Morgunblaðið - 29.09.1992, Qupperneq 1
64 SIÐUR B
221. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Búist við endanlegnm tölum úr kosningunum í Rúmeníu í vikulok
Hiescu hefur for-
Engin há-
tíðarhöld
ystuna að fyrstu
umferð lokinni
Búkarest. Reuter.
SAMKVÆMT fyrstu tölum í forsetakosningnnum í Rúmeníu hefur
Ion Iliescu forseti forystuna með 42,2% atkvæða og nær því ekki
hreinum meirihluta í fyrstu umferð. Flokki Iliescus er spáð mestu
fylgi, eða 22,5% atkvæða, í þingkosningunum sem einnig fóru fram
á sunnudag. Mótherjar forsetans saka hann og flokk hans um kosn-
ingasvindl en erlendir eftirlitsmenn hafa ekki tekið undir slíkar
ásakanir. Allt bendir til þess að það verði Emil Constantinescu,
rektor háskólans í Búkarest, sem keppi í síðari umferð innan tveggja
vikna við Iliescu um forsetaembættið, en skv. fyrstu tölum fær
hann 33,1% atkvæða.
Ekki er búist við endanlegum
tölum úr kosningunum í Rúmeníu
á sunndag fyrr en í lok vikunnar.
Fyrstu áreiðanlegu kosningaspárn-
ar voru birtar um hádegisbil í gær.
Byggjast þær á tölum frá 587 kjör-
stöðum af 14.611. Samkvæmtþeim
fær Lýðræðislega þjóðfrelsisfylk-
ingin, flokkur Iliescus, 107 af 328
þingmönnum í neðri deild rúm-
enska þingsins en 47 af 143 í efri
deild. Næstur flokka kemur Lýð-
ræðisþingið með 81 sæti í neðri
deild en 35 í efri deild.
Stjómarandstæðingar sökuðu
Iliescu og fylgismenn hans um
kosningasvik. Forsvarsmenn rúm-
enskra mannréttindasamtaka
sögðu að þeim hefði verið meinað
að skoða kjörseðlana og þess vegna
hefðu þeir ákveðið að draga starfs-
menn sína í hlé. Tudor Marian,
formaður Lýðræðisþingsins, sagði
að þetta hlyti að bjóða heim kosn-
ingasvikum. Jach Búchner, sem
fylgdist með kosningunum fyrir
hönd bandarískra samtaka, sagði
að afstaða rúmensku mannrétt-
indasamtakanna auðveldaði mönn-
um ekki að dæma um lögmæti
kosninganna. Hann sagðist ekki
hafa orðið var við skipulagt svindl
en vildi að öðru leyti ekki tjá sig
um framkvæmdina fyrr en hann
hefði rætt við starfsmenn sína.
Eftirlitsmenn Evrópuráðsins gáfu
út yfirlýsingu um að kosningarnar
hefðu verið frjálsar og réttlátar.
Þetta er í annað sinn sem haldn-
ar eru þing- og forsetakosningar í
Rúmeníu síðan Nicolae Ceausescu
var steypt í desember 1989. í þeim
fyrri hlaut Iliescu 85% atkvæða til
embættis forseta. Þjóðfrelsisfylk-
ingin, arftaki kommúnistaflokks-
ins, vann einnig yfirburðasigur í
þingkosningunum. Erlendir eftir-
litsmenn staðfestu þá að um kosn-
ingasvindl hefði verið að ræða að
einhveiju leyti.
Reuter
Marx og Lenín innan um kjörseðlana
Starfsmaður í kjördeild í Búkarest kemur kjörseðlum, sem búið er að
telja,"fyrir í kjallara dómshúss í borginni. Þar eru einnig styttur af gömlu
átrúnaðargoðunum, Marx og Lenín, en þær eru ekki lengur hafðar uppi
við í Rúmeníu.
vegna V2
Bonn. Reuter.
AFLÝST hefur verið í Þýskalandi
hátiðarhöldum í tilefni af því, að
50 ár eru liðin síðan fyrsta V2-
flugskeyti nasistastjórnarinnar
var skotið á loft. Átti að minnast
þess, að með V2 var lagður
grunnur að geimflaugum nútím-
ans en Bretar, sem fengu að
kenna á þessu tækniundri Hitl-
ers, mótmæltu því harðlega og
einnig frammámenn í þýskum
stjórnmálum, innan sem utan
stjórnar.
