Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 C 5 • • LOGFRÆDI /Er naubsynlegt ad breyta stjómarskránni? Stjómarskmin ogEES SKIPTAR SKOÐANIR hafa verið meðal lögfræðinga um það hvort EES- samningurinn sé samrýmanlegur stjórnarskránni. Af þeim sem hafa lagt eitthvað til málanna hefur aðeins einn þeirra, Guðmundur Alfreðsson þjóðréttarfræðingur, talið samninginn ótvírætt bijóta í bága við sljórnarskrána. Aðrir hafa talið leika vafa þar á. Aðeins einn efasemdarmannanna BjÖrn Þ. Guðmundsson prófessor hefur fært ítarleg rök fyrir skoðun sinni. Aðrir efasemdarmenn úr hópi lögfræðinga hafa ekki á opinberum vettvangi sett fram röksemdir sem skipta máli fyrir þessa umræðu. Umræðan um EES og stjórnar- skrána hefur smátt og smátt beinst að því hvort samningurinn feli í sér framsal á framkvæmda- valdi og dómsvaldi. Virðist sem menn séu sam- mála því að ekki sé um ólögmætt framsal löggjafar- valds að ræða. Framkvæmda- valdið Eftirlit með framkvæmd sam- keppnisreglna EES-samningsins hvílir á tveimur meginstoðum; Eft- irlitsstofnun EFTA og EFTA-dóm- stólnum annars vegar og Fram- kvæmdastjórn EB og Dómstól EB hins vegar. Fyrrnefndu stofnanirn- ar þ.e. Eftirlitsstofnunin og EFTA- dómstóllinn fara með eftirlitið í EFTA ríkjunum, en stofnanir bandalagsins með eftirlit innan þess. í þessum hluta um fram- kvæmdavaldið verður athyglinni beint að hlutverki Eftirlitsstofnunar EFTA og byggir það á þeirri grein- ingu að það hlutverk sé rétt að fella undir framkvæmdavald. í 108.-110. gr. er að fínna ákvæði um Eftirlitsstofnun EFTA. Sérstakur samningur er gerður milli EFTA-ríkjanna um þessa stofnun (samsvarar framkvæmda- stjórn EB). Aðalatriðið varðandi hana er að hún getur fylgt ákvörð- unum sínum eftir með því að ákveða sektir eða févíti á hendur fyrirtæki eða einstaklingum ef þeir gerast brotlegir við samkeppnisreglur EES. Ákvarðanir Eftirlitstofnunar- innar eru fullnustuhæfar í einstök- um ríkjum. Fyrir ísland þýðir þetta að Eftirlitsstofnunin getur ákveðið sektir eða févítisgreiðslur á hendur íslensku fyrirtæki vegna brota þess á reglum EES og að sú ákvörðun er sjálfkrafa aðfararhæf hér á landi. íslenskir dómstólar geta ekki end- urmetið þá ákvörðun. í huga sumra felur þetta í sér ólögmætt framsal framkvæmdavalds. Áður en menn hrapa að þeirri ályktun er þó nauð- synlegt að hafa eftirtalin atriði í huga. (i) Heimild eftirlitsstofnunarinn- ar er bundin við að um sé að ræða fyrirtæki sem eru af til- tekinni stærð sem hafa meira en 5% markaðshlutdeild á þeim markaði sem um er að ræða og heildarveltu upp á 200 millj. ECU (15 milljarðar ísl. kr.) og þurfa bæði skilyrð- in að vera uppfyllt. (ii) Eftirlit stofnunarinnar lýtur eingöngu að samkeppnisregl- unum, sem eingöngu varða fyrirtæki sem starfa á hinum alþjóðlega markaði EES, en skilvirkt og sameiginlegt eft- irlit með framkvæmd þeirra er í raun forsenda þess að markmið EES-samningsins náist. (iii) Heimild Eftirlitsstofnunar- innar tekur aðeins til þess að sekta fyrirtæki vegna brota á samkeppnisreglum EES. Hún getur í samræmi við það að- eins tekið til fyrirtækja sem starfa á þessum sameiginlega markaði EES. Til þess að samskipti íslenskra fyrirtækja komist undir lögsögu Eftirlits- stofnunarinnar þarf starfsemi þeirra að hafa