Morgunblaðið - 08.08.1992, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992
Guðbjartur Jónsson
Skiltíð sem Guðbjartur Jónsson, eigandi Vagnsins, setti upp.
Flateyri;
Deilur um auglýsinga-
skilti við þjóðveginn
DEILUMÁL hefur risið upp á
Vestfjörðum á milli Guðbjarts
Jónssonar, veitingamanns á Flat-
eyri, og Vegagerðar ríkisins.
Guðbjartur reisti auglýsinga-
skiltí við afleggjarann að Flat-
eyri en Vegagerðin tók skiltíð
niður.
„Ekkert skilti er við afleggjarann
frá þjóðveginum að Flateyri, sem
segir að á Flateyri sé að finna veit-
ingaþjónustu, gistiaðstöðu, sund-
laug, tjaldstæði og fleira. „Þess
Biskup vísi-
terar Hún-
vetninga
BISKUP íslands, herra Ólafur
Skúlason, vísiterar Húna-
vatnsprófastsdæmi dagana
11.-24. ágúst.
Biskup mun heimsækja alla
söfnuði prófastsdæmisins, 28 að
tölu, og ræða við safnaðarmenn
og presta og predika við guðs-
þjónustur og helgistundir í kirkj-
unum
Vísitasía biskups hefst 11.
ágúst með messu í Holtastaða-
kirkju kl. 14. Síðar um daginn
og um kvöldið verða helgistund-
ir í Bólstaðarhlíðarkirkju og
Bergsstaðakirkju.
í för með biskupi verður eigin-
kona hans, frú Ebba Sigurðar-
dóttir, og prófastur Húnvetn-
inga, séra Guðni Þór Ólafsson,
og eiginkona hans, frú Herbjört
Pétursdóttir.
vegna keyrir fólk fram hjá af-
leggjaranum án þess að hafa hug-
mynd um að Flateyri hafi upp á
nokkuð að bjóða", sagði Guðbjartur
Jónsson við Morgunblaðið.
Hann segir að sumarið sé að
verða búið og Flateyringar séu að
missa af aðal ferðamannastraumn-
um. Guðbjartur brá því á það ráð,
til hans sögn, að láta útbúa skilti,
sem auglýsir Vagninn, veitinga-
staðinn sem hann á og rekur. Hann
setti það svo upp við afleggjarann.
Vegagerðin brást við með því að
rífa skiltið niður eins og reglur segja
henni að gera.
Gísli Eiríksson, umdæmisverk-
fræðingur Vegagerðarinnar á þessu
svæði, segir að reglur, sem hafí
verið settar í samvinnu Vegagerð-
arinnar og Náttúruvemdarráðs,
banni önnur skilti en stöðluð skilti
Vegagerðarinnar við þjóðvegina og
þeir sem vilji að þau séu sett upp
verði að borga fyrir þau. Engin
greiðsla hafí borist frá Flateyri og
því hafí ekki verið hægt að setja
neitt skilti upp.
Nýlega hafa verið sett upp skilti
fyrir ferðamenn sem koma til Vest-
fjarða en á þeim er hvorki talað
um veitingastað né sundlaug á Flat-
eyri. Næsta skilti við Flateyri er í
um 40 km fjarlægð.
Hjá Flateyrarhreppi fengust þær
upplýsingar að málið sé á frumstigi
hjá þeim en hreppurinn hafi hugsað
sér að nýta sér þá skiltaþjónustu
sem Vegagerðin bjóði upp á.
„Það hljóta að eiga að vera hags-
munaaðilar sem ættu að sjá um
þetta en ekki einhveijir aðrir“, sagði
Guðbjartur, „og það versta er auð-
vitað að það vantar alla heildar-
mynd svo ég viti hvernig ég eigi
að snúa mér í þessum málum.“
íslensk menningarstarfsemi:
Steinunn Biraa kynnir
tónlist í Bandaríkj unum
STEINUNN Birna Ragnars-
dóttír píanóleikari var nýlega
gestur í klukkustundarlöngum
þætti fyrir útvarps- og sjón-
varpsstöðina WGBH, þar sem
hún kynntí íslenska tónlist og
sat fyrir svörum um íslenska
þjóð og menningu. Þátturinn
er sendur til margra milljóna
áheyrenda í Bandaríkjunum og
víðar.
