Morgunblaðið - 08.08.1992, Page 26

Morgunblaðið - 08.08.1992, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 m&nm Hjá okkur hefur ekkert tek- ið neinum breytingum nema heimilisfangið. * Aster... 7-8 ... þegarhann fyllir flestar síður í dagbókinni. TM Reg U.S Pat Off.—all rights reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate Ég komst ekki heim fyrr vegna yfirvinnunnar... JMtogmiMiifeito BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Slys eða ásetningnr? FráJóhanni F. Guðmundssyni: Morgunblaðið: Sunnudagur 26. júlí 1992. Fyrsta frétt á forsíðu: Var Kristur fráskilinn faðir? Hver getur verið tilgangur slíkrar fréttar? Tel- ur Morgunblaðið í alvöru að líkur séu á því að búið sé að kollvarpa því sem er grundvöllur kristinnar trúar, upprisu Jesú Krists? Ég vísa til orða Páls postula: En ef Kristur er ekki upprisinn, er trú yðar fánýt. Þér eruð þá enn í syndum yðar. (1. Kor.) Ég rakst á eftirfarandi í kristi- Iegu smáriti, „Our Daily Bread“ nýlega, sem mér fínnst vel við hæfi að komi fram vegna þessa tilefnis. Yfírskrift greinarinnar er: Tveir hrokafullir ráðamenn. „Því hver sem upphefur sjálfan sig mun auðmýktur verða, en sá sem auð- mýkir sjálfan sig mun upphafmn verða. (Lúkasar guðspjall.) Hvað er sameiginlegt með Nebúkadnesar konungi hinnar fomu Babýlon og Nikolai Ceau- sescu forseta Rúmeníu? Báðir voru miskunnarlausir harðstjórar, sem misstu völd sín. Nebúkadnesar gortaði af því að hafa byggt hina miklu borg Babýlon með sínum eig- in mætti. „Er þetta ekki sú hin mikla borg Babýlon, sem ég hef reist að konungssetri með veldis- styrk mínum og tign minni til frægðar?" Guð auðmýkti hann og sendi út meðal dýra merkurinnar andlega sjúkan. (Daníel, G. test- am.) Ceausescu sem í mörg ár af mikilli grimmd ofsótti hina kristnu og lét taka af lífí þá sem hann taldi hættulega fyrir sig og völd sín. Hann fyrirskipaði ríkisópemnni að gera tónverk sér til dýrðar, þar sem þessi orð kæmu fram í texta verksins. „Ceausescu er góður, réttlátur og heilagur." Þetta verk skyldi síðan leikið og sungið á 72. ára afmælisdegi hans 26. janúar 1990. En 25. desember 1989 voru hann og kona hans tekin af lífí. Jafnvel þótt honum væri steypt af stóli um leið og byltingin gekk yfir í Austur-Evrópu, eru margir kristn- ir menn sem sjá endalok hans sem verk Guðs. Rúmeni, Peter Dugulescu, sagði að hér væri um að ræða afleiðingu þess að taka fyrir sig þann heiður sem Guði einum ber. Guð sendir ekki alltaf strax dóm þeim til handa sem ræna guðdómi Hans eða leit- ast við að ræna Hann þeim heiðri sem Honum ber, en fyrr eða síðar kemur fram sannleikur Guðs orða: „Því hver sem upphefur sjálfan sig mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig mun upphaf- inn verða.“ „Þeir sem ráða fyrir mönnum, ættu að lúta ráðum Guðs.““ Hér lýkur greininni. Að lokum: „Það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þið gjört mér.“ (Matt. guðspjall.) „Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða, það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.