Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 32

Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNPLÍF ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 % Bókaútgáfa Framtíðarsýn gerir samning við Iðntæknistofnun Útgáfufélagið Framtíðarsýn hf. hefur gert samning við Iðntækni- stofnun Islands um sölu og dreif- ingu á þeim bókum sem stofnun- in hefur gefið út. Einnig hefur Bankar Framtíðarsýn gert samskonar samning vW Félagsvísindastofn- un Háskóla Islands um dreifingu og sölu á bókinni „Atvinnustefna á íslandi". En líkt og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hóf Framtíðarsýn starfsemi Bókar- klúbbs atvinnulífsins fyrir nokkru. Að sögn Marteins Jónassonar framkvæmdastjóra Framtíðarsýnar hf. hafa viðtökur við Bókaklúbbi atvinnulífins verið mjög góðar. Sú þjóunusta að bækur séu sérpantað- ar fyrir klúbbfélaga hafi mælst mjög vel fyrir og sérstaklega. hafi mikið borið á bókum um gæða- stjómun. Á meðal þeirra bóka sem Fram- tíðarsýn kynnir nú eru „Vöruþróun- Markaðssókn“ sem Iðntækistofnun gefur út, „Atvinnustefna á íslandi 1959-1991“ eftir Gunnar Helga Kristinsson, Halldór Jónsson og Huldu Þóra Sveinsdóttur og „Total Quality Marketing“ eftir John Fras- er Robinsson. Björgunaraðgerðir sænsku stjómarinnar Ríkisstjórnin stefndi að fullri einkavæðingu en reynir nú að forða allsherjarþjóðnýtingu bankanna Stjórnvöld í Svíþjóð hafa forðað tveimur bönkum frá gjaldþroti og nú þarf að bjarga þeim þriðja. Þegar ríkissljórn borgaraflokkanna tók við völdum var stefnan að einkavæða ríkisfyriitæki og hlut ríkis- ins í bönkunum en nú er það orðið helsta áhyggjuefnið hvemig komist verði hjá að þjóðnýta allt bankakerfið. HÁTÍÐARFUNDUR Haraldur Sumarliðason, for- seti Landssambands iðnaðar- manna, sagði í ræðu á hátíðar- fundi í tilefni 60 ára afmælis sambandsins, að gefa þyrfti iðn- aðinum færi á því að standa jafn- fætis annarri atvinnustarfsemi, bæði innlendri og erlendri. Ríkisstjórnin varð að grípa inn í til að bjarga Nordbanken, öðram stærsta viðskiptabankanum, og * Första Sparbanken, einum stærsta sparisjóðnum, frá gjaldþroti, Nú er röðin komin að Götabanken, fjórða stærsta viðskiptabankanum, en út- lánatap hans á þessu ári verður lík- lega um 80 milljarðar ÍSK. Það kemur í hiut sænska fjár- málaráðuneytisins að finna lausn á málum Götabankens en óróinn að undanfömu á evrópskum og alþjóð- legum fjármálamarkaði gerir það ekki auðveldara. Gengisfelling fínnska marksins olli miklum fjár- ' magnsflótta frá Svíþjóð og var þá við honum bragðist með því að hækka millibankavexti í áföngum upp í 500%. Hafa þeir síðan verið lækkaðir aftur niður í 50% en þess- ir vextir eru samt allt of háir fyrir bankana og atvinnulífið. Ef þeir verða ekki færðir fljótlega í nokk- um veginn fyrra horf, 16%, mun eftirspurn eftir lánsfé stórminnka en það veldur aftur fleiri gjaldþrot- um og enn meiri lækkun á fast- eignaverði. Mun hvoragt verða til að bæta stöðu bankanna. Erfiðleika sænsku bankanna má rekja til ársins 1985 þegar þeim var gefinn næstum því laus taumur- inn hvað útlán varðaði. Reglur um, *> að vextir væra frádráttarbærir