Þúsundir breskra borgara létu líf-
ið af völdum V2-skeytanna og talið
er, að 20.000 fangar hafi borið bein-
in við framleiðslu þeirra. Dieter
Vogel, talsmaður þýsku stjómarinn-
ar, sagði, að hún hefði ekki ætlað
að taka þátt í að minnast fyrsta
flugtaks V2-flaugarinnar og ekki
vitað, að Erich Riedl efnahagsráð-
herra ætlaði að flytja þar ræðu.
Það var Samband fyrirtækja í
loftferðaiðnaði, sem vildi minnast
„tækniafreksins, sem lagði grunn
að geimferðum nútímans“, en
höfuðsmiður V2-flauganna var
Werner von Braun. Síðar lagði hann
á ráðin um geimferðaáætlanir
Bandaríkj amanna.
Samþykkt fjármálaráðherrafundar EB-ríkjanna í Brussel í gær
Hugmyndum um tvískipt
Evrópubandalag hafnað
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
Fjármálaráðherrar Evrópu- | í gjaldeyrismálum og virðist lítill
bandalagsríkjanna, EB, höfnuðu áhugi vera á því utan Bretlands,
í gær hugmyndinni um tvískipt að það verði endurskoðað. Var
bandalag hvað varðaði samstarfið | þetta niðurstaða fundar fjármála-
Hamfarir í Genúa
Reuter
Gífurlegar rigningar ollu flóðum í Genúa á Ítalíu í
fyrrakvöld og fyrrinótt og var ófagurt um að litast
þegar íbúamir voguðu sér út úr húsi í gærmorgun.
Vatnavextir í einni ánna, sem renna um borgina,
ollu því að hún hreif með sér hundruð bíla og lágu
þeir og annað brak eins og hráviði um allt. Stórviðra-
samt hefur einnig verið á Spáni og í Frakklandi þar
sem 39 manns að minnsta kosti hafa farist.
ráðherranna í Brussel en til hans
var boðað til að endurvekja
traustið á Gengissamstarfi Evr-
ópu, ERM, eftir óróann að undan-
förnu. Samkvæmt nýrri skoðana-
könnun í Danmörku myndi góður
meirihluti styðja Maastricht-
samninginn í nýrri þjóðarat-
kvæðagreiðslu að uppfylltum skil-
yrðum.
Fjármálaráðherrarnir voru sam-
mála um að þjóðþing aðildarríkja EB
yrðu að staðfesta Maastricht-samn-
inginn sem fyrst og Jean-Claude
Juncker, fjármálaráðherra Lúxem-
borgar, sagði að samstaða hefði ver-
ið um að líða ekki að eitthvert eitt
eða fleiri ríki kæmu í veg fyrir stað-
festingu hinna. Norman Lamont,
fjármálaráðherra Breta, sagði að
vísu, að atburðir síðustu vikna sýndu,
að ekki væri allt sem skyldi í gengis-
samstarfinu en hann lagði áherslu
á, að hugmyndir um einangrun Breta
væru úr lausu lofti gripnar.
Anders Fogh Rasmussen, fjár-
málaráðherra Danmerkur, sagði í
gær, að Danir vildu taka þátt í gjald-
eyrissamstarfi kjarnaríkjanna í EB
ef af því yrði en niðurstaða fjármála-
ráðherrafundarins þykir hafa minnk-
að líkur á því. Samkvæmt nýrri Gall-
up-könnun, sem birtist í gær í danska
blaðinu Berlingske Tidende, ætla
64% Dana að styðja Maastricht-
samninginn í nýrri þjóðaratkvæða-
greiðslu svo fremi hann verði endur-
skoðaður. Þegar spurt var um hvaða
ákvæði þyrfti að endurskoða vildi
meirihlutinn að Danir yrðu undan-
skildir ákvæðinu um einn gjaldmiðil
og sameiginlegan seðlabanka. Það
kom hins vegar á óvart að meirihlut-
inn studdi hugmyndina um sameigin-
lega varnarstefnu EB-ríkjanna.
----------» ♦ ♦----
Tadzhíkístan
Ottast borg-
arastyrjöld
Moskvu. Reuter.
HUNDRUÐ manna biðu bana eða
særðust í bardögum í Tadzhíkíst-
an um helgina. Talin er hætta á
borgarastyrjöld í sovétlýðveldinu
fyrrverandi.
Bæjarstjóri Kúrgan-Tjúbe í suður-
hluta Tadzhíkístans sagði í gær, að.
lögreglustjóri og 13 lögregluþjónar
hefðu verið á meðal þeirra sem biðu
bana í árás stuðningsmanna Rak-
hmons Nabíjevs, fyrrverandi forseta
landsins, á sunnudag. „Háþróuðum
þungavopnum var beitt gegn sak-
lausu og varnarlausu fólki og hundr-
uð manna féllu eða særðust í árás-