áhrif á hinum sameiginlega markaði. Með þessu er lögð áhersla á fjöl- þjóðlegt eðli þessara við- skipta, sem ekki aðeins rétt- lætir þetta fyrirkomulag, heldur beinlínis gerir það nauðsynlegt. Þetta þýðir jafn- framt að starfi fyrirtækin að- eins á íslenskum markaði inn- an lögsögu íslands og sam- skipti þeirra hafa ekki áhrif á hinum sameiginlega markaði þjóðanna tekur lögsaga Eftir- litsstofnunarinnar ekki til þeirra. (iv) Ákvarðanir Eftirlitsstofnun- arinnar eru bundnar við sekt- ir eða févíti. Stofnunin getur því ekki beitt öðrum úrræðum eins og refsivist, sem þung- bærari teljast. Við mat á því hvort um framsal sé að ræða sem ekki rúmast innan stjórn- arskrár skiptir auðvitað máli hvers kyns úrræði það eru sem Eftirlitsstofnunin getur gripið til. (v) Fullnusta ákvarðana stofn- unarinnar fer að íslenskum lögum. (vi) Síðast en ekki síst er bent á að í lögum eru fyrir lagaheim- ildir þar sem viðurkenndar eru erlendar stjórnvaldsúrlausnir. Sú ráðagerð í EES-samningn- um, að ákvarðanir eftirlits- stofnunarinnar skuli vera fullnustuhæfar hér á landi, er ekki einsdæmi um þjóðrétt- arlega samninga sem íslend- ingar eru aðilar að. Hér má nefna: * Lög um heimild fyrir ríkis- ' stjórnina til að láta öðlast gildi ákvæði í samningi milli ís- lands, Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar um innheimtu meðlaga, nr. 93/1962. í 1. gr. samningsins er gert ráð fyrir að meðlagsúrskurðir (dómar) sem kveðnir eru upp í einhverju framangreindra ríkja skuli vera aðfararhæfir hér á landi. * Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að staðfesta fyrir íslánds hönd samninga milli Norðurlanda um aðstoð í skattamálum, nr. 46/1990. í 14. gr. samningsins segir að úrskurður í skattamáli sem skv. lögum aðildarríkis er að- fararhæfur, skuli viðurkenna sem aðfararhæfan í öðru að- ildarríki samningsins. Þótt framangreindar heimildir séu ekki að öllu leyti sambærilegar við heimildir Eftirlitsstofnunarinnar byggja þær á því sjónarmiði að lög- gjafinn geti á stjórnskipulega gild- an hátt viðurkennt sem aðfararhæf- ar erlendar stjórnvaldsúrlausnir. Þegar heimildir Eftirlitsstofnunar- innar eru skoðaðar og þær tak- markanir sem þær sæta verður ekki annað séð en að löggjafinn geti á sama hátt viðurkennt sem aðfarar ákvarðanir Eftirlitsstofnun- ar EFTA. Kjarni málsins varðandi Eftirlits- stofnunina er sá að hún tekur að- eins til eftirlits með framkvæmd samkeppnisreglna EES og til fyrir- tækja sem starfa á alþjóðlegum markaði EES. í öðru lagi er það viðurkennd regla í íslenskum rétti að löggjafinn geti á grundvelli þjóð- réttarsamninga veitt erlendum stjórnvaldsúrlausnum aðfararhæfi hér á landi og í þeim skilningi fram- selt í takmörkuðum mæli fram- kvæmdavald til stjórnvalda í öðrum eftir Davíð Þór Björgvinsson ríkjum. Þegar þetta er haft í huga, auk þeirra atriða sem að framan eru greind verður að telja að ákvæði EES-samningsins um hlutverk Eft- irlitsstofnunarinnar séu samrýman- leg stjórnarskránni. Dómsvaldið í 2. mgr. 108. gr. samningsins skuldbinda EFTA-ríkin sig til að koma á fót sérstökum dómstóli (EFTA-dómstóli). Hlutverk hans er í meginatriðum þríþætt. í fyrsta lagi dæmir hann í málum sem varða ákvarðanir eftirlitsstofnunarinnar vegna framkvæmdar EES-reglna í