til skatts, giltu þó áfram og einnig gömlu takmarkanirnar við fjárfest- ingu erlendis. Þetta olli því, að Svíar tóku lán sem aldrei fyrr og fjár- festu í innlendum hlutabréfum og fasteignum, sem raku síðan upp í verði. Þá var samkeppni bankanna um nýja viðskiptavini svo mikil, að oft var ekkert athugað hvemig lánstrausti þeirra væri háttað. Sænsku bankamir bragðust mis- jafnlega við fijálsræðinu. Áður höfðu Götabanken, Nordbanken og Första Sparbanken verið mest í útlánum til einstaklinga og fjöl- skyldna en þegar slakað var á út- lánareglunum sneru þeir sér að fyr- irtækjum og fasteignamarkaðinum. Um 60% allra útlána sænsku bank- anna era nú tengd fasteignamark- aðinum með einum eða öðrum hætti og hlutfallið hjá fyrmefndu bönkun- um þremur er enn hærra. Skandinaviska Enskilda Banken og Svenska Handelsbanken hafa hins vegar frá fornu fari skipt mest við sænsku iðnfyrirtækin og þekkja vel til þar á bæ. Þess vegna varð lítil breyting á starfsemi þeirra þótt fijálsræðið væri aukið. Sænska stjómin ætlar að ábyrgj- ast skuldbindingar Götabankens og verið er að setja saman áætlun um björgunaraðgerðir fyrir allt banka- kerfið. Fram til síðustu áramóta var útlánatap sænsku bankanna um 450 milljarðar ÍSK. og búist er við, að á næstu áram geti tapast á bil- inu 500 til 900 milljarðar í viðbót. IÐNAÐARHÚSNÆÐI SKEIÐARÁS Efrí hæð: 300 m2 (seld) Efri hæð: 300 m2 (frátekin) Neðrí hæð: 445 m2 (útb. 2,9 millj.) Neðri hæð: 375 m2 (útb. 2,9 millj.) ALLAR NÁNARI UPPLÝSINAR ERU VEITTAR í SlMA 812300 Frjáktfiamtak ARMÚLA 18. 108 REYKJAVlK. SlMi 812300 FAX 8129«. Atvinnulíf Hagvöxtur byggist á breyttu skipulagi vinnu og vinnutíma FREKARI framfarir í atvinnulíf- inu byggjast meðal annars á því að viðhorf til framfara og vinnu breytist, skipulagi á vinnustöðum sé breytt, ný markmið fyrir menntakerfíð séu sett og breytt skipan verði á vinnumarkaði og í ríkisbúskapnum. Þetta er niður- staða Stefáns Ólafssonar prófess- ors sem hélt erindi á hátíðarfundi í tilefni af 60 ára afmæli Lands- sambands Iðnaðarmanna. Harald- ur Sumarliðason forseti Lands- sambands iðnaðarmanna flutti ávarp þar sem hann sagði m.a. að ekki mætti einungis binda okk- ur við stóriðnað heldur þyfti einn- ig að örva frumkvæði og sköpun- argáfu sem megi verða ábatasöm smáiðnaði til framgangs. Haraldur Sumarliðason sagði jafnframt að á undanförnum árum hefðu iðnaðarmenn staðið í fylking- arbijósti þeirra sem rutt hafi nýjung- um og nýsköpun veg í íslensku at- vinnulífi. „Nú er komið að því að víkka út nýsköpunina, fá fleiri þátt- takendur til að sýna metnaðinn í verki. Skólar, bæði háskólar og framhaldsskólar, stofnanir ríkis og sveitarfélaga þurfa að vakna til vit- undar um gildi iðnaðar. Nauðsynlegt er að veita meira fjármagni til rann- sóknastarfsemi og tilrauna með vænlegar hugmyndir. En fyrst og fremst er það stjórnvalda að búa svo að íslenskum iðnaði að hann nái að dafna. Það þarf að gefa honum færi á því að standa jafnfætis annarri atvinnustarfsemi, bæði innlendri og erlendri, svo hann nái að springa til fulls," sagði Haraldur. í erindi sínu sagði Stefán Ólafsson að margt benti