Morgunblaðið - 29.09.1992, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
Þessar telpur efndu til hlutaveltu til styrktar Hjálparstofnun Rauða
krossins. Þær heita Kristín Sigurjónsdóttir, Sigríður Svava Sigurjóns-
dóttir og Rut Jóhannsdóttir og söfnuðu 520 kr.
Þessir krakkar eiga heima á Seltjarnarnesi og héldu þar hlutaveltu
til ágóða fyrir „Hjálpum þeim“-söfnun Rauða krossins. Þeir söfnuðu
rúmlega 2.100 kr. Börnin heita: Stefán Reykjalín, Rut Reykjalín og
Hildur Björgvinsdóttir.
Þessar telpur efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir MS-félagið og söfn-
uðu 5.000 kr. Þær heita Guðrún Halla Daníelsdóttir, Silja Valdemars-
dóttir og Arna Óskarsdóttir.
Þessar dömur héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Reykjavíkurdeild
Rauða krossins og söfnuðust 550 kr. Þær heita Þórunn María Hólm
og Birna Ásgeirsdóttir og eiga heima í Grafarvogshverfi.
Þær Hrund Þórsdóttir og Erla Sigríður Skarphéðinsdóttir söfnuðu
5.300 kr. til íslandsdeildar Amnesty International á hlutaveltu sem
þær héldu á Eiðistorgi. Skrifstofa samtakanna biður þess getið að
þetta muni vera í fyrsta skipti sem börn styrkja samtökin með þess-
um hætti.
_ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Nú hillir undir að gæðingakeppni verði tekin upp á alþjóðlegum vettvangi samkvæmt reglum L.H.
en mikill áhugi virðist fyrir keppnisgreininni í Evrópu.
Aðalfundur FEIF í Sviss
Breytingartillaga íslendinga um
heimsbikarkeppnina samþykkt
________Hestar__________
Valdimar Kristinsson
BREYTINGARTILLAGA ís-
lendinga um heimsbikarkeppn-
ina var samþykkt á aðalfundi
Alþjóða sambands eigenda ís-
lenskra hesta (FEIF) sem hald-
inn var 12. september sl. í Sviss.
í tillögunni er gert ráð fyrir
að íslenskir keppendur geti
unnið sér keppnisrétt á Heims-
bikarmótinu án þess að þurfa
að keppa á móti erlendis.
Þess í stað verða lágmark einn,
helst tveir erlendir dómarar að
vera á þeim úrtökum sem haldnar
verða hér fyrir Heimsbikarkeppn-
ina. Þessi háttur verður hafður á
næstu flögur árin en þá verður
fyrirkomulagið tekið til endur-
skoðunar. Keppendur frá öðrum
þjóðum verða að keppa á minnst
einni úrtöku í öðru Iandi en heima-
landinu. Að sögn Péturs Jökuls
Hákonarsonar formanns Hesta-
íþróttasambands íslands sem sat
fundinn fyrir hönd íslands ásamt
Kára Ámórssyni formannni
Landssambands hestamannafé-
laga, var fundurinn vel heppnaður
að flestu leyti en þó taldi hann
hafa skyggt á að afnumið var
tvöfalt vægi hægatöltsins í tölt-
keppninni en Islendingar hafa
alltaf barist hart fyrir að hafa það
tvöfalt. Voru það aðeins Norð-
menn auk íslendinga sem greiddu
atkvæði gegn tillögunni sem kom
frá Svíum. Þá var samþykkt að
efnt yrði til Evrópumóts í ís-
lenskri gæðingakeppni. Ekki var
ákveðið hvar keppnin yrði haldin
en vitað er að Svisslendingar hafa
mikinn áhuga á að halda hana,
einnig hefur heyrst að Danir vilji
hugsanlega tengja hana alþjóð-
legu afmælismóti sem þeir koma
til með að halda á næsta ári í til-
efni aldarfjórðungsafmælis Dansk
Islandshesteforening. Haft var
eftir Hans Pfaffen frá Sviss að
búast megi við að hátt í 200 hest-
ar verði skráðir til Ieiks en hann
hefur kannað ýtarlega áhugann
fyrir gæðingakeppninni. Farið
verður eftir íslensku gæðingaregl-
unum í einu og öllu en mikill áhugi
virðist fyrir þessari keppni. Sam-
þykktar voru nýjar reglur um
fóta- og beislabúnað og sagði
Pétur að þær breytingar væru
mjög í takt við íslensku reglurnar.
