Morgunblaðið - 29.09.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.09.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNPLÍF ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 % Bókaútgáfa Framtíðarsýn gerir samning við Iðntæknistofnun Útgáfufélagið Framtíðarsýn hf. hefur gert samning við Iðntækni- stofnun Islands um sölu og dreif- ingu á þeim bókum sem stofnun- in hefur gefið út. Einnig hefur Bankar Framtíðarsýn gert samskonar samning vW Félagsvísindastofn- un Háskóla Islands um dreifingu og sölu á bókinni „Atvinnustefna á íslandi". En líkt og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hóf Framtíðarsýn starfsemi Bókar- klúbbs atvinnulífsins fyrir nokkru. Að sögn Marteins Jónassonar framkvæmdastjóra Framtíðarsýnar hf. hafa viðtökur við Bókaklúbbi atvinnulífins verið mjög góðar. Sú þjóunusta að bækur séu sérpantað- ar fyrir klúbbfélaga hafi mælst mjög vel fyrir og sérstaklega. hafi mikið borið á bókum um gæða- stjómun. Á meðal þeirra bóka sem Fram- tíðarsýn kynnir nú eru „Vöruþróun- Markaðssókn“ sem Iðntækistofnun gefur út, „Atvinnustefna á íslandi 1959-1991“ eftir Gunnar Helga Kristinsson, Halldór Jónsson og Huldu Þóra Sveinsdóttur og „Total Quality Marketing“ eftir John Fras- er Robinsson. Björgunaraðgerðir sænsku stjómarinnar Ríkisstjórnin stefndi að fullri einkavæðingu en reynir nú að forða allsherjarþjóðnýtingu bankanna Stjórnvöld í Svíþjóð hafa forðað tveimur bönkum frá gjaldþroti og nú þarf að bjarga þeim þriðja. Þegar ríkissljórn borgaraflokkanna tók við völdum var stefnan að einkavæða ríkisfyriitæki og hlut ríkis- ins í bönkunum en nú er það orðið helsta áhyggjuefnið hvemig komist verði hjá að þjóðnýta allt bankakerfið. HÁTÍÐARFUNDUR Haraldur Sumarliðason, for- seti Landssambands iðnaðar- manna, sagði í ræðu á hátíðar- fundi í tilefni 60 ára afmælis sambandsins, að gefa þyrfti iðn- aðinum færi á því að standa jafn- fætis annarri atvinnustarfsemi, bæði innlendri og erlendri. Ríkisstjórnin varð að grípa inn í til að bjarga Nordbanken, öðram stærsta viðskiptabankanum, og * Första Sparbanken, einum stærsta sparisjóðnum, frá gjaldþroti, Nú er röðin komin að Götabanken, fjórða stærsta viðskiptabankanum, en út- lánatap hans á þessu ári verður lík- lega um 80 milljarðar ÍSK. Það kemur í hiut sænska fjár- málaráðuneytisins að finna lausn á málum Götabankens en óróinn að undanfömu á evrópskum og alþjóð- legum fjármálamarkaði gerir það ekki auðveldara. Gengisfelling fínnska marksins olli miklum fjár- ' magnsflótta frá Svíþjóð og var þá við honum bragðist með því að hækka millibankavexti í áföngum upp í 500%. Hafa þeir síðan verið lækkaðir aftur niður í 50% en þess- ir vextir eru samt allt of háir fyrir bankana og atvinnulífið. Ef þeir verða ekki færðir fljótlega í nokk- um veginn fyrra horf, 16%, mun eftirspurn eftir lánsfé stórminnka en það veldur aftur fleiri gjaldþrot- um og enn meiri lækkun á fast- eignaverði. Mun hvoragt verða til að bæta stöðu bankanna. Erfiðleika sænsku bankanna má rekja til ársins 1985 þegar þeim var gefinn næstum því laus taumur- inn hvað útlán varðaði. Reglur um, *> að vextir væra