Morgunblaðið - 29.09.1992, Síða 27

Morgunblaðið - 29.09.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 27 Syndaskrá kaþólsku kirkj- unnar færð í nútímahorf SKATTSVIK, mútuþægni, spákaupmennska og umhverfisspjöll eru alvarlegar syndir og þeir sem gerast sekir um þær eiga á hættu að brenna í helvíti, samkvæmt nýju spurningakveri kaþólsku kirkj- unnar. Það er einnig synd að lesa stjörnuspár, leita til stjömuspek- inga, taka þátt í miðilsfundum og hafa á sér töfragripi, að því er fram kemur um í frétt breska dagblaðsins The Independent um þessa nýju syndaskrá Páfagarðs. Verið er að þýða spumingakver- ið á hin ýmsu tungumál og gefa á það út í lok ársins. Þetta er fyrsta almenna spumingakver kaþólsku kirkjunnar í rúmlega 80 ár og því er ætlað að skýra kenningar kirkj- unnar, einkum boðorðin tíu, í nú- tímasamhengi. Þannig er ekki lengur minnst á hólmgöngur en þess í stað er meðal annars fjallað um hryðjuverk. í kverinu kemur fram að helvíti er enn til og logar þess bíða þeirra sem gerast sekir um „alvarlegar syndir", en svo nefnast nú „dauða- syndirnar". Kirkjan virðist hins vegar hafa mildað afstöðu sína til synda sem rekja má til félagslegra vandamála. „Alvarlegu syndimar" em marg- ar og af ýmsum toga, allt frá mis- notkun á náttúruauðlindum til svika í viðskiptum og framleiðslu, dreifingu og neyslu eiturlyfja. Litið er á misnotkun á áfengi, tóbaki og matvælum sem „ofnautn". Hins vegar er akstur undir áhrifum áfengis, sem og of hraður akstur, fordæmdur sem alvarleg synd. Hneykslismál stjómmála- og fjár- málamanna á Italíu virðast hafa vakið ugg í Páfagarði því kardinál- amir sjö, biskuparnir 15 og fleiri áhrifamenn, sem sömdu kverið, létu spillingu, spákaupmennsku, skattsvik og fjárglæfra til sín taka. Fjallað er um kynferðislegar syndir á tíu blaðsíðum í nýja kver- inu, en aðeins í sjö línum í því gamla. Pör sem búa saman utan hjónabands gerast sek um „alvar- lega synd“ og em útilokuð frá sakramentinu. Kynlíf í hjónabandi er sagt til „ánægju- og yndis- auka“, en eigi að færa „ftjósemi í hjónabandið". Kaþólikkar em hvattir til að eignast mörg börn þótt þeir megi takmarka fjöl- skyldustærðina ef fyrir því eru „góðar aðstæður“ - en aðeins má beita „náttúrulegum“ aðferðum (þ.e. getnaðarvarnir eru ekki heim- ilar). Samkynhneigt fólk verður að ástunda skírlífi, en koma skal fram við það með „virðingu, samúð og nærgætni“. Hjúskaparbrot, skilnaðir og sifjaspell eru „brot gegn reisn hjónabandsins". Klám, sjálfsfróun, hórdómur, vændi og kynferðislegt ofbeldi em skilgreind sem „skírlíf- isbrot". Kirkjan sýnir þó slíkum syndurum skilning því sagt er að við skriftir eigi prestar að taka til- lit til „sálfræðilegra og félagslegra þátta“ sem leiða til sjálfsfróunar og vændi sé minni synd ef rekja megi það til „fátæktar, kúgunar eða félagslegs þrýstings“. t Reuter Skútan Pride of Teesside tók fljótlega forystu í hnattsiglingunni á laugardag en fyrir kappsiglurunum lá að sigla 45.000 kílómetra leið. 10 skútur í 8 mán- aða kappsiglingu Portsmouth. Reuter. ERFIÐASTA siglingakepþni heims hófst í Portsmouth á suðurströnd Englands á laugardag er 10 skútur lögðu af stað i kappsiglingu umhverfis jörðina sem áætlað er Gert er ráð fyrir að hnattsigling- in, sem kennd er við British Steel, standi yfir í átta mánuði en vega- lengdin sem skútumar sigla er um 28.000 mílur eða 45.000 kílómetr- ar. Loft var þrútið er skútumar 10 lögðu úr höfn í Portsmouth og tóku Roh í Kína Peking. Reuter. LEIÐTOGAR Kína og Suður- Kóreu hittust í fyrsta sinn í gær. Þannig var innsiglað samkomu- lag frá því í síðasta mánuði um stjórnmálasamband ríkjanna. Roh Tae-woo, forsætisráðherra Suður-Kóreu, hitti Yang Shangkun, forseta Kína, að máli í Peking í gær. Snerust viðræður þeirra að miklu leyti um sambúð Norður- og Suður-Kóreu. Talið er að Roh von- ist til að Kínveijar geti liðkað fyrir