Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 19 Minning: Friðrik Davíðsson Sunnudaginn 2. ágúst, lést á Landspítalanum föðurbróðir okkar Friðrik Davíðsson, eða Fiddi frændi, eins og við systkinin köll- uðum hann alltaf, eftir langa og stranga baráttu. Fiddi fæddist 28. desember 1917 í Fornahvammi í Borgarfirði, og voru foreldrar hans Davíð Stefánsson og Vilborg Jóns- dóttir ættuð úr Njarðvíkum. Fiddi var elstur átta systkina en tvö þeirra dóu í æsku, tvíburabróðir Fidda og eina stúlkan í hópnum, Margrét, fjögurra ára gömul. Bræður Friðriks eru Lúðvík, bú- settur á Ásláksstöðum á Vatns- leysuströnd, Þórir faðir okkar og Marinó, báðir búsettir í Reykjavík, Helgi búsettur í Vogum, Vatns- leysuströnd, og Hafsteinn (d. 1985) en hann bjó lengst af á Patreksfírði. Árið 1920 flutti fjöl- skyldan búferlum á heimaslóðir ömmu að Ásláksstöðum á Vatns- leysuströnd og var það síðan aðal heimili Fidda, þó svo að hann dveldi jafnframt í Reykjavík og stundaði þar vinnu, lengst af hjá Pósti og síma, eða í rúmlega 40 ár. Það er ekki ætlun okkar að rekja hér lífshlaup frænda okkar heldur einungis að minnast hans í nokkrum orðum því hann var tíður gestur á heimili foreldra okk- ar og ófáar voru ferðirnar suður á Strönd til ömmu Vilborgar, og þeirra bræðra Lúlla og Fidda. Fiddi var hress og skemmtilegur frændi, stríðinn, gamansamur og einstaklega greiðvikinn. Hann vildi allt fyrir alla gera, og lagði oft á tíðum mikið á sig til að geta „reddað“ þessu eða hinu og væri minnst á að eitthvað vantaði var allt eins víst að næsta dag stæði Fiddi á tröppunum, búinn að „redda því“ því það voru hans ær og kýr. það er margs að minnast í fari og háttum Fidda, eins og hvað það var gaman að horfa á hann borða. Það var fyrir okkur matargikkina, ævintýri líkast að sjá hvernig hann raðaði matnum skipulega á diskinn og borðaði síð- an af mikilli nautn og hvernig hann settist alltaf í stigatröppuna þegar hann fór í skóna sína, Og hvað honum fannst við vera „kom- in stutt“ eins og hann orðaði það, þegar við vissum ekki þetta eða hitt. Fiddi eignaðist son, Hermann, búsettan í Keflavík. Fiddi barst ekki á í lífínu eða sóttist eftir veraldlegum gæðum, með einni undantekningu þó. Hann vildi góða eiga góða bíla. Ekki í þeim tilgangi að geta skroppið upp um fjöll og firnindi, heldur til að „vesenast þetta“, eins og hann komst að orði, og til þess að fara suður á Ströndina sína. En þar biðu hans ætíð ótal verk- efni og þar undi hann sér best. Fiddi vildi líka gera hlutina vel eða bara sleppa því. Við minnumst frásagna pabba af þessari áráttu Fidda og hvernig hann, sem ábyrgur elsti bróðir, lét þá mis- kunnarlaust endurtaka verk sem honum þótti ekki nógu vel unnin. Náttúran átti sterk í tök í Fidda. Þannig fylgdist hann grannt með þeim tijám sem hann ásamt starfs- félögum hjá Pósti og síma gróður- setti fyrir mörgum árum í Heið- mörk og þangað fór hann í hinsta sinn skömmu fyrir andlát sitt. Við kveðjum Fidda frænda með sökn- uði og þakklæti og vitnum í skáld- ið góða frá Fagraskógi, Davíð Stefánsson, þar sem hann segir í kvæðinu sumarmál: Svo snauð er engin íslensk sál að elska ei ljósið bjarta, að finna ei sérhver sumarmál til sólargleði í hjarta, að finna ekki þunga þrá til þess að vaxa og gróa, við slíka yndissjón að sjá allt sefgrænt, tún og móa Hvíli hann í