frádráttarbærir til skatts, giltu þó áfram og einnig gömlu takmarkanirnar við fjárfest- ingu erlendis. Þetta olli því, að Svíar tóku lán sem aldrei fyrr og fjár- festu í innlendum hlutabréfum og fasteignum, sem raku síðan upp í verði. Þá var samkeppni bankanna um nýja viðskiptavini svo mikil, að oft var ekkert athugað hvemig lánstrausti þeirra væri háttað. Sænsku bankamir bragðust mis- jafnlega við fijálsræðinu. Áður höfðu Götabanken, Nordbanken og Första Sparbanken verið mest í útlánum til einstaklinga og fjöl- skyldna en þegar slakað var á út- lánareglunum sneru þeir sér að fyr- irtækjum og fasteignamarkaðinum. Um 60% allra útlána sænsku bank- anna era nú tengd fasteignamark- aðinum með einum eða öðrum hætti og hlutfallið hjá fyrmefndu bönkun- um þremur er enn hærra. Skandinaviska Enskilda Banken og Svenska Handelsbanken hafa hins vegar frá fornu fari skipt mest við sænsku iðnfyrirtækin og þekkja vel til þar á bæ. Þess vegna varð lítil breyting á starfsemi þeirra þótt fijálsræðið væri aukið. Sænska stjómin ætlar að ábyrgj- ast skuldbindingar Götabankens og verið er að setja saman áætlun um björgunaraðgerðir fyrir allt banka- kerfið. Fram til síðustu áramóta var útlánatap sænsku bankanna um 450 milljarðar ÍSK. og búist er við, að á næstu áram geti tapast á bil- inu 500 til 900 milljarðar í viðbót. IÐNAÐARHÚSNÆÐI SKEIÐARÁS Efrí hæð: 300 m2 (seld) Efri hæð: 300 m2 (frátekin) Neðrí hæð: 445 m2 (útb. 2,9 millj.) Neðri hæð: 375 m2 (útb. 2,9 millj.) ALLAR NÁNARI UPPLÝSINAR ERU VEITTAR í SlMA 812300 Frjáktfiamtak ARMÚLA 18. 108 REYKJAVlK. SlMi 812300 FAX 8129«. Atvinnulíf Hagvöxtur byggist á breyttu skipulagi vinnu og vinnutíma FREKARI framfarir í atvinnulíf- inu byggjast meðal annars á því að viðhorf til framfara og vinnu breytist, skipulagi á vinnustöðum sé breytt, ný markmið fyrir menntakerfíð séu sett og breytt skipan verði á vinnumarkaði og í ríkisbúskapnum. Þetta er niður- staða Stefáns Ólafssonar prófess- ors sem hélt erindi á hátíðarfundi í tilefni af 60 ára afmæli Lands- sambands Iðnaðarmanna. Harald- ur Sumarliðason forseti Lands- sambands iðnaðarmanna flutti ávarp þar sem hann sagði m.a. að ekki mætti einungis binda okk- ur við stóriðnað heldur þyfti einn- ig að örva frumkvæði og sköpun- argáfu sem megi verða ábatasöm smáiðnaði til framgangs. Haraldur Sumarliðason sagði jafnframt að á undanförnum árum hefðu iðnaðarmenn staðið í fylking- arbijósti þeirra sem rutt hafi nýjung- um og nýsköpun veg í íslensku at- vinnulífi. „Nú er komið að því að víkka út nýsköpunina, fá fleiri þátt- takendur til að sýna metnaðinn í verki. Skólar, bæði háskólar og framhaldsskólar, stofnanir ríkis og sveitarfélaga þurfa að vakna til vit- undar um gildi iðnaðar. Nauðsynlegt er að veita meira fjármagni til rann- sóknastarfsemi og tilrauna með vænlegar hugmyndir. En fyrst og fremst er það stjórnvalda að búa svo að íslenskum iðnaði að hann nái að dafna. Það þarf að gefa honum færi á því að standa jafnfætis annarri atvinnustarfsemi, bæði innlendri og erlendri, svo hann nái að springa til fulls," sagði Haraldur. í erindi sínu sagði Stefán Ólafsson að margt