Morgunblaðið - 08.08.1992, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992
13
2,3 milljónir manna á flótta frá Bosníu og Króatíu:
Evrópuríki í siðferðislegri
klenunu vegna flóttafólksins
UPPLAUSN Júgóslavíu hefur leitt til mesta flóttamanna-
vanda í Evrópu frá síðari heimsstyrjðldinni. 2,3 milljónir
manna hafa flúið heimili sín í fyrrverandi lýðveldum
Júgóslavíu og þúsundir flóttamanna bætast við á degi
hveijum. Erfiðlega hefur gengið fyrir Evrópuríki að
koma sér saman um hvernig bregðast skuli við þessum
vanda. Eiga þau að koma flóttamönnunum fyrir til fram-
búðar erlendis og leggja þannig Serbum lið við að skapa
„þjóðernislega hrein svæði“ eins og þeir eru sakaðir um
að stefna að? Eða á að koma fólkinu fyrir i bráðabirgða-
búðum, sem það þyrfti siðan að hýrast í við ömurlegar
aðstæður 'árum saman? Evrópuríkin geta ekki mótað
skynsamlega stefnu í þessu máli fyrr en þau ákveða
hvort þau eigi að grípa til hernaðaraðgerða gegn Serbum
eða sætta sig við landvinninga þeirra sem orðinn hlut.
Meirihluti flóttamannanna er á
leið vestur frá yfirráðasvæðum
Serba í Bosníu og Króatíu. Um
430.000 eru utan landamæra
fyrrverandi lýðvelda Júgóslavíu,
flestir í Þýskalandi, 275.000, og
Ungverjalandi, 50.000. Nokkur
ríki hafa verið gagnrýnd fyrir að
taka ekki við nógu mörgum flótta-
mönnum, svo sem Bretland og
Frakkland sem hafa hvort um sig
veitt um 1.100 flóttamönnum
hæli til bráðabirgða. Ekkert Evr-
ópuríki hefur þó verið jafn gestris-
ið við flóttamenn frá nágranna-
ríkjum og nokkur af fátækustu
löndum heims, svo sem Afríkurík-
ið Malawi, sem hefur tekið við
950.000 flóttamönnum, aðallega
frá Mozambique.
Um 740.000 flóttamenn eru
ennþá í Króatíu og Slóveníu.
Margir þeirra gista hjá ættingjum
í borgum eins og Zagreb og Split.
Aðrir bíða hins vegar í hótelum
við strönd Adríahafsins, eða í
skólum, og æ fleiri hafast við í
bráðabirgðabúðum.
Um 680.000 til viðbótar eru á
flótta innan Bosníu-Herzegovínu.
Þeir eru aðallega múslimar, Sla-
var sem tala serbó-króatísku og
tóku múhameðstrú þegar landið
laut stjórn Tyrkja. Þeir geta
hvergi íeitað og lenda að öllum
líkindum í miklum hremmingum
þegar vetur gengur í garð.
Að auki hafa um 380.000 Serb-
ar flúið bardagana í Bosníu og
Króatíu, en um 90% þeirra gista
hjá ættingjum í Serbíu.
Frambúðarlausn sem kæmi
Serbum vel
Verulegur hluti flóttamann-
anna hrökklaðist ekki á flótta
vegna bardaga heldur var mörg-
um þeirra smalað saman, haldið
í búðum og þeir síðan flæmdir frá
heimkynnum sínum í skipulegri
herferð serbneskra hersveita sem
stefna að því að skapa „þjóðernis-
lega hrein svæði“. Frá síðari
heimsstyrjöldinni hafa
stríð í heiminum - svo
sem í Mið-Ameríku, Ví-
etnam og suðurhluta
Afríku - einkum snúist
um hugmyndafræði og
völd en „tilgangur"
stríðsins í Bosníu virðist
einna helst sá að her-
nema svæði og flæma í
burtu aðrar þjóðir.
Flóttamennirnir hafa
því ekki orðið fórn-
arlömb stríðsins af
„slysni“, heldur var það
markmið óvinaheijanna
að flæma þá í burtu frá
heimkynnum sínum.
Þessi skipulega her-
ferð til að skapa „þjóð-
ernislega hrein svæði“
kemur umheiminum í siðferðilega
klípu. Hugmyndin um að bjóða
flóttafólkinu' samastað í öðrum
ríkjum til frambúðar tryggir í
raun að fólkið snúi aldrei aftur
til heimalandsins. Þar með væri
í raun verið að leggja árásarsveit-
unum lið við að skapa „þjóðernis-
lega hrein svæði“. Því auðveldara
sem það yrði fyrir flóttafólkið að
fá hæli erlendis því meiri yrði
flóttamannastraumurinn - og því
ánægðari yrðu þeir sem stökktu
fólkinu á flótta.