Flutt voru verk eftir Jón Nor-
dal, Þorkel Sigurbjömsson og sjálf
lék Steinunn verk eftir Sveinbjörn
Sveinbjömsson, Scarlatti og
Schumann. Þátturinn var sendur
út til um eitt hundrað stöðva í
Bandaríkjunum í gegnum gervi-
tungl og auk þess í gegnum Voice
of America til Ástralíu, Englands
og fleiri landa. Víst er að með
þessum flutningi hefur íslensk
tónlist fengið mjög víðtæka kynn-
ingu.
„Fyrir utan það að vera per-
sónulegur heiður fyrir mig var
Steinunn Birna Ragnarsdóttír
þetta talsverð landkynning. Ég
fékk tækifæri til að kynna ís-
lenska tónlist, sem var mjög gam-
an vegna þess hve fátt fólk gerir
sér grein fyrir hve blómlegt tón-
listarlífið er á íslandi. Svo fengu
þeir líka að heyra rímur sem hristi
dálítið upp í þeim. Ég lék hefð-
bundna píanótónlist og rakti sögu
íslenskrar tónlistar. Ég valdi m.a.
tónlist eftir Jón Nordal og Þorkel
Sigurbjörnsson sem leikin var af
geisladiskum auk þess sem ég
flutti hefðbundna píanótónlist,"
sagði Steinunn.
Þátturinn hefur þegar opnað
dyr fyrir Steinunni vestra. „For-
svarsmenn stöðvarinnar viðmðu
áhuga sinn á því að ég stýrði
þáttaröð í útvarpi um íslenska
tónlist, og væri það mjög spenn-
andi ef til kæmi,“ sagði Steinunn.
Steinunn nam píanóleik í Bos-
ton í Bandaríkjunum og lauk
mastersgráðu frá New England
Conservatory of Music 1987 og
starfaði síðan þar og á Spáni við
tónleikahald áður en hún flutti
heim. Hún starfar nú við Tónlist-
arskólann í Reykjavík.
Fískræktín getur bætt
okkur upp þorskleysið
- segir Skúli Pálsson frá Laxalóni
SKÚLI Pálsson frá Laxalóni segir að íslendingar hafi alla möguleika
á að verða forystuþjóð í fiskirækt. Jarðhitinn geri það að verkum að
hér ætti að vera hagkvæmara að framleiða ýmsar tegundir sem þyrftu
góðan hita, til dæmis skelfisk, en í löndum þar sem nauðsynlegt væri
að nota upphitað vatn við ræktunina. Hann segir að helst skorti á að
stjórnvöld notfærðu sér þá fiskeldisþekkingu sem til væri í landinu
og bendir á að afdrifarík mistök hafi verið gerð við uppbyggingu fisk-
eldisins þess vegna.
Skúli sem er einn af frumkvöðlum
fiskeldis hér á landi, rak í áratugi
fiskeldisstöðina Laxalón. Hann hætti
afskiptum af atvinnugreininni fyrir
nokkmm árum en fylgist enn með
þróuninni hér og erlendis. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið að
víða væri verið að skera niður fiskik-
vóta vegna ofveiða á höfunum. „Þeg-
ar búið er að gjörnýta og eyða einum
Tilboð í vegagerð 56% og
58% af kostnaðaráætlun
VEGAGERÐIN hefur samið við annars vegar Háfell hf. um bundið
slitlag á vegarkafla á Mýrum og hins vegar við Vörubifreiðastjórafélag-
ið Mjölni um undirbyggingu undir klæðningu á Biskupstungnabraut.
Þessi fyrirtæki áttu lægstu tilboð í verkefni og voru þau 56% og 58%
af kostnaðaráætlun.