benti til þess að íslending- ar eigi ómæld tækifæri til hagvaxtar einfaldlega með því að breyta skipu- lagi vinnu og vinnutfma. Lítil fram- leiðni í íslenska atvinnulífínu saman- borið við aðrar þjóðir bendi a.m.k. til þess. Niðurstöður nýlegar könn- unar meðal vinnandi fólks eru þær að um helmeningur vinnandi manna segist telja að hægt sé að auka af- köst á vinnustað sínum, án þess að fjölga starfsmönnum. Stefán segir að ljóst virðist að hin mikla auðlind sem felist í jákvæðum vinnuvilja þjóðarinnar sé illa nýtt, með of löngum og óframleiðnum vinnutíma, sem líklega megi í um- talsverðum fjölda tilvika rekja til slæmra starfshátta á vinnustöðum. Jákvæða hliðin á þessari sóun sé sú að þarna hvíli vannýtt tækifæri til hagvaxtar og kjarabóta. I umfjöllun sinni um menntakerfíð sagði Stefán að hvað gæðakröfunar varði virðist sem íslenska skólakerf- ið sé á leiðinni í þveröfuga átt við það sem atvinnulífínu gagnast, sam- kvæmt því sem menn boði nú erlend- is. Einkunnir og vitnisburður kenn- ara skipti hér litlu máli sem engu. Samanburður milli skóla, sem sé nauðsynlegur til að veita þeim aðald í starfseminni sé feimnismál. „Vægi iðnnáms, og annars starfstengs náms, er sennilega minni hér á landi en þekkist í fjölskyldu ríku þjóð- anna. Það veikir möguleika okkar á að þróa hér þróttvmikinn úrvinnslu- iðnað og faglega þjónustu." IMámsstefna Sigur í samkeppni NAMSSTEFNA um árangursríka stjórnun markaðsmála verður haldin á Hótel Örk um næstu helgi. Á námsstefnunni verður fjallað um hvernig árangursrík stjórnun markaðsmála getur stuðlað að velgengni fyrirtælga í harðnandi samkeppni og aðferðir markaðsfræðinnar til sóknar á markaðnum. Aðalfyrirlesari á námsstefnunni verður John Fras- er-Robinson sem á undanförnum árum hefur verið ráðgjafi ýmissa stórfyrirtækja í mótun markaðs- stefnu ásamt því að skrifa Qöl- mörg rit á sviði markaðsfræða og sölu. Meginmarkmið námsstefnunnar Sigur í samkeppni er að benda á og skapa umræðu um hagnýtar leiðir til árangursríkrar stjórnunar mark- aðsmála. Rætt verður hvernig beita megi markaðsfærslu og auglýsing- um til að auka sölu, hvernig þekking stjórnenda og markaðsfólks í fyrir- tækjum og stofnunum geti nýst enn betur, hvernig fræðilegi þáttur markaðs- og auglýsingafræðanna nýtist í framkvæmd og hvemig hátta skuli samstarfi fyrirtækis og auglýs- ingastofu til að ná sem bestum árangri. Fyrirlesarar auk Frasers-Robin- son verða Reynir Kristinsson, rekstr- arráðgjafi Hagvangs hf., Páll Kr. Pálsson, franmkvæmdastjóri Vífil- fells hf., Emil Grímsson, markaðs- stjóri P. Samúelssonar hf., Bjarni Grímsson, ráðgjafi á Sameinuðu auglýsingastofunni, Hallur A. Bald- ursson, framkvæmdastjóri Yddu hf. pg Þórður Sverrisson, markaðsstjóri Islandsbanka. Námsstefnan hefst kl. 13 föstu- daginn 2. október og lýkur um kl. 18 daginn eftir. Skráningu og bókun á gistirými annast Söluhvati hf. SJOÐSBREF5 Mjög öruggur sjóður sem eingöngu fjárfestir í ríkistryggðum skuldabréfum. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. 9,2% Arsávuxnin umfram vfrDbólgii s.i. (i máii.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.