Ömurleg vist í
bráðabirgðabúðum
Á hinn bóginn væri það ómann-
úðlegt að halda hundruðum þús-
unda manna í flóttamannabúðum
nema einhveijar líkur væru á að
hægt yrði að tryggja friðarsam-
komulag sem gerði fólkinu kleift
að snúa heim. Eins og staðan er
nú bendir hins vegar flest til þess
að fólkið þyrfti að búa í slíkum
búðum árum saman við ömurleg-
ar aðstæður, líkt og Palestínu-
menn í flóttamannabúðunum í
Miðausturlöndum. Það virðist
raunar óhugsandi að nokkurn
tíma verði hægt að koma öllu
Reuter
Starfsmaður Rauða krossins hjálpar gamalli múslamskri konu í skugga
úr brennandi sólinni á járnbrautarstöð í bænum Varazdin í Króatíu í
gær. Lestir þýska Rauða krossins tóku þar við flóttafólki frá Bosníu og
varð bið eftir þeim erfið í hitanum.
flóttafólkinu aftur til heimalands-
ins.
Þjóðvetjar hafa hneigst til fyrri
kostsins. Þeir hafa tekið við mun
fleiri flóttamönnum frá Bosníu og
Króatíu en önnur ríki og lagt fram
tillögur um „kvóta“ til að tryggja
að flóttafólkinu verði skipt á
„sanngjarnan hátt“ á milli ríkja.
Bretar, Frakkar og ítalir hafa
á hinn bóginn aðhyllst ýmsar út-
gáfur af síðari kostinum og vilja
að flóttafólkinu verði komið til
aðstoðar eins nálægt heimkynn-
um þess og mögulegt er. Þeir
segja að mikill meirihluti fólksins
vilji snúa aftur heim og því sé
rangt að koma því fyrir hér og
þar í Evrópu.
Það er ennfremur mun ódýrara
að sjá flóttafólkinu fyrir matvæl-
um, lyfjum og öðrum birgðum
sem næst heimkynnum þeirra en
að koma þeim fyrir til frambúðar
utan heimalandsins.
Verður Mið-Evrópa „múr“
milli EB og A-Evrópu?
Haldin var ráðstefna um flótta-
mennina í Genf í síðustu viku en
fulltrúar helstu þátttökuríkjanna
náðu ekki samkomulagi um sam-
ræmda stefnu. Ríkin sem eru
fjærst Balkanskaga voru yfirleitt
treg til að skerast í leikinn. Þeim
hættir til að skýla sér á bak við
þá hefð að fyrsta landið, sem
flóttamenn koma til, beri fyrst
og fremst ábyrgðina, í þessu til-
viki aðallega Króatía. Þannig
gæti Mið-Evrópa orðið „múr“ eða
nýtt ,járntjald“ sem verði ríki
Evrópubandalagsins fyrir straumi
flóttamanna frá upplausnarsvæð-
um í fyrrverandi kommúnistaríkj-
um.
Það er hins vegar ógjömingur
fyrir Evrópubandalagið að móta
marktæka stefnu varðandi flótta-
mennina frá fyrrverandi lýðveld-
um Júgóslavíu fyrr en það tekur
ákvörðun um hvort það ætlar að
halda sér utan bardaganna, sætta
sig við landvinninga Serba sem
orðinn hlut og einskorða sig við
mannúðaraðstoð, - eða að grípa
til hernaðaraðgerða til að binda
enda á tilraunir til að skapa „þjóð-
ernislega hrein svæði“ í Bosníu
og Króatíu.
Heimild: The Daily Te-
Iegraph og The Economist
Tilraun geim-
skuthflinar lokið við byssumenn
Hungursneyðin í Sómalíu;
SÞ reynir að semja
Nairobi, Bardera. Reuter.
SAMEINUÐU þjóðiniar hyggjast
London. Reuter, The Daily Telegraph.
ÁÆTLAÐ er að bandaríska
geimfeijan Atlantis lendi í
Florida í dag eftir misheppnaða
tilraun til að draga ítalskan
gervihnött með 19 km tjóðri.
Áhöfn Atlantis varð að draga
gervihnöttinn um borð í feijuna
eftir að tjóðrið hafði flækst þegar
gervihnötturinn var 280 metrum frá
feijunni. Ætlunin var að Atlantis
drægi gervihnöttinn um segulsvið í
295 km fjarlægð frá jörðu þannig
að 5.000 volta rafmagn myndaðist
í tjóðrinu. Vísindamenn höfðu vonað
að tilraunin yrði til þess að þeir
fyndu nýjar leiðir til að framleiða
orku til geimskota í framtíðinni.
Vísindamönnum við Geimrann-
sóknastöð Evrópu (ESA) tókst á
fimmtudag að bjarga gervihnetti
sem Atlantis kom á braut á sunnu-
dag. Evrópski gervihnötturinn er
sá fyrsti sem hægt er að sækja
aftur og á að reyna það í ferð geim-
feijunnar næsta vor. Hefði ekki
tekist að gera við bilunina hefði
hnötturinn hins vegar hrapað fljót-
lega, en hann er rúmlega 10 millj-
arða ÍSK virði og ótryggður. Hnött-
urinn er sá stærsti sem Evrópubúar
hafa sent á braut um jörðu og á
meðal annars að athuga hvort
frumstætt líf þrífst við aðstæður
þær sem ríkja í geimnum.
senda allt að 6.000 gæsluliða til
að aðstoða við flutninga matvæla
til Sómalíu, þar sem fólk deyr
hundruðum eða þúsundum sam-
an úr hungri dag hvern.
