Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGOST 1992 AI SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR/MARGT GETUR GERST Á SÆ - OG STRÍÐNIGETUR VERIÐ LÍFSHÆTTULEG. UNGISJÓMAÐURINN HEFNDI SÍN Á OFSÆKJENDUM SÍNUM MEÐ SEXFÖLDU MORÐI HARMLEIKUR ÁHAFINU ÞAÐ ER sorglega algengt í vinnuhópum, ekki sízt ef þeir eru einangraðir frá öðru mann- lífi, að einhver sé tekinn fyrir eða lagður í einelti með stríðni og aðkasti. Þetta getur verið þungt að bera fyrir hinn of- sótta, og kann hann þá að grípa til örþrifaráða, til þess að koma fram hefndum á kvölurum sín- um. Hér segir frá ungum sjó- manni, mesta gæðablóði, sem varð að margföldum morðingja á leiðinni frá Eistlandi til Dan- merkur á öldinni sem leið. Að vísu gekk stríðnin fulllangt... Jan Umb var eistneskur fiskimannssonur, fæddur 1867 á eynni Kino, innar- lega í Riga-flóa, en Eist- land var þá nýlenda eða amt í rússneska keisaradæminu. Hann var bráðþroska líkamlega, varð snemma stór og sterkur, en hann þótti ekki vel gefinn og sótt- ist námið treglega í barnaskóla. Fljótt fór að bera á útþrá hjá hon- um. Hann langaði burtu úr fá- sinninu og starði á stóru seglskip- in, sem hann sá sigla úti fyrir. Ungur fór hann að heiman og tókst að fá skipsrúm á stórri skon- nortu, sem sigldi með tijávið milli I innlands og Englands. Góður drengur, en þungur á bárunni Sumarið 1887 var Jan Umb orðinn tvítugur að aldri. Hann hafði staðið sig vel á sjónum, enda nautsterkur og kattliðugur, sem kom sér vel í ráða og reiða, auk þess að vera ljónhugaður í óveð- rum, hlýðinn og samvizkusamur. Hins vegar þótti hann treggáfaður og var því ekki treyst fyrir verk- um, þar sem reyndi á snerpu og hugvit, að ekki sé talað um skyndi- lega og sjálfstæða ákvarðanatöku, en það var nóg af annarskonar verkum að vinna um borð, þar sem hann stóð sig með prýði. Hann var óáreitinn og innilokaður, fámáll að fyrra bragði og seinn til svars. Hinum sjómönnunum fannst hann bamalegur og auðtrúa. Þetta leiddi til þess, að hann var enn meðhöndlaður eins og nýráðinn unglingur og var eilífur skotspónn og aðhlátursefni grófgerðra vinnu- félaga. Stundum var hann hafður að fífli frammi fyrir allri áhöfn- inni, af því að hann var auðginnt- ur og saklaus sál. Þetta mun hon- um hafa sárnað, þótt hann yrði að bera hugarkvalir sínar einn, því að aldrei eignaðist hann nokkum vin. Hann var mjög trúaður og sótti sér styrk í eina haldreipið, sem hann átti; einfalda og sterka bamatrú, sem móðir hans og amma höfðu innrætt honum. Svívirðilegar dylgjur Snemma árs 1887 réð Jan Umb sig á nýtt skip, stóra, þrímastra skonnortu, Johannes, sem sigldi með timbur milli Helsinki og en- skra hafna. Bæði skipstjóri og stýrimaður höfðu illt orð á sér meðal sjómanna, en um þetta leyti var erfítt að fá skipsrúm, svo Jan var ráðningunni feginn, enda vora launin mjög góð. í fyrstu túrunum gekk allt sæmilega. Áhöfnin komst að vísu fljótt að því, að Jan Vopnin, sem Jan Umb notaði, öxi, var lítt gefínn og þunglamalegur í hugsun, svo honum var strítt á ýmsu, eins og gengur til sjós. Jan vildi ekki eða gat ekki svarað fýr- ir sig. En hann gekk rösklega að allri vinnu, og öllum urðu ljósir kraftar hans og mikið úthald. Oft- ast var hann látinn afskiptalaus. Á kvöldin fengu menn sér dramm, eins og algengt var á svona skipum í þá daga, og þá var margt skraf- að. Jan var ekki fyrir áfengi, vildi það helzt alls ekki, og þótti hinum það bera vott um pempíuskap. Hann passaði illa inn í þennan hóp sjómanna, sem margir vora groddalegir í orðum og athöfnum. Þegar