblaðið - 14.07.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992
Ók á 53 km
umfram há-
markshraða
UM kvöldmatarleytið á sunnudag
var ökumaður tekinn á 103 kiló-
meta hraða á svonefndri Skútna-
hæð norðan Glerár á Akureyri.
Þarna er leyfður 50 kílómetra
hámarkshraði _ og gangbraut í
grenndinni. Okumaðurinn var
sviptur ökuskírteini sínu. Ung-
menni voru tekin höndum þar
sem þau syntu nakin i sundlaug-
inni á Svalbarðseyri síðla aðfara-
nætur mánudags.
Að sögn Gunnars Randversson-
ar, varðstjóra lögreglunnar, voru
10-15 ökumenn sektaðir fyrir of
hraðan akstur um helgina, en sá
sem hefði verið á 103 km hraða
nyrst í bænum hefði skorið sig
nokkuð úr í þeim hópi. Annars hefði
umferð í héraðinu verið mjög mik-
il, ekki síst vegna þess fjölda manna
sem var á Unglingameistaramótinu
á Dalvík, og hefði umferðin þar
gengið mjög þokkalega og án telj-
andi vandræða.
Að sögn Gunnars var lögreglan
kölluð út að sundlauginni á Sval-
barðseyri fyrir fótaferðatíma á
mánudagsmorgun. Þar hefðu sjö
ungmenni lagst til sunds án leyfís
og flest á Adams- og Evuklæðum
einum saman. Sumt hefði fólk þetta
verið nokkuð ölvað en annað minna
undir áhrifum áfengis. Þrennt hefði
verið fært til fangageymslu en öðr-
um verið sleppt eftir tiltal. Einhveij-
ar skemmdir hefðu hlotist af þessu
tiltæki. Dálítið hefði verið um það
á Akureyri á föstudagskvöld að ölv-
aðir hefðu átt í átökum og nokkrir
verið færðir til gistingar í fanga-
geymslum af þeim sökum.
-----♦-------
Atvinnumála-
um framtíð
skóiðnaðar
Atvinnumálanefnd Akureyrar-
bæjar mun á fundi sínum í dag
fjalla um framtíð skóiðnaðar á
Akureyri í lgölfar gjaldþrots
Skóverksmiðjunnar Striksins.
Heimir Ingimarsson, formaður
Atvinnumálanefndar, sagði að
nefndin mundi flalla um afdrif
Striksins og hvað gera mætti í stöðu
mála. Fyrirhugað væri að leggja til
að þess verði farið á leit við Iðnþró-
unarfélag Eyjafjarðar að það kanni
hvort rétta megi á einhvern hátt
við þann rekstur sem hjá Strikinu
hefði verið, á hliðstæðan hátt og
Iðnþróunarfélagið hefði haft með
að gera málefni Álafoss og skiptin
yfír í Foldu á síðasta ári.
Sá orðrómur hefur gengið að
erlendir aðilar séu tilbúnir að koma
inn í skóverksmiðjurekstur á Akur-
eyri. Um það vildi Heimir ekki segja
annað en að vart hefði verið áhuga
erlendra aðila að vita af þessum
málum, en slíkt væri ekki komið á
neinn umræðugrundvöll.
-----♦ ♦ ♦
Hjólreiðamað-
ur fyrir bíl
Hjólreiðamaður var fluttur á
sjúkrahús með meiðsl á fæti eftir
að hafa skollið á fólkbifreið á
Akureyri eftirmiðdaginn á föstu-
dag.
Slysið varð með þeim hætti að
ökumaður reiðhjólsins, drengur á
þrettánda ári, lenti á fólkbifreið
þegar hann hjólaði út af innkeyrslu
að skátaheimilinu Hvammi út á
Hafnarstræti.
nefnd fjallar
Nemendur Jarðhitaskólans
skoða hitasvæði Eyjafjarðar
UM HELGINA voru á ferð á
Akureyri nemendur og kennar-
ar Jarðhitaskóla Orkustofnunar.
Þeir fóru meðal annars í kynnis-
ferð um hitasvæði í Eyjafirði og
skoðuðu stöðvar Hitaveitu Akur-
eyrar.
Jarðhitaskólinn hefur starfað frá
1979 og er rekinn sem deild í Há-
skóla Sameinuðu þjóðanna, sem
hefur aðalaðsetur sitt í Tókýó í
Japan. Nemendur koma undan-
tekningarlítið frá þróunarlöndun-
um og skilyrði til þátttöku í náminu
hér eru að nemendur hafi að baki
háskólapróf í jarðvísindum og eins
árs starf í tengslum við jarðhita.