Sameinuðu þjóðirnar hafa legið
undir gagnrýni fyrir að bregðast
seint við. Boutros Boutros-Ghali,
framkvæmdastjóri samtakanna,
sagði á fundi öryggisráðsins að
valdamestu þjóðir heims ættu að
taka neyðina í Sómalíu eins alvar-
lega og ástandið í Júgóslavíu.
Ekki eru þó allir sáttir við íhlutun
SÞ í Sómalíu. „Við getum ekki
hleypt vopnuðum útlendingum inn
í landið, það er brot á fullveldi Só-
malíu,“ sagði talsmaður foringja
annars tveggja herflokka sem ráða
mestu í höfuðborginni Mogadishu.
Fréttamaður Reuters ræddi við
fylgismenn hans á meðan þeir
snæddu steik og spaghetti og lýstu
þeir andstöðu við lið SÞ þó þeir
væru hlynntir matarsendingum. Á
meðan SÞ reynir að vinna byssu-
mennina á sitt band beijast hjálpar-
stofnanir við að reyna að bjarga
því sem bjargað verður. „Við horfð-
um upp á 30 manns deyja á 20
mínútum um daginn. Þetta er
skelfilegt," sagði starfsmaður
hjálparstofnunar í bænum Bardera.
Samið um
frið í
Mósambík
FORSETI Mósambík, Joaquim
Chissano, og leiðtogi skæruliða-
hreyfingarinnar Renamo,
Afonso Dhlakama, undirrituðu
í gær samning um að binda
enda á 16 ára ófrið í landinu
1. október nk. og föðmuðust
þeir að því loknu. Viðræðumar
fóru fram í Róm og var Robert
Mugabe, forseti Zimbabwe,
helsti frumkvöðull þeirra. Chiss-
ano sagðist harma að ekki hefði
náðst eining um að stöðva alla
bardaga þegar í stað. Milljón
manna hefur fallið í stríðinu,
landið er efnahagslega á vonar-
völ og mikil hætta á hungurs-
neyð.
Carlzon verði
rekinn
Samgöngumálaráðherra
Danmerkur, Kaj Ikast, krefst
þess að forstjóri SAS-flugfé-
lagsins skandinavíska, Svíinn
Jan Carlzon, hætti þegar í stað
störfum. Reksturinn hefur
gengið illa síðustu ár og er eink-
um tap á hótelrekstri og Atl-
antshafsfluginu. Þjónustufólk í
flugvélum SAS hefur verið í
skæruverkfalli undanfarna daga
í mótmælaskyni við kaup SAS
á sænska félaginu Linjeflyg sem
er mjög illa statt flárhagslega.
Kaupin valda m.a. því að segja
verður fjölda fólks upp störfum
hjá SAS. Talsmenn norskra
starfsmanna SAS samþykktu í
gær að hefja störf á ný.
Flóttamenn
sakaðir um
búðahnupl
Verslunareigendur í borgun-
um Malmberget og Gállivare í
Norður-Svíþjóð ætla að þvinga
hundruð flóttamanna frá átaka-
svæðum í A-Evrópu til að láta
sér nægja að kaupa inn á fyrir-
fram ákveðnum tímum til að
hægt verði að stemma stigu við
búðahnupli með auknu eftirliti.
Flóttamannabúðir eru í báðum
borgunum og segja kaupmenn
að hnupl hafi færst mjög í vöxt.
Yfirvöld draga ekki staðhæfing-
ar kaupmanna um aukið hnupl
í efa en eru andvígir því að spjót-
um sé sérstaklega beint að
flóttafólkinu.
Verkalýðsfé-
lag mótmælir
handtöku
STÆRSTA verkalýðsfélag S-
Afríku, Félag málmnámumanna
(NUMSA), mótmælti í gær
meintum árásum lögreglu á leið-
toga þess, kommúnistann Moses
Mayekiso, sem handtekinn var
fyrir ólöglegan vopnaburð í ann-
að skiptið á þessu ári. Mayekiso
var látinn laus gegn tryggingu
en hann segir yfirvöld neita að
selja sér byssuleyfi þótt hann
þurfí sannanlega að geta varið
sig í neyð. Hundruð þúsunda
manna eru í NUMSA, flestir
svartir, og er Mayekiso einnig í
forystusveit Afríska þjóðarráðs-
ins (ANC) sem Nelson Mandela
stýrir. Ekki hefur enn verið
ákveðið að hefja á ný viðræður
fulltrúa hvítra og svartra um
kosningarétt handa hinum síð-
arnefndu en búist við að þess
verði skammt að bíða.