Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992
C 13
I sviósljósinu / Golfmeistararnir Karen Sævarsdóttir og Úlfar Jónsson
Atvinnu-
mennskan
eftir Guðna Einarsson og Sindra Freysson
SVIÐSLJÓSIÐ skein skært á íslenska golf-
leikara um síðustu helgi. Úlfar Jónsson
varð Norðurlandameistari á móti sem
haldið var í Grafarholti og lék einnig með
íslensku karlasveitinni sem sigraði f sveita-
keppninni. Karen Sævarsdóttir varð íöðru
sæti f einstaklingskeppni. Hún keppti og
með liði stúlkna sem varð í þriðja sæti,
aðeins tveimur höggum á eftir Svíum og
Norðmönnum. íslenskir golfleikarar hafa
aldrei fyrr í sögu íþróttarinnar hérlendis
náð viðlfka árangri íkeppni.
Sigurganga Úlfars
hefur verið nær
óslitin á íslenskum
mótum síðastliðinn
áratug, allt frá því að hann
varð meistari drengja árið
1982 og til íslandsmeistara-
titilsins í ár. En hvernig var
að verða Norðurlandameist-
ari í golfi?
„Ég neita því ekki að þetta
var stórkostleg tilfínning,“
segir Úlfar, „einkum vegna
þess að þama náði ég tak-
marki sem stefnt hefur verið
að lengi. Að ná því loks er
einstæð upplifun. Sumarið
hefur verið eitt það besta á
mínum ferli, ég hef spilað
vel í Grafarholtinu, þannig
að ég vissi að möguleikar
mínir voru töluvert miklir.
Því miður eru engir peningar
í áhugamannamótum, en
sigurinn gerir manni kleift
að takast á við hærri mark-
mið og stefna enn hærra.“
„Um síðustu helgi náði ég
mínum besta árangri til
þessa,“ segir Karen Sævars-
dóttir um Norðurlandameist-
aramótið. En er það eftir-
minnilegast á ferlinum til
þessa? „Satt best að segja
þótti mér einna skemmtileg-
ast á Akureyri í fyrra á Norð-
urlandameistaramóti ungl-
inga. Þar náði ég öðru sætinu
og síðasta hringinn í mótinu
spilaði ég á 69 höggum, mig
langar að endurtaka það.
Annars lifir svo margt í
minningunni."
Þau Karen og Úlfar voru
bæði mjög ung að árum þeg-
ar þau kynntust golfíþrótt-
inni. Úlfar minnist fyrstu
sporanna á vellinum: „Ég
byrjaði í golfi 1978—1979,
þá níu ára gutti og reyndist
auðvelt fyrir pabba að
kveikja í mér bakteríuna.
Um leið og ég var kominn á
bragðið fann ég að þessi
íþrótt myndi henta mér
áfram og að ég gæti hugsan-
lega náð allnokkrum árangri.
Maður er ekki háður lyfjum
í golfi né takmarkast ástund-
un hennar af aldri og er í
raun frjáls að mestu. Ég get
verið í eigin hugarheimi að
æfa, þarf ekki að treysta á
liðsheild eða félaga frekar
en ég vil, og allt hentar þetta
skapgerð minni fullkomlega.
Sjálfur reyni ég að keppa
fyrst og síðast við völlinn og
eigin getu, miða þá við fyrri
árangur og leitast við að
bæta mig dag hvern, finn
það enda best hvenær ég er
í framför og hvenær ég stend
í stað. En fyrir utan einstakl-
ingshyggjuna, fylgir íþrótt-
inni góður félagsskapur og
sameiginlegur áhugi sem
nánast er óbilandi, þannig
að hún býður upp á flesta
kosti. Á yngri árum leit ég
upp til þeirra bestu, bæði til
þeirra sem voru í fremstu röð
á íslandi og einnig til stjarn-
anna sem maður las um í
tímaritum og barði augum í
sjónvarpinu. Þeir vöktu með
mér viljann til að stefna í
fremstu röð og ég hef alltaf
látið eftir mér að hafa stóra
drauma og háfleyg markmið,
því að öðrum kosti er jafn
gott að leggja frá sér kylf-
urnar. í dag lít ég risana í
þessari íþrótt öðrum augum
en ég gerði, en á mér samt
fyrirmyndir. Sérstaklega
virði ég golfleikara sem
skara fram úr vegna ein-
beitni og aga er einkennir
vinnubrögð og leikstíl þeirra.
