Morgunblaðið - 08.08.1992, Síða 3

Morgunblaðið - 08.08.1992, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 3 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Spj átrungslegnr svanur við Tjörnina Svanur á Tjöminni vakti nýverið mikla athygli með kostulegri hegð- an. Hann stöðvaði umferð akandi og gangandi vegfarenda í dágóða stund á meðan hann tók nokkur létt dansspor á malbikinu. Hátterni svansins kom í veg fyrir að leið 17 kæmist ferða sinna og urðu farþeg- ar vagnsins að bíða á meðan svanurinn lauk dansatriðinu. Einnig hefti hann för bíla sem óku framhjá með því að narta í þá. Fólk safn- aðist saman til þess að fylgjast með framferði svansins og voru marg- ir með myndavélar á lofti til þess að festa hegðan hans á filmu. Vakti hátterni hans sérstaka kátínu hjá útlendingum sem fannst fuglinn hinn kostulegasti. Borgarspítalinn: 14,8 millj- ónir fyrir þaká B-álmu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka 14.886.371 króna tilboði lægstbjóðanda, ístaks hf., í þak á B-álmu Borgarspítala. Til- boðið er 98,26% af kostnaðará- ætlun, sem er 15.150.140 krón- ur. Fimm tilboð bárust í lokuðu útboði og jafn mörg frávikstilboð. Næst lægsta boð átti Byggðaverk hf., sem bauð rúmar 15,9 millj. eða 105,46% af kostnaðaráætlun. Ármannsfell hf., bauð rúmar 16,3 millj. eða 107,82% af kostnaðar- áætlun, Sveinbjörn Sigurðsson bauð rúmar 18,8 millj. eða 124,69% af kostnaðaráætlun og SH verktakar hf., buðu rúmar 22,3 millj. eða 147,57% af kostn- aðaráætlun. Skipaskoðun fylgist með könnun á Herjólfi SKIPASKOÐUNARDELLD Siglingamálastofnunar ríkisins mun fylgjast með þeim athugunum sem gerðar verða á sjóhæfni Her- jólfs samkvæmt upplýsingum Páls Guðmundssonar yfirmanns deild- arinnar en eins og fram kom i Morgunblaðinu í gær hafa skipstjórn- armenn á Herjólfi kvartað yfir því hversu mikið skipið heggur og hefur sljórnarformaður Heijólfs óskað eftir því við Skipatækni hf. að þetta verði kannað nánar. Að sögn Bárðar Hafsteinssonar þjá Skipatækni annaðist danskt fyrirtæki prófanir með líkan skips- ins á sínum tíma og segir hann að það hafi framkvæmt mælingarn- ar samkvæmt ákveðnu prógrammi, m.a. við mismunandi ölduhæð og hraða. Páll Guðmundsson, yfirmaður skipaskoðunardeildar Siglinga- málastofnunar ríkisins, sagði að stofnuninni hefðu ekki borist at- hugasemdir vegna Heijólfs en starfsmenn hefðu fengið fregnir af því síðastliðinn fimmtudag að óskað hefði verið eftir að gerðar verði mælingar á skipinu. „Það verða gerðar prófanir og við mun- um að sjálfsögðu fylgjast með þessu,“ sagði Páll. Að sögn Bárðar Hafsteinssonar hjá Skipatækni, sem hannaði skip- ið, voru gerðar prófanir á líkani skipsins af fyrirtæki í Danmörku og sagði hann að m.a. hefðu verið gerðar svokallaðar bylgjumælingar við mismunandi ölduhæð og hraða skipsins. „Það var allt gert af fær- ustu fagmönnum og þeirra mat var að það væri mjög lítil hætta á svo- kölluðu „slammning," sem á sér stað þegar skipið rís upp og loft kemst undir það þannig að það skellur niður aftur,“ sagði hann. Bárður benti einnig á að ekki væri víst að sú siglingaleið sem gamli Heijólfur sigldi henti nýja skipinu, þar sem það fari nálægt landi í krappri öldu. „Menn þurfa að þreifa sig áfram og læra á hlut- ina,“ ságði Bárður. Elti risalax um tvo kíló- metra við Þrastarlund Fyrir fáeinum dögum varð sá atburður austur við