Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992
C 3
opna barinn. Ég skuli borga. Fólkið
var yfirkomið af hræðslu. Eftir að
allir höfðu fengið dálítið hjarta-
styrkjandi að drekka fór ég að
syngja og allir tóku undir. Og þeg-
ar við fórum yfir Andesfjöllin sung-
um við hástöfum. Þvílíkur léttir að
komast heim til Argentínu aftur. í
þessum jarðskjálfta fórust yfir 200
manns.“
Haldið til New York
Þar kom að samband hjónanna
gliðnaði og Erla fór til New York,
þar sem hún varð innlyksa, eins og
hún segir. En ekki var gengið frá
skilnaði strax. Það var ekki fyrr en
síðar, og Erla tekur fram að hann
hafí ekki gengið þrautalaust fyrir
sig. Baróninn kom til New York og
vildi fá hana með sér til Buenos
Aires, en hún fann að það gat hún
ekki, og þar við sat. Líklega er
hægt að fá nóg af demöntum sem
öðru. Margir vina hennar voru í
New York, bæði argentískir og
bandarískir og hún stundaði
Anna Erla i gódra vina hópi ó Waldorf Astoria i New York. Só er situr fremst til vinstri er arab-
iskur prins, sem vissi ekki aura sinna tal.
Frá einni af glæsiveislum Önnu Erlu og barónsins á heimili
þeirra i Buenos Aires. Einn gestanna brosir blitt á móti Ijós-
myndaranum.
skemmtanalífið sem hún naut að
venju. Meðal vina Erlu er að finna
marga heimsfræga kvikmyndaleik-
ara og aðra f skemmtanaheiminum.
„Ég skrapp til Puerto Rico um
jólin 1953 og þá hitti ég Elísabetu
Taylor í fyrsta skipti og við drukk-
um saman kampavín. Við urðum
bestu vinkonur. Hún er afskaplega
skemmtileg kona og yndisleg, en
hún drakk kannski einum of mikið
af kampavíni, blessunin. Seinna
kynntist ég Richard Burton eftir
að þau Elísabet giftu sig og hann
var ekki síður skemmtilegur félagi.
Hann sagði alltaf að við værum
landar, þar sem hann var frá Wales,
sagði að ísland væri rétt hjá. Og
fyrst ég er að tala um þetta heims-
fræga fólk verð ég að minnast á
Liberace, þann elskulega mann.
Hann varð mikill vinur minn. Ég
kynntist honum á Flórída á
skemmtistað þar sem hann kom
fram. Ég fékk boð frá honum um
að drekka kampavínsglas með sér,
sem ég þáði, og sé ekki eftir því.
Við sátum í þijá tíma og töluðum
saman. Ég hitti hann margoft eftir
þetta. Nú, einu sinni var ég á lysti-
snekkju í þtjá daga þar sem meðal
annarra gesta voru þeir Engilbert
Humperdinck og Tom Jones. Þessir
þrír dagar eru meðal eftirminnileg-
ustu daganna í lífi mínu. Ég vil
helst ekki segja meira um það!“
Kennedy og fleira fólk
Það er af nógu að taka þegar
kafað er í ævintýrakistuna hennar
Erlu. Hún minnist þess að þegar
hún var búsett í Buenos Aires fóru
þau baróninn sem oftar á skemmti-
stað þar sem þau hittu fyrir Yul
Brynner og konu hans og Tony
Curtis og eiginkonu hans, Janet
Leigh. Eftir að hafa skemmt sér
þar saman fóru þau heim til baróns-
hjónanna og héldu þar áfram. Hún
segir að þetta fólk hafi án undan-
tekninga verið afar skemmtilegt og
þægilegt í viðmóti. Einni veislu man
hún eftir sem var ákaflega formleg
og vélræn.
