Morgunblaðið - 23.08.1992, Page 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992
Æsandi hávadi
UM SIÐUSTU verslunarmannahelgi var staddur hér á
landi útsendari breska poppblaðsins Melody Maker. Sá
kom gagngert til að berja augum Síðan skein sól og
Júpíters á Eldborgarhátíðinni og sá þar margt fleira.
Fyrir stuttu birtist í Mel-
ody Maker umsögn um
Sólina og Júpíters, en blaða-
maðurinn virðist einna helst
hafa hrifist af Kolrössu
krókríðandi, því stúlkumar
fá bróðurpart umfjöllunar-
innar. Blaðamaðurinn, Dave
Jennings, segir að sé eitthvað
réttlæti til eigi ungt fólk um
allan heima eftir að leggja
sig fram um að læra að bera
fram Kolrassa krókríðandi,
sem sé nafn táningsstúlkna-
sveitar sem framleiði æsandi
hávaða. Helst er Dave Jenn-
ings hrifinn af Elísu söng-
konu sveitarinnar, sem hann
kallar reyndar Elenu (og
Pressan reyndar Helenu), og
segir hana hafa svo hlýja og
kraftmikla rödd að hún hafi
gert sig líklega til að bræða
Snæfellsjökul.
Júpíters fá einnig lofsam-
lega umfjöllun I blaðinu og
Stálhjörtu Með heiminn í
hendi sér.
Heims-
yfirráð
ÞAÐ eru margi kallaðir
en fáir útvaldir í þunga-
rokkinu; fyrir hverja sveit
sem kemst á verðlauna-
pall falla tugir í gleymsku
jafnharðan. Steelheart er
ein þeirra sveita sem tek-
ist hefur að treysta sig í
sessi fyrir hörku sveitar-
manna.
Sólin, sem heitir í Bretlandi
Here comes the Sun, en helst
líkir hann sveitinni við Pearl
Jam.
Því má svo bæta við þetta
að Kolrassa léikur í kjallara
Hlaðvarpans með Púff,
Maunum og Tjaldz Gizur á
laugardagskvöld, en annars
eru þær stöllur að taka upp
kynningarupptökur þessa
dagana.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Kolrössur Snæfellsjökull bræddur í kjallara Hlaðvarpans.
FÓLK
■ ÝMSIR muna sjálfsagt
eftir söngkonunni Julee
Cruise, sem söng inn á plötu
fyrir tilstilli Davids Lynch,
eftir að hafa komi fram í
Tvin Peaks-þáttunum. Nú
hefur heldur en ekki hlaupið
á snærið hjá henni, því nýver-
ið var hún ráðin til að syngja
í B52’s á ferð sveitarinnar
um Bandaríkin.
MROKKIÐ er ekki samt við
sig. Fyrir stuttu voru með-
limir pönksveitarinnar aldur-
hnignu, The Damned, á ferð
í Sviss og hugðust haga sér
eins og pönkurum sæmdi; að
bijóta allt og bramla í hótel-
herbegjum sveitarinnar. Hót-
elstjórinn var þó ekki á því
að láta þá Rat Scabies og
félaga komast upp með það;
starfsmenn hótelsins gripu
þegar inn í, börðu sveitar-
menn rækilega og vörpuðu
þeim á dyr. Ekki nóg með
það heldur var lögregla fljót
á staðinn og flutti þá að
næstu landamærum, þaðan
sem þeir máttu sjá sjálfum
sér fyrir flutningi til annars
lands.
DÆGURTONLIST
Hvaó er aó íslenskum upptökustjórumf
AlvömrokJi
ÞUNGAROKK hefur sótt í sig veðrið undanfarin miss-
eri og þá rokk af þyngstu og harkalegustu gerð.
Þess sá stað þegar dauðarokksveitin Infusoria/Sor-
oricide sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar á síðasta
ári og ruslrokksveitin In Memoriam varð í öðru sæti
í tilraununum í ár. Strigaskór nr. 42, ein efnilegasta
dauðarokksveitin, komust hins vegar ekki að þegar
skráð var í tilraunirnar I vor, en þvi má halda fram
að sveitarmenn hefðu hampað einhveijum verðlaun-
um ef sveitin hefði tekið þátt.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Ruslrokk In Memoriam.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Efnileg Strigaskómir.