Tilboð í Ólafsvíkurveg um Mýrar
vora opnuð mánudaginn 27. júlí síð-
astliðinn. Birgir Guðmundsson, yfír-
verkfræðingur Vegagerðarinnar í
Borgamesi, segir að þegar þessu
verki lýkur verði komið bundið slitlag
allt vestur til Vegamóta og því sé
þetta töluverður áfangi. Lægsta til-
boð barst frá Háfelli hf. og hljóðaði
upp á 46.758.000 kr. eða 56% af
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.
Búið er að skrifa undir samning við
Háfell hf.
Birgir segir að vegarsvæðið á
Mýmm sé mjög mýrlent og því sé
búist við að fyllingar sígi. í útboðinu
var því lögð áhersla á að á ákveðnum
köflum vegarins væri fyllingu lokið
fyrir veturinn svo að sigið væri kom-
ið fram næsta vor. Einnig þarf að
sprengja leið í gegnum kletta og að
þessu tvennu leyti er verkið því frá-
bmgðið hefðbundnum verkum.
Næsta sumar á svo að leggja bundið
slitlag á veginn.
Kostnaðaráætlun vegagerðarinnar
var 83.187.000 kr. og átti Háfell hf.
í Garðabæ lægsta tilboðið, eins og
áður sagði. Næstlægsta tilboðið var
frá Suðurverki hf. á Hvolsvöllum,
53.194.500 kr. eða 64% af kostnað-
aráætlun, þriðja lægsta var frá Loft-
orku Borgarnesi hf., 54.096.500 kr.
eða 65% af áætlun, og fjórða lægsta
frá Klæðningu hf., 57.313.000 kr.
eða 69% af áætlun. Hæsta tilboðið
átti ístak hf., 87.828.813 kr. eða
105% af kostnaðaráætlun.
Eiður Haraldsson, forstjóri Háfells
hf., segir að þetta lága tilboð sé eng-
in tilviljun og þetta sé spuming um
að hafa eitthvað fyrir tækin og
starfsmenn að gera en um 10 manns
vinna nú hjá fyrirtækinu. Þó að um
sé að ræða mýrlendi segir Eiður að
það sé ekki áhætta fyrir fyrirtækið
því Vegagerðin greiði sérstaklega
fyrir það efni sem bæta þarf við
vegna sigs. Svona lágt tilboð sé ekk-
ert einsdæmi og verkefnin hjá Vega-
gerðinni hafi verið að fara út á um
50% af kostnaðaráætlun hennar.
Þá hafa verið undirritaðir samn-
ingar við Vörubifreiðastjórafélagið
Mjölni um byggingu undir klæðningu
á Biskupstungnabraut, frá Dalbrún
að Einholtsvegi. Mjölnir bauð lægst
í verkið, 2.424.380 kr. eða 58% af
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.
Að sögn Guðmanns Guðmundssonar,
verkstjóra hjá Vegagerðinni, er þetta
rúmlega eins km leið.
Guðmann sagði einnig að þetta
verk væri unnið í framhaldi af verk-
um sem framkvæmd hafa verið við
þennan veg. Bundið slitlag verði lagt
á þennan vegarspotta í ágúst og
muni Klæðning hf. sjá um það. Að
því loknu verði hægt að keyra á
bundnu slitlagi allt frá Reykjavegi
að Einholtsvegi, sagði Guðmann.
Kostnaðaráætlun Vegagerðarinn-
ar hljóðaði upp á 4.154.000 kr.
Næst lægsta tilboð kom frá Ræktun-
arsambandinu Ketilbimi, 2.800.000
kr. eða 67% af kostnaðaráætlun,
þriðja lægsta kom frá Páli Óskars-
syni, Brekkuskógi, 2.888.735 kr. eða
70% af kostnaðaráætlun. Hæsta til-
boðið kom frá Ræktunarsambandi
Flóa og Skeiða, 4.690.000 kr. eða
113% af kostnaðaráætlun.
stofni verður eitthvað annað að taka
við, sagan sýnir okkur að það hefur
alltaf gerst,“ sagði Skúli. Taldi hann
að fískræktin gæti bætt okkur að
vemlegu leyti upp þann samdrátt
sem hér væri fyrirsjáanlegur í þorsk-
veiðum. Skúli vakti athygli á því að
upp undir helmingur af fískneyslu í
heiminum væri af ræktuðum fiski,
en rúmur helmingur af veiddum
físki.
