Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 35

Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 35 Nesstofa Fyrirlestur í Nesstofu PRÓFESSOR dr. Christa Habrich flytur fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og Nesstofusafns (lækna- minjasafns í Nesstofu) miðvikudaginn 30. september kl. 17.30. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar Heita vatnið nú selt eftir rennslismæli Borgarnesi. HITAVEITA Akraness og Borgarfjarðar, HAB, hefur breytt sÖIukerfi sínu úr hemlakerfí, þar sem notandinn greiddi fyrir ákveðinn fjölda mínútulítra til húshitunar, í greiðslu samkvæmt rennslismæli, þar sem notandinn greiðir fyrir alla vatnsnotkun auk fastagjalds af flatarmáli íbúðarhúsnæðis og mælaleigu. Breytingin tók gildi 1. september sl. og fyrstu reikningarnir í nýja kerfinu koma um næstu mánaðarmót. Leitað að nýliðum í hjálparsveit HJÁLPARSVEIT skáta í Kópa- vogi er ein af aðildarsveitum Landsbjargar. Innan skamms hefst nýliðaþjálfun og verður kynningarfundur miðvikudaginn 30. september kl. 20. Fundurinn verður haldinn í húsnæði sveitar- innar á Hafnarbraut 1, Kópavogi. Leitað er að fólki frá 17 ára aldri sem áhuga hefur á björgunarstörfum hvar sem er og hvenær sem er. Leit- ast er við að veita nýliðum sem víð- tækasta þjálfun á sviði björgunar- mála, bæði í þéttbýli og íjallabjörg- un. Þeir sem áhuga hafa og vilja kynna sér málið ættu að koma á kynningarfundinn. Þar verður gerð grein fyrir starfinu í sveitinni. ----» ----- Rabbum kvennafræði Annadís Gréta Rúdolfsdóttir fé- lagsfræðingur talar um rannsóknir sínar á sérstöðu og gerð hins ís- lenska kvenleika miðvikudaginn 30. september kl. 12-13 í stofu 202 í Odda. Annadís stundar nám í félags- legri sálfræði við London School of Economics and Political Science og vinnur nú að doktorsritgerð sinni þar. Fyrirlesturinn er haldinn í sam- vinnu við þýska sendiráðið og er hluti af dagskrá sem sett hefur verið saman til að minnast þess að 40 ár eru liðin frá því að ísland og Þýskaland tóku upp stjórnmálasam- band. Fyrirlesturinn fer fram í úti- húsinu (fjósinu) suðvestanvert við Nesstofu á Seltjamarnesi. Fyrir- hugað er að gera þetta húsnæði upp og að þar verði aðal sýningar- salur Nesstofusafnsins í framtíð- inni. Prófessor dr. Christa Habrich er forstöðumaður þýska lækninga- minjasafnsins í Ingolstadt (Deutsches Medizinhistorisches Museum). Hún er jafnframt for- maður Evrópusambands lækninga- minjasafna (European Association of Museums of History of Medical Sciences). Fyrirlesturinn, sem væntanlega verður haldinn á ensku, nefnist: Staða Nesstofusafns meðal evrópskra lækningaminjasafna. Fram að þessu hafa notendur HAB ekki þurft að spara neyslu- vatnið eða spá í vatnsnotkun til húshitunar. En eftir þessa breyt- ingu verður að koma til annar hugs- unarháttur. Margir notendur hafa verið með áhyggjur um að þeir kynnu að missa stjóm á notkuninni fyrstu mánuðina. I ljósi þessa sam- þykkti stjóm hitaveitunnar nýverið að leiðrétta að ákveðnu marki reikninga þeirra sem nota vatn umfram áætlun fyrstu þijá mánuð- ina eftir sölukerfísbreytinguna. Eft- ir þann tíma verður ekki um leið- réttingu að ræða nema í einstökum augljósum tilfellum. Stjóm HAB hefur hvatt notendur til að nota þennan aðlögunartíma vel, fylgjast með notkun og láta yfírfara hitá-- kerfið ef um óeðlilega notkun er að ræða. Breytingin hefur verið kynnt út- gafu á bæklingum. Þar kemur m. a. fram að ástæðan fyrir henni sé í fyrsta lagi að með hemlasölukerf- inu hafi vatnsnotkunin farið um 25% fram úr því sem eðlilegt gat talist og í kuldum hefði því orðið hætt við að Deildartunguhver gæti ekki uppfyllt vatnsþörfína. Náttúrufræðistofnun gefíð safn kísilþörunga TKÞ. Úr myndinni Rush. Kvikmyndin „Rush“ DR. BARBARA R. Gudmundson, bandarískur