friði. Ellen, Þórdís, Linda og Páll. Saga Fáskrúðsfjarðar skráð Fáskrúðsfirði. SÖGUFÉLAG Fáskrúðsfjarðar hefur ákveðið að hefja ritun á sögu Fáskrúðsfjarðar og er áætlað að fyrsta áfanganum, þættir úr sljórnmálasögu, verði lokið á vordögum 1993. Til þessa verkefnis hefur verið fenginn Kristmann Hallsson sem stundar BA-nám í sagn- fræði við Háskóla íslands og er áætlað að þessi fyrsti hluti verði jafnframt lokaverkefni hans við skólann. Kristmann sagði að þetta verk- efni hefði hlotið mikinn og góðan skilning forsvarsmanna hreppsins og vildi hann koma á framfæri þakklæti til hreppsnefndar og sveitarstjóra en þess má geta að Kristmann hefur fengið aðstöðu á skrifstofu Búðahrepps. Kristmann sagði að allar upplýsingar um bréf, bækur o.fl. væru mjög vel þegnar og tekið væri á móti þeim á skrif- stofu Búðahrepps á venjulegum neinu nema vera búið að fullvissa . skrifstofutíma. Hann benti jafn- sig um að það hefði ekkert heimil- framt á að fólk ætti ekki að henda dagildi. - Albert Kristmann Hallsson á skrifstofu sinni. Morgunblaðið/Albert Kemp Þrjátíu ára fermingarböm hittast Trékyllisvík. í TILEFNI þess að þrjátíu ár eru liðin frá fermingu sinni ákváðu nokkur fermingarbörn séra Magnúsar Runólfssonar í Árnesi að koma saman og gera sér glaðan dag. 31. júlí sl. hitt- ust þau í Finnbogastaðaskóla, gamla skólanum sínum, og héldu upp á fermingarafmælið. Af ellefum börnum sem fermd voru 6. maí 1962 eru aðeins tvö enn búsett í hreppnum en hin halda þó tengslum við heimasveit sína og koma þangað reglulega. Til þess að minnast þessara tíma- móta ákváðu þau að gefa Finn- bogastaðaskóla eitthvað_ sem nýst gæti við skólastarfið. í samráði við Ragnhildi Birgisdóttir skóla- stjóra var ákveðið að gefa hefil- bekk til að bæta aðstöðu til smíða- kennslu. Að lokinni afhendingu var svo haldin matarveisla, bemskubrek rifjuð upp og slegið á létta strengi. - V. Hansen Sigurður Kristins- son - Kveðjuorð Fæddur 27. október 1912 Dáinn 26. júlí 1992 Þegar góðir vinir ljúka för sinni hér á jörð er manni tamt að líta yfír farinn veg, skoða lífshlaup hins látna, rifja upp liðnar stundir og skoða samskiptin við þann sem er að kveðja. Oftast verða ákveðn- ir þættir öðrum yfírsterkari og i minningunni um vin minn, Sigurð Kristinsson, sem nú hefur kvatt þetta tilverustig, stendur upp úr sú mikla hlýja og velvild, sem hann sýndi mér og mínum alla tíð allt frá því ég kom fyrst á heimili hans sem kornungur drengur og alla tíð síðan. Mér er ljúft og skylt að minnast Sigurðar með nokkrum orðum við leiðarlok. Sigurður fæddist í Reykjavík og var fímmti í röðinni af sex systkina hópi í dæmigerðri álþýðufjölskyldu þessara tíma þar sem lífsbaráttan var hörð og hver vinnufær hönd til aðstoðar við framfærslu §01- skyldunnar var vel þegin. Hann mun því fljótt hafa tekið til hend- inni við fískvinnu og fleira sem til féll. Um þessar mundir var bílaöld- in að ganga í garð og eins og fleiri ungir menn heillaðist Sigurður af þessari nýju tækni og sautján ára gamall var hann farinn að aka rútu hjá Steindóri, einkum norður í land og suður með sjó. Um 1943 hóf hann síðan akstur á eigin leigu- bíl hjá Hreyfli og stundaði leigu- akstur allt til ársins 1960 að hann hætti leiguakstri og gerðist verk- stjóri hjá Pétri Kr. Ámasyni, sem á þessum árum var umsvifamikill byggingaverktaki. Hjá honum starfaði Sigurður u.