Morgunblaðið - 23.08.1992, Page 11

Morgunblaðið - 23.08.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MENNIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 C 11 17.000 séð Veggfóður Alls höfðu um 17.000 manns séð íslensku bíó- myndina Veggfóður - erótísk ástarsaga í Sambíóunum eftir síðustu helgi, að sögn Áma Samúelssonar eiganda Sam- bíóanna, en þá hafði hún ver- ið sýnd í 11 daga. Sagðist Ámi spá því að hún gæti far- ið í allt að 35.000 manns í aðsókn í Reykjavík. Þá hafa um 15.000 manns séð fjölskyldumyndina Beet- hoven, en hún er einnig sýnd í Laugarásbíói, um 40.000 hafa séð Tveir á toppnum 3, 14.000 Minningar ósýni- legs manns, 8.000 Vinny frænda, 6.000„Grand Cany- on“ og 24.000 Höndina sem vöggunni mggar. Leðurblökumaðurinn snýr aftur byrjaði í vikunni en næstu myndir Sambíóanna eru „Far and Away“ með Tom Cruise í leikstjóm Ron Howards og verður hún einn- ig sýnd í Laugarásbíói, svo geimhrollvekjan „Aliena“ sem sýnd verður í kringum 18. september, og nýjasti vestri Clints Eastwoods, „Unforgiven", er enn trónir á toppi metsölulistans í Bandaríkjunum, kemur um mánaðamótin sept/okt. Aðrar myndir, sem sýndar verða á næstunni, em spennumyndin „Cutting Edge“, „White Men Can’t Jump“, „Rush“ og „Califomia Man“, sem reyndar hét „Enc- ino Man“ þegar hún var fmm- sýnd vestra í sumar. Islenska bíómyndin Stutt- ur Frakki, sem er í fullri lengd og gerð án styrkja, er nú í klippingu en áætlað er að fmmsýna hana nk. febrúar, að sögn leikstjór- ans Gísla Snæs Erlingsson- ar. Hún kemur til með að kosta um 20 milljónir króna en með aðalhlutverkin í henni fara Elva Ósk Ólafs- dóttir, Hjálmar Hjálmarsson og franski leikarinn Jean- Philippe Labadie. Klippari myndarinnar er Thieriy Bordes en um klipp- ingu hljómleikaatriða sér Ásgrímur Sverrisson. Tökur stóðu yfir í Reykjavík í 26 daga í sumar, sem er afar knappur tími, og nokkur atriði vora tekin í París þar sem saga myndarinnar hefst. „Tökumar gengu mjög vel,“ sagði Gísli Snær,„og myndin er full- komlega á áætlun.“ í tengslum við myndina voru haldnir tónleikar í Laugardalshöll um miðjan júní og mætti á þá um 5.000 manns að sögn Gísla „og er bara vonandi að þeir skili sér aftur á myndina," bætti hann við og vildi að það kæmi skýrt fram að Stuttur Frakki sé ekki stuttmynd, eins og sumir kynnu að halda, heldur bíómynd í fullri lengd. Handritshöfundur er Friðrik Erlingsson en með smærri hlutverk í myndinni fara m.a. Eggert Þorleifs- son, Björn Karlsson, Rand- ver Þorláksson, Gísli Rúnar Jónsson o g Ragnheiður Tryggvadóttir. Framleiðendur myndarinn- ar eru Kristinn Þórðarson og Bjami Þórhallsson. WkPropaganda Films Sig- urjóns Sighvatssonar hyggst opna skrifstofu í London innan skamms og verður það sú fyrsta utan Bandaríkjanna. I Leikarinn góðkunni Ja- mes Woods hyggst setjast í leikstjórastólinn á næstunni þegar hann framleiðir og leikstýrir ævisögulegri mynd um hnefaleikakappann Sonny Liston. Frumsýnd í febrúar; úr bíómyndinni Stuttur Frakki. Fleiri talsetningar Ein af jólamyndum Regnbogans verður Tommi og Jenni, 15 millj- ón dollara bandarísk teiknimynd í fullri lengd byggð á endalausu stríði flgúranna tveggja í sjón- varpsmyndunum, og verð- ur hún talsett á íslensku undir leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Þýðandi verður Ólafur Haukur Símonarson. Ekki hefur verið ráðið í hlutverk enn að sögn Andra Þórs Guð- mundssonar rekstrar- stjóra Regnbogans. Talsetningar kvik- myndahúsanna á teikni- myndum hafa færst í vöxt að undanförnu og virðist ætla að vera framhald þar á. Laugarásbíó talsetti á sínum tíma teiknimyndina Valhöll, Sambíóin talsettu Leitina miklu og Regnbog- inn Fuglastríðið í Lumbm- skógi svo eitthvað sé nefnt. Ámi Samúelsson eigandi Sambíóanna hefur í hyggju að láta talsetja nýja teiknimynd eftir Don Bluth sem heitir „Rock-A- Doodle“ og er jafnvel að kanna talsetningu á ósk- arsverðlaunamyndinni Snót og ófreskan eða „The Beauty and the Beast“ en óvíst er hvað verður. Núna í september nk. frumsýnir Regnboginn teiknimyndina Prinsessan og durtamir eða „The Prince8s and the Goblins" Sýnd í september; Prinsessan og durtarnir. undir leikstjóm Þórhalls og í þýðingu