Um er að ræða menn sem
hafa unnið ótal sigra, en eru
alltaf að keppast við að verða
betri og betri og tapa aldrei
hungrinu eftir sigri. Þessir
eiginleikar eru hollir íþrótta-
mönnum."
Karen Sævars-
dóttir átti vart
annarra úr-
kosta en að
axla kylfurnar í bernsku.
„Það var enginn heima á
sumrin, allir á golfvellinum
svo ég fór bara með.“ Ekki
er ofsögum sagt að fjöl-
skylda Karenar sé áhugasöm
um golf. „Meistaratitlarnir
eru orðnir 19 á heimilinu,
pabbi varð tvisvar íslands-
meistari í 1. flokki, bróðir
minn unglingameistari 21
árs og yngri og mamma
þrívegis íslandsmeistari
kvenna.“ Karen státar sjálf
af mörgum meistaratitlum
þótt hún sé aðeins 19 ára
gömul. Hún vann fyrst til
verðlauna 8 ára á unglinga-
móti í Keflavík, hefur unnið
íslandsmeistaratitil kvenna
fjögur ár í röð, sex sinnum
varð hún íslandsmeistari í
telpna- og stúlknaflokkum
og þrisvar holumeistari
kvenna. Kúlur og kylfur
ganga á milli fjölskyldumeð-
lima eftir þörfum. „Ég átti
ekki nema Mlft sett af kyjf-
um þegar ég fór fyrst á ís-
landsmót kvenna, þrettán
ára gömul,“ segir Karen.
„Auðvitað þorði ég ekki að
láta sjá mig með bara hálft
sett svo ég fékk kylfurnar
hennar mömmu lánaðar. Mér
líkaði svo vel við settið henn-
ar að ég fékk það. Við gefum
oft golfdót í afmælisgjafir
og þess háttar.“
Karen hefur lítillega feng-
ist við golfkennslu og leið-
beint bömum í greininni.
Hún segist kappkosta að
skapa íþróttinni skemmti-
lega ímynd í hugum nemend-
anna, það sé mikilvægt að
bömunum þyki gaman í
golfi. Takist það sé von um
að einhveijir haldi áfram og
fari að æfa af alvöru. En
hefur íslandsmeistari
kvenna tíma til að sinna
nokkru öðru en golfinu?
„Nei, varla. Fyrir nokkrum
árum stundaði ég margar
íþróttagreinar en svo kom
að því að ég varð að velja á
milli. Golfið iðka ég á sumrin
og reyni að halda mér í þjálf-
un á vetuma. Engin vin-
kvenna minna í Keflavík spil-
ar golf, þær bara fylgjast
með. Auðvitað missir maður
af ýmsu í félagslífínu. Ef
keppni er fyrir dyrum þýðir
ekki að vaka frameftir. En
þar á móti kemur að golfíð
gefur mér mikið.“ Það má
til sanns vegar færa og 13
Islandsmeistaratitlar segja
sína sögu.
Karen er nú á förum til
viðskiptanáms í Texas. Þar
gefst henni kostur á að leika
golf að vild og á hún allt
eins von á því að taka nokk-
ur pútt á jólunum. „Ég fæ
námsstyrk fyrir að spila golf.
