Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992
STJORNUSPA
eftir Frartces Drake
Hrtítur
(21. mars - 19. aprfl) (P*
Gamall vinur gæti leitað
stuðnings hjá þér í dag. Forð-
astu sjálfsdekur og óþarfa
peningaeyðslu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þér gæti verið falið eitthvað
ábyrgðarstarf í vinnunni í dag.
Fjármálin geta valdið ein-
hveijum ágreiningi.
Tvtburar
(21. maí - 20. júní) J»
Hugleiðing í starfi getur verið
tímafrek. Einhverjir sem þú
átt samstarf við eiga það til
að ýkja. Þú færð góð ráð úr
óvæntri átt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) HiS
Þrátt fyrir óvænt útgjöld
hættir þér til að eyða of miklu
í óþarfa. Nú er ekki heppilegt
að stofna til skulda.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Vertu viss um að þú getir stað-
ið við loforð sem þú hefur
gefíð öðrum. Þú ættir að
þiggja aðstoð sem þér býðst.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú afkastar miklu fyrir hádeg-
ið og ættir að unna þér, hvfld-
ar síðdegis. Gamall kunningi
gæti skotið upp kollinum.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú gætir haft mikinn áhuga á
samkvæmislífinu í kvöld, en
ættir að forðast að fara of
geyst. Ættingi kemur þér á
óvart.
Sþorödreki
(23. okt. -21. nóvember) C)|j0
Það virðist mikið að gera
heima fyrir í dag. Þú þarft að
meta starf þitt af meiri hag-
sýni. Ekki má ofbjóða viljug-
um hesti.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) &
Þú hefur mörgu að sinna í
dag, en svo gefst tími til
skemmtunar. Þú skalt því ekki
gera of mikið úr málunum eða
slá þeim á frest.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Auðfengnu fé er auðveldlega
sóað, nema þú sjáir að þér.
Þú ættir að fara varlega í
peningamálum og ekki taka
neina áhættu.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Þú ert ef til vill ekki nógu
staðfastur í dag. Þér hættir
til að taka sjálfan þig of alvar-
lega fyrir hádegið, en sleppa
svo fram af þér taumnum.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) iaiit
Þú virðist eitthvað hlédrægur
fyrri hluta dags. Þótt þú iðir
ekki í skinninu ættir þú að ná
góðum tökum á verkefni sem
bíður.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra stað-
reynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
UÓSKA
HÍV2FEL.I.I&-
tí/mnh ay/?JXÐU&
yM&'-
SMAFOLK
THEN r SUE55 I 5MOULP
TAKE ALL IW TMING5
OUT OF YOUR. ROOM..
Hefurðu virkilega verið í Þá ætti ég kannski að taka allt
sumarbúðum? dótið mitt út úr herberginu þínu.
EVERY' TIME I GO
ADAV 50MEPLACE
YOU M0VE INTO
MY ROOM!
í hvert skipti sem ég
fer eitthvað, flyt-
urðu inn í herbergið
mitt!
Það tekur einhvern tíma
að skipta um læsinguna.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Fimmta varnartilnefningin
kemur frá Bandaríkjunum. Þar
er Bill Pollack í lykilhlutverki,
sem vestur í vöm gegn 3 spöðum
Marty Bergens:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ D93
VKD852
♦ D64
♦ 107
Vestur
♦ Á4
♦ Á10963 I
♦ 8
♦ Ág652
Suður
Austur
♦ 105
¥74
♦ KG1073
♦ D843
♦ KG8762
¥ G
♦ Á952
♦ K9
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 spaði
2 hjörtu Pass Pass 2 spaðar
Pass 3 spaðar Pass Pass
Pass
Pollack kom út með einspilið
í tígli og Bergen reyndi drottn-
inguna og drap síðan kóng aust-
urs með ás. Nú á vömin í raun-
inni sex slagi, en gallinn er bara
sá að hún hefur ekki samgang
til að taka þá.
Bergen spilaði hjartagosa í
öðmm slag og Pollack drap á
ás og staldraði við. Hann er
augljóslega í vondum málum.
Ekki má hann taka laufás og
það dugir heldur ekki að spila
spaðaás og meiri spaða, því þá
getur sagnhafí kastað báðum
laufunum niður í hjartahjónin.
Nei, það er aðeins ein vöm
til og Pollack fann hana. Hann
skipti yfír í laufgosa! Bergen
fékk á kónginn og spilaði trompi,
en Pollack rauk upp með ás og
spilaði makker inn á laufdrottn-
ingu. Austur gat þar með tekið
tvo slagi á tíenl.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á sænska meistaramótinu í
sumar kom þessi staða upp í viður-
eign Magnus Eiriksson (2.295)
og Thomas Engquist (2.405),
sem hafði svart og átti leik. Hvít-
ur lék síðast 27. Rf3-d2 og setti
á svörtu drottninguna.
27. - dxe3!, 28. Bxh5 - Hxd2,
29. Dg4 — Hxf2 (Svartur stendur
uppi með unnið tafl eftir drottn-
ingarfómina, því hvítur getur ekki
varið g2.) 30. Dd4 — Hxg2+, 31.
Kfl - Hf2+, 32. Kgl - Hb5!,
33. Dd8+ - Kh7, 34. Bxf7!? -
Hxf7!, 35. De8 — Hxb2 og hvítur
gafst upp, því 36. Dxf7 er svarað
með 36. - Hxg2+, 37. Kfl -
e2+. Eini stórmeistarinn á mótinu,
Lars Karlsson, sigraði með 9 v.
af 13 mögulegum. Michael Wied-
enkeller hlaut jafnmarga vinninga
en var lægri á stigum. 3. Eng-
quist 8>/2 v. 4.-6. Axel Omstein,
Lars-Áke Schneider og Lars Deg-
erman 8 v. 7. Jan Johansson 7‘/2
v. Að sögn sænska blaðsins
„Schacknytt" er þetta í fyrsta
skipti sem stórmeistarar sigra á
sænska meistaramótinu! Þetta er
með ólíkindum því Gideon Stáhl-
berg var einn þeirra sem var út-
nefndur stórmeistari þegar fastar
reglur um titilinn voru settar árið
1950. Svíum hefur löngum gengið
illa að fá stórmeistara slna til að
tefla á heimavelli.