Morgunblaðið - 05.09.1992, Page 37
gg#l MJflMJTTSi/' .ð HynACfJIAðJJA.1 fnC!AJHVíT)DHnW
MORGUNBLAÐÍÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992
m;
37
VELVAKANDI
Lokun geðdeilda
Til Velvakanda frá aðstandanda:
I ALLRI umræðunni um niður-
skurð og sparnað í samfélaginu
hef ég varla nokkurs staðar rek-
ist á athugasemdir um lokanir á
geðdeildum nú í sumar, nema
lítilsháttar frétt í sjónvarpinu.
Göngudeild Kleppsspítala er lok-
uð í allt sumar vegna sparnaðar.
Mér er sagt af fagfólki að sjúkl-
ingum sem þangað leita í sumar
sé vísað á göngudeild geðdeildar
Landspítalans, en þar var víst
yfrið nóg að gera fyrir. Það fylgdi
sögunni að þessi lokun hefði í
raun ekki sparnað í för með sér,
því hún kallaði á fleiri innlagnir.
Með öðrum orðum, einhverjir
þeirra sjúklinga sem hafa getað
búið heima meðan göngudeildar-
þjónustu naut við verða nú að
leggjast inn á sjúkrahús þegar
sú þjónusta er skorin niður. Skilst
mér að þessi lokun sé ekki gerð
í samráði við fagfólkið.
Deild 26, sem rekin er út frá
geðdeild Landspítalans, er lokuð
um helgar í allt sumar. Þar dvelst
fólk með geðræna sjúkdóma, sem
er það vel á vegi statt að það
þarf ekki að vera á sjúkrahúsi,
heldur er þetta einskonar heimili
með færra starfsfólki. Heilsufar
þessara einstaklinga er mjög
misjafnt; sumir geta ef til vill
unnið á vernduðum vinnustað,
ef vinnu er að fá, aðrir ekki.
Flest er þetta ungt fólk. í þijá
mánuði í sumar er deildin lokuð
á föstudagskvöldum og ekki opn-
uð aftur fyrr en á mánudags-
morgnum. í örfáum tilvikum
gengur vel að hafa þetta fólk
heima um helgar sem betur fer,
í öðrum tilvikum gengur það erf-
iðlega og stundum verða sjúkl-
ingarnir að vera á öðrum deildum
og hver er þá sparnaðurinn?
Aðstæður heima hjá sjúklingum
eru mismunandi og heilsufar
þeirra einnig. Þess má geta að
allar breytingar verka mjög illa
á suma sjúklinga með geðræna
kvilla. í sumum tilfellum er afar
bindandi fyrir ættingjana að hafa
sjúklinga heima; þegar sjúkling-
ar eru þannig að varla má víkja
frá þeim. Er þá lítið um. sumar-
ferðalög í þeim- fjölskyldum og
ættingjarnir jafnvel uppgefnir
þegar þeir eiga að mæta til vinnu
á mánudagsmorgnum.
Mér er sagt að það sé stjórnar-
nefnd ríkisspítalanna sem ákveði
þessar lokanir samkvæmt fyrir-
skipun ofan frá. Væri ekki ráð
fyrir þessa ágætu nefndarmenn
að kynna sér betur málefni geð-
sjúkra. Það væri líka gott ráð
ef þeim væri boðin helgardvöl á
heimili illa veiks sjúklings. Þeir
gætu þá aðstoðað við umönnun
og við að koma sjúklingnum aft-
ur á deildina á mánudagsmorgni
áður en haldið er til vinnu. Það
getur nefnilega verið erfitt og
tímafrekt, bæði vegna sjúkdóms-
ins og lyija sem þetta fólk verður
að taka. Margir sjúklinganna eru
þungir upp á morgnana.
Deild 26 var upphaflega í öðru
húsnæði, sem hefur verið í við-
gerð í lengri tíma. Skilst mér að
viðgerðirnar séu stopp vegna
peningaskorts. Væri ekki ráð-
legra að spara á öðrum sviðum
en í þjónustu við geðsjúka? Það
er frekar að á skorti að aðstoð
við þetta fólk sé nógu mikil, held-
ur en áð skera þurfi niður. Kostn-
aður við geðsjúka á sjúkrastofn-
unum mun líka vera mun minni
en við almenna sjúklinga. Engin.