Við skólann er golflið og ég
mun æfa með því, vonandi
kemst ég í liðið og fæ að
taka þátt í keppni. Golfþjálf-
arinn segir mér að þarna sé
góð aðstaða af öllu tagi. Ég
má æfa eins mikið og ég
vil. Þetta verður gaman,
kannski svolítið skrýtið, að
spila golf í sólinni í vetur
miðað við það sem maður á
að venjast." Ókunnugum
virðist golfíð hvorki flókin
né erfíð iðja, en Karen segir
golfið leyna á sér. íþróttin
krefjist bæði andlegs og lík-
amlegs þreks. „Maður verður
að geta einbeitt sér í 3—4
klukkutíma. Leikurinn krefst
mikillar útsjónarsemi og mér
fínnst golfið oft minna á
skák, nema golfmennirnir
verða sjálfir að þramma á
milli reita. Það er oft sem
maður sér golfleikara missa
allt niður á síðustu holunum,
þá er einbeitingin einfaldlega
á þrotum.“
Ulfar fullyrðir að
golfíþróttin á
Islandi hafi
verið í örri
framför síðastliðinn áratug,
og fylgt þannig þróuninni á
hinum Norðurlöndunum.
Hann segir að hugarfarið
gagnvart íþróttinni hafí
breyst stórum, en að við eig-
um ávallt undir högg að
sækja vegna veðurfars.
„Fjóra mánuði á ári getum
við spilað golf án umtals-
verðra hremminga, en af-
ganginn af árinu verðum við
að flýja inn. Innanhússæf-
ingar gera það að verkum
að við getum ekki borið sam-
an aðstæður okkar og árang-
ur við aðrar þjóðir Evrópu,
sem spila utandyra allan árs-
ins hring. En í stað þess að
fínna til minnimáttarkennd-
ar, verðum við að nýta þann
skamma tíma sem við höfum
til hins ýtrasta, og grípa til
íslensku hörkunnar á mót-
um, svo að við höfum eitt-
hvað að segja í baráttunni."
Atvinnumennska í golfí
þykir mjög eftirsóknarverð.
Mönnum er í fersku minni
nýliðin íslandsheimsókn
„ Að gerast atvinnumaður held ég
að sé draumur allra golfara, sem
stunda íþróttina af einhverri alvöru,
en samkeppnin er ákaflega hörð.“
Gullbjörnsins, Jack Nicklaus,
íþróttamanns sem ferðast
um heiminn í einkaþotu og
hefur ævintýralegar tekjur.
Því er ekki óeðlilegt að ung-
ir og efnilegir golfiðkendur
séu spurðir um áhuga á at-
vinnumennsku. Karen Sæv-
arsdóttir neitar því ekki að
hún hafi leitt hugann að at-
vinnuferli. „Að gerast at-
vinnumaður held ég að sé
draumur allra golfara, sem
stunda íþróttina af einhverri
alvöru, en samkeppnin er
ákaflega hörð. Mér finnst ég
ekki búin að ná mínu besta
og hef verið að bæta mig á
hveiju ári. Ég stefni að því
að ljúka náminu sem ég er
að fara í og æfa jafnframt
því. Ef mér fínnst ég vera
orðin nógu góð þegar náminu
lýkur er aldrei að vita nema
ég reyni við atvinnumennsk-
una.“ j
Ulfar hefur einnig
verið inntur
eftir áformum
sínum varðandi
frekari spilamennsku, og þá
sérstaklega hvort hann
hyggist reyna að komast í
flokk atvinnumanna. „Að
ætla sér í atvinnumennsku
er erfið ákvörðun, enn frem-
ur er íþróttin á því stigi mun
erfiðari en hún sýnist. Fólk
sér bestu leikmenn heimsins
í sjónvarpinu og ályktar að
þeir lifí einhvers konar
draumalífi. Sjónvarpið birtir
ekki skuggahliðarnar, sem
eru til dæmis gífurleg ferða-
lög, hvíldarlaus vinna, ný og
ný hótel og sífelld aðlögun
að framandi tungumálum og
mataræði. Auk þess er ekk-
ert öruggt í heimi atvinnu-
mennskunnar og því allur
ávinningur ótryggur þrátt
fyrir miklar kröfur sem gerð-
ar eru til golfleikarans. Áður
en ég tek ákvörðun þarf ég
því að vera algjörlega stað-
ráðinn í að sökkva mér á
bólakaf í íþróttina og vera
tilbúinn að fórna mörgu.
