Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 Vél af gerðinni Focke Wulf FW 200. Sigutjón Ingvarsson. eftir Pétur Pétursson KRISTJÁN Jónsson hefir umlangt skeið verið einn helsti forvígismað- ur loftskeytamanna. Hann hefir setið í stjórn félagsins, átt mikinn þátt í að afla upplýsinga í Loftskeytamannatal, starfað á skrifstofu félagsins og unnið farsællega að félags- og öryggismálum sjó- manna. Margir muna eflaust er Kristján ritaði skorinorða grein í Sjómannablaðið Víking á stríðsárunum og lýsti með áhrifamiklum hætti því öryggisleysi, sem sjómenn ættu við að búa vegna ofhleðslu skipanna og kæruleysis er ríkti í viðhorfi útgerðar. „Hræðslupening- ar“ var orð sem særði sjómenn djúpt, en svo nefndu sumir þeir er lítt þekktu kjör sjómanna þá áhættuþókun, sem þeim var greidd vegna siglinga á styrjaldarárunum. Við Kristján hittumst á förnum vegi nýverið og tókum tal saman. Hann sagði mér frá veru sinni á togaranum Verði frá Patreksfirði. Einkum var honum í minni ágúst- mánuður 1942. Dagurinn 24. ágúst var grópaður í minni Kristjáns. Hann skrásetti á sínum tíma atburði og segir svo frá: i i l í i Eg var vakinn kl. 6 að morgni til að taka við stýrinu, sem ég gerði oft þegar mikið var að gera á dekkinu og líka á stími. Fyrsti stýri- maður, Sæmundur Auðuns- son, var á vakt, og vorum við tveir í brúnni. Fór vel á með okkur enda var hann einn besti vinur minn þá eins og síðar, meðan hann lifði. Veðrið gott og líka skyggni. Hann var á „útkikki“ til að gá hvort nokk- ur dufl sæust á leiðinni á reki, eins og oft kom fyrir. Tíminn leið því fljótt. Þá kom 1. vélstjóri, Jens Jens- son, upp í brú til okkar um níuleyt- ið til að drekka með okkur kaffí, sem Benedikt hjálparkokkur hafði nýlega fært okkur. Hann var líka mikill vinur okkar. Við spjölluðum margt og Sæmundur bað strákinn að fara aftur í og sækja vínar- brauð, sem hann fullyrti að áettu að vera til, en drengurinn marg- þrætti og sagði þau ekki til. Við héldum honum uppi á snakki dágóð- an tíma. Þetta var 14 ára strákur í fyrsta túr og ansi skemmtilegur. Svo sagði hann að kallamir yrðu vitlausir ef hann færi ekki að kalla í þá í kaffí, og þaut úr brúnni og aftur í. Þá var kl. orðin um hálf tíu. Sæmundur sá þá flugvél á lofti um þrjár gráður á stjórnborða og benti okkur á hana. Hún var dálítið langt frá en beygði í átt til okkar og flaug beint á móti skipinu. Hún var stór og dökkleit á litinn svo ég sagði við strákana að þetta væri þýskari, ljögurra hreyfla Focke Wulf FW 200. Ég hafði séð módel af henni um borð í Súðinni um sum- arið. Þeir töldu það af og frá, þetta er Breti eða Ameríkani, sögðu þeir og fóru að kíkja á hana í sjónauka og sögðu þetta vitleysu hjá mér. Síðan fór ég að kíkja líka og alltaf kom vélin nær og nær. Eg stóð í eina opna glugganum eins og bjáni, þá sá ég á henni krossana, járn- krossa neðan á vængjunum og kall- aði það upp. Um leið bytjaði hún að skjóta úr mörgum vélbyssum og var hávaðinn ægilegur frá skothríð- inni og fjórum mótorum og vélin komin niður undir möstur. Ég sagði við Sæmund að ég hlypi aftur í klefa til að senda út neyðarkall áður en hún skyti niður loftnetin eða hitt skipið. Ég stökk aftur í eins og skot og niður í klefa. Á leiðinni sá ég bunur út úr lýsistunn- unum á keisnum eftir kúlur og mætti