Morgunblaðið - 14.07.1992, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.07.1992, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992 ATVINNUAUGl YSINGAR Meiraprófsbítstjóri Óskum eftir að ráða meiraprófsbílstjóra til afleysinga í 1V2 mánuð. Upplýsingar í síma 673555. Sandurhf., Viðarhöfða 1. Ræstingarfólk óskast Vinnutími er frá kl. 06-10 fyrir hádegi. Um er að ræða bíósali og salerni. Umsóknir, ásamt upplýsingum um viðkom- andi.-berist skrifstofu Háskólabíós í síðasta lagi föstudaginn 17. júlí. Háskólabíó. Áskirkja í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmann til að skipu- leggja og annast félagsstarf kirkjunnar í safnaðarheimili Áskirkju. Um er að ræða hálft starf og nauðsynlegt að viðkomandi starfsmaður hafi reynslu af félags- og safn- aðarstarfi með eldra og yngra fólki. Skriflegar umsóknir sendist sóknarnefnd Áskirkju, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík, fyrir 25. júlí nk. Frekari upplýsingar um starfið veitir Björn Kristmundsson, formaður sókn- arnefndar, sími 38347. Sóknarnefnd Áskirkju. Smiðir Óska að ráða smiði í uppslátt og þakfrágang. Friðjón Skúlason, húsasmíðameistari, sími 653845. Kennarar - kennarar Enn vantar hressa og áhugasama kennara til Grundarfjarðar að Grunnskóla Eyrarsveit- ar. Almenn bekkjarkennsla, íslenska, líf- fræði, smíðar og hannyrðir eru meðal við- fangsefna. Húsnæðishlunnindi í boði. Upplýsingar gefa Gunnar, skólastjóri, í síma 93-86802 eða 93-86725, og Ragnheiður, aðstoðarskólastjóri, í síma 93-86772. Skólanefnd. Sölufólk Dagvinna - góð laun Til stendur að bæta við 3-4 góðum sölu- mönnum. Viðkomandi verður að hafa bíl. Varan er góð og notagildið augljóst. Nám- skeið á vegum fyrirtækisins fer fram í upphafi. Viljir þú starfa sjálfstætt með möguleika á að skapa þér góð laun, þá hafðu samband við sölustjóra okkar, Björk eða Magnús, í síma 676869, mánudag til fimmtudags milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi. ORVI Starfs|>jálfunarstaður Kársneshraut 110, 200 Kópavogi, Fagmenntaður starfsmaður Starfsþjálfunarstaðurinnn Örvi óskar að ráða fagmenntaðan starfsmann til starfa sem fyrst. Örvi sinnir starfsþjálfun fatlaðra með það að markmiði að þjálfa fatlaða til starfa á almenn- um vinnumarkaði. Við viljum ráða iðjuþjálfa eða starfsmann með uppeldis-, sálar- eða félagsfræðilega menntun og/eða víðtæka reynslu af starfi með fatlaða. Um er að ræða 50-75% starf til 6 mánaða. Starfsmaðurinn mun, ásamt fagmenntuðum starfsráðgjafa Örva, vinna að gerð endur- hæfingaráætlana og mati á árangri starfs- endurhæfingar. Starfsmaðurinn mun einnig sinna almennri ráðgjöf, fjölskyldutengslum og samskiptum við stofnanir og annað fag- fólk. Umsóknir skal senda til Örva, Kársnesbraut 110, 200 Kópavogi, fyrir 1. ágúst nk. Upplýsingar eru veittar á staðnum og í síma 91-43277. 5 norskir myndhöggvarar 5 norskir myndhöggvarar óska eftir að leigja íbúð/hús í Reykjavík á meðan á sýningu þeirra stendur í Nýlistasafninu í september 1992. Vinsamlega skrifið til: Sissel Berntsen, Akersbakken 25, N-0172 Osló, Noregi, eða hringið ykkur að kostnaðarlausu í síma 90 47 2 111181. Fax 90 47 2 112719. Þýskur Ijósmyndari Þýskur Ijósmyndari, sem ætlar að dvelja á ís- landi í eitt ár (kringum 1993), óskar eftir að taka á leigu lítið hús eða sumarbústað meðan á dvöl hans stendur. Sumarbústaðurinn eða húsið skal vera íbúðarhæft yfir veturinn. Óskastaðir: Svæði í kringum Vík, Höfn eða Akureyri. Vinsamlega sendið tilboð á auglýsingadeild Mbl. merkt: „L - 14332“ og mun hann hafa samband við viðkomandi á íslandi í sumar. KENNSIA Enskunám Skólinn, English 2000 í Bournemouth, býður þig velkominn til náms. Yfirkennari er Mich- ael Roberts, sem mörgum íslendingum er að góðu kunnur. Upplýsingar gefur Páll G. Björnsson, sími 98-75888 eða heimasími 98-75889. Stólar í matsal Tilboð óskast í 200 stóla fyrir matsali Frímúrarahússins. Nánari upplýsingar gefnar í síma 11599 frá kl. 9.00 til kl. 12.00 virka daga. Frímúrarareglan á íslandi. Útboð Ólafsvíkurvegur um Mýrar 1992 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn- ingu Olafsvíkurvegar frá Urriðaá að Hestlæk, alls 5,5 km kafla með tengivegi. Helstu magntölur: Fyllingar og burðarlög 115.000 m3, bergskeringar 16.000 m3 og klæðingar 32.000 m2. Verki skal lokið 1. september 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins í Borgarnesi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 13. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27. júlí 1992. Vegamálastjóri. Laxveiðileyfi Til sölu veiðileyfi í Hvítá í Árnessýslu, fyrir landi Langholts. Einnig í Reykjadalsá í Borgarfirði. Upplýsingar í síma 77840 alla virka daga frá 8.00 til 18.00 Þrotabú Prentverks Odds Björnssonar hf., Akureyri Skiptafundur Hér með er boðað til skiptafundar í þrotabúi Prentverks Odds Björnssonar hf., Akureyri, kt. 520269-6229, og verður hann haldinn í skrifstofu undirritaðs skiptastjóra þrotabús- ins í Mörkinni 1, Reykjavík, miðvikudaginn 15. þessa mánaðar kl. 13.30. Rétt til fundar- sóknar eiga þeir sem lýst hafa kröfum í búið. Fjallað verður um ráðstöfun á fasteign þrota- búsins á Tryggvabraut 18-20, Akureyri. Eignin er veðsett umfram áætlað mögulegt söluverð á frjálsum markaði. Fyrir liggja drög að samningi um að veðhafi leysi til sín eign- ina fyrir 60 milljónir króna og má búast við að þau verði samþykkt verði ekki annað ákveðið á fundinum. Ragnar Halldór Hall hrl. ATVINNUHÚSNÆÐI Atvinnuhúsnæði Til leigu ca 400 fm glæsileg efsta hæð í lyftu- húsi (skrifstofuhúsnæði) við Bíldshöfða. Vandaðar innréttingar. Langtímaleigusamn- ingur. Laust fljótlega. Áhugasamir sendi tilboð til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Öllum svarað - 10313". Tískuvöruverslun Stórskemmtileg og þekkt tískuvöruverslun í glæsilegri verslunarsamstæðu í miðborginni er til sölu vegna sérstakra ástæðna. Lysthafendur hafi samband í síma 679757 á skrifstofutíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.