Morgunblaðið - 05.09.1992, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992
Björgvin Guðmunds-
son — Minning
Fæddur 15. nóvember 1932
Dáinn 30. ágúst 1992
Hann elsku afi okkar er dáinn.
Okkur finnst það sárt og óréttlátt,
en hann var búinn að vera svo mik-
ið veikur og svo lengi. Það var svo
gaman að vera hjá afa í Birtó eins
og við kölluðum hann, bæði þar og
í sumarbústaðnum og ekki megum
við gleyma fjörunni á Stokkseyri.
Afí sagði okkur oft frá Stokkseyri
því þar átti hann heima svo lengi
og þótti honum mjög vænt um þann
stað. Þegar við fórum með honum
í fjöruna fannst honum jafn gaman
og okkur. í sumarbústaðnum feng-
um við alltaf að smíða, raka heyið
og setja það í litlar hjólbörur sem
amma og afi höfðu keypt handa
okkur. Svo fór afi líka oft með okk-
ur að veiða, sem okkur þótti ofsa-
lega gaman. Okkur fínnst erfitt að
hafa afa ekki hjá okkur lengur en
nú iíður honum vel.
Með þessum orðum kveðjum við
elsku afa okkar og þökkum fyrir að
hafa átt hann að. Elsku amma,
megi Guð hjálpa þér í sorginni.
Blessuð sé minning hans og megi
hann hvíla í friði.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin,
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem).
Barnabörn.
I dag þegar mágur okkar, Björg-
vin Guðmundsson, verður iagður til
hinstu hvíldar í Stokkseyrarkirkju-
garði koma í hugann ljúfar og þakk-
látar minningar liðinna daga.
Við sjáum þorpið okkar í fjarlæg-
um bláma bernskuminninga, þegar
ungt fólk með sömu þrár og vænt-
ingar, sem alltaf fylgja vissum aldri,
gekk um götur og stíga til að hitt-
ast og gleðjast.
Björgvin Guðmundsson var fædd-
ur í Merkigarði á Stokkseyri 15.
nóvember 1932, sonur hjónanna
Þorbjargar Asgeirsdóttur og Guð-
mundar Einarssonar. Hann var
yngstur fjögurra bræðra þeirra
Merkigarðshjóna. Hinir eru Svein-
björn, útibússtjóri KÁ á Stokkseyri,
Konráð, framkvæmdastjóri á Hóteí
Sögu, og Ásgeir, húsvörður hjá
Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi.
Björgvin kvæntist 9. apríl 1955
Kristínu Jósteinsdóttur frá Haust-
húsum á Stokkseyri. Þau hófu bú-
skap á Stokkseyri og bjuggu þar til
ársins 1981 er þau fluttu til Reykja-
víkur. Við munum að við vorum
bæði stoltir og ánægðir með þennan
ráðahag systur okkar.
Merkisgarðsfólkið var þekkt
sómafólk og bræðurnir sem þar voru
að alast upp gjörvilegir og líklegir
til góðra verka. Sú hefur líka orðið
raunin á. Seinna áttum við svo eftir
að reyna hvern mann Björgvin hafði
að geyma. Því lengri sem kynnin
urðu treystust bönd vinsemdar og
virðingar og bar þar aldrei skugga á.
Kristín og Björgvin eignuðust
fjögur börn. Þau eru: Ingibjörg, gift
Herði Inga Jóhannssyni. Þau eiga 3
börn; Guðmundur, ókvæntur;
Brynja, gift Vilbergi Magna Óskars-
syni. Þau eiga 3 börn; Svandís Björg,
ógift í foreldrahúsum.
Björgvin var framfarasinnaður
dugnaðarmaður. Hann var' sérlega
laginn til allra verka. Ungur eignað-
ist hann vörubíl með ámoksturs-
krana, sem ekki var algengt á þeim
árum og vann þá við að flytja sand
frá Stokkseyri til Sandsölunnar í
Reykjavík. Um áraraðir var hann
svo starfsmaður Hraðfrystihúss
Stokkseyrar og hafði þá umsjón með
vélum hússins ásamt fleiru. Hann
setti upp harðfisksgerð á Stokkseyri
og vann þar um skeið ásamt fjöl-
skyldu sinni. Síðustu árin starfaði
Björgvin hjá Þýsk-íslenska fyrirtæk-
inu í Reykjavík. Þar vann hann
meðan heilsan leyfði, vinsæll og virt-
ur af starfsfólki og eigendum fyrir-
tækisins.