farið var að klæmast, segja klámsögur og syngja klámvísur, fór hann venjulega upp á þilfar og hélt sig þar, unz hann fór í koju, las bænir upphátt og söng sálmavers, áður en hann lagðist til svefns. Skipsfélagamir sögðu oft tröllasögur miklar af kvennaf- ari sínu í hverri höfn og reyndu að fá Jan til að segja frá reynslu sinni. Hann sagði þeim á sinn bamalega og einlæga hátt, að hann væri enn hreinn sveinn. Það þótti hinum undur mikil. Hvemig gat staðið á því hjá pilti, sem leit annars vel og eðlilega út? Var hann kannske ekki fýrir kvenfólk? Nú hófst mikið spott og spé. Drengurinn var dreginn sundur og saman í háði af gömlu kvennaf- öntunum, dylgjað var um vafa- sama karlmennsku hans á hinn dónalegasta hátt, þrifið og klipið í klof honum o.s.frv. Allt þetta umbar Umb af skapstillingu og kristilegri þolinmæði - eða ekki var annað að sjá. Niðurlæging Kvöld nokkurt gekk þetta of langt. Áhöfnin var öll urrandi full og kapteinninn líka. Jan Umb svaf einn í fleti sínu. Stýrimaðurinn stakk upp á því, að nú skyldu þeir ganga úr skugga um það, af hveiju Jan talaði aldrei um kven- fólk; hvort það væri eitthvað at- hugavert við hann. Þessu var tek- ið með húrraöskrum, og blindfullir slöguðu karlarnir niður til Jans, hrifsuðu hann út úr rúminu, rifu fötin utan af honum og drógu hann upp á dekk. „Nú skulum við sjá, hvort þú hefur eitthvað milli fótanna!" Á miðju þilfarinu var honum haldið, meðan drykkjusvín- in lýstu á hann með skipsluktun- um. Hann klemmdi fætuma sam- an og bar aðra hönd fyrir kynfæri sín en hina fyrir augu sér. Með miklum hlátrasköllum bundu karl- arnir hann þá með reipi við sigl- una. Þegar þeir höfðu sannfærzt um það, að hann væri hæfilega vel skapaður og rétt vaxinn niður, , kylfa og hnífbredda. Forsíða á einu skildingavísna- heftinu, sem selt var á götum Kaupmannahafnar. skildu þeir hann eftir, bundinn við mastrið, eftir að hafa skemmt sér við að hella yfir hann köldum sjó úr fötum. Þama gleymdist hann um nóttina. Hann var ekki leystur fýrr en löngu eftir dögun. Aleinn stóð hann nötrandi af hrolli í myrkrinu, og margt hlýtur að hafa flogið um huga hans. Ekki hafði hann snökt og ekki mælt orð frá vöram, en síðar kom í ljós, að honum hafði orðið heitt í hamsi hið innra. Hefnd, hefnd! Ljót hugsun um hefnd hefur kviknað hjá honum þessa vetrarnótt eftir mikil andleg átök, því að hefndin var gjörsam- lega andstæð kristilegum hugsun- arhætti hans. En svo má lengi brýna deigt járn, að bíti um síðir! Stórvirkur morðingi á nætursiglingu Aðfaranótt 18. október 1887 var seglskipið Johannes að baksa í mótvindi í miðjum Hamravötn- um, sundinu milli Sandhamars á Skáni og Hamars á Borgundar- hólmi, en siglingaleið þessi er einn- ig kölluð Borgundarhólmsgat. Skonnortan var þung á sér, því að hún var næstum drekkhlaðin timbri og hafði verið óratíma, nokkrar vikur, á leiðinni vestur frá Reval (Tallinn, Tan-lin eða Dana- virki), nyrzt í Eistlandi. Stund hefndarinnar var runnin upp! Þeg- ar allir vora sofnaðir, nema þeir sem vaktina stóðu, læddist Jan Umb upp. Hann náði sér í öxi, kylfu og hníf, fór inn í káetu skip- stjóra, sem lá hijótandi, og klauf höfuð hans í tvennt með þungu axarhöggi. Kapteinninn dó án þess að gefa nokkurt hljóð frá sér. Næst læddist Jan fram í lúkar, Finnska skonnortan Johannes, eins og teiknarinn ímyndar sér hana á reki um Eystrasalt með morðingjann tjóðraðan við siglutré. Hér er Jan Umb 18 ára, saklaus piltur frá afskekktH ey við Eist- landsstrendur. Tveimur árum síðar réðst hann gegn kvölurum sínum og varð sex manna