Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 23
moegunb'láðíð SAMSAFfaiöl^m?. él}’. ÁGÖST 1992'
C- 2$
Svona lítur Fairey Battle L 5343 sprengiflugvélin út endurbyggð og uppgerð á Breska flugminjasafninu.
Þannig leit flakið út þegar breskur björgunarleiðangur kom að vélinni sumarið 1972 og eins og sjá
má mátti nánast taka hana í nefið.
SÍMTALIÐ...
ER VIÐ SVERRISCHEFING THORSTEINSSON
Hagnýtur hdgarmoggi
13167
- Komdu sæll Sverrir, þetta
er á Morgunblaðinu. Ég hef frétt
að þú kennir skotveiðimönnum
margháttað notagildi Morgun-
blaðsins?
Raunar kenni ég notkun á helg-
armogganum.
- Viitu útlista þetta nánar?
Já, ég fullyrði að það séu að
minnsta kosti 10 aðferðir til að
nota helgarmoggann, fyrir utan
að lesa hann. Þessar aðferðir veit
ég að hafa bjargað lífi manna.
- Hveijum kemur þetta helst
að notum?
Öllum sem ferðast utan alfara-
leiða, skotveiðimönnum og öðru
útivistarfólki. Ég ráðlegg fólki að
taka með sér einn helgarmogga,
hann er orðinn staðalútbúnaður í
bakpokanum hjá mér og mörgum
öðrum.
- Geturðu sagt mér nánar af
aðferðunum?
í fyrsta lagi notum við rjúpna-
veiðimenn blaðið til að pakka inn
hverjum fugli fyrir sig. Það hindr-
ar blóðflæði og hvít ijúpan á það
skilið. Númer tvö er að blaðið er
prentað á nokkurskonar þerri-
pappír. Ef menn álpast í keldur
uppi á reginfjöllum er heillaráð
að troða samanvöðluðum síðum í
gönguskóna. Þeir þorna fljótt við
það. í þriðja lagi er hægt að nota
blaðið til einangr-
unar. Þá smeygir
maður blöðum inn
undir bolinn eða
peysuna og vel nið-
ur í buxumar. Ef
þetta er sæmilega
gert er þetta vind-
hlíf og einangrar á
við aukanærföt.
Svo má nota blaðið
til að merkja slóð
eða stefnu. Þegar
maður er að veiðum
í kjarri er hætta á
að týna bráðinni, nema maður
marki stefnuna. Það er aðals-
merki góðs veiðimanns að finna
særða fugla og dauða. í fimmta
lagi má vefja nokkrar opnur í
vöndul, hella í hann púðri og búa
til blys. Aftur má veija þéttan
vöndul til að hreinsa aðskotahluti
úr byssuhlaupi. Það þarf ekki
snjóköggul stærri en sykurmola
til að hlaup geti spmngið. I sjö-
unda lagi má vefja mjög þéttan
vöndul úr helmingnum af blaðinu
og tvíbijóta hann síðan. Þá ertu
kominn með ágætis spelku til að
styðja við brotinn útlim meðan
slösuðum manni er komið til
byggða. Svo kemur blaðið sér vel
ef maður hefur gleymt að taka
með sér salernispappír, þessi
pappír er alveg þokkalegur til
slíkra nota. í níunda lagi má nota
blaðið til að búa til einangrunar-
sessu til að nota ef maður þarf
að sitja lengri tíma í kulda á fjöll-
um, annars kólnar maður mjög
fljótt. Þá tekur maður aukasokk-
ana og fyllir þá af samanvöðluðum
pappírskúlum. Þegar báðir sokk-
amir era vel úttroðnir er þeim
smeygt í plastpoka og þá er kom-
inn þessi fíni púði. Loks ætla ég
ekki að gleyma þvi ef lesbjart er
þá geta menn stytt sér stundir
við að lesa ritstjómargreinar eða
annað gott efni. Helgarmoggi með
aukablöðum er stútfullur af efni
fyrir hvern sem er, unga og
gamla, og hvar í flokki sem þeir
standa!
- Þú minntist á að
helgarmogginn hafi
bjargað lífum
manna.
Já, ég hef hitt
nokkra sem hafa
þakkað mér sér-
staklega fyrir þessi
ráð og veit þess
dæmi að Morgun-
blaðið hafí hrein-
lega orðið til lífs-
bjargar.
Ég þakka
leiðbeining-
arnar og kveð þig.
Já, vertu blessaður.
Hundadagakonungur lét hanna fána handa íslendingum, og sýndi
hann þrjá hvíta þorska liggja á bláum feldi.
HUND ADÖGUM lýkur í dag og því er ekki úr vegi að gera þeim
manni og atburði nokkur skil sem kenndir hafa verið við þá; Jör-
undi hundadagakonungi og valdaráni hans. Er hér meðal annars
stuðst við ævisögu hans sem gefin var út fyrir rúmum hundrað
árum og skráð af James Francis Hogan.
Jergen Jurgensen fæddist í
Kaupmannahöfn 1780 og lést
1841. Hann lagði stund á margt
um ævina og þannig segir í for-
mála ævisögunnar, er nefnist „The
Convict King“ og í danskri þýðingu
„Den Deportede Konge“; „... þetta
er frásögn af Jorgen Jurgensen,
konungi íslands, skipstjóra, bylt-
ingarmanni, erindreka Breta, rit-
höfundi, skáldi, presti, fanga ríkis-
ins, fjárhættuspilara, aðstoðar-
manni á sjúkrahúsi, ferðalangi um
meginlandið, landkönnuði, útgef-
anda, útlaga og lögregluþjóni."