Ólafs Hauks en þeir sem leika inná hana eru m.a. Amar Jóns- son, örn Amarsson, Sig- urður Sigutjónsson, Pétur •Einarsson, Páimi Gests- son, Felix Bergson og Guðrún Stephensen. Myndin er byggð á sam- nefndu ævintýri eftir Ge- orge MacDonald frá árinu 1871 og sagði Andri Þór talsetninguna kosta á milli fjórar og fimm millj- ónir króna. IBIO Hin góða aðsókn sem Veggfóður - erótísk ástarsaga hefur fengið í Sambíóunum á skömm- um tíma, 17.000 manns á 11 dögum, sýnir kannski best að íslenskir kvikmyndahúsagestir hafi leitað að einhveiju nýju í íslenskri kvik- myndagerð og fundið það í Veggfóðrinu. Hún virðist hitta beint í mark hjá unga fólkinu en eitt af því sem myndin gerir er að kveikja áhuga yngri kynslóðarinnar á íslensku bíómyndinni og gera hana að skemmtun til að satkjast eftir og veitti ekki af því. Ef einhveijir em að velta því fyrir sér af hveiju myndin heitir yfir- leitt Veggfóður, því ekki er veggfóðursbút að fínna í henni allri (undir- titilinn skýrir sig sjálfur), mun a.m.k. ein skýringin tengjast lífsmunstrinu í myndinni við munstur sem gjaman finnast á veggfóðri. KVIKMYNPIR..----- ErBrian De Palma búinn ad ná sér? Uppeklið áKain BANDARISKl leikstjórinn Brian De Palma var hér áður frægur fyrir sínar ódýru en áhrifamiklu sálfræði- legu spennumyndir sem fengu heilmargt að láni frá þeim manni sem De Palma dáir mest allra í kvikmynd- um, Alfred Hitchcoek. Hann hefur tekið sér langt frí frá þeim þar til núna að hann sendir frá sér sálfræð- itryllinn „Raising Cain“, sem kannski má einfaldlega kalla Uppeldið á Kain. meistara sinn, Hitchcock. Með aðalhlutverkið í „Ra- ising Cain“ fer John Lit- hgow. Hann leikur banvæn- an barnasálfræðing með tví- klofinn persónuleika hvers skuggalegu hliðar taka að koma fram þegar konan hans, sem Lolitu Davidovich leikur, fer að halda framhjá honum með sérlega mynd- arlegum manni sem Steve Bauer leikur. Bamasálfræð- ingurinn hefur tekið sér frí í nokkur ár til að vera heimavið og annast uppeldi stúlkunnar þeirra en þegar upp kemst um framhjáhald- ið taka óhugnarlegir atburð- ir að gerast. De Palma er 52 ára gam- Hún er fyrsti sálfræði- tryllir De Palmas síð- an hann gerði „Body Do- uble“ árið 1984. Eftir þá mynd kom tímabil þunga- viktar- mynda eins og glæpa- myndin Hinir vamm- lausu, sem eftir Amald hann er Indriðason frægastur fyrir í seinni tíð, stríðsdram- að „Casualties of War“, sem hlaut góða gagnrýni en enga aðsókn og loks stóri skellurinn, hin rádýra háðsádeila Bálköstur hégó- mans, sem var gerð eftir margfrægri metsölubók fyr- ir tugi milljóna dollara en var rökkuð niður og enginn nennti að sjá. Eftir hana hefur De Palma farið að Bilaður barnasáli; úr myndinni „Raising Cain“ hugsa sinn gang, ákveðið að snúa baki við stónnynd- unum og halla sér aftur að því sem hann kann best, búa til sálfræðilega spennu í minni, persónulegri myndum fullum af vísunum í læri- all og „Raising Cain“ er hans tuttugasta mynd. Hann varð frægur fyrir fyrstu bíómyndina sem gerð var eftir sögum hrollvekju- meistarans, Stephens Kings, „Carrie“, árið 1976 Aftur á fornar slóðir sðlfræðitryllisins; Brian De Palma. en í kjölfarið fylgdu „Ob- session“, „The Fury“, „Dressed to Kill“ og „Blow Out“. Hann tók sér frí frá sálfræðispennunni til að kvikmynda hina blóðugu glæpaópem „Scarface“ með A1 Pacino og fór að fá slæmt orð á sig fyrir skefjalaust ofbeldi í myndum sínum. Ekki minnkaði sú umræða með „Body Double" þar sem hann fékkst við sadómasók- isma og gægjufíkn m.a. Hann hefur verið gagnrýnd- ur fyrir að herma skamm- laust eftir Hitchcock en aðr- ir segja hann hafa sinn eig- in afdráttarlausa stíl bæði hvað varðar efnisval og tækni. De Palma skrifaði sjálfur handritið að „Cain“. Hann snýr vígreifur aftur og virð- ist vera búinn að ná sér eft- ir slæmar viðtökur síðustu myndar, sem í og með hafa orðið valdar að því að hann hverfur sér aftur að því sem hann byijaði ferilinn á og er þekktastur fyrir. Myndin markar ekki aðeins aftur- hvarf hans til Hitchcockaf- brigðanna heldur gefur hún honum tækifæri til að sýna og sanna að hann getur enn myndað spennandi sálfræði- trylli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.