Morgunblaðið - 14.07.1992, Síða 31
MORGUNBLAEMÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992
31
Lax á grillið eða í
bakaraofninn
Þegar þetta er skrifað 30.
júní er lítið farið að bera
á sumri. Á sumrin hefi
ég það fyrir venju að tína
sóleyjar og setja í vasa, en það var
ekki fyrr en núna um helgina að
ég fann fallegar útsprungnar sól-
eyjar. Ég hefi aldrei leitt hugann
að því, hvernig orðið sóley er til-
komið, en núna, þegar sama og
engin sól hefur verið hafa ekki held-
ur verið sóleyjar. Manni dettur
óneitanlega í hug, að Drottinn hafí
klárað sólskinskvótann í fyrrasum-
ar.
En laxinn er hinn kátasti og sá
stóri jafnvel svo kærulaus að hann
lætur veiða sig í á, þar sem hann
hélt að hann væri óhultur. Svona
er lífið, hvar erum við óhult? En
hvernig er með grillveðrið, það
mætir ekki, hvorki í sveit né bæ,
og þótt margir þijóskist við og
grilli samt er erfitt að grilla í köldu
og hvössu veðri, kæling verður of
mikil og erfitt að ná upp hitanum.
Ég vil hafa vaðið fyrir neðan mig.
Þess vegna er heiti þessa þáttar
„Lax á grillið eða i bakaraofninn".
Lax með rjómaosti
1 lax, u.þ.b. 5 kg
3 tsk. salt
nýmalaður pipar
200 gr hreinn ijómaostur eða 'h
stór dós
1 dl matarolía og 'Atsk. salt til
að pensla með.
1. Þvoið laxinn vel, hellið heitu
vatni á roðið og skafið það vel.
Klippið af ugga, en hafið hausinn
á. Hreinsið blóð úr fiskinum, takið
tálknin úr hausnum. Skerið kvið-
megin upp í fiskinn og takið beinið
úr honum. Látið hann hanga saman
að aftan.
2. Stráið salti inn í fiskinn, malið
mikið af pipar inn í hann. Látið
hann standa þannig í 10 mínútur.
3. Smyrjið ijómaostinum jafnt
inn í fiskinn. Penslið fiskinn jafnt
með saltri olíunni.
4. Ef fiskurinn er grillaður á úti-
grilli þarf helst að setja hann í
smurða, heita samlokugrind. En ef
hann er grillaður í bakaraofni þarf
að smyija grindina úr ofninum vel
og leggja fiskinn þar á. Snúa á fisk-
inum einu sinni, en þessi stærð af
laxi þarf um 15 mínútur á hvorri
hlið. Þó fer það eftir fjarlægð frá
glóð, en hún ætti að vera 10-15 cm.
Penslið fískinn með matarolíu öðru
hvoru.
5. Fiskurinn er tilbúinn, þegar
hægt er að ýta fiskflökunum í sund-
ur og bein eru laus.
Meðlæti: Soðnar eða bakaðar
kartöflur og hrásalat með gúrku.
Hrásalat
1 meðalstór kínakálshaus, eða 2
hausar blaðasalat eða jöklasalat.
1 stór gúrka
safi úr 1 lítilli sítrónu
'h dl matarolía
1 skvetta úr tabaskó-sósuflösku
salt milli fmgurgómanna
1 tsk. fljótandi hunang (má sleppa)
1. Þvoið og þerrið salatið, skerið
í ræmur og setjið í skál.
2. Þvoið gúrku, skerið í þunnar
sneiðar með ostaskera, setjið saman
við salatið.
3. Kreistið safa úr sítrónum, setj-
ið í hristiglas ásamt matarolíu,
salti, tabaskó-sósu og hunangi.
Hristið saman og hellið yfír salatið.
INNRETTINGAR
Ármúla 17a sínii 91-679933
E N N F L E I R I
O G FALLEGRI
INNRÉTTINGAR
FYRIR ELDHIJS,
SVEFNHERBERGI
O G BAÐHERBERGI
Verslun Brúnáss innréttinga hefur nú opnað
aftur eftir umfangsiniklar breytingar og
fjölbreytnin er meiri en nokkru sinni. Á
tveimur liæðum gefur að líta fallegar
innréttingar í mörgum verðflokkmn, allt frá
einföldum, ódýrum innréttingum til íburð-
armeiri innréttinga eins og úr hinum
vinsælu viðartegundum kirsuberjaviði og
fuglsauga. Brúnás innréttdngar eru gott
dæmi um metnaðarfulla íslenska hönnmi og
bera smiðmn sínum gott vitni um hagleik og
vandvirkni. Innanhússarkitekt starfar í
verslunimii sem aðstoðar viðskiptavini og
gefur góð ráð. Verið velkomin.