hásetunum við dyrnar inn í borðsal og sagði þeim að fara í skjól, það væri árás á skipið. Ég var búinn að þaulæfa neyðar- sendingu, vissi að ég yrði skít- hræddur ef við lentum í árás af einhveiju tagi. Ræsti stöðina með annarri hendi en klippti á innsiglið með hinni. Svo sendi ég út á 500 kHz, alþjóðlegri neyðarbylgju: „AAA de TFBC German plane attacking position 20 mls NV from Barði, Önundarfjord." Vissi að loft- skeytamaðurinn á flugvélinni myndi hlusta og vita um leið að þetta var íslenskt skip. Allir loftskeytamenn vissu að TF þýddi ísland. Flugvélin var þá að koma aftur að og byijaði skothríðin af löngu færi. Þegar ég var búinn að senda út á morse, sendi ég líka á tali á móðurmálinu svo okkar floti myndi heyra í okk- ur. Um leið heyrðist mikill gnýr og skipið beinlínis lyftist upp að aftan. Ég var viss um að þetta hefðu ver- ið tvær sprengjur, sem féllu nærri samtímis, skipstjórinn hélt þetta vera eina sprengju. Hún hefur fall- ið rétt fyrir aftan skipið og ekki hitt skotmarkið. Það sprakk botn- stykkið á dýptarmælinum og leiðslur í vélarrúmi slitnuðu. Mér var ekki farið að lítast á blikuna, hún myndi hitta næst, hugsaði ég með mér, og tók til bjargbeltið sem var undir koddanum og hafði það nálægt, ef á þyrfti að halda. Ég var svo heppinn að hafa nóg að gera við að skipta við skip, sem svöruðu okkur. Hásetarnir stóðu við klefadyrnar, sumir kríthvítir í fram- Kristján Jónsson fyrrum loftskeytamaður á Verði. an. Ég bað skipin að halda til okk- ar ef ekkert heyrðist frá mér meira. Nú var allt rólegt um stund og við fylltumst bjartsýni, kannski var hún farin á brott aftur. Þá sagði einn hásetinn við mig að Siguijón væri særður. Ég fór nú að flauta upp í brú í talrörið og spyija tíðinda og þeir sögðu flugvélina hafa flogið burt yfir Önundarfjörð og horfíð sjónum. Þá fór ég upp í borðsal hásetanna og þar lá þá Siguijón Ingvarsson á borðinu og vinur minn Friðmann Þorvaldsson, 2. stýrimað- ur, var að stumra yfir honum, búinn að binda um sárið og var að telja úr ópíumglasi 20 dropa til að gefa honum. Siguijón sagðist fínna svo- lítið mikið til. Hann var kríthvítur og honum var auðsjáanlega að blæða inn. „Gefðu honum allt úr glasinu,“ sagði ég. „Hann er að deyja.“ Skotið hafði komið í bakið á honum og í gegn út um kviðinn. Við héldum til Flateyrar með hann til læknis, en hann andaðist þegar við vorum komnir inn á Önundar- fjörð. Ég var búinn að tala við lækn- inn á Flateyri svo hann yrði viðbú- inn strax og við kæmum. Síðan var stefnan sett á Patreksfjörð. Ég fór upp á brúarþak og gróf nokkrar fallbyssukúlur upp úr steypunni, og sópaði saman nokkrum sprengju- brotum sem lágu um allt brúarþak- ið. Þessi brot voru úr 20 mm fall- byssukúlum. Það voru kúlugöt um allt skip, frá hvalbak og aftur á bátapall. Reiðinn í frammastrinu skotinn sundur og stórt gat á for- hleranum eftir sprengikúlu. Til Pat- reksfjarðar komum við kl. 17. Var þar margt fólk á bryggjunni. Sigur- jón Ingvarsson heitinn var síðan lagður í kistu upp á bíl og ekið með líkið upp í kirkju. Skipshöfnin fylgdi á eftir, en ég varð eftir um borð. Þá kom útgerðarmaðurinn upp í brú, þar var einnig skipstjórinn. Hann spurði hvort við vildum ekki bara landa heima og hætta við að sigla. Ég varð dálítið hissa og sagði við hann: „Fyrir þetta fáum við hræðslupeningana, og aldrei hef ég verið jafnlaus við kvíða og núna. Svona kemur ekki fyrir nema einu sinni í túr samkvæmt tilviljunarlög- málinu og ég er mest hissa á því að ekkert skyldi koma fyrir áður eftir nærri þriggja ára stríðssigling- ar.