þ.b. áratug. Siðasta áratuginn af starfsævi sinni vann Sigurður síðan hjá Áhaldahúsi Seltjarnamesbæjar og lauk þar farsælli starfsævi sinni. Sigurður kvæntist 5. júní 1943 móðursystur minni, Huldu Þor- bergsdóttur frá Jaðri í Garði og þar steig hann eflaust sitt mesta gæfuspor í lífinu því allir sem til þekkja vita, hversu vel Hulda reyndist manni sínum, ekki síst í erfíðum veikinum síðustu árin. Hjónin bjuggu fyrst á Rauðarár- stíg 13, síðan í húsi sem þau byggðu sjálf við Granaskjól 28 og síðast að Unnarbraut 28. Sigurður og Hulda eignuðust þijár dætur, en þær em: Bergþóra f. 2. mars 1944, Guðrún Kristín f. 31. desem- ber 1947 og Jórunn Hulda f. 2. apríl 1953. Aður, þ.e. 25. desem- ber 1935 hafði Sigurður eignast soninn Kristin með Sigríði Jóns- dóttur. Barnabömin eru orðin 10 og bamabarnabörnin 2. Síðustu árin urðu Sigurði vini mínum erfíð. Fljótlega eftir að hann lét af störfum hófst illvíg barátta við ólæknandi sjúkdóm, sem magnaðist stig af stigi og lauk með sigri mannsins með ljáinn. Það hefur verið aðdáunarvert að sjá þá nærgætni og þolinmæði, sem Hulda og dæturnar hafa sýnt í þessari erfíðu baráttu. Síðustu tvö árin dvaldi Sigurður á Hjúkranar- deild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur þar sem hann lést 26. júlí sl. Persónulega á ég honum Sigga Kristins margt að þakka. Á heim- ili hans og Huldu frænku dvaldi ég langdvölum í æsku, til dæmist þegar dapurt heilsufar sveinsins gerði nálægð við færastu lækna þess tíma nauðsynlega. Ófá munu þau skiptin sem Siggi rauk til og sótti lækni þegar heilsufar undir- ritaðs dapraðist, enda mun hann stundum hafa sagt í gamni: „Ég á nú lífíð í honum“. Á heimili Sigga og Huldu var ávallt gott að koma og fínna, hve maður var innilega velkominn. Þær stundir era og verða ijársjóður í minningunni og fást seint fullþakkaðar. Ég kveð Sigurð vin minn með þökkum fyrir allt og von um, að á núverandi tiverastigi líði honum vel. Margt er ósagt hér að framan, margar góðar minningar, sem ég kýs fremur að eiga með sjálfum mér en setja á prent. Guð blessi minningu Sigurðar Kristinssonar. Guðmundur Jóelsson. Afmælisrit í tilefni 80 ára skátastarfs SÉRSTÖK afmæl- isútgáfa Skáta- blaðsins hefur ver- ið gefin út vegna áttatíu ára afmælis hreyfingarinnar á þessu ári. Undirtit- Ul blaðsins er „Skátastarf á ís- landi í áttatíu ár“ og er efni þess I samræmi við það. Ritstjóri blaðsins var Helgi Gríms- son. í ritstjórnargrein segir að í ár séu einn- ig 70 ár liðin frá upp- hafí starfs kven- Fjölmargar myndir prýða afmælisritið, m.a. þessi af ungum skátum, þeim Sverri og Dav- íð Sch. Thorsteinssyni og Snorra Karlssyni. skáta, 60 ár frá stofnun Hjálpar- sveita og í 50, ár hefðu skáta- íþróttir verið stundaðar á Úlfljóts- vatni. Þar segir og að blaðið helg- ist öllum þessum merku áföngum í sögu skátastarfs á íslandi. Ýmsir rita ávörp í afmælisblað- ið og má þar nefna Barböru G. Hayes, formann alþjóðasamtaka kvenskáta, Ólaf G. Einarsson, menntamálaráðherra, og Vigdísi Finnbogadóttur forseta Islands. í blaðinu er auk þess að fínna fjöl- mörg viðtöl við skáta og pistla þar sem gjarnan er litið um öxl. Séilia'ðiujíar i l>loimi»Urr> liiiginii \ iri öll la Uila-ri ®blómaverkstæði 1 INNAfel Skólavörðustíg 12. á liorni Hergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.