úrræði eru til af hálfu heilbrigðis-
yfirvalda gagnvart þeim sjúkl-
ingum sem neita að taka lyf sem
þeir þurfa að taka. Þeir sjúkling-
ar eru bara útskrifaðir og látnir
fara á flakk, jafnvel til annarra
landa, allt á ábyr^ð aðstandenda,
ef einhveijir eru. Jafnvel eftir
þá erfiðu ákvörðun aðstandenda
að svipta sjúkling sjálfræði eru
sjúklingar útskrifaðir stuttu eftir
sviptingu, ef þeir vilja ekki taka
lyf. Helbrigðisyfirvöld fírra sig
ábyrgðinni, sem mun ekki alls-
staðar vera tilfellið. Að minnsta
kosti mun vera annar háttur
hafður á í þessum málum í Sví-
þjóð. En hér er komið efni í aðra
grein og væri fróðlegt ef ein-
hveijir fleiri fjölluðu um þessi
mál.
Ég skora á stjórnarnefnd ríkis-
spítalanna að beita sér fyrir því
að deildirnar tvær sem ég gat
um áðan verði opnaðar aftur sem
fyrst. Það getur varla verið að
nefndarmönnum hafí þótt þægi-
legra að skera niður í þjónustu
við geðsjúka en aðra, af því að
vitað er að sá hópur getur ekki
myndað þrýstihóp?
Aðstandandi.
Pennavinir
Tékknesk 22 ára stúlka með
áhuga á landafræði, sögu og íþrótt-
um:
Renata Lovasova,
Bajkalska 2338/16,
058 01 Poprad,
Czechoslovakia.
Þrettán ára ensk stúlka með
áhuga á íþróttum, einkum sundi:
Linda Murray,
Red Rose Inn,
21 St. Paul’s Square,
Preston PRl ÍXA,
Lancashire.
Sextán ára ensk stúlka með
margvísleg áhugamál:
Claire Kirby,
152 Queens Drive,
Liverpool 13,
113 OAL,
England.
Tékknesk stúlka með áhuga á
ensku, ferðalögum, fjallaferðum,
hlaupum, hjólreiðum og skíðum:
Rene David,
Hubnerove 324,
Usti’ Nad Labem,
Strekov 400 03,
Czechoslovakia.
Japönsk stúlka með mikinn tón-
listaráhuga en getur ekki um aldur:
Masumi Yokota,
3966-8 Haraichi,
Ageo-shi Saitama-ken,
362 Japan.
Hann fer í
gang með
MAXILIFE
Fæst á næstu bensínstöð
LAUGARDAC KL. 11-16 OG SUNNUDAG KL. 13-16
HEILSUBRUNNURINN
hefur opnað aftur eftir sumarfrí. Eigum lausa tíma
í nudd og Ijós (nýjar perur) Sími 6871 10.
Bígja, Sigurbjörg, idda Berður, Agnes, hnna Margrét, hrnbiörg.
\__________________________________________________________/
SÍMI614444
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim nœr og
jjœr, sem heiÖruðu mig og glöddu meÖ ýmsum
hœtti á nírœÖisafmœli mínu.
Katrín S. Brynjólfsdóttir.
SÓLSKÁLAR
Sýning um helgina!
Opið frá kl.13-17
KOMIÐ OG KYNNIÐ YKKUR EITT FjÖLBREYTTASTA ÚRVAL
INNRÉTTINGA í ELDHÚS OG Á BÖÐ, SEM VÖL ER Á, AUK
FATASKÁPA OG TRÉSTIGA í MIKLU ÚRVALI.
Sólstoíur Svalahýsi Rennihurðir
RennigluggarFellihurðir Útihurðir o.m.fl.
Ekkert viðhald
íslensk framleiðsla
Gluggar m Garðhús »
Dalvegi 2A, Kópavogi, Sfmi 44300