Sem dæmi um mikilvægi fískeldis-
ins nefndi hann að í Noregi ynnu
nú 50-60 þúsund manns beint og
óbeint við fískeldið og því væri spáð
að um næstu aldamót myndu 100
þúsund manns hafa vinnu í grein-
inni. Hér væru möguleikarnir miklir,
þeir biðu eftir því að fá að hlaupa
upp í fangið á okkur. En margt
þyrfti að laga í stjómuninni svo að
möguleikarnir nýttust.
Sem dæmi um afdrifarík mistök
í stjómuninni nefndi Skúli að opin-
berir aðilar hefðu beint uppbygging-
unni á staði þar sem ekki væri kalt
vatn, aðeins heitt. Kalt vatn væri
undirstaða fískeldisins og væri til
nóg af því sjálfrennandi víðsvegar
um landið. Stærstu stöðvarnar hefðu
hinsvegar verið byggðar á Reykja-
nesi, þar sem dæla þyrfti vatninu
úr borholum, og væri enginn gmnd-
völlur fyrir rekstrinum með þann
viðbótarkostnað á bakinu. Nefndi
hann sem dæmi að íslandslax þyrfti
að borga 30 þúsund krónur á dag í
kostnað við dælingu á köldu vatni
og Lindalax þyrfti að greiða 10 þús-
und krónur. Ekki þyrfti neina spek-
inga til að sjá að þetta gengi ekki
þegar menn ættu kost á nægu sjálf-
rennandi vatni á öðrum stöðum og
jafnvel heitu vatni á sama stað.
Skúli sagði að fiskeldismenn
hefðu ekki aðeins þurft að beijast
við opinbera aðila. Stéttarsamband
bænda hefði samþykkt á aðalfundi
sínum árið 1980 að skora á landbún-
aðarráðherra að beita sér fyrir laga-
setningu sem stemmi stigu við verk-
Skúli Pálsson.
smiðjubúskap í landinu, þar á meðal
í fískirækt. Sagði Skúli að þama
hefði verið farið fram á að fiskeldi
á íslandi yrði bannað með lögum.
Þetta sýndi vel hvaða hug samtök
bænda hefðu borið til fískeldisins
og við hvaða hugsanagang menn
hefðu átt að eiga.
Skúli sagði að vegna jarðhitans
hefðu íslendingar alla möguleika á
að verða forystuþjóð í fiskeldinu.
Ekki borgaði sig fyrir menn að setja
niður stöðvar í löndum þar sem þeir
þyrftu að leggja í kostnað við að
hita vatnið upp þegar þeir ættu kost
á hitanurri úr jörðinni. Hægt væri
að hafa kjörhita á eldisvökvanum,
hita sem hentaði fiskinum og ræktun
hans best. Jarðhitinn skapaði mögu-
leika á að fóðra fískinn allt árið og
stjórna framboðinu árið um kring.
Auk lax og regnbogasilungsrækt-
ar sagði Skúli að miklir möguleikar
væm í ræktun á ýmsum tegundum,
svo sem skelfiski. Einnig tegundum
sem hingað til hefðu aðallega verið
veiddar í hafínu hér við land, svo
sem þorski, lúðu, rækju og humri.
Sagði hann að ræktun á þorski hefði
fleygt fram á undanfömum árum
og nú væru Danir og Norðmenn
farnir að rækta þorsk með góðum
árangri. Taldi hann að íslendingar
hefðu ekki síðri möguleika til slíkrar
framleiðslu en þessar nágrannaþjóð-
ir okkar.