bættum samskiptum Kóreuríkjanna tveggja. að taki átta mánuði. stefnu vestur út yfir Atlantshafið. Siglt verður í vesturátt umhverfis jörðina, gegn ríkjandi straumum og vindum sem gerir kappsiglinguna þeim mun erfiðari. Fyrsti áfangastaður sæfaranna er Rio de Janeiro í Brasilíu. Þaðan er siglt fyrir suðurodda Suður- Ameríku til Hobart í Astralíu. Þriðji áfangi er frá Hobart til Höfðaborg- ar í Suður-Afríku en þaðan er siglt aftur til Portsmouth og hringnum lokað. Anna Bretaprinsessa sem er áhugasöm um skútusiglingar ræsti keppendur af stað með því að hleypa af fallbyssu sem komið hafði verið fyrir um borð í feiju á Solent- firðinum úti fyrir Portsmouth. í áhöfn hverrar skútu eru 13 menn og verður hver þeirra að leggja fram sem nemur 15.000 sterlingspundum, jafnvirði 1,5 millj- óna ÍSK, til þess að fá að vera með. Að þessu sinni er þess minnst að 21 ár er liðið frá því Bretinn Chay Blyth sigldi skútu að nafni Breskt stál umhverfis jörðina. Sameinast til að fella Saddam ÍRASKIR stjórnarandstöðuhóp- ar hafa samþykkt að sameina krafta sína í því skyni að steypa Saddam Hussein forseta af stóli og setja á laggirnar lýðræðis- stjórn í írak. I yfirlýsingu, sem gefin var út eftir þriggja daga fund þessara hópa í borginni Salahuddin í Norður-írak, sagði, að andófsöflin hefðu ákveðið að sameinast í því skyni að flýta fyrir, að alræðisstjórnin viki fyr- ir fjölflokka þingræðisstjórn. Fundinn sátu fulltrúar sunni- og shítamúslima, Kúrda, Túrkmena og Assýringa, auk kommúnista, sósíalista og andófsafla í Baath- flokknum. Báðir aðilar safna liði FERNANDO Collor de Mello, forseti Brasilíu, og gagnrýnendur hans leituðu ákaft eftir stuðingi þingmanna i gær, síðasta daginn áður en greidd verða atkvæði um, hvort forsetinn verði dreginn fyrir rétt vegna ásakana á hendur honum um spillingu. Báðir aðilar lýstu yfir í gær, að þeir hefðu aflað sér nægilegs stuðnings í þinginu. Tveir þriðju hlutar 503 þing- manna verða að greiða atkvæði með málsókn á hendur forsetan- um. Verði málsókn ofan á, verður forsetinn leystur frá störfum í sex mánuði, á meðan öldungadeild þingsins fjallar um mál hans. Japanir reiðir út af Kanemaru LEIÐTOGAR í kaupsýslu og stjórnmálum í Japan sem og al- mennir borgarar fordæmdu þá ákvörðuif saksóknaraembættis landsins á mánudag að hlífa ein- um voldugasta stjómmálamanni Japans, Shin Kanemam, enda þótt sú staðreynd lægi fyrir að hann hefði tekið við ólöglegum greiðslum japanska flutningafyr- irtækisins Sagawa Kyubin, að upphæð fjórar milljónir jena (tæ- par tvær millj. ísl. kr.), í sjóði Fijálslynda demókrataflokksins. Saksóknari ákvað að hlífa Kanemam við handtöku og réttarhöldum, en gerði honum aðeins að greiða 200.000 jena (um 100.000 ísl. kr.) sekt fyrir brot á lögum um eftirlit með sjóðum stjórnmálaflokka. Kardinálarnir í Róm hafa sent frá sér nýtt spurningakver. Kaþólska kirkjan lítur þó enn á fóstureyðingar sem morð. Hins vegar leggur hún blessun sína yfir dauðarefsingar, „réttlát" stríð og vopnaðar uppreisnir við ákveðnar aðstæður. Þá segir í kverinu að sýna beri sjálfsmorðum skilning ef rekja megi þau til sálrænna vandamála, mikilla þjáninga og pyntinga. Áður leit kaþólska kirkjan sjálfsmorð alvarlegum augum og þeir sem fyrirfóm sér fengu ekki trúarlega útför. Líknardráp eru bönnuð en kirkjan telur þó réttlætanlegt við ákveðnar aðstæður að hætta að halda lífi í sjúklingum með tækjum eins og öndunarvélum ef þeir eru haldnir ólæknandi og þjáningar- fullum sjúkdómum. Royal LYFTIDUFT Notiö ávallt bestu hráefnin í bakstúrinn. Þér getið treyst gæðum ROYAL lyftidufts. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ÞRIÐJUDACSTILBOÐ Verð nú 1.995,- Verð áður 4.995,- Litur. Gul-brúnt. Stærðir: 36—41. I 5 Domus Medica, Kringlunni, Egilsgötu 3, Kringlunni 8-l 2, ^ sími 18519 sími 689212

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.