kísilþörungafræðing- ur frá Minneapolis í Minnesota, hefur dvalist hér á landi undan- farna fjóra mánuði og unnið að því að koma á fót safni kísilþör- unga við Náttúrufræðistofnun íslands. Dr. Barbara var gift manni af íslenskum ættum, sem var prestur í Minnesota en er nú játinn, og hefur alla tíð haft mjög sterkar taugar til íslands og Islend- inga. Hún hefur nokkrum sinnum komið til Islands og farið um landið þvert og endilangt, bæði til að kynnast landi og þjóð og til að safna kísilþörungum í ám og lækjum, tjörnum og vötnum. í tvo áratugi hefur dr. Barbara Gudmundson unnið markvisst að því hjartans áhugamáli sínu að koma á fót safni kísilþörunga hér á landi og færa íslendingum að gjöf. Hún hefur tvívegis hlotið styrk til þess verks frá Fulbrig- htstofnuninni, fyrst árið 1986 þeg- ar hún dvaldi hér í þrjá mánuði og hafði vinnuaðstöðu á Líffræði- stofnun Háskóla íslands, og svo aftur í sumar, en nú hafði hún vinnuaðstöðu á Náttúrufræðistofn- un Islands. Við vinnu sína hér naut hún aðstoðar nokkurra áhugasamra sjálfboðaliða sem hún útvegaði sjálf. Safn það, sem dr. Barbara Gud- mundson hefur komið upp og af- hent Náttúrufræðistofnun að gjöf, samanstendur af sýnishornum kísilþörunga frá um 300 stöðum hér á landi sem hún hefur safnað sjálf, og nokkrum tugum sýna frá öðrum löndum og heimsálfum, ásamt tilbúnum smásjársýnum á glerplötum frá flestum þessara staða. Að auki fylgir með fjöldi sýna sem hún hefur útvegað Nátt- úrufræðistofnun að gjöf frá öðrum kísilþörungafræðingum, sem hafa safnað hér á landi og annars stað- ar, þar á meðal um 270 sýni frá Niels Foged, Danmörku, sem einna Verðlaun veitt fyrir tímamótahugmyndir AKADEMIA Café Óperu hefur nú verið valin fyrir starfsárið 1992-93 en í henni eiga sæti tíu forstjórar og framkvæmdastjórar eitt ár í senn. „Takmarkið er, nú sem fyrr, að verðlauna einstakling úr at- vinnulífí - mann eða konu - vegna nýrra tímamótahugmynda sem hann/hún hefur fengið, þróað og barist fyrir þrátt fyrir lítinn skiln- ing, jafnvel andstreymi," segir í frétttilkynningu. Fimm einstaklingar hafa verið tilnefndir til verðlaunanna: Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðar- maður, Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri, Gísli Örn Lárusson forstjóri, Jóhannes Jóns- son kaupmaður og Jón Ásbjörns- son fiskverkandi. Úr þessum hópi verður verðlaunahafínn valinn og heiðraður á galakvöldi akadem- íunnar 8. október nk. á Café Óperu þar sem hann fær afhentan „lykil framtíðar". Verðlaunagripurinn, sem Sig- urður Steinþórsson, gullsmiður í Gulli & silfri, hefur hannað, er eft- irlíking úr silfri af voldugum lykli sem fannst í jörðu í kirkjugarði að Stórólfshvoli og varðveittur er á Þjóðminjasafni Islands. Eftirtaldir eiga sæti í akademíu Café Óperu árið 1992-93: Ágikt Einarsson, Elsa Haraldsdóttir, Herluf Clausen, Hörður Gunnars- son, Jóhann G. Bergþórsson, Jón Ásbergsson, Kristinn Björnsson, Magnús Oddsson, Svava Johansen og Þórarinn Jón Magnússon. sýnd í Bíóborginni BÍÓBORGIN frumsýnir í dag, þriðjudag, myndina Rush. Leikstjóri er Lili Fini Zanuck. Tónlist er eftir Eric Clapton. í aðalhlutverkum eru Jason Patric, Jennifer Jason Leigh og Sam Elliott. mest hefur rannsakað og skrifað um íslenska kísilþörunga á síðari árum. Þessu safni fylgja svo ýmsar merkar handbækur og ritgerðir. Kísilþörungar eru smásæir ein- frumungar, sem mynda um sig fagurlega myndaðar skeljar úr kís- il; þeir eru mjög algengir og mikil- vægir í vistkerfí vatna og sjávar og lifa auk þess í rökum jarðvegi og á rökum stöðum. (Fréttatílkynning) í frétt frá kvikmyndahúsinu seg- ir um söguþráðinn: „Hér er á ferð- inni mögnuð mynd þar sem þau Jason Patric og Jennifer Jason Leigh leika tvær fíkniefnalöggur. Vinna þau í dulargervi við að upp- lýsa eiturlyfjamál og lenda við það sjálf í slæmum málum þar sem þau dragast sjálf inn í vítahring eitur- lyfla og eiga í erfíðleikum með að greina rétt frá röngu." ÚR DAGBÓK LÖGREGLUIMNAR í REYKiAVÍK: 25. - 28. september 1992 Fangageymslur yfírfylltust að- faranótt laugardags. 