Nú hillir undir að opnuð verði
skrifstofa FEIF með föstum
starfsmanni sem staðsettur verð-
ur í Sviss. Heike Beerle frá Sviss
hefur verið ráðin til starfa og mun
hún hafa fasta viðveru einu sinni
í viku. Ein breyting varð á stjóm
FEIF er Þorgeir Guðlaugsson sem
búsettur er í Hollandi hætti sem
upplýsingafulltrúi en í hans stað
var kosinn Freddy Lehr frá Sviss.
Marit Jonsson, Danmörku, var
endurkjörin forseti til tveggja ára
en hún tilkynnti að að þeim tíma
liðnum myndi hún draga sig í hlé.
Sigurður Ragnarsson er áfram
varaforseti en til stendur að leggja
þessa stöðu niður. Þess í stað
verður kosinn útreiða- og tóm-
stundafulltrúi. Aðrir í stjóm em
Uli Solka, Sviss, gjaldkeri, Fiona
Pugh, Bretlandi, ritari, Eva Marie
Gerlach, Þýskalandi, unglingafull-
trúi, Mats Jennerholm, Svíþjóð,
ræktunarfulltrúi, og Toni Kolnes,
Noregi, íþróttafulltrúi. Þá var
Víkingur Gunnarsson kosinn í
ræktunarnefnd FEIF og gera
menp sér vonir um að hann taki
seinna meir við starfi ræktunar-
fulltrúa í stjóminni. Þá kom fram
áhugi hjá mörgum fundarmönn-
um að Búnaðarfélag sæi alfarið
um alla tölvuskráningu kynbóta-
hrossa sem hljóta dóm í aðildar-
löndum samtakanna. Var Mats
Jennerholm ræktunarfulltrúa
stjómarinnar falið að kanna málið
við Búnaðarfélagið.
Fundarmenn báru lofsorð á
framkvæmd íslendinga á alþjóð-
legu dómararáðstefnunni sem
haldin var hér á landi i apríl á
þessu ári og einnig fyrir æskulýðs-
búðir FEIF sem haldnar voru á
Skógarhólum í sumar. Bar mönn-
um saman um að sérlega vel hefði
til tekist. Þá er þess að geta að
FEIF verður 25 ára á næsta ári
og em hugmyndir uppi um að
afmælisaðalfundurinn verði hald-
inn á Islandi.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Ekki ætti að vera vandkvæðum bundið að fá dómara til starfa á
hestaíþróttamótum á næsta keppnistímabili með tilkomu 25 nýrra
dómara.
Tuttugu og
fimm nýir
dómarar
útskrifaðir
TUTTUGU og fimm nýir hesta-
íþróttadómarar voru útskrifað-
ir á dómaranámskeiði sem
Hestaíþróttasamband íslands
gekkst fyrir í Harðarbóli á
Varmárbökkum í Mosfellsbæ
nýlega. Alls tóku 39 þátt í nám-
skeiðinu, 11 féllu en þrem verð-
ur gefinn kostur á að taka próf-
ið upp á nýjan leik.
Meðal þátttakenda voru nokkr-
ir af þekktustu reiðmönnum
landsins og náðu þeir flestir próf-
inu. Þessi viðbót dómara ætti að
t^yggja nægjanlegt framboð af
dómurum en oft hefur gengið illa
að fá dómara til starfa á mótum.
Að sögn Péturs Jökuls er hugsan-
leg ástæða þess hve margir falla
sú að þarna sé verið að keyra
mjög umfangsmikið efni í gegn á
of stuttum tíma. Sagði Pétur að
námskeiðið sem hófst á fimmtu-
dagskvöld og stóð yfir allan föstu-
daginn, laugardag og sunnudag,
hefði staðið yfir í 35 tíma en ef
vel ætti að vera veitti ekki af 40
til 50 tímum í þetta. Taldi hann
að af þessum sökum hefðu e.t.v.
margir efnilegir dómarar fallið.
Þá vildi hann nota tækifærið og
koma á framfæri þökkum til
Hestaíþróttafélagsins Harðar fyr-
ir ágæta aðstöðu sem félagið lét
í té og eins þeim er mættu með
hesta á námskeiðið. Þá má geta
þess að ársþing HIS verður haldið
í félagsheimili Fáks laugardaginn
31. október nk. helgina eftir árs-
þing Landssambands hesta-
mannafélaga, en það verður hald-
ið á Flúðum.