„Það var í Hvíta húsinu. Þangað
var okkur boðið af John F. Kennedy
forseta Bandaríkjanna. Forsetafrú-
in, Jacqueline, var óskaplega stíf
og sagði aðeins hið allra nauðsyn-
legasta. Andrúmsloftið var þannig,
að manni fannst hún vera eins kon-
ar drottning. Það lá við að hún
væri ávörpuð „yðar hátign“. Síðan
hitti ég hana í New York eftir að
níaðurinn hennar dó, og þá var hún
öll önnur og talaði mikið við mig.
Hún var þarna í fylgd mágs síns,
Bobby Kennedy, og var augsýnilega
ekki búin að ná sér eftir þær hörm-
ungar sem hún hafði gengið í gegn-
um.“
Anna Erla segist eiga það sam-
eiginlegt með Frank Sinatra að
hafa verið vísað frá Mexíkó með
tuttugu og fjögurra klukkustunda
fyrirvara.
„Það var þannig að þeir voru
ekki sáttir við bólusetningarvott-
orðið mitt, sem var raunar nýtt, og
ég sagði þá vera „estupidos mexic-
anos“, eða bara vitleysinga, og það
þurfti ekki meira. Ut úr landinu
átti ég að fara með það sama og
ég átti aldrei að fá landvistarleyfi
aftur. Daginn eftir mátti sjá mynd
af mér á forsíðu helsta blaðsins í
Mexíkóborg þar sem sagði að ís-
lensk fegurðardís hefði móðgað
mexikósku þjóðina. Þeir eru svolítið
sérstakir í Mexíkó".
Hún segir Frank Sinatra vera
traustan vin ef hann vingast við
fólk á annað borð, en harður í horn
að taka ef hann vill það við hafa.
Jafnframt tekur hún fram að mönn-
um hafi reynst afar erfitt að drekka
þann fræga söngvara undir borð.
Orlagatalan 24
Erla vekur athygli nn'na á því,
að talan 24 kemur oft við sögu í
hennar lífi þegar um örlagaþræði
er að ræða. Fyrir það fyrsta er hún
fædd 24. apríl, hún fer í fyrsta
skipti erlendis hinn 24. desember,
Herman Pilnik kynnist hún 24. nóv-
ember, hún kynnist baróninum 24.
desember og fjórða eiginmanni sín-
um, Michael Ross kynnist hún 24.
apríl 1967.
„Það munaði bara hársbreidd að
ég giftist Egypta þegar ég var í
New York ein á báti. Hann var
óstjórnlega hrifinn af mér, há-
menntaður og heimsborgari. Það
gekk svo langt að hann keypti á
Barónshjónin von Gravenhorst
1960.
mig brúðarskartið hjá Saks á Fifth
Avenue og síðan átti ég að koma
á eftir honum til Kaíró; Ég var
búin að pakka öllu niður, farseðill-
inn kominn í töskuna og hvað eina.
Pan Am vélin átti að fara í loftið
klukkan níu, en hálfníu ákveð ég
að fara ekki fet. Það var allt í einu
eitthvað sem sagði við mig: „Farðu
ekki!“ og ég fór ekki. En ég kynnt-
ist honum heldur ekki hinn 24. ein-
hvers mánaðar!.“
í tali okkar Erlu kemur fram að
hún tekur hlutina eins og þeir koma
fyrir og er lítið fyrir að velta fyrir
sér liðnum atburðum og setja litla
orðið „ef“ fyrir framan. Ef ég
hefði... eða ef ég hefði ekki...
„Það borgar sig ekki að vera að
því. Það er búið sem búið er. Ég
reyni alltaf að sjá björtu hliðarnar
á öllu og umfram allt á öðru fólki.
meó vinum i Buenos Aires árió
Það finnst mér mest um vert. Það
má vel vera að einhveijir áfellist
mig fyrir að hafa kosið ríkidæmi
og fasta fótfestu í Iífinu, en þeir
um það. Mér fannst stórkostlegt
að geta keypt góða íbúð fyrir móð-
ur mína blessaða þegar ég kom
heim eitt árið, en til þess þurfti
peninga. Og ég hef alltaf elskað
skartgripi og hef eignast mikið af
þeim um ævina. Þess vegna fannst
mér afar skemmtilegt starfið sem
ég stundaði hjá Tiffany í New York.