til þess að íslending- ar eigi ómæld tækifæri til hagvaxtar einfaldlega með því að breyta skipu- lagi vinnu og vinnutfma. Lítil fram- leiðni í íslenska atvinnulífínu saman- borið við aðrar þjóðir bendi a.m.k. til þess. Niðurstöður nýlegar könn- unar meðal vinnandi fólks eru þær að um helmeningur vinnandi manna segist telja að hægt sé að auka af- köst á vinnustað sínum, án þess að fjölga starfsmönnum. Stefán segir að ljóst virðist að hin mikla auðlind sem felist í jákvæðum vinnuvilja þjóðarinnar sé illa nýtt, með of löngum og óframleiðnum vinnutíma, sem líklega megi í um- talsverðum fjölda tilvika rekja til slæmra starfshátta á vinnustöðum. Jákvæða hliðin á þessari sóun sé sú að þarna hvíli vannýtt tækifæri til hagvaxtar og kjarabóta. I umfjöllun sinni um menntakerfíð sagði Stefán að hvað gæðakröfunar varði virðist sem íslenska skólakerf- ið sé á leiðinni í þveröfuga átt við það sem atvinnulífínu gagnast, sam- kvæmt því sem menn boði nú erlend- is. Einkunnir og vitnisburður kenn- ara skipti hér litlu máli sem engu. Samanburður milli skóla, sem sé nauðsynlegur til að veita þeim aðald í starfseminni sé feimnismál. „Vægi iðnnáms, og annars starfstengs náms, er sennilega minni hér á landi en þekkist í fjölskyldu ríku þjóð- anna. Það veikir möguleika okkar á að þróa hér þróttvmikinn úrvinnslu- iðnað og faglega þjónustu." IMámsstefna Sigur í samkeppni NAMSSTEFNA um árangursríka stjórnun markaðsmála verður haldin á Hótel Örk um næstu helgi. Á námsstefnunni verður fjallað um hvernig árangursrík stjórnun markaðsmála getur stuðlað að velgengni fyrirtælga í harðnandi samkeppni og aðferðir markaðsfræðinnar til sóknar á markaðnum. Aðalfyrirlesari á námsstefnunni verður John Fras- er-Robinson sem á undanförnum árum hefur verið ráðgjafi ýmissa stórfyrirtækja í mótun markaðs- stefnu ásamt því að skrifa Qöl- mörg rit á sviði markaðsfræða og sölu. Meginmarkmið námsstefnunnar Sigur í samkeppni er að benda á og skapa umræðu um hagnýtar leiðir til árangursríkrar stjórnunar mark- aðsmála. Rætt verður hvernig beita megi markaðsfærslu og auglýsing- um til að auka sölu, hvernig þekking stjórnenda og markaðsfólks í fyrir- tækjum og stofnunum geti nýst enn betur, hvernig fræðilegi þáttur markaðs- og auglýsingafræðanna nýtist í framkvæmd og hvemig hátta skuli samstarfi fyrirtækis og auglýs- ingastofu til að ná sem bestum árangri. Fyrirlesarar auk Frasers-Robin- son verða Reynir Kristinsson, rekstr- arráðgjafi Hagvangs hf., Páll Kr. Pálsson, franmkvæmdastjóri Vífil- fells hf., Emil Grímsson, markaðs- stjóri P. Samúelssonar hf., Bjarni Grímsson, ráðgjafi á Sameinuðu auglýsingastofunni, Hallur A. Bald- ursson, framkvæmdastjóri Yddu hf. pg Þórður Sverrisson, markaðsstjóri Islandsbanka. Námsstefnan hefst kl. 13 föstu- daginn 2. október og lýkur um kl. 18 daginn eftir. Skráningu og bókun á gistirými annast Söluhvati hf. SJOÐSBREF5 Mjög öruggur sjóður sem eingöngu fjárfestir í ríkistryggðum skuldabréfum. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. 9,2% Arsávuxnin umfram vfrDbólgii s.i. (i máii.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.