Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 53

Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 S3 Uppfyllti ekki kröfur um menntun frá Kristínu A. Árnadóttur: Talsvert hefur verið fjallað um ráðningu íþróttafréttamanns hjá Sjónvarpinu. Afgreiðsla útvarps- ráðs hefur hlotið harða gagnrýni en lítið komið fram um hvað mót- aði afstöðu þess. Ég var ein þeirra sex fulltrúa í útvarpsráði sem ekki greiddi atkvæði í samræmi við ósk yfirmanns íþróttadeildar. Þess vegna vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Síðla ágústmánaðar voru aug- lýstar 6 lausar stöður fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu. Fjöldi manns sótti um, alls 36 umsækjendur, flestir hverjir með víðtæka menntun og reynslu. Enda var svo kveðið á í auglýsingunni að nauðsynlegt væri að umsækjendur hefðu há- skólapróf ög/eða starfsreynslu á sviði frétta- eða blaðamennsku. Listi yfír alla umsækjendurna þar sém tilgreind var menntun þeirra og starfsreynsla var síðan að venju lagður fyrir útvarpsráð. Samkvæmt lögum ber ráðinu skylda til að ijalla um ráðningar starfsfólks dagskrár. Utvarpsstjóri ræður síðan í stöðurn- ar. Með hliðsjón af framangreindum upplýsingum og meðmælum frétta- stjóra greiddu síðan einstakir full- trúar í útvarpsráði atkvæði um umsækjendur í stöðumar. Niður- Dapurleg skrif um dýradráp frá Eddu Bjarnadóttur: Ekki er ofsögum sagt af þeim Ijóma sem Morgunblaðið kýs að sveipa dýradrápara. Sunnudag 20. september var miklu rými í blaðinu varið til þess að segja ítarlega frá þriggja daga veiðiferð 10 manns, þar af tveggja barna, sem flengdust á þremur jeppum upp um fjöll og fírnindi í leit að hreindýrum. Að lokum tókst að fínna og fella eina kú. Þar með var komið efni í fjögurra blaðsíðna hetjusögu, ríkulega skreytta blóði drifnum myndum. Dapurlegt er að liugsa til þess að það fyrirfinnist fólk sem hefur gaman af því að drepa eða lesa frásagnir af dýradrápi. EDDA BJARNADÓTTIR hópstjóri Skuldar, vinnuhóps til verndar villtum dýrum, Aflagranda 40, Reykjavík. stöður urðu þær að 5 umsækjendur sem fréttastjórar Útvarps og Sjón- varps höfðu mælt með hlutu stuðn- ing. En eins og kunnugt er hlaut Logi Bergmann Eiðsson, sá um- sækjandi sem deildarstjóri íþrótta- deildar, Ingólfur Hannesson, mælti með, ekki stuðning útvarpsráðs. Þar var ekki um samantekin ráð að ræða. Og fýrir mitt leyti fólst ekki í þessu neinn dómur á hæfíleika hans til þess að íjalla um íþróttaat- burði. Staðreyndin var sú að Logi Bergmann Eiðsson var sá eini af umsækjendum um stöðuna sem uppfýllti ekki þær kröfur sem gerð- ar eru til fréttamanna um menntun. Þess vegna taldi ég ekki stætt á' því að mæla með því að hann hlyti fasta ráðningu. Niðurstaða at- kvæðagreiðslu útvarpsráðs var sú að einróma stuðning hlaut umsækj- andi sem uppfyllti þau skilyrði sem fram voru sett um menntun og starfsreynslu. Því hefur verið haldið fram að fýrir hafi legið meðmæli allra deild- arstjóra, fréttastjóra og fram- kvæmdastjóra, bæði hljóðvarps og sjónvarps, með Loga Bergmanni Eiðssyni. Þetta er ekki rétt. Það eina sem lá fyrir á fundi útvarps- ráðs voru skilaboð um að Ingólfur Hannesson mælti með honum. Og þar sem Ingólfur hefur nú gagnrýnt útvarpsráð opinberlega fyrir að rökstyðja ekki niðurstöðu sína í þessu máli þá verð ég að segja að eðlilegra hefði mér þótt að hann rökstyddi sína tillögu. Því það var nú einu sinni hún sem braut í bága við þær forsendur sem gefnar voru í auglýsingunni um starfíð. Og það er ekki