“ Hann horfði bara á mig-eins og væri ég hálfklikkaður. Þetta var að vísu dálítið óvenjulegt og það heima á Islandsmiðum. Tveir eða þrír menn fóru alfarnir í land eftir þessa reynslu.“ Þannig segir Kristján Jónsson frá atburði sem gerðist fyrir hálfri öld, en gleymist aldrei þeim, sem voru á vettvangi. Það liðu um það bil 48 ár frá því er vélin gerði árásina þangað til Kristján fékk í hendur skýrslu frá þýska flughernum þar sem greint er frá ferð vélarinnar, erindi hennar þennan dag og „árangri" af förinni. Fyrir atbeina Þórs White- heads prófessors barst Kristjáni skýrsla, sem þýski flugmaðurinn ritaði um ferðir sínar þennan dag, 24. ágúst 1942. Hann segir tilgang ferðarinnar hafa verið að leita að skipalest, sem frést hafði um í nánd við Jan Mayen, sem í hafi verið 17 fragtskip og 5 beitiskip til varnar. Einnig átti hann að leita alla leið vestur að fsröndinni við Grænland. Hann fór af stað frá Vernaes flug- velli við Þrándheim. Hann fann þessi skip aldrei, en sá 4 varðskip vopnuð á leiðinni. En staðarákvörð- un þeirra var öll á dulmáli svo ekki varð séð á skýrslunni hvar þau voru. Síðan segir hann að þeir á flugvél- inni hafi séð togara ca 1.000 tonn að stærð, sem gekk 6 sjómílur og stýrði 210 gráður. Flugvélin var merkt F 8+ K L og hann telur upp áhöfnina, sex menn, flugstjóri Ofw Faje, tveir loftskeytamenn, vél- stjóri, 2. flugstjóri og skytta aftur á. Síðan lýsir hann árásinni: „Kl. 11.40 sáum við hlaðinn togara og réðumst á hann í um 100 metra hæð framan frá, en hún misheppn- aðist. Síðan gerðum við aðra árás aftan að og köstuðum tveimur SC 250 kg sprengjum í 20 metra fjar- lægð, en þær féllu of stutt, rétt aftan við skipið. Ekki varð vart við varnarskothríð. í þriðju atrennunni sáum við fyrst þjóðerni skipsins, á síðunni stóð skýrum stöfum nafnið „Island". Þá flugum við burt.“ Þannig sagði þýski flugmaðurinn frá þessum atburði. Flugvelin hafði farið frá Þrándheimi kl. 4.58 MEE og lenti aftur á sama stað kl. 17.34, sem sagt var vélin rúma tólf tíma á flugi. Þessi t'ími, 11.40, var auðvitað miðevróputími, tveim tímum á und- an okkar klukku. Það var furðulegt að hann skyldi halda að skipið væri 1.000 tonn að stærð. Vörður var 317 lestir brúttó, rúmlega 44 metra langur. Þessar vélar FW200 sökktu 64 skipum í febrúar 1941 og sögðu þau skip helmingi stærri en þau raunverulega voru. Þetta kom í ljós eftir stríð. Flugmenn voru mjög óklárir að þekkja stærðir skipa og svo ýktu þeir alltaf talsvert. Ég skildi ekki hvað flugstjórinn meinti með að fyrri árásin hefði mistekist, það var þá sem þeir skutu hvað ákafast og Siguijón heitinn féll. Hann var að bera lifrarkörfu á móts við trollspilið þegar hann fékk skotið í sig. Tveir menn aðrir voru á dekkinu að kútta í körfu, þeir hentu sér niður vegna hávaðans, en karfan var í tætlum á eftir. Það var heppilegt að hásetarnir skyldu flestir vera í kaffi, annars hefði kannski orðið miklu meiri slys, hún skaut svo neðarlega með vélbyssun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.