EFTA-ríkjunum. í öðru lagi dæmir hann í deilumálum er upp kunna að koma milli EFTA-ríkjanna inn- byrðis vegna framkvæmdar á EES- reglunum. í þriðja lagi getur EFTA- dómstólinn, til að stuðla að sam- ræmdri túlkun, gefið dómstólum í aðildarríkjunum ráðgefandi álit um túlkun EES-reglna. í 2. gr. stjskr. segir að dómendur fari með dómsvaldið. Ekki er um það deilt að það voru innlendir dótn- endur sem hafðir voru í huga. Á sama hátt og Eftirlitsstofnunin get- ur EFTA-dómstólinn tekið ákvarð- anir sem hafa bein réttaráhrif hér á landi. Þær eru m.ö.o. fullnustu- hæfar hér á landi. Hér er því á ferðinni sama álitaefnið og varðandi Eftirlitsstofnunina. Af þeirri ástæðu má að mestu vísa til þeirra sjónarmiða sem rakin voru hér að framan varðandi hana. Ennfremur er rétt að benda á að í lögum eru nokkrar heimildir þar sem viður- kenndar eru sem aðfararhæfar er- lendar dómsúrlausnir. Hér má nefna: * Norðurlandasamning um við- urkenningu dóma, sbr. lög nr. 30/1932. í 1. gr. samn- ingsins segir að aðfararhæfir dómar, sem gengið hafa í einhvetju samningslandanna í einkamálum, skuli einnig vera bindandi í hinum ríkjun- um. * í lögum nr. 69/1963 er mælt fyrir um fullnustu refsidóma sem kveðnir eru upp á Norð- urlöndum. í 1. gr. laganna segir að fullnægja megi hér á landi sektarrefsingu sem aðila hefur verið gerð í ein- hverju landanna og að sama eigi við um fullnægju ákvæða dóms um' upptöku eigna o.fl. Þá segir í 5. gr. að fullnægja megi refsivistardómum að vissum skilyrðum uppfyllt- um. * Hér má einnig nefna Lugano- samninginn. Samningurinn hefur verið undirritaður af íslands hálfu, en ekki enn hlotið staðfestingu. í honum er gert ráð fyrir að erlendar dómsúrlausnir geti orðið að- fararhæfar hér á landi, sé um ræða það sem kallað er „alþjóðlegt varnarþing". Með því er átt við að sakarefni og tengsl aðila máls þurfa að vera með þeim hætti að málið geti ekki talist sérís- lenskt eða varði aðeins ís- lenska hagsmuni. * Að síðustu má svo nefna hér 11. t. 1. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 (gildistaka 1. júlí nk.). Þar segir að aðför megi gera til fullnustu kröfum samkvæmt úrlausnum eða ákvörðunum erlendra dóm- stóla eða yfirvalda eða sátt- um gerðum fyrir þeim, ef ís- lenska ríkið hefur skuldbund- ið sig að þjóðarétti og með lögum til að viðurkenna slíkar aðfararheimildir, enda verði fullnusta kröfunnar talin samrýmanleg íslensku réttar- skipulagi. Lagaákvæðið byggir á því viðhorfi að lög- gjafinn geti almennt viður- kennt sem aðfararhæfar er- lendar dóms- eða stjórnvalds- úrlausnir hér á landi, svo lengi sem slíkar úrlausnir eru ekki andstæðar réttarskipu- lagi okkar. Um þessar heimildir gildir einnig að mestu það sem að framan sagði um stjórnvaldsúrlausnir. í þeim felst, að það er viðurkennd regla hér á landi að löggjafínn geti á stjórnskipulega gildan hátt veitt erlendum dómsúrláusnum aðfarar- hæfí hér á landi. Niðurstaðan varð- andi EFTA-dómstólinn verður því sú, að telja verður að ákvæði EES- samningsins um hlutverk EFTA- dómstólsins kalli ekki á breytingu á íslensku stjómarskránni. & EN M EIRIVERDLÆKKU síðustu daga útsölunnar VV N V , 50 QL aukaafsláttur /0 AF ÖLLUM BÚTUM # y SAR A^91-651660 kJ-L Jl 1 Jl Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.