Morgunblaðið - 29.09.1992, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SESSEUA CHRISTENSEN,
Vesturbergi 122,
Reykjavfk,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 26. september.
Jóhannes Christensen, Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Anna Helene Christensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
frá frafelli,
Laugarnesvegi 86,
lést föstudaginn 25. september.
Lilja Magnúsdóttir,
Svava Magnúsdóttir,
Bergur Magnússon,
Alda Magnúsdóttir, Gunnar Borg,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Dóttir mín, móðir, tengdamóðir og amma,
EYGLÓ JÓNSDÓTTIR,
lést á heimili sínu, Laugavegi 98, miðvikudaginn 23. september.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 1. október
kl. 15.00.
Guðrún Þórðardóttir,
Steinunn Ólafsdóttir,
Valgarður Zophaníasson
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARTA EIRfKSDÓTTIR,
Miðtúni 1,
Keflavík,
andaðist 26. september sl. í Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Móðursystir mín,
GUÐRÚN RUNÓLFSDÓTTIR,
lést á elliheimilinu Grund aðfaranótt 27. september.
Jarðarför auglýst síðar.
Þórey Sumarliðadóttir.
t
Ástkær móðir okkar,
GUÐBJÖRG EIRÍKS HARALDSDÓTTIR,
Sléttahrauni 24,
Hafnarfirði,
andaðist sunnudaginn 27. september í Sankti Jósefsspítalanum,
Hafnarfirði.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Bróðir okkar,
SVERRIR SIGTRYGGSSON,
Grundarbraut 15,
Ólafsvík,
lést í Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 26. september.
Jarðarförin fer fram laugardaginn 3. október kl. 14.00.
Systkini hins látna.
t
Bróðir minn og móðurbróðir,
BENEDIKT ÓSKAR JÓNSSON,
elliheimilinu Grund,
áður Sveinsstöðum, Vestmannaeyjum,
lést sunnudaginn 27. september.
Hansina Jónsdóttir,
Hrefna Hagbarðsdóttir.
Minning
Stefán Þorkelsson
í dag, þriðjudag 29. september,
er mágur minn, Stefán Guðmundur
Þorkelsson, til moldar borinn. Hann
fæddist 21. apríl 1941 á Óspaks-
eyri í Bitrufirði, Strandasýslu, og
ólst þar upp, sohur hjónanna Ástríð-
ar Ingibjargar Stefánsdóttur frá
Kleifum í Gilsfirði og Þorkels Guð-
mundssonar frá Melum í Árnes-
hreppi. Hann var annar í röðinni
af fjórum sonum þeirra hjóna, en
hinir eru Sigurgeir, kvæntur Frey-
gerði Pálmadóttur, en þau eiga
flóra syni, Ingimar Heiðar, kvæntur
undirritaðri, þau eiga tvo syni, og
Gylfi, kvæntur Sigríði Halldórsdótt-
ur og eiga þau eina dóttur.
Stefán var alinn upp á stórri jörð,
þar sem umsvif voru mikil. Búið
var stórt og þar að auki kirkja og
kaupfélag. Auk þess að vera* bóndi
var faðir hans kirkjuvörður og
kaupfélagsstjóri. Gestkvæmt var
því á bænum og þurfti stórhuga
og duglega konu til að stjóma því
heimili, en það hlutverk rækti Ásta
af framsýni og myndarskap.
Stefán og bræður hans áttu því
láni að fagna að vera aldir upp á
kærleiksríku og traustu heimili með
víðáttu hinna íslensku fjalla og dala
við hvert fótmál. Fjaran var fram-
undan bænum og ekki óeðlilegt að
þrá hafi vaknað til að kynnast öðr-
um löndum og þjóðum.
Eftir skyldunám, fyrst heima í
sveitinni og síðan á Reykjum í
Hrútafirði, þar sem Stefán lauk
gagnfræðanámi, réð hann sig á
millilandaskip og sigldi um heimsins
höf, allt frá Múrmansk í norðri til
Odessa í austri og Karíbahafsins í
vestri. Hann hafði mikið yndi af
að segja frá ferðum þessum í góðra
vina hópi. Annars var Stefán ekki
margmáll maður. Hann var hlé-
drægur og bar ekki á torg tilfinn-
ingar sínar. Stefán var áhugasamur
um sögu lands og þjóðar og vel að
sér í þeim efnum. Hann fylgdist vel
með því sem hveiju sinni var að
gerast í umheiminum, víðsýnn og
hafði vel mótaðar skoðanir á mönn-
um og málefnum.
Árið 1964 lærði Stefán málaraiðn
og við þessa iðn starfaði hann síð-
an. Stefán var hjálpsamur, fómfús
og velviljaður maður, það sýndi sig
vel er hann hjálpaði okkur að mála
húsið okkar bæði að innan sem
utan. Það leyndi sér ekki að hann
var afkastamikill og góður verk-
maður.
Stefán var traustur vinur vina
sinna, hlýr í viðmóti og bar ekki
kala til nokkurs manns. Hann lét
Bjamheiður Brynj-
ólfsdóttir - Minning
Fædd 23. júní 1900
Dáin 16. september 1992
Aðeins fáein orð um sérstaka
konu. Ættartala hennar verður ekki
rakin hér, það hafa aðrir gert.