Um árabil þjáðist Björgvin af ill-
vígum blóðsjúkdómi sem oft lék
hann grátt. Við sem erum svo lán-
söm að vera heilsuhraust getum
áreiðanlega ekki alltaf sett okkur í
spor þeirra sem við erfið veikindi
eiga að stríða.
Allan tímann sem Björgvin og
Kristín áttu heimili á Stokkseyri
voru frændur og vinir ævinlega vel-
komnir í heimsókn. Þar var oft sest
að veisluborði. Já, það var sannar-
iega gott þegar hin óviðráðanlega
ástríða greip mann, að skreppa aust-
ur á ströndina, að geta þá komið
við hjá „Dídí og Bjögga", sest við
eldhúsborðið og drukkið kaffisopa.
Þá er eftir að geta þess sem hátt
ber, en það er hvernig þau hjón,
Björgvin og Kristín, reyndust for-
eldrum okkar, þegar þau voru orðin
öldruð og hjálparþurfi. Þar var hlut-
ur Björgvins Guðmundssonar stór.
Systur okkar, Kristínu, börnunum
og fjölskyldum þeirra, bræðrum
Björgvins svo og öllum vandamönn-
um sendum við systkinin og okkar
fjölskyldur innilegar samúðarkveðj-
ur.
Björgvin Guðmundsson var og
vildi vera Stokkseyringur. Hann hef-
ur nú um nokkur ár átt heimili í
Reykjavík. Hann var í góðu starfi
og allt hefði vel blessast ef heilsan
hefði ekki brugðist og óviðráðanleg-
ur sjúkdómur lagt hann að velli um
aldur fram. Hugur hans mun þó oft
hafa leitað heim til þorpsins þar sem
hann dvaldist stærstan hluta ævi
sinnar.
Nú er hann kvaddur hinsta sinni
og lagður í mjúkan sandinn fyrir
ofan sjógarðinn heima. Genginn er
góður drengur. Blessuð sé minning
hans.
Björgvin og Einar Jósteinssynir
í dag er borinn til grafar frá
Stokkseyrarkirkju tengdafaðir minn,
Björgvin Guðmundsson, Birtmga-
hvísl 34, Reykjavík. Bjöggi, eins og
allir kölluðu hann, fæddist 15. nó-
venmber b932 í Merkigarði á
Stokkseyri, sonur hjónanna Þor-
bjargar Ásgeirsdóttur og Guðmund-
ar Einarssonar og var yngstur 4
bræðra og bjó þar öll sín uppvaxtar-
ár. Árið 1955 giftist hann Kristínu
Jósteinsdóttur og áttu þau gott og
farsælt hjónaband. Þau eignuðust 4
börn, Ingibjörgu, Guðmund, Brynju
og Svandísi Björgu. Bjöggi og Dídí
byggðu sér hús á Stokkseyri og
bjuggu þar til ársins 1981 er þau
fluttu til Reykjavíkur. Bjöggi starf-
aði lengi sem vörubílstjóri því næst
sem vélamaður í Hraðfrystihúsi
Stokkseyrar þar til að hann stofnaði
eigið fyrirtæki sem hét Fiskverkun
B.G. og var framleiðslan harðfiskur.
Árið 1981 ákváðu Bjöggi og Dídí
að flytjast til Reykjavíkur vegna
tíðra læknisferða hans og seldi hann
þá fyrirtækið í miklum blóma og
fluttust þá búferlum. í Reykjavík
starfaði hann hjá Þýzk-íslenska hf.
við hin ýmsu störf til ársins 1990
er hann hætti að vinna vegna veik-
inda. Ég kom inn í ættina 1979 og
var mér mjög vei tekið frá fyrstu
tíð. Bjöggi var mjög góður við mig
í gegnum súrt og sætt, hann var
mjög ráðagóður maður og þótti mjög
vænt um ef ég leitaði ráða hjá hon-
um. Hann var mjög ákveðinn maður
og hafði sínar skoðanir á hreinu og
fannst mér hann hafa vit á öllum
hlutum, eins og t.d. einu sinni þegar
hann fann út hvað amaði að bílnum
mínum í gegnum síma. Bjöggi var
með blóðsjúkdóm í hart nær 30 ár
og voru síðustu tvö og hálfa árið
sérstaklega erfið. Bjöggi átti orðið
6 barnabörn sem öll elskuðu afa sinn
mjög heitt. Hann var mjög góður
afí og þótti þeim gaman að heim-
sækja ömmu og afa, sérstaklega í
sumarbústaðinn, því þar leyfði afi
þeim alltaf að smíða. Bjöggi var lag-
hentur maður og gerði helst allt
sjálfur og þótti honum sárt undir
það síðasta að þurfa að láta aðra
gera hlutina fyrir sig.