Sogið, að veiðimaður missti þann stóra og er veiðisagan sem hér um ræðir vægast sagt sérstök. Veiðimaðurinn sem í hlut átti, var Árni Baldursson, fengsæll og snjall stangaveiðimaður og einn leigutaka Laxár í Kjós. Laxinn setti hann í á veiðistað sem heitir Kúagil og er fyrir landi Þrastarlundar. „Ég er með Þrastarlundinn á leigu til reynslu og var að koma heim úr annarri veiðiferð er mér datt í hug að athuga hvort nokk- ur væri í Kúagilinu. Það kom á daginn að dagurinn var óseldur og ég dreif mig þá í vöðlumar og hljóp upp eftir til að ná nokkr- um köstum, en veiðitími dagsins var að renna út. Það var svo skammt eftir af veiðitímanum, að ég fór strax í ranann neðst á Breiðunni sem þarna er og er kennd við Kúagilið sem er ann- ars lækjarspræna sem rennur í Sogið Álviðrumegin. Þar hafði ég sett í lax nokkrum dögum áður. Ég notaði flugu, Sweep númer 14 og það skipti engum togum, að lax var á í fyrstu köst- unum. Og enginn smáfiskur. Hann fór strax að stökkva og þá fóru laxar að stökkva um alla breiðuna. Gunnar Másson var með mér og er til vitnis um stærð laxins, þetta var vel yfir 30 punda lax,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur veitt þá nokkra um og yfir 20 pund og sagði þá laxa vera putta við hliðina á þeim stóra sem hann setti þarna í. Frásögn Árna er síðan á þá lund, að eftir 15 mínútna törn uppi á Kúagilinu, setti laxinn undir sig hausinn og tók rokuna niður úr. Línan tættist af hjólinu og veiðimaður æddi á eftir í blóð- spreng. Niður við Þrastarlundar- brú slógust með í förina veiði- menn sem voru að taka saman eftir veiðidaginn, Árni komst upp á brúna og skipti um bakka, rak flóttann áfram niður Alviðru- bakkann. Það var ekkert lát á laxinum sem stökk áfram og strikaði og reif út æ meiri línu. Leiknum lauk loks fyrir neðan svokallaða Klöpp, sem er neðsti veiðistaður í Alviðru. Þá sleit lax- inn tauminn, en úti voru um 200 metrar og aðeins örfáir vafningar eftir á hjólinu. Hélt Árni línu sinni, en tapaði bæði laxi og flugu. „Þrátt fyrir hamaganginn voru engin þreytumerki að sjá á laxinum. Þetta var 2 kílómetra sprettur og ég hef aldrei upplifað annað eins í veiði og reikna ekki með því að endurtaka það,“ sagði Árni sem reiknaði aftur á móti fastlega með því að fara aftur í Kúagilið og kasta flugunni sinni. -gg- Hluttallsleg eyðsla heimilanna Hlutfall heildarútgjalda heimila í nokkrum löndum til eftirtalinna málaflokka Matur, drykkjarvörur og tóbak N O R E G U R ---------—' 124,5% 126,4% I 23,4% 3 20,6% L&JLS. ft AÁ AN P 116,4% IPORTÚOAL I S L A N D N O R E G U R 20,0% HÚsnæðí, i — | |...... ~i 17,0% Ijós og hiti {JiÝSKALAND 118,2% I PORT.\ 5.0% 37,1 °/ 14,6% 15,4% 20,5% Samgöngur, fjarskipti, pósturog sími PÝSKALAND l 8,7% PQRTÚGAL J 8,6% Húsgögn, heimilisbúnaður, regluleg útgjöld íslendingar eyða minnstu í heilbrigðisþj ónustu í bæklingnum „EES í tölum,“ sem gefínn er út af Hagstofu Evrópu- bandalagsins, má sjá ýmsar upplýsingar og lykilstærðir um aðildarlönd hins fyrirhugaða EES-samstarfs. Bornar eru saman einstakar þjóðir, og einnig þjóðabandalögin þijú, EFTA, EES og EB. Hreinar ráðstöfunartekjur á íbúa 1989, mældar að teknu tilliti til kaupmáttar, eru næstlægstar á íslandi af Norðurlöndunum. Aðeins Svíar hafa lægri ráðstöfunartekjur. Á meðfylgjandi mynd má sjá útdrátt úr töflu EB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.