Fastir kennarar Jarðhitaskólans
eru tveir, Ingvar Birgir Friðleifsson
og Lúðvík Georgsson, en auk þeirra
eru fengnir til kennslu í einstökum
greinum sérfræðingar frá Orku-
stofnun, Náttúrufræðistofnun og
Háskóla íslands.
Lúðvík Georgsson sagði að í
þetta sinn væru nemendur skólans
12 talsins, þrír kæmu frá Kína,
þrír frá Filippseyjum, tveir frá
Kenya, einn frá Costa Rica, einn
frá E1 Salvador, og einn frá Guate-
mala. Tólfti nemandinn væri að
vísu ekki frá þróunarlöndunum
heldur frá Tékkóslóvakíu, með sér-
stökum styrk frá forsætisráðuneyt-
inu. Skólinn væri hluti af þróunar-
aðstoð íslendinga en rekinn að
hluta með styrk frá höfuðstöðvum
Háskóla Sameinuðu þjóðanna í
Tókýó.
Lúðvík sagði að nemendur Jarð-
hitaskólans væru valdir til náms-
ins, þeir væru hér við nám og störf
í 6 mánuði en færu síðan undan-
tekningariaust til starfa að jarð-
hitamálum í heimalöndum sínum.
Gamlir nemendur skólans væru
víða komnir í áhrifastöður heima
fyrir og sendu nú nemendur og
starfsmenn sína hingað til náms.
Alls væru nemendur skólans orðnir
um 120.
Námið fer þannig fram að fyrstu
fímm vikurnar sækja nemendur
almenna fyrirlestra um jarðhita,
næstu fímm vikur sækja þeir fyrir-
lestra á sérsviðum sínum, þá tekur
við tveggja vikna kynnisferð um
jarðhitasvæði og hitaveitur og það
sem eftir er af tímanum vinna nem-
endur að sérverkefnum undir hand-
leiðslu sérfræðinga og skila að lok-
um skýrslu um verkefnið. Að sögn
Lúðvíks hefur námið í skólanum
skilað góðum árangri ogjafnan sé
tekið til þess að hér fái nemendur
svo mikla hagnýta þjálfun að þeir
gangi beint inn í störf við heimkom-
una, en Jarðhitaskólinn á íslandi
hafí þar nokkuð fram yfír aðra
hliðstæða skóla Sameinuðu þjóð-
anna, á Ítalíu og Nýja Sjálandi.
Á Akureyri sóttu nemendur
Jarðhitaskólans fyrirlestra um
jarðhita á Norðurlandi í húsum
Menntaskólans á Akureyri og fóru
síðan í skoðunarferð um hitasvæði
í Eyjafirði undir leiðsögn Ara
Rögnvaldssonar hjá Hitaveitu Ak-
ureyrar. Þeir skoðuðu meðal annars
dælustöð Hitaveitunnar á Syðra-
Laugalandi og þar brögðuðu þeir
meðal annars kælt vatn úr borhol-
um Hitaveitunnar, en það er svo
hreint og lyktarlaust að það er sem
besta kalt lindarvatn.
Lúðvík Georgsson.
Morgunblaðið/Eiríkur
Ingvar Birgir Friðleifsson á tali við nemendur Jarðhitaskólans í kynnisferð að Syðra-Laugalandi
í Eyjafjarðarsveit.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar:
22 milljóna króna gati lokað
með því að ganga á veltufé
Fyrirhugað að bjóða fyrirtækjum að taka unglinga í vinnu en bærinn borgi launin
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur gengið frá tillögum sinum til breytinga
á fjárhagsáætiun bæjarins. Auk leiðréttinga og lagfæringa á fyrri
áætlun eru gerðar ýmsar breytingar vegna kostnaðarliða sem komið
hafa upp, meðal annars vegna breytinga á tónlistarkennsiu og vegna
unglinga sem enn eru atvinnuiausir. Fyrirhugað er að bjóða fyrirtækj-
um að taka unglinga í vinnu en bærinn mun greiða þeim laun. Til að
mæta auknum kostnaði verður meðai annars nokkur samdráttur í fyrir-
hugaðri gatnagerð. TiUögur bæjarráðs koma til afgreiðslu á fundi
bæjarstjórnar i dag.
Að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar,
formanns bæjarráðs, lauk bæjarráð
fyrir helgina endurskoðun fjárhagsá-
ætlunar. Rekstararútgjöld hefðu í
þessari endurskoðun hækkað um 20
milljónir króna, gjaldfærður stofn-
kostnaður hefði hækkað um 6,8 millj-
ónir en eignfærðar flárfestingar
hefðu lækkað um 5,2 milljónir á
móti. Þar væri stærst að nefna að
teknir hefðu verið inn í áætlunina
nú liðir sem ljóst væri að stæðust
ekki áætlun og færu fram úr henni.
