Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 2
2f ' &
MÓRGUfíBLÁÐIÐ 'áílNífrúbÁGUR $^08]^
eftir Ellý Vilhjólms
Sannarlega er hún glæsileg bóndadóttirin fagra úr Borgar-
firði sem hleypti heimdraganum fyrir mörgum árum og
lifði eins og prinsessa í Argentínu þar sem hún var gift
milljónamæringi, á dollaravísu vel að merkja. Raunar hef-
ur líf hennar verið eins og það birtíst okkur stundum á
hvíta tjaldinu, ljúft líf þar sem heimsborgarar voru aðal-
söguhetjurnar, frægir leikarar og annað „þotulið“. Það
þótti ekkert tiltökumál að skreppa frá Buenos Aires í Arg-
entínu til Frakklands til þess eins að fá sér góðan málsverð
á veitingastaðnum Maxim í París.
Meó hljómsveitarstjóranum vinsœla, Xavier Cugat, og vinkonu
ó nseturklóbbi i Madrid.
tíma. Ég man, að einu sinni vorum
við með eldfjörugu fólki, sendiherr-
um og öðrum frammámönnum, og
þá dettur einum'það snjallræði í
hug að skreppa til Maxim í París
í mat. Nú, það var pöntuð flugvél
með það sama og haldið þangað
og farið á fínasta hótel þar sem
dvalið var í sólarhring. Eftir að
hafa skemmt sér í París var snúið
til baka, og þetta þótti ekkert til-
tökumál.“ I Buenos Aires keypti von
Gravenhorst nýja og glæsilega íbúð
fyrir þau hjón, fullbúna öllu því
besta sem fáanlegt var. Þjónustu-
fólk var á hveiju strái að ekki sé
minnst á einkabílstjóra. Hvernig
eyddi Erla eiginlega tímanum?
Anna Erla Gravenhorst og barón Arnold von Gravenhorst á
flugvellinum i New York 1960 á leió til íslands.
Anna Erla Ross heim-
sótti fomar slóðir í
sumar, en í þau
þijátíu og sjö ár sem
hún hefur búið er-
lendis hefur hún
komið til Íslands
ekki sjaldnar en einu sinni á ári og
stundum hefur hún komið tvisvar
sama árið. Hún varð sextug 24.
apríl sl. og hélt upp á það með því
að fara með eiginmanni sínum,
Michael Ross í viku skemmtisigl-
ingu í Karabíska hafinu með S.S.
Norway, annáluðu lúxusskipi.
Úr sveit í borg
„Það er sko sannkallaður lúxus
um borð í því skipi. Ég hélt að ég
kallaði ekki allt ömmu mína í þeim
efnum, en samt var hægt að koma
mér á óvart." Erla, eins og hún er
gjaman kölluð, segir um þetta um
leið og hún brosir sínu fallega brosi
sem margan hefur heillað. Það er
reyndar alveg ótrúlegt að þessi
kona skuli vera sextug. Húðin er
slétt og áferðarfalleg og augun
áberandi björt og falleg, sérkenni-
lega gulgrá. Hið ljúfa líf hefur sann-
arlega ekki farið illa með hana. En
hvað kom til að borgfírska bónda-
dóttirin sem alin var upp í mikilli
fátækt fór langt út í heim?
„Þegar faðir minn, Magnús
Finnsson, lést árið 1946 leystist
heimilið upp og mamma, Sigríður
Guðmundsdóttir, flutti með okkur
systumar, sem vomm eftir heima,
til Reykjavíkur. En við systkinin
vorum tíu, átta stúlkur og tveir
drengir. í Reykjavík vann ég við
að passa böm og reyndi að sjá fyr-
ir mér eins og best ég gat. Þegar
ég var um tvítugt giftist ég manni
að nafni Óskar Arnason og eignað-
ist með honum soninn Magnús. Við
vomm gift í tvö ár, en 24. nóvem-
ber 1955 hitti ég Herman Pilnik
skákmeistara og líf mitt umturnað-
ist. Það varð ást við fyrstu sýn,
alveg eins og það gerist heitast í
ástarsögunum! Nú, skilnaður við
eiginmanninn var í höfn innan viku
og þremur vikum seinna fór ég til
Hollands með Herman Pilnik. Hann
skildi við eiginkonu sína og við gift-
um okkur. I Hollandi bjuggum við
í sex mánuði, en Hennan tefldi
mikið á þessum tíma. Ég kynntist
mörgu skemmtilegu fólki og allt var
svo óumræðilega stórfenglegt og
spennandi. Maður skyldi nú ætla
að ég hefði verið einangmð þar sem
ég talaði aðeins íslensku, en Her-
man lærði málið nógu vel á sjö
dögum til þess að við gátum talað
saman án erfiðleika. Hann var mik-
ill málamaður og talaði ein tíu
tungumál. Þama sést hveiju ástin
getur áorkað, orð nánast óþörf, að
minnsta kosti til að byija með.“
Ástin söm við sig
„Frá Hollandi fómm við til París-
ar og bjuggum þar í aðra sex mán-
uði, og þar hélt ævintýrið áfram.
