Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
19
nlt. 250 g F
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
August Strindberg: Leikrit I—II
(1.161 bls). Eioar Bragi þýddi.
Strindbergsútgáfan 1992.
Óneitanlega hljóta það að teljast
tíðindi þegar helstu verk eins stór-
brotnasta leikritaskálds allra tíma
koma út á okkar eigin tungu. Elju-
semi og þrautseigja Einars Braga
er vöttur um að ekki er allur dugur
úr íslenskri menningu á alþjóða-
sinnuðum tímum — og ætti raunar
að verða áskorun til ungra rithöf-
unda að halda út á kröfuharða braut
þýðingastarfa.
Við, þýðendum fagurbókmennta
virðist ævinlega blasa tvenns konar
vandi. Sá fyrri felst í sjálfu þýðing-
arstarfinu, þeirri glímu að koma
erfiðum og margslungnum texta í
tilheyrandi búning á öðru máli.
Þegar þeirri vinnu er lokið hefst
seinni glíman; að fá verkið gefið
út. Útgáfufyrirtækið sem upphaf-
lega tók að sér að gefa út þetta
verk gat ekki staðið við skuldbind-
ingar sínar og fór síðar á hausinn.
Einar Bragi brá þá á það ráð að
gefa verkið út sjálfur með þeirri
gamalkunnu og oft áhrifaríku leið
að safna áskrifendum. Hátt í 500
manns eru taldir upp í heiðursskrá
sem hinir éiginlegu útgefendur.
Sömuleiðis styrkti Norræni þýðing-
arsjóðurinn útgáfuna og hlýtur það
að hafa skipt meginmáli.
Einar Bragi segir í formála að
hann sé með útgáfu þessari að efna
ævagamalt heit um að þýða, áður
en hann yrði allur, helstu leikrit
Strindbergs á íslensku. Menn
strengja ýmissa hluta heit, um ára-
mót og við önnur tilefni. Sjaldan
virðast heitin hins vegar vera efnd
jafn einarðlega og í þessu tilviki.
Leikritin eru tuttugu talsins og
breiða sig yfir hvorki fleiri né færri
en rúmlega 1.100 blaðsíður, smekk-
lega frágengnar þar sem prentun
og lýsing eru til sóma.
Það er vitaskuld umdeilanlegt
hvort öll leikritin í þessum tveim
bindum séu „helstu leikrit" skáld-
jöfursins. Sá sem þetta ritar er sátt-
ur við valið eins langt og það nær
og varpar fram spurningu: Hver
hefði viljað missa úr úrvalinu leik-
rit á borð við Föðurinn, Fröken
Júlíu, Kröfuhafa, Gústaf Vasa og
Draugasónötuna?
Hvernig hefur svo þýðingin tek-
ist? í stuttum blaðadómi skal enginn
Salómónsdómur kveðinn upp um
það. Síst skal reynt að kveða upp
úr um efnislega samkvæmni þýð-
inga og frumtexta. í heildina má
þó segja að þýðing Einars Braga
NYJUNG
FRÁ
EL MARINO
einkennist af einföldu, óupphöfnu
máli og hljóti að því leyti að teljast
frumtextanum trú. Strindberg var
ekki hljómrænt leikritaskáld, texti
hans einkennist fremur af stuttum
og meitluðum tilsvörum en löngum
ljóðrænum eintalsköflum.
Samt verður ekki undan því vik-
ist að ýja að smálegu sem má þykja
umdeilanlegt. Yfirlestur handrita
og prófarka hefur greinilega verið
alúðlega unninn en þó má í þessum
texta finna stakar villur, samt vel
innan eðlilegra marka. Nöfn per-
sóna hafa flest verið staðfærð —
og fer slíkt oftast eftir því hversu
beygingar nafnanna aðlaga sig auð-
veldlega íslensku. Stór undantekn-
ing — og raunar óskiljanleg — frá
þessu er leikritið sem á sænsku
heitir Fröken Julie. í þýðingunni
er nafn aðalpersónunnar látið
óbreytt þótt þetta leikrit hafi ævin-
lega í umræðu hér á landi verið
nefnt „Fröken Júlía“, sem hlýtur
að teljast eðlilegt.
Þegar öllu er á botninn hvolft
hljóta aðfinnslurnar að verða létt-
vægar fundnar þegar haft er í huga
hvetju hér hefur verið áorkað. Þetta
ritsafn á það skilið að verða víða
þakksamlega þegið, jafnt hjá al-
mennum lesendum, námsfólki sem
leikhúsfólki. Þýðingarverk Einars
Braga er mælikvarðinn sem fylgja
mun síðari tíma Strindbergs-þýð-
ingum.
August Strindberg
Einar Bragi
■ ■■ • 9C
ISLENSKUR
IÐNAÐUR
OKKAR
ALLRA
íslendlngar verða að standa vðrð um
samelglnlega hagsmunl. Vlð bætum Iffs-
kjör okkar allra með þvi að velja elgln tramlelðslu.
Þetta gera aðrar iðnaðarþlóðlr.
Stöndum saman og byggjum upp fjölskrúðugan og
kraftmlklnn Iðnað.
ÍSLAND ÞARFNAST IBNABAR.
LANDSSAMBAND
IÐNAÐARMANNA
Samtök atvlnnurekenda f lönaðl
Skútuvogi 10a - sími 686700
Strindberg á íslensku