Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 2

Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 Mikiðaf loðnu á miðunum MESTALLUR loðnuflotinn hefur hafið veiðar og er hann nú á svæð- inu norðvestan við Kolbeinsey. Loðnan er hins vegar dreifð og erfitt að ná henni, að sögn Sæv- ars Þórarinssonar skipstjóra á Albert GK 31. Albert kom til Siglufjarðar í gær úr sinni fyrstu veiðiferð á þessu hausti og var verið að landa úr skip- inu þegar rætt var við Sævar. Hann sagðist vera með 700 tonn eftir tvær nætur. Sævar sagði að mjög mikið væri af loðnu á veiðisvæðinu. Hún væri hins vegar dreifð og erfitt að ná henni. Loðnan er mjög góð að sögn Sævars, en þó hefur aðeins borið á að hún væri blönduð smá- loðnu og þá aðailega í björtu. Í gær voru þrír loðnubátar að landa á Siglufirði, tveir á Akranesi og einn á leið til Eskifjarðar. Sam- kvæmt upplýsingum Teits Stefáns- sonar hjá Félagi fískimjölsframleið- enda voru aðeins veidd 8.600 tonn af loðnu í síðustu viku. Heildarveiðin á vertíðinni er nú orðin 57.000 tonn. Ráðhústjörnin Fiskarnir frjálsir fljótlega LÖXUM og silungum, sem verið hafa í lítilli tjörn fyrir framan ráðhús Reykjavíkur síðan í vor, verður sleppt á næstu dögum að sögn Ólafs Jónssonar, upplýs- ingafulltrúa Reykjavíkurborgar. Fiskunum var komið fyrir í tjöm- inni af vinum tilvonandi brúðguma sem héldu honum svokallað steggja- partý en einn liður í skemmtidag- skránni var veiði í Ráðhústjörninni. Ekkert varð úr þeirri veiðiferð því lögreglan skarst í leikinn áður en fiskamir vom fangaðir. Ólafur sagði að starfsmenn ráðhússins hefðu séð um að fæða þá en að þeim yrði sleppt á næstu dögum eins og fyrr sagði. í dag Syndaskrá Páfagarðs Syndaskrá kaþólsku kirkjunnar færð í nútímahorf 27 íslenskt vetni ú þýska strætisvagna___________________ Vetnisfélagið í Hamborg hefur áhuga á íslensku vetni 28 Fræðsla Námskeið í flestu þvísem hugurinn gimist 37 Leiðari________________________ Óskað eftir samstarfi við íslendinga 28 ÁTVR Alkóhól- iaus vín lækkaum fjórðung ALKÓHÓLLAUS vín lækka í verði um fjórðung í dag þegar ný verðskrá Afengis- og tóbaks- verslunar ríkisins tekur gildi. Hins vegar hækka nokkrar kon- íakstegundir um 7-10%. Verð á áfengi breytist almennt lítið, flest- ar tegundir eru á sama verði og í gær eða hækka eða lækka um 1-2%. Verðbreytingar eru mismunandi á milli tegunda og framleiðslulanda. Þannig lækka flestar tegundir sem framleiddar eru í Bandaríkjunum lít- illega en evrópsk vín ýmist hækka eða lækka. Meðal þeirra vína sem taka verulegum breytingum eru nokkrar koníakstegundir. Camus Napoléon hækkar um 660 kr. Flask- an kostaði 6.220 kr. en hækkar í 6.880, eða um 10,6%. Remy Martin X.O. (Fine Champagne) hækkar um 8% og Frapin Napoleon (Grande Champagne) um 7,5%. Flestar íslensku tegundirnar hald- ast óbreyttar í verði nema lítraflaska af Eldurís sem hækkar um 100 kr., úr 2.970 í 3.070 kr. Alkóhóllaust Pol Vignan rauðvín lækkar úr 450 kr. í 350 kr. flaskan, eða um 22%, alkóhóllaust Pol Viguftn. rósavín lækkar um 27% og önnur alkóhóllaus vín hjá ÁTVR eftir því. TiIIögur Verktakasambandsins ræddar í borgarráði í dag Siguijón Pálsson, bóndi á Steinum, hjá rústum fjárhússins. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Hlaða og fjárhús brunnu undir Austur-Ejrjafjöllum Holti. ELDUR kom upp í hlöðu á bænum Steinum undir Eyjafjöllum á sunnudagsmorguninn og brunnu hlaðan og áföst fjárhús á stuttum tima. Hlaðan á Steinum stendur fjarri bænum til hliðar og ofan við Steinahelli. í hlöðunni voru um 1.500 baggar af heyi sem hafði hitnað í en hitinn lokast inni þann- ig að ekki hafði orðið vart við hitamyndun. Vart varð við reyk úr hlöðunni árla á sunnudags- morgun og þegar komið var að var eldur laus í heyinu. Hringt var í slökkviliðið á Skóg- um sem kom innan skamms. Einn- ig komu að bændur með haugsug- ur með áfestum tengingum til slökkvibúnaðar en allt kom fyrir ekki. Hlaðan brann til grunna á stuttum tíma og eldur læsti sig í sperrur áfasts fjárhúss. Siguijón Pálsson, bóndi á Stein- um, sagðist ekki verá viss um að byggja upp fjárhús og hlöðu á þessum stað, en vafalaust yrði hann að hefja endurbyggingu fjárhúss og hlöðu fyrir veturinn. Fréttaritari. Borgín fullfær um að taka erlend lán tíl framkvæmda •• - segir Markús Orn