Það er ekki hægt að lýsa París.
Maður verður að vera þar til að
skynja dásemdina. París hefur alltaf
verið minn draumastaður."
Erla segir að þau hjón hafi eytt
þremur mánuðum á íslandi eftir
Parísardvölina, en síðan lá leiðin til
Buenos Aires í Argentínu. „Og ekki
vom ævintýrin síðri þar. Mér fannst
lífið svo stórkostlegt á þessum tíma
að ég held að mér hafi nægt lífsloft-
ið og ástin. Annað þurfti ég ekki.
Ailt var nýtt fyrir mér og ég var í
sjöunda himni alla daga. Þarna tók
ég mig til og lærði bæði ensku og
spænsku því íslenskan dugði
skammt út fyrir heimilið. Ég kynnt-
ist fjölda fólks þar sem Herman
þurfti víða að koma vegna starfs-
ins, og samkvæmislífíð var mikið
stundað. Síðan er það 24. desember
1958 að við fömm á næturklúbb.
Þegar við göngum inn heyri ég
mann segja: „What a beautiful
lady!“. Síðan heilsar hann og býður
okkur jafnframt að setjast við borð-
ið hjá sér og skenkir okkur kampa-
vín. Og þar sá ég í fyrsta skipti
barón Arnold von Gravenhorst. Eft-
ir nokkra dvöl í næturklúbbnum
bauð hann okkur til gleðskapar sem
haldinn var í stórglæsilegri lysti-
snekkju sem hann átti. Eg hafði
ekki við að meðtaka alla dýrðina.
Aldrei hafði ég séð annað eins. Það
var svo í janúar sem hann bauð
okkar í sumarvilluna sína sem er í
Punta del Esta í Úrúgvæ og ríki-
dæmið var svo yfírgengilegt að það
er vart hægt að lýsa því. Ekkert
nema peningar, peningar, peningar.
Þessi staður líktist helst Monte
Carlo í Evrópu."
Auðvelt er að ímynda sér bónda-
dótturina ungu frá Islandi fá stjöm-
ur í augun af öllu demantablikinu
og glæsileikanum. Líklega hefur
hana ekki gmnað í upphafí dvalar
sinnar á þessum milljónastað hver
endalokin yrðu. En enginn veit sína
ævina.. .
Máttur demantanna
„Herman þurfti að fara á skák-
mót í Plata del Mar og sagði mér
að vera bara eftir á þessum glæsi-
lega stað. Það væri ólíkt skemmti-
legra fyrir mig heldur en að hírast
á einhveiju hótelherbergi á meðan
hann sinnti taflmennskunni. Og það
varð úr.“
Án efa misreiknaði Herman
þennan leik sinn og sá leikslokin
ekki fyrir. Hann lék af sér. „Já, það
gerði hann blessaður. Ég var hrein-
lega keypt með demöntum og meiri
demöntum. Þú veist hvað stendur
í textanum góða mín......demant-
ar eru bestu vinir konunnar". En
baróninn var svo yfirgengilega hrif-
inn af mér að hann vildi giftast mér
í einum logandi hvelli".
Því hafði verið fleygt að barón
þessi hefði verið miklu eldri en Erla.
„Já, hann var eldri en ég, en ég
nenni ekkert að tala um það. Ald-
ursmunurinn kom mér einni við.“
Erla hlær og bandar annarri hend-
inni út í loftið til áherslu. Neglur
hennar eru geysilega langar og
lakkaðar skærum lit og ekki eru
hringirnir af verri endanum. Vafa-
laust eiga þeir sína sögu.