Þó segja mætti að önnur
hver bílskúrssveit
hafi fengist við þungarokk
undanfarið hefur þess ekki
sé stað á útgáfusviðinu,
ef frá er
talin
fyrsta
breið-
skífa
Sor-
oricide,
sem út
kom seint
á síðasta
ári. Síðan
hefúr verið mikið talað um
þungarokksafnplötu, sem
nú loks er á leiðinni, því
Skífan sendir frá sér innan
skamms breiðskífu með
eftir Árno
Matthíosson
þremur fremstu þungarokk-
sveitum landsins, áð-
umefndum Sororicide og In
Memoriam og dauðarokk-
sveitinni Strigaskór nr. 42.
Allar leika sveitimar rokk í
þyngri kantinum, Sororicide
og Strigaskómir dauðarokk,
In Memoriam ruslrokk, og
era í fararbroddi slíkrar tón-
listar hér. Reyndar hefði
verið fróðlegt að fá fleiri
sveitir til leiks, og jafnvel
fleiri tónlistarstefnur, eins
og t.a.m. grindcore eða spe-
edrokk, en vissulega gefur
það heillegri plötu að hafa
þær ekki nema þtjár.
Meðal þess sem hefur
staðið íslensku þungarokki
fyrir þrifum er að áhuga-
Dauðarokk Sororicide.
menn (les: plötukaupendur)
hafa ekki lagt sig nægjan-
lega eftir að kaupa þær plöt-
ur sem út hafa komið og
ræður þar sjálfsagt margt.
Meðal annars hefur það
löngum verið ljóður að ekki
Ljósmynd/Björg SveinBdóttir
virðist vera til á landinu
upptökustjóri með nægjan-
lega næmt eyra fyrir þunga-
rokki. Þeir sem hafa fengist
við slíka upptökur hafa
margir ekki ráðið við við-
fangið, eins og heyra mátti
t.a.m. á síðustu breiðskífu
Bootiegs.
Jón „Skuggi" Stein-
þórsson tók að sér að stýra
upptökum á væntanlegri
safnplötu og segir að hann
hafi látið piltana í sveitun-
um þremur ráða ferðinni;
það hafi helst verið að
hann aðstoðaði þá við að
ná fram því sem þeir vildu.
„Ég fékk fræðslu hjá pi!t-
unum, sem hafa hrærst í
þessar tónlist í mörg ár, í
því hvað þeir vildu og
hlustaði líka á mikið af
erlendum plötum sem þeir
bentu mér á til að komast
almennilega inn í tónlist-
ina.“ Jón segir að það hafi
sitthvað komið sér á óvart
þegar hann fór að hlusta
á tónlistina með eftirtekt,
enda hafi hann átt það til
að flokka dauða- og rusl-
rokk sem hávaða sem
hann nennti ekki að hlusta
á. „Ég heyrði þó fljótt að
það var mjög mikið I tón-
listina spunnið og miklu
meiri alvara á bak við hana
en mig hafði granað. Það
var líka gaman að kynnast
þessum drengjum sem era
að fást við tónlistina, því
þeir eru geysi efnilegir.“
Rokkópera
Þróun Testament.
Á sigurbraut
Steelheart er með langlíf-
ari rokksveitum, því
ellefu ár eru síðan sveitar-
menn lögðu granninn að
heimsyfírráðum. Það gekk
þó hvorki né rak fyrstu ár-
in, en eftir að sveitarmenn
náðu eyram útgefenda hófst
um þá mikill slagur. Fyrsta
breiðskífan, sem kom út
fyrir tveimur áram, vakti á
sveitinni gríðarlega athygli,
en minnugir þess að það
gengur yfírleitt hraðar nið-
ur en upp í poppheiminum,
tóku Steelheartfélagar sér
drjúgan tíma til að gera
næstu skífu. Það tókst og
bærilega, því platan hefur
selst í bflförmum beggja
vegna Atlantsála. Ræður
mestu um vinsældir sveitar-
innar gríðarlegt raddsvið
leiðtoga hennar, Mikés
Matijevics, sem semur að
auki flest laganna og gerir
það vel.