“ (Galata- bréfið.) Jesús er upprisinn, samanber Hann er ekki hér, hann er uppris- inn. (Lúkasar guðspjall.) Kraftur upprisunnar verður ekki brotinn. Jesús er og verður sonur Guðs. Frelsari mannanna, þeirra sem á Hann trúa, en sárt var og ógeðfellt að lesa þessa frétt í Morg- unblaðinu á sunnudagsmorgni. JÓHANN F. GUÐMUNDSSON Látraströnd 8, Seltjamarnesi HEILRÆÐI C <\ Mikilvægt er að stigaop séu lokuð þar sem lítil börrí eru á ferð. HÖGNI HREKKVÍSI ,/HANlN ððS& ÖNESlNTMI." Víkverji skrifar eir sem þurfa að fara til lækn- is hafa sjálfsagt margir lent í þeirri óskemmtilegu reynslu að bíða lon og don á biðstofunni áður en röðin kemur að þeim, jafnvel þótt þeir eigi pantaðan tíma. Vík- veiji varð vitni að slíku í vikunni þegar hann fylgdi aldraðri vinkonu sinni til viðtals við lækni á heilsu- gæslustöð. Konan, sem er hátt á áttræðisaldri, átti pantaðan tíma kl. 16.15 og var komin á staðinn kl. 16, til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Víkveiji leit við kl. 16.45, til að aðgæta hvort konan væri búin að sinna erindi sínu. Svo reyndist ekki vera, því hún beið enn á bið- stofunni, hálfri klukkustund eftir að tími hennar átti að heíjast. Það var svo ekki fyrr en kl. 17.20 sem hún loksins komst að og var þá orðin afar þreytt á að sitja á biðstof- unni í rúma klukkustund. Eina skýringin sem reynt var að bera á borð var sú að læknirinn væri að leysa aðra heilsugæslulækna af í sumarfríi þeirra og hefði því svo mikið að gera. Víkveiji hefur hins vegar sjálfur lent í svipuðu svo oft, og heyrt frásagnir annarra af langri bið á læknabiðstofum, að hann get- ur ekki annað en velt þvi fyrir sér hvort læknar ætla ekki sjúklingum sínum of skamman tíma. Svo þegar líða tekur á daginn eru allir viðtals- tímar komnir úr skorðum og sjúk- lingar mega bíða drjúga stund. Þó oft geti sjálfsagt verið erfitt að koma í veg fýrir slíkt væri afsökun- arbeiðni í það minnsta ekki óeðlileg. xxx Víkveiji bíður óþreyjufullur eftir því að hið nýja, glæsilega listasafn á Korpúlfsstöðum verði fullbúið. Þarna verður Erró-safnið, listaverkagjöf Errós til íslendinga, til húsa, ásamt deild frá Listasafni Reykjavíkur, fjölnota sal fyrir leikr list, fundi, upplestur og tónlist, list- bókasafni og aðstöðu til rannsókna- starfa. Markús Örn Antonsson borgarstjóri sagði réttilega í sam- tali við Morgunblaðið að húsið verði ekki einungis menningarmiðstöð fyrir Reykvíkinga og landsmenn alla, heldur alþjóðlegt listasafn sem muni vekja athygli og áhuga víða um lönd. Og ekki lét Erró upphaf- legu gjöfína nægja, því hann vinnur nú að tólf nýjum myndverkum sér- staklega fyrir þetta safn. Sjálfsagt eiga einhveijir eftir að fetta fingur út í kostnaðinn við framkvæmdimar á Korpúlfsstöð- um, sem áætlað er að verði 1,4 milljarðar, enda fer stórhugur oft fýrir bijóstið á þeim sem smærra hugsa. Víkveiji átti þess kost að ganga um salarkynnin á Korpúlfs- stöðum fyrir nokkru ásamt franska arkitektinum Philip Bartelemy, sem Erró tilnefndi til að vinna að safn- inu. Hugmyndir arkitektsins að þeim hluta hússins voru margar stórbrotnar og Víkveiji þorir að fullyrða að þarna verður afar glæsi- legt um að litast þegar framkvæmd- um lýkur. Korpúlfsstaðir verða glæsileg eign Reykvíkinga og þjóð- arinnar allrar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.