Gefur þessi upptalning til kynna
hversu víðtæk umsvif hans voru.
Að undirlagi breskra áhugamanna
um málefni íslands, með náttúru-
könnuðinn fræga Sir Jöseph Banks
fremstan í flokki, sigldi hann hing-
að á skipinu Clarence og seldi
farminn. Stuttu síðar sigldi hann
á freigátunni Margaret and Ann
til íslands og hugðist leika sama
leikinn. Það reyndist torsótt. „Ég
var furðu lostinn," segir Jorgen í
æviminningum sínum, „að heyra
við komuna til íslands að í fjarveru
minni hafði verið gert opinbert
lagaboð sem forbauð öll samskipti
við Englendinga. Augsýnilega var
þetta gert til að hindra útskipun
farmsins, því á sama tíma lokuðu
fréttaljós
ÚR
FORTÍÐ
Jörurtdur
tekur
völdin
yfirvöld augum fyrir innflutningi
rúgmjöls frá danskri skektu", og
býsnast hann yfir okurverðinu sem
það var selt íslendingum. „Ég gat
vitaskuld ekki sætt mig við slíka
hentistefnu, og aftók með öllu að
snúa aftur án þess að erindi mitt
næði fram að ganga og sjá heila
þjóð svipta þeirri hjálp sem For-
sjónin hafði fært að dyrum hennar
á stund neyðarinnar. Ég gerði
áætlanir án þess að ráðfæra mig
við nokkurn mann og af því að
dagurinn eftir komu mína var
sunnudagur, steig ég á land ásamt
tólf af sjóliðum mínum um leið og
ég sá að fólkið var gengið til kirkju.
Ég fór rakleiðis að bústað land-
stjórans (stiftamtmanns) og skipti
flokki mínum í tvo hópa. Sex
mönnum stillti ég upp fyrir framan
húsið en sex fyrir aftan, og skip-
aði þeim að skjóta á hvern þann
Skopmynd sem talið er að Jiirg-
ensen hafi teiknað af sjálfum
sér.
sem reyndi að trafla aðgerðir mín-
ar. Þar á eftir opnaði ég dymar
og gekk inn með pistólur, sína í
hvorri hönd. Hinn náðugi Tramp
greifí flatmagaði í sófanum, grun-
laus um hvað væri að gerast og
komst í uppnám vegna óvæntrar
yfirtöku minnar.“ Stiftamtmaður
var því næst fluttur til skips og
settur í tryggilega prísund. Sjóliðar
af skipinu stóðu vörð í Reykjavík
um nóttina og rifu niður auglýsing-
ar yfirvalda. Næsta dag, 26. júní
1809, birtist bæjarbúum fyrsta til-
skipun Júrgensens, er lýsti því yfir
að: „Allur danskur myndugleiki er
upp hafinn á íslandi." Síðar þann
sama dag birtist önnur og lengri.
í tuttugu liðum var rakin breytt
skipan mála^ er fólst fyrst og
fremst í að „Island er laust og lið-
ugt frá Danmerkur ríkisráðum",
en einnig var landsmönnum heitið
sjálfstæði, þjóðfána, löggjafar-
þingi, innlendum æðsta dómstól,
uppgjöf skulda við danska lánar-
drottna, verslunarfrelsi, skatta-
ívilnunum og lækkuðu verði á
komvöra o.fl. Júrgensen falaðist
eftir innlendum mönnum í einkalíf-
vörð og gekk greiðlega að fá sex
menn, og auk þess höfðu flestir
embættismenn landsins lýst því
yfir innan tíðar, að þeir skyldu
gegna störfum sínum áfram þrátt
fyrir breytta stjórn. „Nema að bet-
ur lesinn sagnfræðingur en ég
geti fundið þess dæmi úr sögu
annarra þjóða, tel ég ekki að fram-
in hafí verið sakleysislegri bylting
og útfærð á betri vísu,“ fullyrti
Júrgensen. „Allri stjórn eyjarinnar
var umbylt á andartaki án þess
að skoti væri hleypt af eða blóð-
dropa úthellt."
Stóðu íslendingar í þeirri trú að
breska ríkisstjórnin hefði lagt á
ráðin um valdaránið, en annað kom
í ljós við komu breska herskipsins
The Talbot hinn 8. ágúst. Skip-
stjórinn Alexander Jones kannað-
ist ekki við að Jorgensen hefði slíkt
umboð og fundaði með íslenskum
embættismönnum til að kynna sér
málavexti. 22. ágúst 1809 var síð-
an undirritaður samningur milli
þessara aðila er ógilti allar tilskip-
anir og ákvarðanir hins sjálfskip-
aða konungs. Hélt Jörundur úr
landi nokkrum dögum síðar, án
þess að skilja eftir sig ummerki
um þau fögra fyrirheit sem hann
hafði gefið þjóðinni, utan vígis á
þeim stað sem nú stendur Seðla-
banki íslands. Var það rifið sam-
kvæmt áðurnefndum samningi er
sagði að „engin stríðsmakt skal
höfð á íslandi eða landið á nokk-
urn hátt til varnar búið“.