Einnig er afar dýrt að fara
út í atvinnumennsku, því
öfugt við margar aðrar
íþróttir, verður þú ekki
samningsbundinn félagi sem
tryggir þér laun og gætir
hagsmuna þinna á öllum
sviðum, heldur verður þú að
kosta mjög dýra íþrótt sjálf-
ur. Til að geta þetta, þarftu
annaðhvort að njóta velvildar
öflugra bakhjarla, til dæmis
hóps manna er taka sig sam-
an um að leggja í sjóð og
halda þér á floti, eða fyrir-
tækis sem telur
sig hafa hag af
því að tengjast þér
í auglýsingar-
skyni. A íslandi
er erfitt að finna
fyrirtæki sem til-
búin eru að
styrkja fjárfreka
íþróttarmenn, því
fæst fyrirtæki
hérlendis hafa
nokkurra hags-
muna að gæta er-
lendis og sjá engan tilgang
í að auglýsa vöru sína á þeim
vettvangi. Ég væri að ljúga
ef ég segðist ekki hafa leitt
hugann að atvinnumennsku
í golfí, sérstaklega eftir vel-
gengni sumarsins, freisting-
in er vissulega mikil en vand-
kvæðin þeim mun meiri.
Málið er í gaumgæfilegri at-
hugun og niðurstaðan kemur
í ljós á næstu mánuðum, ég
er bjartsýnn en jafnframt
fullur varkámi."
Sigurinn gerir
okkur kleift að
takast á við
hærri markmið
og stefna
enn hærra
Mest seldu steikur á íslandi
Nauta-, lamba*- og svínagrillsteikur m. bakabri kartöflu, hrásalati og kryddsmjöri.
Tilboösverö:
690,-
krónur.
Viö seldum um þaö bil 6.000 steikur í júlí.
jarlinn, Sprengisandi, er því oröinn
aö stœrsta steikhúsi landsins.
Viö þökkum frábærar undirtektir
og framlengjum steikartilboöiö út ágústmánuö.
‘Lambakjöt ófáanlegt í bili.
\iW
Jaritnn
~ V E I T I N G A S T O F A ■
Sprengisandi - Kringlunni
★ Þitt eigiö eðlitega hár sem vex það
sem þú átt eftir ólifað.
★ Ókeypis ráðgjöf hjá okkur eða
heima hjá þér.
★ Framkvœmt af færustu lœknum
hjá einni elstu og virtustu
einkastofnun í Etrrópu.
Hringið á kvöldin eða um helgar,
SÍMl 91-678030 eða skrifið til:
Skanhár
Klapparberg 25, 111 Reykjavik
SAWO VIDEOTÆKIÁ VERÐISEM
1 KEMUR ÞÉR í GOTT SKAP!
Komdu og kynntu þér þetta
teinstaka videotæki.
Tæknilega vel útbúið
en þó á frábæru verði!
Kr. 31.890.- stgr.
WÉ'MWM
Pantanir og upplýsingar í síma 687720
ÚyóÁoAiuf
LÁRUSAR BLÖNDAL
SKÓLATÖSKUR
fPENNAVESKI
SKÓLAVÖRUR
.........
SKOLAVORÐUSTIG 2 - SIMI 15650
SPARTA
Laugavegi49
UTSALAN
heldur áfram
Mjög gott úrval af ýmisskonar íþrótta-
og sportvörum. Nýjar og nýlegar vörur
á aldeilis frábæru verði.
Verslið ódýrt á börnin fyrir skólann.
íþróttagaliar - íþróttaskór - stuttbuxur
- bolir - sokkar - sundbolir - sundskýl-
ur - hjólabuxur - töskur - stakar buxur
o.fl., o.fl.
10% afsláttur af öllum
öðrum vörum verslunarinnar.
Við rúllum boltanum til þín - nú er
tækifærið til þess að gera góð kaup.
Póstsendum.
SPORT VÖRU VERSLUNIH
ILaugavegi 49, sími 12024.