Antonsson, borgarstjóri FULLTRÚAR Verktakasambands íslands áttu fund með borgarstjóra og borgarhagfræðingi í síðustu viku þar sem ræddar voru frekar tillögur Verktakasambandsins um að flýta framkvæmdum á vegum borgarinnar og að þær yrðu fjármagnaðar með erlendum lánum. Að sögn Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra er Reykjavíkur- borg fullfær um að taka erlend lán til að fjármagna þessar fram- kvæmdir og hefði lánstraust til þess. Búið var að leggja tillögurnar fyr- ir borgarráð en þaðan var þeim vís- að til umsagnar borgarverkfræðings og borgarritara. Borgarstjóri kvaðst eiga von á því að álitsgerðir frá þeim yrðu lagðar fyrir borgarráð í dag. Aðspurður um hvort Reykjavíkur- borg gæti tekið 1,5 milljarða að láni erlendis miðað við skuldastöðu borg- arinnar, sagði borgarstjóri: „Það er engu föstu slegið um það. Verktaka- sambandið bendir á þann möguleika og það gerir það í fullri vissu og trausti þess að Reykjavíkurborg er fullfær að taka slíkt lán. Borgin hefur slíkt lánstraust og það myndi ekki gera henni neitt sérlega erfitt um vik upp á framtíðina að gera. Borgin myndi þola þá skuldastöðu,“ sagði borgarstjóri. Hann sagði að ef verið væri að ræða úrlausnir í atvinnumálum þá væru það viðhaldsverkefni sem sköp- uðu flestum atvinnu. „Það er einn þátturinn sem við hljótum að skoða. Eru einhver slík verkefni sem við getum flýtt og ráðist í á haustdögum og í vetur? Það getur verið sitthvað sem við getum tekið fyrir af því tagi,“ sagði borgarstjóri. Tillögur Verktakasambandsins gengu m.a. út á að flýta fram- kvæmdum við mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Mi- klubrautar. Sigurður Skarphéðins- son gatnamálastjóri sagði að þetta væri framkvæmd upp á 300-500 milljónir kr., en hún væri aðeins ein af mörgum brýnum framkvæmdum Aukaþing SUS í Neskaupstað Formaður SUS and- vígur ályktun um sjávarútvegsmál DAVÍÐ Stefánsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, lýsti sig andvígan ályktun um sjávarútvegsmál á aukaþingi SUS sem hald- ið var á Norðfírði um helgina. í ályktuninni er öllum hugmyndum um veiðileyfagjald hafnað og um leið opnað fyrir að hleypa erlendu áhættufjármagni inn í íslenskan sjávarútveg. Alyktunin var samþykkt samhljóða en Davíð sat hjá í atkvæðagreiðslu um hana. íþróttir ► TBRI öðru sæti á EM í badminton - Gísli Halldórsson hættir sem formaður Óí - Katrín Gunnarsdóttir gefur kost á sér til varaforseta ÍSÍ. Skoðanaágreiningur um sjávarút- vegsmál var að mestu útkljáður í sjávarútvegsnefnd þingsins, en ályktun hennar var samþykkt sam- hljóða á þingfundi. Nokkrir þingfull- trúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og var Davíð Stefánsson einn þeirra. Davíð hélt harðorða ræðu áður en atkvæði voru greidd og sagði meðal annars að í ályktuninni væri hvorki mjög margt nýtt að finna né djarft á málum tekið. í henni væri verið að afhenda ákveðnum hópi í landinu helstu auðlind þjóðarinnar til eignar. Sjá nánar á bls. 55. sem framundan væru. Aðrar fram- kvæmdir værú gatnamót á mótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar sem væru á hönnunarstigi og talið er að kosti um hálfan milljarð kr., auk breikkunar Vesturlandsvegar eða gerð Ósabrautar og lagning Geirsgötu. Hann sagði ósennilegt að þessar framkvæmdir gætu hafist fyrr en næsta vor. Hönnun Ósa- brautar væri þó lengra á veg komin og því sem næst lokið. Sú fram- kvæmd gæti hafist fijótlega. Tófa grip- in með ber- um höndum Hofsósi. SÁ EINSTÆÐI atburður átti sér stað er gangnamenn úr Sléttuhlíð í Hofshreppi voru í smalamennsku í Hrollleifsdal, að einn gangnamanna, Gestur Stefánsson frá Araarstöðum, er kominn var fram undir botn í dalnum, varð var við að hundar hans voru að eitast við eitthvað sem reyndist vera tófa. Leikurinn barst að á er rennur þarna niður dalinn og hröktu hundamir tófuna út í ána. Hún komst upp á stein í ánni og stóð þar. Gestur brá hart við og óð út í ána og tókst að ná í hnakka- drambið á tófunni, þrátt fyrir mikið hvæs og arg sem hún gaf frá sér. Gestur óð síðan til lands og aflífaði dýrið snarlega. Sagði Gestur að þetta hefði verið hvolpur frá því í vor. Hann er vanur að -fást við tófur því hann hefir verið grenjaskytta í Sléttuhlíð nokkur undanfarin ár. - Einar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.