Morgunblaðið - 05.09.1992, Page 1

Morgunblaðið - 05.09.1992, Page 1
56 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 201. tbl. 80.árg. LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Borgarastyrjöld í suðurhluta Tadzhíkístan Þingið kom for- setanum ekki frá Dúshanbc. Reuter. HARÐIR bardagar geisuðu í gær milli stuðningsmanna og andstæð- inga Rakhmons Nabíjevs, forseta fyrrum sovétlýðveldisins Tadzhí- kístans. Aðallega var barist í suðurhluta landsins, talið er að um þrjátíu hafi fallið í gærdag en hundruð manna í vikunni. Tadzhíkístan, sem er ríki aðal- lega byggt múslímum og með landamæri að Afganistan og Kína, hefur verið nánast stjórnlaust frá því á mánudag er hópur andstæð- inga forsetans náði yfirráðum yfir Ofurmenn- inu brugg- uð banaráð New York. Reuter. SUPERMAN á skammt eftir ólif- að. Þótt hið 54 ára Ofurmenni sé snegg^ra en hvínandi kúla og afl- meira en eimreið fær það ekki ráðið við sljórnendur, teiknara og textahöfunda DC-myndasagna. Þeir hafa lagt á ráðin um dauða Ofurmennis í átökum við ógnvald- inn Dómsdag í 75. tölublaði teikni- myndasögunnar sem út kemur í nóvember. Mike Carlin, ritstjóri Ofurmennis- blaðanna, segist undrandi á hve mik- inn úlfaþyt áformin hafi vakið. „Eng- inn tók eftir Ofurmenni lengur," seg- ir hann. Alls er óvíst hvort Ofur- mennið verði síðar lífgað við og seg- ir Carlin ekki vitað hvernig íbúar af plánetunni Krypton, fæðingarstað Ofurmennis, bregðist við jarðneskum leiðarlokum. Hann segir hættuspil að enda tilvist Ofurmennis, sem brá sér tíðum úr gervi hins hægláta fréttamanns Clarks Kents og flaug með þanda skikkju til að takast á við misyndismenn. Hins vegar telja sérfræðingar í teiknimyndaiðnaði að andlátið sé kænn leikur sem rífa muni upp sölu Ofurmennis-blaða svo mánuðum skiptir. forsetahöllinni. Þing lýðveldisins var í gær kallað saman til að taka ákvörðun um að svipta forsetann, fyrrum yfirmann kommúnista- flokksins, völdum. Það gekk hins vegar ekki eftir þar sem einungis 80 þingmenn af 221 voru viðstadd- ir en 154 hefði þurft til atkvæða- greiðslunnar. Andstæðingar Nabíjevs forseta, sem eru jafnt múslímar sem fijáls- lyndir, saka forsetann um að hika við að koma á umbótum og að hann hafi ekkert gert til að stöðva átök í suðurhluta lýðveldisins, sem eru farin að taka á sig mynd borgara- styrjaldar. Heimili Serba í Gorazde brennur en múslimum hrekja umsátursmenn þeirra nokkuð frá. Reuter í borginni hefur að sögn eftirlitssveitar SÞ tekist að Ekkert flogið með hjálpargögn til Sarajevo síðan ítölsk vél fórst Staðhæfingar um að skotið hafí verið á vélina ósannaðar Genf, Róm, Sar^jevo, Zagreb. Reuter. FLUTNINGAR hjálpargagna til íbúa Sarajevo, höfuðborgar Bosníu, hafa legið niðri síðan ítölsk flugvél á leið til borgar- innar fórst á fimmtudag og all- ir í áhöfninni, alls fjórir, létust. Stöðvun hjálparflutninga getur haft alvarlegar afleiðingar fyr- ir borgarbúa. Haft er eftir vitn- um á slysstað og ítölskum ráð- herrum að vélin hafi verið skot- in niður af stríðsaðila en engar Reuter Tekist á vegna Jeltsíns Lögregla í Tókýó setti í gær á svið átök við liðsmenn búna eins og hægrisinnaðir óeirðaseggir og var æfingin þáttur í undirbúningi fyrir heimsókn Borísar Jeltsín Rússlandsforseta til Japan um miðjan mánuð- inn. Rússar sögðu í vikunni að ófullnægjandi öryggisgæsla gæti komið í veg fyrir ferðina en hurfu síðan frá því hiki. I heimsókninni á að ræða kröfu Japana um að Rússar skili fjórum eyjum norður af Japan sem þeir tóku í lok seinni heimsstyijaldar, tveimur til að byija með. Vaxandi þrýstingur er á Jeltsín að gefa þær ekki eftir en þörfin fýrir efnahagsaðstoð Japana spilar