Steelheart er með þétt-
ustu sveitum sem völ er á
í rokkinu, því sveitarmenn
æfðu níu tíma á dag í marga
mánuði áður en þeir slógu
í gegn, og fregnir herma
að það sé lítið slegið af til
að halda mönnum við efnið.
Mike er og borabrattur þeg-
ar við hann er talað, enda
ekki annað að sjá en þeir
félagar hafí heiminn í hendi
sér.
ÞAÐ þykir ekki ýkja
merkilegt í dag að ganga
fram af fólki í ógeði og
ókræsilegheitum. Það var
þó annað upp á teningn-
um þegar Blackie Lawless
setti á stofn sveit sína
WASP.
Ekki eru menn
á eitt sáttir
um hvað WASP
tákni, því Blackie
hefur þann hátt-
inn á að leggja
út af skammstöf-
uninni eftir því
sem honum þykir
viðeigandi í hvert
sinn. Menn hafa
þó átt auðveld-
ara með að
greina tónlistina,
því þar hefur
Blackie róið á
léttþungarokks-
mið með ókræsi-
legum textum.
Hann hneykslaði
snemma með því
að birta af sér
myndir þar sem
hann drakk blóð
úr höfuðkúpum
eða ámóta og til
að mynda var honum mein-
að að halda tónleika á ír-
landi fyrir nokkram árum,
af ótta við að hann myndi
trylla írsk ungmenni.
Blackie kunni reyndar að
fara yfir strikið, því hann
var áður í New York Dolls,
sem gekk á undan með
slæmu fordæmi í lok átt-
unda áratugarins.
Með tímanum hefur
Blackie róast og tónlist og
textar orðið íburðarmeiri.
Hápunkturinn er síðasta
plata sveitarinnar, The
Crimson Idol, rokkópera
sem var þijú ár í smíðum
og segir sögu af
Jonathan, sem
lendir í klóm
djöfullegra afla.
Ekki verður
söguþráðurinn
rakinn hér, en
þess má geta að
Blackie leikur á
flest hljóðfæri á
plötunni, þó
hann hafí sér til
halds og trausts
nokkra forðum
samheija.
Áheyrendur
hafa yfírleitt
tekið óperunni
vel, enda þykir
tónlistin sérlega
vel heppnuð, og
eftirminnilegt ku
vera að sjá hana
á sviði.
TESTAMENT er ein
þeirra sveita sem fetað
hafa í fótspor Metallicu,
án þess þó að vera hermi-
sveit. Testament hefur
vakið allmikla athygli fyrir
plötur sem jafnan hafa
þótt jaðra við afbragð, þar
til sú síðasta kom út að
gagnrýnendur fást ekki
orða bundist.
Eins og margur hefur tek-
ið eftir hafa ýmsar
þungarokksveitir, sem leika
hratt hrátt rokk, lent í vand-
ræðum þegar þær hafa verið
búnar að mála sig inn í horn
og því ekki annars úrkosta
en þróast eða deyja. Testa-
ment leysir þann vanda á
einkar smekklegan og
áhrifamikinn hátt á nýút-
kominni plötu þar sem sveit-
armenn létta tónlistina en
halda þó í hörkuna.
Testamentmenn hafa
löngum verið mótfallnir því
að vera settir á bás með öðr-
um sveitum og hafa haldið
fast í það að fara eigin leiðir
í tónlist og textum. Glöggir
hafa og bent á að það sem
fleytt hafi sveitinni hyað
lengst er að í henni er einn
fremsti gítarleikari rokksins
af yngri kynslóðinni, Alex
Scolnic, sem sífellt er að leita
nýrra leiða í gítarfímleikum.
Á meðan hann heldur áfram
á sömu braut, er ekki hægt
annað en segja Testament á
sigurbraut.
Rokkópera Blackie Lawléss.