bani. þar sem fjórir hásetar sváfu, tveir og tveir saman í koju. Þeir sváfu þungum áfengissvefni eftir stífa drykkju kvöldið áður. Jan hjó þá alla til bana með öxinni. Höggin vora svo snögg og þung, að enginn þeirra vaknaði. Síðan molaði hann hauskúpuna á bátsmanninum með kylfuhöggi. Nú voru tveir eftir á lífi um borð auk Jans, stýrimaður- inn og einn háseti. Jan dró öll lík- in upp á þilfar og steypti þeim útbyrðis. Þegar hann var að drösla hinu síðasta yfir borðstokkinn, varð stýrimanni gengið frá stýr- inu, og kom hann þá auga á pilt- inn. Hann sá, hvað gerzt hafði, og flaug þegar á Jan, þótt óvopn- aður væri. Jan Umb var heljar- menni, en það var stýrimaður líka. Það sem gerði gæfumuninn var að stýrimaðurinn var vanur áflog- um, jafnvel upp á líf og dauða, svo hann kunni nokkuð fyrir sér í fangbrögðum, en það gerði Jan 'Umb hins vegar ekki. Honum tókst þó að stinga stýrimanninn nokkr- um sinnum og særa hann tals- vert, áður en stýrimanni tókst að rota hann með ógurlegu höfuð- höggi. Áður en hann raknaði úr rotinu, hafði stýrimaður dregið hann að siglutré og bundið hann rammlega við það. Skilinn eftir einn í skipinu, bundinn við stórsigluna! Stýrimann mæddi nú mjög blóð- missir, en honum tókst þó að staul- ast inn í stýrishús, þar sem hann valt meðvitundarlaus um koll við fætur hásetans við stýrið. Háset- inn batt um sár hans og tókst að koma honum til rænu. Þeir settu upp neyðarflagg og reyndu að sigla skipinu áfram í vestur, en urðu að leggjast til hlés. Hálfur annar sólarhringur leið, unz stýri- maður á gufuskipinu Morso tók eftir veifunni. Hann stýrði að skonnortunni og fór um borð við sjötta mann. Blóðslettur vora um allt. Ungur og kraftalegur piltur, Jan Umb, stóð eða öllu heldur hékk bundinn við sigluna, alblóð- ugur, og starði tómlega fram fyrir sig. Fyrir framan hann sátu tveir menn, stýrimaðurinn og hásetinn, með langa hnífa í höndum og kylf- ur sér við hlið, eins og þeir bygg- just við yfirvofandi árás bundnu ófreskjunnar. Stýrimaðurinn á Morso var danskur, en stýrimaður- inn og hásetinn á Johannes fínnsk- ir. Þeim gekk illa að tala saman, og Jan Umb talaði ekkert nema eistnesku og hrafl í fínnsku. Danski stýrimaðurinn skildi þó og sá af verksummerkjum, hvað gerzt hafði, tók Finnana tvo með sér í julluna yfír í Morso, en skildi Jan Umb eftir bundinn við mastrið, einn um borð í hinu stóra skipi! Morso var á leið til Kaupmanna- hafnar, og ákvað skipstjórinn að taka Johannes í tog og draga með sér þangað. Ætlaði í sjóinn á eftir hinum myrtu Þegar skipin komu þangað, var lögregla kvödd til og síðan lækn- ar. Jan Umb var aðframkominn af kulda og vosbúð, og hann hafði hvorki fengið vott né þurrt sólar- hringum saman, síðan kvöldið fyr- ir morðnóttina. Að auki virtist hann andlega vankaður. Samt bjó svo mikill kraftur í honum enn, að þegar læknarnir létu lögreglu- þjóna skera böndin utan af honum, stökk hann fram, hratt öllum til hliðar og ætlaði að kasta sér í sjó- inn. Öðram lækninum tókst að ná taki á fótum hans, þegar hann var kominn hálfa leíð yfir borðstokk- inn. Hinn trúaði morðingi ætlaði líka að svipta sjálfan sig lífí! Segir ljóta sögu í spennitreyju Blöðin og útgefendur skildinga- vísna um samtímaatburði sáu til þess, að um nokkurt skeið var ekki um annað talað í Danmörku, og smám saman urðu morðin mjög umtöluð í Norður-Evrópu. Jan Umb var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann var mataður og hreins- aður og látinn hvílast fyrstu dag- ( < < ( < < ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.