Á heimili Bjamheiðar í Stangar-
holti .34 á ég mjög góðar og kærar
minningar frá unglingsámm. Á því
heimili var alltaf mikið um að vera.
Þar stjómaði Bjamheiður bæði sínu
heimili, þar sem mikill gestagangur
var, og matsölustað með miklum
dugnaði og mikilli reisn með aðstoð
systur sinnar Þórdísar og Eddu
dóttur sinnar meðan hún bjó í for-
eldrahúsum. Við Edda vomm bekkj-
arsystur og höfum verið góðir félag-
ar ætíð síðan.
Kynni okkar Bjarnheiðar hófust
því fyrir fjölda ára. Mér er það enn
í fersku minni, þegar ég hitti hana
fyrsta sinni. Ég stóð við útidymar
og beið. Allt í einu opnuðust dymar
og út kom grönn, nett koná með
dálítið franskt yfirbragð. Hún sagði
við mig snöggt en blíðlega: Komdu
inn væna mín, þú ert vinkona dótt-
ur minnar, þú hlýtur að vera svöng.
Síðan var hún horfin. — Æ síðan
hefí ég undrast og dáðst að sérstök-
um hæfileikum þessarar konu til
sjálfsbjargar. Hún var mikil bar-
áttukona, stórlynd en hjartakær.
Verandi ekkja og einstæð móðir
þurfti hún að beijast fyrir lífsbjörg
sinni eftir að hún missti maka sinn
Magnús Guðmundsson skyndilega
í flugslysi árið 1951, sem varð milli
Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Þá
var Edda aðeins 10 ára gömul, en
stjúpsynimir tveir, Magnús 17 ára
og Haukur 14 ára. Báðir eru þeir
látnir.
Fyrir þann tíma rak Bjamheiður
stórt matsöluhús í Hafnarstræti 18
í Reykjavík. Þar var margt vinnu-
fólk og mikil umsvif. Þessi reynsla
Bjamheiðar kom sér vel síðar. Hún
lagði ævinlega allt sitt af mörkum
til þess að tilveran mætti verða
bjartari. Áhyggjur hversdagsleik-
ans gleymdust, þegar hún var ann-
ars vegar.
Eftir annir dagsins var iðulega
setið fram eftir og spilað á spil og
spjallað. Þá skutumst við vinkon-
umar oft í eldhúsið og æfðum okk-
ur við baksturinn.
Fjöldi nemenda, sem komu langt
að og stunduðu nám, einkum við
Sjómannaskólann, Kennaraskól-
ann, Menntaskóla Reykjavíkur og
Háskólann nutu góðmennsku
Bjamheiðar. Hún var þeim sem
móðir og ráðgjafi. Myndir hefur hún
varðveitt af þeim öllum.
Ég sá Bjamheiði fyrir stuttu á
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
PÉTUR SIGURMUNDSSON
frá Hælavík,
Skarðshlíð 24C,
Akureyri,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar aðfaranótt 23. sept-
ember.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 1. október
kl. 13.30.
Birna Þorbergsdóttir,
Bjargey Halldóra Pétursdóttir, Sveinn Ævar Stefánsson,
Arnar Pétursson, Charda Van Schalkwyk,
Sofffa Pétursdóttir, Baldvin Eiðsson
og barnabörn.
sér annt um sína nánustu, heim-
sótti okkur reglulega og var ómiss-
andi um jól, páska og aðra helgi-
daga.
Stefán átti sína „bamatrú" í veg-
amesti sem hjálpaði honum til þess
að halda jafnaðargeði sínu í með-
og mótlæti og á því þurfti hann að
halda er heilsunni tók að hraka, en
hann lést á hjartadeild Borgarspít-
alans 6. september sl. Við þökkum
starfsfólki deildarinnar góða
umönnun og óskum honum guðs
blessunar á leið sinni gegnum móð-
una miklu og góðrar heimkomu.
Jóhanna Pétursdóttir.
sjúkrahúsi. Hún sat í stól með sama
yfírbragði og reisn og áður. Hvort
hún þekkti mig, veit ég ekki, en
það var sama brosið sem ég sá og
þekkti sem ég mun geyma.
Ég þakka af alhug að hafa
kynnst henni Bjamheiði. Kæra
Edda og íjölskylda, aðrir ættingjar,
venslafólk og vinir, ég og fjölskylda
mín sendir ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem).
Blessuð sé minning um góða og
mæta konu.
Oddný M. Ragnarsdóttir.
Minningar-
greinar
Að undanförnu hefur það færst
mjög í vöxt að minningargreinar
berast til birtingar eftir útfarar-
dag og stundum löngu eftir jarð-
arför. Morgunblaðið áskilur sér
rétt til að birta ekki minningar-
greinar sem berast því eftir að
útför hefur farið fram.
Morgunblaðið hefur ekki birt
ný minningarkvæði um látið fólk,
en leyft tilvitnanir í gömul, áður
prentuð kvæði. Blaðið áskilur sér
rétt til að stytta þessar tilvitnanir
eða fella þær niður, ef þær eru
sífellt endurteknar í blaðinu. Þá
mun Morgunblaðið ekki birta heil
kvæði áður birt, en stundum
fylgja óskir um það.