Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 21
C 21 Varíst eitraða sveppi Frá Berit Thors: MEÐ nýjum tijágerðum fjölgar sveppategundum á Islandi. Nú þeg- ar fólk sætir lagi og leitar sveppa til að kæta bragðlaukana langar mig að minna á þetta og vara við eitruðum tegundum. Ég hef haldið sveppanámskeið hér á landi síðan 1983 og er nú nýkomin frá því síðasta sem haldið var á ísafirði á vegum Byggðastofn- unar. Sveppir mynda rót með rótum tijánna. Með aukinni tijárækt í landinu og nýjum tegundum stinga sér niður sveppir sem hér hafa ekki vaxið til þessa. Margir halda að eini sveppurinn sem þurfi að varast sé berserkjasveppur. Þetta stenst ekki, fólk ætti aldrei að tína sveppi sem það ekki þekkir, vel er hugsan- legt að aðrar gerðir eitraðra sveppa vaxi hér nú. Astæða er til að hafa sérstakan vara á gagnvart sveppum af svonefndri kögursveppaætt. Þá er nauðsynlegt að hafa með sér sveppakver þegar farið er að tína og ekki skemmir að sækja nám- skeið í fræðunum þegar færi gefst. BERIT THORS leiðbeinandi. Kvalræði Frá Sveini Ólafssyni: NÚ um sinn, hefur umræða um veggöng undir Hvalfjörð legið að mestu leyti niðri. Ég hef alla tíð efast mjög um að þeir sem íjármagna þessa vegagerð fái nokkurn tíma nokkuð í sinn hlut í besta falli, af þeirri ein- földu ástæðu að þessi vegur liggur neðansjávar í landi mik- illa jarðskjálfta. Ansi er ég hræddur um að margur vegfar- andi hugsi sig tvisvar um áður en hann ekur farartæki sínu niður í þessi göng. Annar kostur er til sem kem- ur fyllilega til greina. Það er brú yfir fjörðinn. Sú lausn á þessu máli er mun líklegri til að skila hagnaði til fram- kvæmdaaðila verksins, af þeirri einföldu ástæðu að um brúna færu flestir vegfarendur sem um Hvalfjörðinn fara vegna meira öryggis og fallegra út- sýnis. SVEINN ÓLAFSSON, Reykjavík Pennavinir Frá Póllandi skrifar karlmaður sem getur ekki um aldur en safnar póstkortum, ferðamannabækling- um, seðlum og mynt: Henryk Hryniewics, PI-56200 Gora-Slaska, Skrytka-Pocztowa 33/11, Ul. 1 Maja 46/1, Woj. Leszno, Poland. Frá Austurríki skrifar 37 ára koria sem vill eignast íslenska pennavinkonu: Waltraud Draxler, Steineck 10, A-4150 Rohrbach, Austria. Hollensk 2ja barna húsmóðir sem safnar límmiðum: Angelien Feenhra, Paganinilaan 46, 9402 VK Assen DR., Netherlands. Tvítug þýsk stúlka með áhuga á íþróttum, tónlist og bréfaskriftum: Ulrike Klein, Wilhelmsbader Strasse 19, MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 VELVAKANDI MYNDAVÉL FUJI myndavél af gerðinni DL80 tapaðist í Skorradal í sumarhúsi eða við heimili eig- anda að Efstasundi 4. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í Magnús í síma 37396. GÓÐ ÞJÓNUSTA Jóna Hjálmarsdóttir: UM DAGINN keypti ég buxur og peysu hjá versluninni Apex. Þessar flíkur hlupu í þvotti og fór ég með þær og kvartaði. Ég fékk strax önnur föt í stað- inn og vil ég þakka fyrir sér- staklega góða þjónustu sem ekki er svo mikið um þessa dagana. BARNAGÆLAN FUNDIN tígrisröndum (ekki bröndóttir). Nánari upplýsingar fást í síma 620394 eða 688086. KETTLINGUR, 10 vikna gam- all, fæst gefins. Hann er svart- ur og hvítur á lit og kasavan- inn. Upplýsingar í síma 667232.' BARNASKÓR ÍÞRÓTTASKÓR í barnastærð tapaðist á Laugavegi mánuaag- inn 