Með þessum fáu orðum kveð ég
minn ástkæra tengdaföður, elsku
Dídí, Inga, Gummi, Brynja og
Svandís Björg, megi Guð styrkja
ykkur og Ijöiskylduna alla á þessari
sorgarstundu.
Þótt vér sjáumst oftar eigi,
undir sól, er skín oss hér,
á þeim mikla dýrðardegi,
Drottins aftur fmnumst vér.
(J. Schjorreng. H. Hálfd.)
Hörður Ingi.
Björgvin Guðmundsson, tengda-
faðir minn, lést á Landspítalanum í
Reykjavík 30. ágúst sl. eftir skamma
legu en margra ára baráttu við erfið-
an sjúkdóm.
Kveð ég þar góðan vin, sem ávallt
var til halds og trausts er til hans
var leitað og svo margs er að minn-
ast þegar Björgvin er_,kvaddur að
ekki verður það allt talið í stuttri
grein.
Margar góðar stundir áttum við
saman, sérstaklega minnist ég þeirra
stunda þegar við komum með barna-
börnin til þeirra hjóna í sumarbústað
þeirra, en þann bústað hafði Björg-
vin byggt og var óþreytandi að eyða
þar stundum sínum, þar naut hann
þess að vera afi og hafa hjá sér
barnabörnin.
Björgvin var kjölfesta heimilisins
og þó á móti blési stóð hann ávallt
upp úr eins og klettur í hafínu.
Hann var einnig okkar stoð og
stytta, sem við gátum reitt okkur
ár, rólegur, yfirvegaður og ráðagóð-
ur.
Það var erfítt fyrir fjölskylduna
að horfa upp á þennan stóra og
trausta mann láta svo mikið á sjá,
sem raun varð síðustu þtjú árin.
Þessi síðustu ár voru honum erfið
og erfiðast átti hann með að sætta
sig við að geta ekki haldið áfram
að vinna. Hann hafði barist við sjúk-
dóm sinn frá því hann var rúmlega
þrítugur og samt hafði hann alltaf
verið fullur starfsorku og starfsgleði.
Björgvin var fæddur og uppalinn
á Stokkseyri, sonur hjónanna Þor-
bjargar Ásgeirsdóttur og Guðmund-
ar Einarssonar í Merkigarði. Hann
var yngstur fjögurra bræðra, en
þeir eru auk hans; Sveinbjörn, úti-
bússtjóri KÁ á Stokkseyri, Ásgeir,
húsvörður í MBF á Selfossi og Kon-
ráð, forstjóri í Reykjavík.
Björgvin kvæntist árið 1955 eft-
irlifandi eiginkonu sinni Kristínu
Jósteinsdóttur frá Hausthúsum á
Stokkseyri og eignuðust þau fjögur
börn. Þau eru: Ingibjörg, húsmóðir
í Hafnarfirði, gift Herði Inga Jó-
hannssyni og eiga þau þrjú börn,
Öldu, Bjögvin og Hafþór; Guðmund-
ur, bifreiðastjóri í Reykjavík; Brynja,
lyfjafræðingur og húsmóðir í
Reykjavík, gift Vilbergi Magna Ósk-
arssyni og eiga þau þrjú börn, Óskar
Örn, Björgvin og Kristínu, og yngst
er Svandís Björg,_ sem er að heija
nám við Háskóla Islands nú í haust.
Björgvin og Kristín bjuggu lengst
af í Heiðargerði á Stokkseyri eða
þar til fyrir um 11 árum að þau fluttu
til Reykjavíkur. Björgvin stofnsetti
og rak um nokkurra ára skeið'eigin
harðfiskverkun á Stokkseyri, Fisk-
verkun B.G., en þar sem hann gekk
ekki heill til skógar, fór það svo að
þau hjónin fluttu til Reykjavíkur, þar
sem Björgvin hóf störf hjá Þýsk-
íslenska hf. og starfaði þar allt þar
til veikindi hans gerðu honum ókleift
að sinna störfum sínum.