útvarpsráð sem ákveður hvaða kröfur skuli gera til frétta- manna, heldur einmitt stjómendur þar innanhúss og Félag frétta- manna. Rétt er að taka fram að samkvæmt samningi fjármálaráðu- neytisins og Félags fréttamanna taka fréttamenn laun eftir taxta Bandalags háskólamanna. Mörgum finnst að það ætti að vera á valdi fréttastjóra og deildar- stjóra Ríkisútvarpsins að ráða sér samverkamenn. Þetta hefur einnig verið mín skoðun og annarra full- trúa Kvennalistans sem setið hafa í útvarpsráði. En ef slíkt fyrirkomu- lag væri haft á er augljóst að gera yrði þá kröfu til fréttastjóranna og deildarstjóranna að þeir væru sjálf- um sér samkvæmir og höguðu störfum sínum þannig að svo virtist sem þeim væri ljóst hvers vegna stöður hjá stofnunum í almannaeign eru auglýstar. KRISTÍN A. ÁRNADÓTTIR, Heiðarseli 4, Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Heimilisfang féll niður í sunnudagsblaðinu var birt bréf frá Sjúkranuddarafélagi íslands hér á opnunni. Þar féll niður heimilisfang félagsins, en það er: Póstbox 1782, 101 Reykjavík. Setning féll niður Á baksíðu Lesbókar Morgunblaðs- ins á laugardag féll niður setning úr grein Þorvalds Þorsteinssonar, sem gerir framhaldið óskiljanlegt. Setningin, sem brenglaðist á að hljóða svo: „Myndverk einhverfra listamanna, eins og þau, sem hér gefur að líta, leiða okkur á sama hátt nær kjama þeirra einstaklinga, sem þau skapa, heldur en tilviljana- kennd mynd okkar af einhverfum einstaklingi.“ Skáletraða setningin er sú, sem féll niður og þegar hún er lesin, verður framhaldið skiljan- legt. Lesendur eru beðnir velvirðing- ar á þessum mistökum. Misritun í ljóði Misritun varð í ljóði Sirijos Gira, „Vilna“, í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar á blaðsíðu 3 í síðustu Lesbók Morgunblaðsins. Misritunin var í síðari helmingi þriðja erindis ljósins, en réttur er hann þannig: „En götustéttir þínar eðju og auri atast nú, - af pólskum hermannsfæti.“ Gaukshöfði Pétur Þorleifsson hringdi vegna þátt- arins Úr myndasafninu á sunnudag. Hann benti á að myndirnar væru teknar af Gaukshöfða og fjallið, sem kindumar eru undir, heitir Bringa. ymningstöiu' 26. sept. 1992 (Í4)í 2Í)f23)(^r 5){28j^ |15) VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.605.972 2.««« 75.358 3. 4af5 99 7.878 4. 3af5 3.976 457 ; Heildarvinninqsupphæð þessa viku: 5.655.074 kr. mKk/y UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 91 -681511 LUKKUllNA 991002 GOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKAR 1 - | o \ O 5 o C' KJARAN Gólfbúnaður | SÍÐUMÚIA U • SÍMI (91) 813022 C Skrifstofutækni • INNRITUN HAFIN • Við leggjum áherslu á vandað nám sem sniðið er að kröfum vinnumarkaðarins og nýtist þér í atvinnuleit. Kenndar eru eftirtaldar námsgreinar: § Bókfærsla § Ritvinnsla § Verslunarreikningur § Tölvubókhald § Töflureiknir § Tollskýrslugerð § Gagnagrunnur § Windows og stýrikerfi Athugið okkar hagstæðu greiðslukjör, kr. 5000 á mánuði til tveggja ára eða 15% staðgreiðsluafsláttur. Tölvuskóli íslands sími 67 14 66 • opið til kl. 22 GWL 3 GWL /\S KRIFTARROÐ Fyrstu ÁSKRIFTARTÓNLEIKAR vetrorins í Hóskólabíói fimmtudaginn 1. október, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Einleikari: Ingvar Jónasson Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 6 Atli Heimir Sveinsson: Könnun - Lágfiðlukonsert Jean Sibelius: Kristján konungur II HLUSTUM Á UfAnOI TONLIST! SINF0NIUHLJ0MSVEITISLANDS Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.