væntanlega inní umræðurnar. sannanir hafa komið fram um það. Serbar sitja enn um Gorazde norður af Sarajevo en virðast hafa hörfað nokkuð undan sveitum múslima sem hafa borgina á valdi sínu. Milan Panic, forsætisráðherra Júgó- slavíu, hlaut í gær stuðning 111 þingmanna gegn 33 en fulltrúar þjóðernissinnaðra Serba báru fram á hann vantrauststillögu í vikunni. ítalska herflutningavélin af gerðinni G-222 var á leið til Sarajevo með 5 tonn af teppum handa íbúum borgarinnar þegar hún hrapaði nærri bænum Jesenik 34 kílómetrum vestur af Sarajevo í fjalllendi þar sem Króatar og múslimar hafa undirtökin. Varnarmálaráðherra Ítalíu segir allar líkur benda til að vélin hafí verið skotin niður og starfsbróðir hans fullyrðir að svo hafi verið. íbúar í Jesenik segjast hafa séð flugskeyti skella á vélinni en starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem rannsaka flakið hafa ekki fundið þess merki. Owen lávarður, samningamað- ur Evrópubandalagsins í málefn- um Júgóslavíu, varar við hörðum viðbrögðum SÞ. Komi í ljós að vélinni hafi verið grandað verði mun fastar gengið fram í að ná stjórn á þungavopnum stríðsaðila í Bosníu. Yfírmenn SÞ hafa kraf- ist ítarlegrar rannsóknar á orsök- um slyssins. Flak vélarinnar er dreift yfir stórt svæði sem bendir til að hún hafi sprungið þegar hún hvarf af ratsjárskjám í um 2.500 metra hæð en ekki við að skella til jarð- ar. Sérfræðingar segja að ef skot- ið hafí verið á vélina hafí flaugin komið úr sprengjuvörpu á jörðu niðri. Búnaður Serba er ekki tal- inn nógu öflugur til að þeir gætu talist ábyrgir fyrir verkinu. SÞ fóru fram á 434 milljóna dala aðstoð við fómarlömb stríðs- ins í Bosníu-Herzegóvínu á ráð- stefnu sem nú stendur yfir í Genf um málefni fyrrum Júgóslavíu. Peningana á að nota til kaupa á matvælum, lyfjum og nauðsynleg- um hjálpargögnum fyrir veturinn. Sadako Ogata, yfírmaður flótta- mannahjálpar SÞ, segir kuldana framundan geta reynst skæða þeim tveimur milljónum heimilis- lausra flóttamanna sem nú eru í Bosníu og Króatíu. Bandaríkja- menn lofuðu í gær 40 milljónum dala til hjálparstarfsins. Sameinuðu þjóðirnar hætta hjálparflugi til Sarajevo á meðan rannsókn stendur yfir á hrapi ítalskrar vélar á leið þangað með hjálpargögn. Fjögurra manna áhöfn fórst Skotið var á fjórar banda- Brak úr vélinni bendir til riskar þyrlur sem sendar að sprenging hafi orðið voru af flugmóðurskipi á meðan hún var enn á slysstað_________________á lofti___________reuter Fríðrik segir hnökra á för sinni til Sveti Stefan FRIÐRIK Ólafsson skrifstofustjóri Alþingis og stórmeistari í skák segir ýmsa hnökra á því að hann geti tekið að sér dómgæslu í ská- keinvígi þeirra Bobby Fischers og Borísar Spasskís í Svartfjalla- landi. „En óneitanlega væri áhugavert að fara,“ segir Friðrik sem í fyrradag var beðinn formlega að dæma skákirnar frá 10. september. „Auðvitað kitlar þetta boð,“ seg- ir Friðrik, „en ýmsar hliðar málsins eru óljósar og þarf að athuga betur áður en ég get svarað þeim í Sveti Stefan. Ég er í starfí sem verður að sinna, fyrirvarinn er ansi stuttur og ómögulegt að gera þetta nema ljóst sé að það fari ekki gegn sjónar- miðum íslenskra stjórnvalda vegna viðskiptabanns á Júgóslavíu.“ Hérlendis var sett reglugerð fyr- ir þrem mánuðum vegna ályktunar Öryggisráðs SÞ um refsiaðgerðir gegn sambandslýðveldinu Júgó- slaviu (Serbiu og Svartfjallalandi). Þar segir meðal annars að menning- arleg samskipti við lýðveldið séu óheimil og kveðst Gunnar Pálsson skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyt- inu hljóta að telja skákeinvígið falla undir þetta ákvæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.