Fyrst vildi Sigurður nefna fjár-
hagsaðstoð vegna félagsmálastofn-
unar, 1,5 milljónir króna. Til þessa
liðar hefði verið varið sama fé og
síðasta ár en rauntalan hefði verið
hærri og auk þess væri eftirspumin
fremur vaxandi en hitt hjá þeim sem
væru aðstoðar þurfí svo nú ætti þessi
liður að vera nærri réttu. Þá nefndi
hann að stefnt væri að því að ópna
nýjan leikskóla í haust og til þess
veitt 2,1 milljón króna og til Félags-
stofnunar stúdenta væri veitt 3,5
Tenórsöngur á Akureyri
Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngv-
ari og Jónas Ingimundarson halda
tónieika á Akureyri í kvöid og í
Miðgarði í Skagafirði annað kvöld.
Þeir Gunnar og Jónas hafa að
undanfömu verið á tónleikaferð á
Norðurlandi, en Gunnar er í stuttu
sumarleyfí frá Óperuhúsinu í Wies-
baden í Þýskalandi. Ferð þeirra lýkur
með þessum tvennum tónleikum.
Á efnisskrá þeirra Gunnars og
Jónasar eru fjölmörg ný og gömul
verk margra höfunda.
Tónleikamir á Akureyri heQast í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
klukkan 20.30 í kvöld og tónleikam-
ir í Miðgarði í Skagafírði annað kvöld
hefjast klukkan 21.00
milljónum vegna byggingar stúd-
entagarða. Þar væri um að ræða
sams konar fjárhagsaðstoð og áður
hefði verið veitt að sams konar til-
efni. Þá hækkuðu rekstrargjöld
vegna Tónlistarskólans um 5,5 millj-
ónir króna, en um helmingur þess
væri vegna þess að verið væri að
færa tónlistarkennslu út í grunnskól-
ana en helmingurinn væri leiðrétting
á fjárhagsáætlun, sem áður hefði
aðeins verið til bráðabirgða. Til
reksturs Skíðastaða rynnu 5 milljón-
ir króna, svo ná mætti endum saman
eftir snjóleysi vetrarins.
Liðurinn Kaup á húseignum
sagði Sigurður að hækkaði um lið-
lega 5 milljónir, en þar væri að mestu
um að ræða húseignir sem bærinn
keypti til niðurrifs. Þá væri fjárveit-
ing til Umhverfisdeildar hækkuð um
1,5 milljónir og hálf önnur milljón
rynni til viðbótar til sumarvinnu
skólafólks. Enn væru um 40 ungling-
ar algerlega atvinnulausir og ættu
ekki kost á atvinnuleysisbótum og
auk þess væru nokkrir í tímabund-
inni vinnu og aðrir á einhveijum
tímabundnum bótum, svo alls væru
þetta um 60 unglingar. Með þessari
fjárveitingu væri ætlunin að bjóða
fyrirtækjum að taka þetta unga fólk
í vinnu en bærinn myndi greiða laun
þess. Ennfrémur hefði 3,5% skattur-
inn vegna félagslegra ibúða numið
um 5 milljónum króna.
Sigurður sagði að til þess að
mæta þessum breytingum væri á
áætlun að lækka framlög til gatna-
gerðar um 8 milljónir króna. Ekki
væri ákveðið enn hvar sá sparnaður
kæmi fram en reynt yrði að dreifa
honum sem víðast. Lækkun á áætluð-
um kostnaði við snjómokstur og
rekstur göngugötunnar næmi auk
heldur 5,5 milljónum. Þá hefði verið
á áætlun að innrétta og taka í notk-
un sambýli aldraðra að Skólastíg 5,
en framlag úr Framkvæmdasjóði
aldraðra hefði verið 9 milljónum
króna lægra en von hefði verið á og
þeim framkvæmdum yrði frestað
fram yfír áramót.
Sigurður sagði að þegar upp væri
staðið og allt tínt til stæði eftir gat
sem næmi 22 milljónum króna og
því væri fyrirhugað að mæta með
því að ganga á veltufé bæjarins.
Ekki væri á þessu stigi máls gert ráð
fyrir að tekjur ykjust, en ef af því
yrði myndi veltufjárstaðan batna sem
því næmi.
Að sögn Sigurðar er vinnan að
endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrr
á ferð en venjulega og stefnt væri
að því að ganga frá þessum málum
framvegis sem næst miðju ári. Því
yrði þessu starfí enn hraðað á næsta
ári frá því sem nú var. Tillögur bæj-
arráðs yrðu teknar til afgreiðslu hjá
bæjarstjórn Akureyrar á fundi henn-
ar í dag.