Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 46

Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 fclk f fréttum MorgunDiaðio/ íneoaor íbúar við Borgarvík í Borgarnesi hamast við að leggja túnþökur á „hljóðmúrinn" sem liggur meðfram efstu byggðinni í bænum. IVAKORTALISTI Dags. 29.9.1992. NR. 102 5414 8300 3052 9100 5414 8300 2890 3101 5414 8300 2772 8103 5414 8301 0407 4207 5421 72** 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 | Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0004 4817 4507 4300 0014 8568 4543 3700 0005 1246 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0039 8729 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0029 3011 Afgreiöslufólk vinsamlegast takið qfangreind koit úr umlerð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VEDÐLAUN kr. 5000,- fyrir að kkMesta kort og vísa á vágest. msmVISA ÍSLAND Hðföabakka 9 • 112 Reykjavík Slmi 91-671700 Glæsilegt úrval af ulla TISKUVERSIUN KRINGLUNNI, SÍMl 33300 BORGARNES Hljóðmúriim lagfærður ^Borgarnesi. Ibúar við Borgarvík í Borgarnesi fengu bæjaryfirvöld til að betr- umbæta svokallaðan hljóðmúr sem liggur meðfram þjóðveginum efst í Borgarnesi. Á móti þökulögðu íbúarnir „hljóðmúrinn“ í sjálfboða- vinnu. Með tilkomu Borgarfjarðarbrú- arinnar árið 1980 jókst umferðin í gegnum Borgarnes mjög mikið enda liggur þjóðvegurinn í gegn- um efsta hluta bæjarins. Yfir sum- artímann fara þar að meðaltali 2.500 bílar um á sólarhring. Þó að umferðin hafí gengið að mestu stórslysalaust fyrir sig þessi ár fer ekki hjá því að hún valdi einhveiju ónæði og þá sérstaklega hávaðinn frá henni, þar sem hún fer um næst íbúðahúsum efst í bænum. Á sínum tíma var gerður garður, svokallaður „hljóðmúr", meðfram húsunum í Borgarvík en hann þótti ekki nógu hár. í sumar fengu íbúarnir bæjarstjórn til að hækka „múrinn“ og endurbæta og lögðu síðan fram vinnu sína við að leggja túnþökur á garðinn. Eru íbúamir sammála um að þessi aðgerð hafí heppnast mjög vel og hávaðinn frá umferðinni sé nánast enginn. TKÞ. Skólabílar Iveco Turbo Daily 4x4 Öflugur og hagkvœmur skólabfll. BJóöum margar gerðlr af skólabflum og smórútum. 'RAKTOR Smlðsbúð2 Garðabœ Sími 91 656580 Hannes Hauksson tekur við peningunum úr hendi Luka Kostic. Fótboltamenn „hjálpa þeim“ Fyrirliði íslandsmeistara ÍA í knattspyrnu, Luka Kostic, og Gísli Bjömsson, formaður Akra- nesdeildar RKÍ, afhentu Hannesi Haukssyni, framkvæmdastjóra Rauða kross íslands, 270 þúsund krónur í söfnunina „Hjálpum þeim“ fyrir skömmu. Um er að ræða ágóða af leik júgóslavneskra leikmanna á íslandi og ÍA sem fram fór á Akranesi 15. september sl. og framlag Akranesdeildar Rauða krossins til söfnunarinnar. í frétt frá Rauða krossi íslands segir: „Við höfðum mikla ánægju af þessum leik og fannst gaman að geta lagt málefninu lið. Það segir kannski svolítið um hvað ástandið heima hefur breyst á skömmum tíma að í liðinu okkar era menn af flestum þjóðernum og þjóðarbrotum, sem eru að beij- ast heima. En við emm allir bestu vinir; Serbar, Króatar, Bosníú- menn, múslimar, Kósóvómenn og svo framvegis. En svona er stríð,“ sagði Luka Kostic við afhending- una. Með þessu framlagi er söfnun- arféð farið að nálgast 25 milljón- ir.“ „Hjálpum þeim“ er sameiginlegt átak RKÍ og Hjálparstofnunar kirkjunnar. íbúar á samyrkjubúinu Konstaninovka í Kirgízístan hlakka til næsta þáttar af sápuóperunni „Hinir ríku gráta líka“. SJONYARP Sápuópera truflar búskaparbasl Stjórn samyrkjubús nokkurs í afskekktu héraði í Kirgíz- ístan í Mið-Asíu hefur orðið að loka fyrir allt rafmagn á búinu til þess að freista þess að draga vinnufólkið frá mexíkanskri sápuóperu í sjónvarpinu til starfa úti á ökmnum. Fréttastofan Itar-Tass sagði að íbúar á samyrkjubúinu Konstaninovka, hefðu orðið að sætta sig við algjört rafmagns- leysi, þar sem stjórn búsins teldi enga aðra leið færa í harðri samkeppni við þessa 13 ára gömlu 249 þátta sápuóperu, „Hinir ríku gráta líka“. Myndaflokkurinn, sem er í dagdraumastíl og fjallar um fátæka konu í hamingjuleit, hefur hlotið fádæma vinsældir í Sovétríkjunum fyrrverandi. Margir líta á hann sem fullkom- ið móteitur gegn hinu að því er virðist endalausa rugli í stjórnmálum og efnahagslífi í þessum heimshluta. Flest er nú rakið til vinsælda myndaflokksins, meðal annars lækkandi afbrotatíðni, af því að það eru svo fá fórnarlömb á ferli, og of hár þrýstingur á vatnskerfum borga og bæja, af því að fólk frestar uppþvottin- um til að missa ekki af þættin- um. Á mánudaginn, sagði Itar- Tass, lá við að sýning Bolshoi- leikhússins í Moskvu á Svana- vatninu færi út um þúfur, eftir að áhorfendur höfðu áttað sig á því í hléinu, að aðalleikkona myndaflokksins, Veronica Castro, var í húsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.