10. ágúst. Finnandi er vin- samlegast beðinn um að hafa samband í síma 688017. GLERAUGU GLERAUGU fundust í Álf- heimum föstudagsmorguninn 21. ágúst. Gleraugun eru bogin aftur fyrir eyru með svörtu plasti utan um glerin. Eigandi þeirra er beðinn um að hafa samband í síma 35728. - staöur fagurkerans - stabur scelkerans - staöur allra viö öll tœkifœri SEX-BAUJAN VEITINGASTAÐUR v/EIÐISTORG Boröapantanir og uppl. í síma 611414 & 611070 • Fax 611475 Þóra Guðmundsdóttir: BARNAGÆLAN sem Sigríður spurðist fyrir um er úr ljóðabók frá 1946 sem heitir Kvæðabók- in okkar - 33 sönglög fyrir börn. Höfundur gælunnar er Steindór Sigurðsson og það var bókaútgáfa Pálma H. Jónsson- ar sem gaf út kvæðabókina. Vegna þess hve barnagælan er löng er hún ekki birt hér en hægt verður að nálgast ljósrit af henni hjá Velvakanda. KETTLINGAR FIMM kassavanir kettlingar fást gefíns. Þeir eru sjö vikna gamlir og eru þrír þeirra svart- ir en hinir tveir eru hvítir á bringu en að öðru leyti gráir og svartir með svo kölluðum LEÐURJAKKI AKAFLEGA verðmætur leður- jakki var tekinn í misgripum úr fatahengi skemmtistaðarins Fellabæjar á Eigilsstöðum um síðustu helgi. Eigandi hans saknar hans sáran þar sem hann er hluti af snjósleðasam- festingi. Viðkomandi er vin- samlegast beðinn um að hafa samband í síma 72640. ARMBAND SILFURARMBAND með nafn- inu „Fróði“ tapaðist í Fossvogs- dal, annað hvort Reykjavíkur eða Kópavogs megin, fimmtu- daginn 20. ágúst. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 45748. líkamann og gefa fallegar hreyfingar og börn temja sér holla lifnaðarhœtti Vetrarstarfið er að fara í fullan gang og í vetur verður KR með stúlknaflokka frá 5 ára aldri ásamt trompfimleikum. Skráning fer fram í KR-heimilinu mánudaginn 24. ágúst milli kl. 16-19 og 31. ágúst á sama tíma. Upplýsingar í heimasímum 611247 (Sandra) og 611001 (Kristjana). Athugið sama verð og í fyrra! Stjóm fimleikadeildar KR. Kompudagur í Kolaportinu! í Kolaportinu viljum við sjá skemmtilega blöndu af nýju og gömlu - og öllu milli himins og jarðar. Eitt af því alvinsælasta, sem boðið er upp á í Kolaportinu, er svokallað „kompudót", gamalt dót, sem fólk er hætt að nota, en getur komið öðrum að góðu gagni; munir, sem sumum finnst drasl en öðrum fjái^jóður. Þúsundir fjölskyldna, saumaklúbba og vinahópa hafa selt kompudót í Kolaportinu með frábærum árangri, og okkur finnst stórkostlegt að sjá seljendur fara glaða heim með fulla vasa af peningum og kaupendur, ennþá ánægðari, með fullt fang góðra muna sem það hefurfengið á „spottprís". Þetta köllum við hámark endumýtingar! Næsta sunnudag, 30. ágúst, ætlum við að efna til sérstaks kompudags í Kolaportinu og munum þá veita helmings afslátt af leigugjaldi sölubása, sem eingöngu verða með notað kompudót. Lítill sölubás kostar þá aðeins 1.650 kr. og stór 2.150 kr. Borð og fataslár er hægt að leigja á staðnum á 500 kr. en auðvitað er hægt að koma með slíkt með sér. Með þessu kostaboði erum við að hvetja fólk til að drífa í því að taka til í kompunum og kynnast Kolaportsstemmningunni af eigin raun. Nú er ekki eftír neinu að bíða - brettið upp ermamar og pantið Pjáss i síma 625030. KOIAPORTIÐ MARKAÐSTORG — nú líka á sunnudögum f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.