Björgvin var trúaður maður og
fleytti trúin honum oft yfir erfiða
hjalla og veit ég að góður guð hefur
tekið hann í sína arma.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast honum og vera
einn af hans fjölskyldu og bið guð
að styrkja okkur öll á þessum erfiðu
tímum.
Magni.
í dag, laugardaginn 5. september,
verður til moldar borinn frá Stokks-
eyrarkirkju vinur minn og sam-
starfsmaður til margra ára, Björgvin
Guðmundsson.
Hann lést í Landsspítalanum 30.
ágúst sl. eftir stutta en stranga loka-
orustu við sjúkdóm sem enginn
mannlegur máttur fær ráðið við.
Björgvin fæddist í Merkigarði á
Stokkseyri. Hann ólst upp í foreldra-
húsum við ást og umhyggju foreldr-
anna, Þorbjargar Ásgeirsdóttur og
Guðmundar Einarssönar, í samstillt-
um bræðrahópi.
Bræður Björgvins eru Sveinbjörn,
búsettur á Stokkseyri, Ásgeir bú-
settur á Selfossi, Konráð, fram-
kvæmdastjóri Hótels Sögu, býr í
Reykjavík. Björgvin var yngstur
þeirra bræðra.
Tvítugur að aldri gekk Björgvin
að eiga eftirlifandi konu sína, föður-
systur mína, Kristínu Jósteinsdóttur
frá Hausthúsum á Stokkseyri. Áttu
þau í tæpa þijá áratugi hlýlegt og
snyrtilegt heimili á Stokkseyri þar
sem þeim fæddust 4 börn: Ingibjörg
húsmóðir, gift Herði Jóhannssyni
matreiðslumeistara hjá Iðnskólanum
í Reykjavík, Brynja lyfjafræðingur,
gift Vilbergi Magna Óskarssyni
starfsmanni Landhelgisgæslunnar,
Guðmundur starfsmaður Samskipa
og Svandís nemi við Háskóla Is-
lands. Barnabörnin eru orðin 6.
Framan af ævi fékkst Björgvin
við vörubílaakstur og vöruflutninga,
mest á milli Reykjavíkur og Stokks-
eyrar. Margar sögur kunni hann að
segja frá svaðilförum sínum yfir ís-
lensk fjöll með vöruflutninga. Ávallt
kom hann heill að landi og gerði
ekki orð úr afrekum síhum. Síðar
gerðist hann vélstjóri hjá Hraðfrysti-
húsi Stokkseyrar eða þar til hann
setti á stofn sína eigin fískverkun
sem hann rak af miklum myndar-
skap í Ijölmörg ár.
Síðasta áratuginn rúman bjuggu
þau hjónin í Reykjavík ásamt tveim-
ur yngstu börnunum og áttu sér’vist-
legt og hlýlegt heimili á Áitúnsholti.
Mér finnst að flestir Árnesingar
af minni kynslóð og eldri kannist
við Bjögga, eins og hann var jafnan
kallaður, frá Merkigarði á Stokks-
eyri.
Hann var fremur hávaxinn mað-
ur, laglegur með skarplegt yfirbragð
og augun snör og lifandi. Dídí og
Björgvin voru í mínurn huga alltaf
einkar glæsileg hjón. Ég heyrði
snemma foreldra mína tala af vin-
semd og virðingu um frændfólk okk-
ar á Stokkseyri sem þar lifði sið-
VILTII PANSA?
Kennslustaðir: Auðbrekka 17 og
"Lundur" Auðbrekku 25 Kópavogi.
Kennum alla samkvæmisdansa:
Suðurameríska, standard og
gömlu dansana. Einnig
arnadansa fyrir yngstu
kynslóðina.
Einkatímar eftir samkomulagi.
Innritun og upplýsingar dagana
31. ágúst - 9. sept.
kl. 10-19 ísíma: 64 11 11
Kennsla hefst fimmtudaginn
10. september. Kennsluönn er
15 vikur og lýkur með jólaballi.
Ath. fjölskyldu- og systkinaafsláttur.
V/SA
.E
FÍD Betri kennsla - betri árangur
Supadance skór á dömur og herra.
'Gwrðar ha'