29 einstakl- ingar gistu þar 25 klefa. Allflest- ir voru þeir undir áhrifum áfengis og margir höfðu drukkið það mik- ið að svo virtist sem þeir hefðu ekki haft efni á að leýfa því sem annars hefði gengið af. Af þessum 29 var mál 7 einstaklinga afgreitt með lögreglustjórasátt, 11 voru færðir til frekari yfírheyrslu í þágu rannsóknar og 2 þurftu að- stoð áfengisvarnafulltrúa. Aðfaranótt sunnudags gistu 23 fangageymslumar, allflestir vegna afleiðinga áfengisdrykkju. Fimm þeirra var boðið upp á sátt- argjörðir, allt að 15.000 kr., jafn- margir voru færðir til frekari yfír- heyrslu og áfengisvamafulltrúi þurfti að aðstoða enn aðra fímm í þeirra vanda. Aðrir, sem gistu fangageymsl- urnar um helgina, fengu að fara frjálsir ferða sinna, en flestir þeirra em fastagestir er eiga við félagsieg og læknisfræðileg vandamál að glíma. Þetta er fólk, sem ekki á í önnur hús að venda eins og búið er að því í dag. Það er þó mat lögreglunnar að fanga- geymslur lögreglunnar séu alls ekki hentugur staður fyrir það. Á föstudagskvöld var tilkynnt um að maður hefði verið stunginn með hnífí í húsi í Breiðholti. Um var að ræða þrætur sambýlis- fólks, sem enduðu með því að sambýliskonan lagði til sambýlis- mannsins með þeim afleiðingum að hann skarst á fíngri. Vista þurfti konuna í fangageymslun- um, en manninn varð að flytja á slysadeild. Um kl. 2.30 aðfaranótt laugar- dags náðust tveir piltar eftir að hafa gert tilraun til þess að bijót- ast inn í fyrirtæki við Ármúla. Grunur var um að skömmu áður hefðu þeir einnig gert tilraun til innbrots í verslun við Skipholt. Annars var lítið um innbrot og þjófnaði um helgina. T.d. var ekk- ert slíkt tilkynnt eftir aðfaranótt laugardags, sem er óvenjulegt. Um kl. 2.45 var brotin rúða í skartgripaverslun við Skólavörðu- stíg og úr glugganum stolið tveimur hringum, sem metnir eru á 75.000 kr. hvor. Ekki tókst að hafa upp á þjófnum í beinu fram- haldi af brotinu, en það sást til hans. Um kl. 3.35 stöðvuðu lögreglu- menn ökufnann grunaðan um ölv- un við akstur. Ökumaðurinn reyndi síðan að komast undan á hiaupum, en náðist fljótlega. Þá veittust fjögur ungmenni, sem höfðu verið samferða ökumannin- um, að lögreglumönnunum og reyndu að koma honum til aðstoð- ar. Lögreglumennimir, sem jafn- framt eru meðlimir „víkingasveit- arinnar", handtóku þau öll og færðu á lögreglustöðina. Umferðarslys urðu 7 um helg- ina. í öllum tilvikum virtist vera um minniháttar meiðsli að ræða. Um miðjan dag á laugardag var bifreið ekið út af Suðurlandsvegi við Geitháls og fór hún nokkrar veltur utan vegar. Þrír menn voru í bifreiðinni. Þeir sluppu með minniháttar meiðsli, en þeir virt- ust allir vera undir áhrifum áfeng- is og vom vistaðir í fangageymsl- unum uns þeir urðu viðræðuhæfír. í viðræðum við aðnjótendur fangageymslunnar að morgni eft- ir vistun kemur í ljós að flestir hafa neytt.áfengis ótæpilega. Þeir hafa dmkkið frá sér vit og rænu, og í rauninni lítið vitað af sér eftir það, með tilheyrandi afleið- ingum. Þegar þetta er skoðað í ljósi afleiðinga fjölmargra slysa, meiðinga, árása og jafnvel dauðs- falla og tengsl þeirra við óhóflegu áfengisneyslu, hlýtur þetta að vera sérstakt áhyggjuefni. Á sunnudag var kvartað yfír aksturslagi ungs manns á Vestur- landsvegi. Hann ýmist ók hægt og hélt umferðinni fyrir aftan sig eða ók eins og óður maður fram úr röð bifreiða á veginum. Lög- reglan hafði upp á ökumanninum, færði hann á lögreglustöðina og svipti hann ökuréttindum til bráðabirgða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.