„Það er dálítið erfítt fyrir mig
að reyna að skilgreina hvað raun-
verulega gerðist fyrir öllum þessum
árum. Við þroskumst öll og breyt-
umst með tímanum. Atvik sem þessi
henda fólk aðeins þegar það er
ungt og ævintýraþráin svellur enn
í blóðinu. Hugsaðu þér til dæmis,
að í hvert sinn sem baróninn bauð
mér út á þessum tíma, sem var
nánast á hveiju kvöldi, beið mín
ávallt pakki á borðinu okkar á veit-
ingahúsinu sem hafði að geyma
demantshring, emerald, rúbín,
smaragð eða eitthvað álíka. Þetta
er ómótstæðilegt fyrir unga stúlku.
Og ekki skemmdi lystisnekkjan fyr-
ir, en þangað safnaðist fólk til að
skemmta sér. Þarna kynntist ég
Ara Onassis, þeim fræga skipa-
kóngi, en baróninn og hann voru
skólabræður. Hann bauð okkur oft
í gleðskap. Að vísu vissi ég ekkert
um hann þá og fannst hann ekkert
Erla og eigínmaóur hennar Michael Ress arkitekt í heimsókn
á islandi um jólin árió 1991.
Herman Pílnik og Erla í Buenos Aires 1958
medan allt lék i lyndi.
merkilegri en aðrir sem ég átti sam-
neyti við. Vissi bara að hann var
óstjómlega ríkur.“
Ástin kvödd
Það hlaut að koma að skilnaði
þeirra Erlu og Pilniks. Gekk hann
hljóðalaust fyrir sig?
„Já, auðvitað skildum við Pilnik.
Það sem Amold von Gravenhorst
vildi fékk hann. Það var allt saman
keypt. Peningar eru sterkt afl.
Hann keypti handa mér íbúð þegar
við komum tilbaka frá Punta del
Este, sem ég flutti í. Síðan þegar
Herman kom heim var ég bara far-
in. Svo undarlegt sem það hljómar
ríkti ástin enn á milli okkar Her-
mans og því varð mikið um grát
og grístran tanna. En ég kaus ævin-
týrið sem ég eygði framundan í
staðinn fyrir ástina."
Anna Erla varð frú Gravenhorst
og lífið lék við hana, eða var það
ekki?
„Jú, sannarlega. Ferðalög og
skemmtilegar veislur tóku dijúgan
„Ég get alveg trú-
að þér fyrir því að
það er ærinn starfí
að vera gift manni
eins og iðjuhöldinum
barón von Graven-
horst. Alltaf að vera
tilbúin í þessa eða
hina veisluna, leik-
hús og óperuna, fyr-
ir nú utan að taka á
móti fólki og sinna
því heima hjá okkur,
sem kom oft fyrir.
Þekktasta skart-
gripaverslunin í Bu-
enos Aires fékk mig
til auglýsa gripina
sína með því að láta
mig bera þá við sýn-
ingar í óperunni, og
síðan birtust myndir
af mér í blöðunum
daginn eftir þar sem
vakin var athygli á
þeim. Verðir stóðu
álengdar á meðan
sýning stóð yfír og
tóku síðan skartgri-
pina til baka þegar
heim var komið. Ég
hef ekki hugmynd
um hvers virði þeir
voru, en það skipti
milljónum."
Áður en skilið er
við Argentínu segir
Erla frá hrollvekj-
andi atviki sem henti hana og vin-
konu hennar.
„íslensk vinahjón mín heimsóttu
okkur einu sinni í Buenos Aires og
ég fór með vinkonunni til Santiago
í Chile þar sem hún átti vini. Einn
morguninn vöknuðum við með Iát-
um þar sem allt var á fleygiferð,
eins og í stórsjó. Ljósakrónurnar
hringsnerust, hlutir hentust til og
við heyrðum hróp og köll. Það var
þá þessi hryllilegi jarðskjálfti að
ganga yfir. Við flýttum okkur út á
flugvöll til þess að komast í burtu
frá þessum ósköpum. Þegar þangað
var komið sáum við flugvél í að-
flugi og hún lenti bara beinustu
leið inn í jörðina. Jörðin hækkaði
svo skyndilega. Nefíð stóð á bóla-
kafí. Ég var svo viss um við kæm-
ust aldrei lifandi frá þessum hryll-
ingi. í öllu óðagotinu sem þarna var
komumst við þó inn í okkar vél og
urðum að bíða í 45 mínútur eftir
flugtaki. Þá segi ég við flugstjór-
ann, að það megi til með að gefa
fólkinu eitthvað — hann verði að