Þar var ég sýningarstúlka og sýndi
skartgripi. Þegar um demanta var
að ræða klæddist ég svörtum kjól
en ljósum ef steinarnir voru litaðir.
Þega auðjöfrarnir ætluðu sér að
kaupa dýra gripi handa elskunum
sínum pöntuðu þeir tíma hjá Tiff-
any, það var hringt í mig og ég kom
fram með hina ýmsu skartgripi þar
til viðskiptavinurinn varð ánægður
og kaupin fóru fram. Þar sá ég
margan manninn, moldríka menn.
Sumir þeirra buðu mér út og stund-
um þáði ég það. Ég vil ekki nefna
nein nöfn, en mörg eru kunn.“
Balli bróðir og Julie Andrews
Þrátt fyrir allt sem Erlu hefur
hlotnast í þessi lífi af jarðneskum
gæðum og þrátt fyrir að hún hafi
ferðast um allan heiminn og séð
miklu meira en hún getur með góðu
móti munað stendur einn staður
óhaggaður í minningunni. Sá mikil-
verðasti, segir hún, og það er Borg-
arfjörðurinn þaðan sem hún er
upprunnin.
„Já, þetta hljómar kannski undar-
lega, en svona er það. Innst inni
er að fínna sveitastúlkuna sem
fæddist á kotbæ í Borgarfirði fyrir
sextíu árum. Þar er kjarni sem
breytist ekki. í öll þessi ár hef ég
haldið mínu íslenska ríkisfangi. Ég
er alltaf íslendingur og ég hef allt-
af heimþrá. Mig langar að koma
heim þegar aldurinn færist yfir.“
Þar sem Erla hafði tekið fram í
upphafi að umræðan ætti engan
veginn að vera á ljúfsárum nótum
vendum við okkar kvæði í kross og
ákveðum að slá botninn í spjallið
með ágætri sögu.
„Það var eitt sinn að Balli bróðir
kom að heimsækja mig til New
York, líklega í janúar 1964. Ég og
vinur minn buðum honum með okk-
ur á veitingastaðinn Henry IV, sem
var frægur staður. Þar var þá á
meðal annarra Julie Andrews með
vinum sínum og þau sátu rétt hjá
okkur. Við Balli töluðum saman á
íslensku því ég spurði frétta að
heiman eins og gengur. Allt í einu
snýr Julie sér að okkur og spyr
hvaða mál við séum að tala og við
segjum henni að við séum íslend-
ingar. í framhaldi af því minnist
ég á ákveðið lag við hana og Balli
fer að raula það, enda söngvinn
vinurinn, og það er ekkert með
það, að Julie tekur undir með hon-
um. Þetta endaði með þessum líka
dúndrandi skemmtilega dúett hjá
þeim Balla bróður og Julie
Andrews. Þau sungu Volga, Volga
og einnig einhvern dúett, sem ég
man ekki lengur hver var, við fá-
dæma góðar undirtektir gestanna,
sem áttu ekki von á þessu óvænta
skemmtiatriði. Heyrðu, veistu það
að nú riijast upp fyrir mér hitt og
þetta, bráðskemmtilegar sögur sem
gaman væri að flytu hérna með.
En ég held að það sé best að við
geymum þær til betri tíma.“
Höfundur er söngkona og hefur
skrifað greinar og viðtöl fyrir
Morgunblaðið.
MnLfeifr
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNN!
Á JÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
TILBOÐ OSKAST
í MMC Montero LS 4 x 4 (Pajero) árgerð ’90
(ekinn 14 þús. mílur), Chevrolet Astro Van ár-
gerð ’89 (ekinn 24 þús. mílur), Ford Bronco II
(Eddie Bauer) 4x4 árgerð ’88 (ekinn 46 þús.
mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á
Grensásvegi 9, þriðjudaginn 25. ágúst
kl. 12-15.
Ennfremur óskast tilboð í Ford strætisvagn
B-700 árgerð ’78.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA