Morgunblaðið - 29.09.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.09.1992, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 ...------)■"..;■'•-■■•■■■-!"..T |1 ) / ' ... Ólina Þorvarðardóttir „Nú er komið fram á haust — og ljóst að áhrifanna af aðgerðum þeim sem borgin greip til vegna atvinnu skóla- fólks í sumar er hætt að gæta. Vandinn er óleystur eftir sem áður og atvinnuástandið fer síst batnandi.“ fóstur borgarstjóra, sem nýjustu fregnir herma þó að verði andvana fætt sökum óeiningar innan borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Síðari tillaga Nýs vettvangs í at- vinnumálum fól í sér að borgin myndi nýta sumarið til þess að láta gera hagkvæmnikönnun vegna nokkurra framkvæmda sem væn- legt gæti verið að flýta eða ráðast í til að bæta atvinnuástand. Höfðum við þá einkum í huga framkvæmdir við nokkrar nauðsyniegar þjónustu- og velferðarstofnanir sem bæta myndu þjónustu við Reykvíkinga og skapa þannig atvinnu eftir að fram- kvæmdum væri lokið. Lögðum við til að borgarstofnunum yrði falið að meta kostnað við slíkar fram- kvæmdir og sömuleiðis ijölgun at- vinnutækifæra sem af þeim hlytust. Er ekki að orðlengja það að skrif- ræði kerfisins kæfði þessa tillögu sömuleiðis, og ekkert gerðist í sum- arleyfi borgarstjórnar. Hik er sama og tap Nú er komið fram á haust — og ljóst að áhrifanna af aðgerðum þeim sem borgin greip til vegna atvinnu skólafólks í sumar er hætt að gæta. Yandinn er óleystur eftir sem áður og atvinnuástandið fer síst batn- andi. Borgarfulltrúum Nýs vettvangs er ljóst að við svo búið má ekki standa lengur. Borgaryfirvöld verða að grípa til raunhæfra og varan- legra úrræða. Því höfum við nú lagt til að borgin leiti eftir hagstæðu langtímaláni sem nemi allt að 500 milljónum króna til þess að svara þörfinni fram að áramótum. Verði ijármagni þessu veitt til nokkurra framkvæmda sem vænlegar geta talist til atvinnusköpunar, en leysa jafnframt úr nokkurri þjónustuþörf. Má nefna byggingu hjúkrunarheim- ilis fyrir aldraða, uppbyggingu leik- skóla og aukið viðhald skólahús- næðis, auk gatnaframkvæmda sem bæta umferðaröryggi. Þessi tillaga, sem flutt var í borg- arstjóm 17. september síðastliðinn, liggur nú til umsagnar í borgarkerf- inu hjá borgarverkfræðingi og at- vinnumálanefnd. Hún gerir ráð fyrir að hagkvæmniathugun vegna ofan- greindra verkþátta verði lokið fyrir næstu mánaðamót, og vonandi gengur það eftir. Hitt er ljóst, að jafnvel þótt tillag- an nái fram að ganga er engan veginn nóg að gert. Hér er einungis um að ræða skammtímaúrræði á síðasta fjórðungi þessa árs. Eftir stendur sú staðreynd að til lang- tímaúrræða vegna hins. erfiða at- vinnuástands hefur ekki verið gripið enn og má það ekki dragast lengur. Betur má ef duga skal Borgaryfirvöld geta ekki setið með hendur í skauti og fylgst áð- gerðarlaus með þróun mála. Þeim ber skylda til þess að grípa til áhrifa- ríkra og varanlegra úrræða. Það hefði raunar mátt gerast löngu fyrr. Við gerð næstu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1993 ríður því á að menn beini ekki blinda auganu að atvinnu- horfum í höfuðborginni, heldur geri ráð fyrir því við áætlunargerðina. Þannig verði reynt að mæta útgjöld- um vegna versnandi atvinnuástands á annan hátt en með aukafjárveit- ingum sem fara beint inn á yfír- dráttarheimild í Landsbankanum. Slíkar skammtímaskuldir eru rán- dýrar fyrir borgina. Þær kostuðu vel á þriðja hundrað milljóna króna í vaxtagreiðslum á síðasta ári og munu líklega kosta borgina um hálf- an milljarð á þessu ári. En það er viðlíka há upphæð og Nýr vettvang- ur leggur til að fari í að bæta at- vinnuástandið á þessu hausti. Hér er ekki einungis spurt um getu borgarinnar til að leysa vand- ann heldur einnig vilja og skilning. Raunhæf áætlanagerð, skilningur á vandanum og vilji til að leysa hann eru farsælasta vegarnestið. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs í Reykjavík. FLISAR -~2Zíí gntaiffiruiTTi_L!u in 111 II! 1 ± Stórhöfða 17, við GulUnbrú, sími 67 48 44 i sálarfrœði Námskeið sem byggir á nýjum rannsóknum um þróun kvenna og mótun persónuleikans. Áhersla er lögð á samstarf og innbyrðis samskipti kvenna á mismunandi vettvangi. MEÐAL EFNIS Sálarlíf kvenna. Samstarf kvenna: Tyrirtnyndir og náin tengsl. Vinátta, ö/und og samkeppni. Olík viöbrögð kvenna og karla. Innbyrðis átök og úrlausnir. Líjsskeið ogþersónul Aðgreining, frumkvæði, egstaða. árangur. Lc Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Nánari upplýsingar og skráning i símum Sálfræðístöðvarínnar 21110 og 623075 milli kl. 11—12. SÁLFRÆÐISTÖÐIN SPARISJOÐURVELSTJORA SAMEINAR KOSTINA NJÓTTU ÖRYGGIS, TRAUSTS OG PERSÓNULEGRAR ÞJÓNUSTU. Innlánsreikningar Sparisjóðs vélstjóra gefa allir mjög góða ávöxtun og í sumum tilfellum bestu ávöxtun innlánsreikninga í íslenska bankakerfinu. Sparisjóður vélstjóra auðveldar þér þannig að leggja grunn að traustri skipan í fjármálum og njóta ávaxtanna af skynsamlegri ráðstöfun fjármuna. TROMPBOK i Góð ávöxtun fyrir þá sem vilja geta gengið að sparifé sínu hvenær sem er. ÖRYGGISBOK Mjög góður kostur fyrir þá sem vilja binda sparifé sitt til ávöxtunar. BAKHJARL 1 24 mánaða reikningur fyrir þá sem vilja njóta hagstæðustu ávöxtunarkjara. LANAFYRIR- GREIÐSLA v Sniðin að þörfum viðskiptavinarins. n SPARISJÓÐURINN SPARJSJÓÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18, Síðumúla 1, Rofabæ 39

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.